Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 14. janúar 1983 _f~lelgai- -Posturinn Frönsk matargerðarlist hei'ur líklega aldrei komist á hærra pian en þegar fyrsti franski geimfarinn fór umhverfis jörðu með sovésku geimstöðinni Salyut-7 á nýliðnu ári. Fransmaðurinn kom nefnilega með nesti með sér til að gleðja hina rúss- nesku vini sína. Jean-Loup Chrétien kom með krabbakæfu, héraragú og humar frá Brétagne-skaga með sérlagaðri sósu. f eftirrétt bauð Chrétien upp á súkkulaðibúðing og gómsæta osta. Magnifique, non? Það getur verið erfitt að elda góðan mat undir bestu kringum- stæðum en ekki lagaðist það þegar átti að fara að malla í þyngdar- leysinu. Ymsar kökutegundir voru teknar af matseðli sovésku geimfar- anna og gesta þeirra þegar kom í ljós að þær hefðu farið í klessu við brottför frá jörðu - og það getur verið erfitt um vik að ryksuga í þyngdarleysinu í Salyut-7, ekki síst þegar kökumylsna er á floti um alla stöðina. Sitthvað fieira getur verið þar á sveimi - kokkum geimstöðvarinnar var bannað að nota mikinn hvítlauk eða baunir í matinn eða hvaðeina annað, senr gæti valdið vindverkjum. Leiðindabíó í Kína Puttu í lukkupottinn á FRANSKUR MATUR Á HÆRRA PLANI Kínverjar eru hættir að kippa sér upp við það að heyra hrotur í kvikmyndahúsum, þar sem verið er að sýna nýjar og nýlegar kín- verskar kvikmyndir. Þetta full- yrðir kínverskt dagblað í Peking. Kvikmyndir hafa löngum verið ein helsta skemmtun Kínverja en að undanförnu hefur kvikmynda- gerð í landinu hrakað, hvernig sem á því stendur. Blaðið hefur eftir einum kvikmyndahúsagesti: „Sumar nýju myndirnar eru svo leiðinlegar að ég get ekki horft á þær til enda, ekki einu sinni þótt ég ætli aðtins að drepa tíma.“ Þór Þóroddsson fræðari, barnakennari, býflugnabóndi og jógi. Helga Karlsdóttir og Haukur Gíslason: „Alltaf verið að vona“. - Mynd: Jim Smart 35 ára brúðkaupsafmælinu Fjórum dögum fyrir jól áttu þau Helga Karlsdóttir og Haukur Gíslason í Brúnalandi 2 í Reykja- vík 35 ára brúðkaupsafmæli. Þau höfðu sérstaka ástæðu til að fagna afmælinu að þessu sinni - þau unnu nefnilega hæsta vinning í Happdrætti Háskólans og fengu í hendurnar samtals 1,2 milljónir króna. GLUGGA Mk m H n PÓSTUR Ýmsir hafa orðið glaðir yfir minna. Og þau Helga og Haukur urðu sannarlega glöð. Þau er bú- in að eiga happdrættismiðann sinn álíka lengi og þau hafa verið gift, keyptu hann á meðan þau voru enn trúlofuð. „Við höfum nokkrum sinnum fengið smáa vinninga," sagði Haukurí samtali við Gluggapóstinn, „en alltaf ver- ið að vona að þetta gcngi betur. Nú hefur það sannarlega borgað sig.“ - Hvaö ætlið þið svo að gera við alla þessa peninga? „O, blessaður vertu, það verður líklega fljótt að fara. Við erum annars ósköp róteg yfir þessu og hyggjumst ekkert sérstakt fyrir, að minnsta kosti erum við ekki farin að hugsa langt ennþá. Við eigum okkar hús og bíl - jú, við skiptum reyndar um bíl. Fengum okkur nýjan Saab, framdrifinn til að nota í snjónum. Ég hef aldrei átt framdrifinn bíl fyrr, en mérer sagt að það sé miklu betra í ó- færðinni.“ Þau Helga og Haukureiga þrjú börn, öll uppkomin, barnabörnin eru oröin fjögur og munu vera all roggin með afa og ömmu, sent duttu svo rækilega í lukkupott- inn. „Víst er þetta ánægja fyrir alla," sagði Haukur og vildi sem minnst gera úr öllu saman. -ÓV. omagar ig eyðsluseggir „Vert er að minnast örlaga Ný- fundnalands, sem gert var gjald- þrota og nánast svipt fjárhagslegu sjálfstæði," segir m.a. í grein um Afdrifa- rík flótta- tilraun Kona nokkur í San Diego í Kali- forníu höfðaði nýlega skaðabóta- mál á hendur eiganda veitingahúss eins þar í borg, full „skelfingar og viðbjóðs", eins og hún sagði. Þann- ig vildi til, að hún var úti að borða 'með sínum ektamaka og hafði pantað hvítlaukssteikta snigla í iorrétt. Þá gerði einn snigillinn sér lítið fyrir og ætlaði að flýja - hafði greinilega lifað af gufusoðningu kokksins - en þá rak konan upp öskur, reis á fætur, féll um stólinn og ökklabrotnaði. Ekki segir frek- ar af sniglinum.... íslenskt efnahagsástand í Gusti, ís- lensku blaöi sem gefið er út í Los Angeles af þeim Jakobi Magnús- syni tónlistarmanni og Sigurjóni Sighvatssyni kvikmyndagerðar manni. „Gjaldþrota ísland?" er spurt í greininni, sem er ómerkt „Bætist ný stjarna í bandaríska fán- ann? ísland er álíka langt frá Am- eríku og Hawaii-eyjarnar, sem nú tilheyra Bandaríkjunum og þannig vill til, að bróðurparturinn a þjóðarskuldinni er amerískt lánsfé Lánstraustið er vafalítið tengt þeirri staðreynd, að á íslandi situr bandarískur her og nýtur þar allrar aðstöðu frítt á rneðan aðrar þjóðir maka krókinn fyrir samskonar er upp tið efnahags- flugvélum landanna sem hann heimsótti. Hinn dugmikli forseti, Chun Doo Hwan, tók 1.846 símtöl á ár- inu, stjórnaði 99fundum af ýmsum tegundum og mætti í 201 hádegis- ENGIN LETIKOST í ÞVÍ EMBÆTTI Forsetar geta haft brjálað að gera eins og aðrir. í Suður-Kóreu, þar sem Chun Doo Hwan er æðstur manna, er haldin mjög nákvæm statistík yfir embættið. Tölurnar leiða í Ijós óhemju afkastagetu mannsins. Til dæmis tók hann á móti 21.428 einstaklingum á liðnu ári, og það er að meðaltali 62 gestir á hverjum degi. Samt gafst honum tóm til að fara í 145 ferðalög innanlands á 155 dögum, að meðaltali 58,5 kíló- metra daglega. Að auki fór hann í opinberar heimsóknir til fimm ríkja. Lengst var hann í Kanada, eða í 17 daga. Á árinu ferðaðist forsetinn 778 kílómetra í bíl, 1.034 kílómetra í þyrlu, 40.642 kílómetra í einka- flugvél sinni og 1.774 kílómetra í verði, kvöldverði og kokteilboð... Forsetinn fékk 332 bréf frá inn- fæddum Kóreumönnum, en 627 bréf frá útlendingum. Hann sendi 51 bréf til Kóreumanna, en 90 til útlendinga. Hann fékk skeyti frá 77 þegnum sínum, en 63 útlending- um. Og Shun svaraði með 118 skeytum til sinna manna og 189 skeytum til útlendinga. Þetta kallar maður dugnað, enda segir blaðið The Korea Herald að forsetinn hljóti að hafa verið sá maður sem mest gerði á árinu sem Jeið. Það þykir okkur ekki ótrúlegt því í blaðinu er hvergi getið um hluti sem óhjákvæmilega hljóta að hafa tekið drjúgan hluta af dýr- mætum tíma hans. Hann hefur til dæmis áreiðanlega farið um 978 sinnum á salernið á árinu. Mikilvægt framtíðar- hlutverk íslands Á hverju sumri birtist lítil aug- lýsing í Mogganum, þar scm Þór fræðari Þóroddsson minnir á hug- leiðslunámskeið sín. Hann kemur alla leið frá KaIiforníu,þar sem hann hefur búið undanfarin tæp fjörutíu ár. Hcimkynni hans cru í litlu cyðimcrkurþorpi um 400 km norðaustur af Los Ángeles og þar stundar Þór býflugnarækt og barnakennslu. Hann fór upphaflega utan til að nema þjóðfélagsfræði og gerði það en kynntist jafnframt austrænum mönnum, sem kynntu fyrir honum fræði er helga sig framgangi manns- sálarinnar. Nú er starfandi hér- lendis hreyfing, sem Þór hefur komið á fót og heitir Jötusystkin eítir Jötudal, sem er í eigu hreyfingarinnar. Þór se'gir frá því í viðtali við íslensk-ameríska blaðið Gust, að hann sé bjartsýnn á framtíð íslands enda muni landið þjóna mikilvægu hlutverki í framtíðinni. Sökum sér- stöðu íslands á svo marga vegu eru möguleikar landsins til að hýsa fyrirmyndarþjóðfélag mun betri en stórþjóðanna, sem samanstanda af mörgum óiíkum þjóðarbrotum. Og til að sálin megi blómstra er nauðsynlegt að tileinka sér strang- ar regíur varðandi næringu, heilsu- rækt og lifnaðarhætti almennt. Því borðar Þór fræðari Þóroddsson hvorki kjöt né mjólkurafurðir, hann fastar reglulega og leggur mikla áherslu á rétta öndun, hæfi- lega hreyfingu og hugieiðslu. Þeir sem stunda hugleiðslu og andleg fræði.segir Þór,eru sammálaumað slíkt auki á vellíðan og minnki svefnþörf, auk þess sem skynjun vex, einkum þróast sjötta skilning- arvitið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.