Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 21
Kjartan G. Ottósson GREIDENDUR vinsamlega veitið eftirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamiðum rennur út þann 24. janúar. Það eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið, þegar Guðmundur Arni hringdi í mig um hádegisbilið dag- inn eftir og skammaði mig fyrir að hafa tekið mér vald til að breyta því, sent hann hafði gengið frá, og vildi nú ekki kannast við að hafa gefið mér neitt afdráttarlaust lof- orð. Égskýrði mína hlið á málinu og sagði að það hefði alls ekki vak- að fyrir mér að seilast inn á lians valdsvið, heldur hafi ég staðið í góðri trú. Bað ég hann afsökunar, sérstaklega ef þetta yrði til að valda honunt óþægindum. Hann sagði. að það hefði málið þegar gert, en tók afsökun rnína til greina. Þar með taldi ég málið úr sögunni. Strax eftir símtalið rifjaði ég ná- kvæmlega upp það sem gerst hafði daginn áður, og þóttist vita, að ein- hvers staðar iægi fiskur undir steini. Eftirmál Að kvöldi föstudagsins 5. nóv- ember, þegar ég var staddur á fiokksþingi Alþýðufiokksins, kom Guðmundur Árni að ntáli viö mig og tjáði mér, að Jón Baldvin Hann- ibalsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, vildi gera úr þessu mikið mál á síðunt blaðsins. Hefði Jón knúið svo fast á unt þetta, að hann hafi neyðst til að láta undan og birta athugasemd í blaðinu daginn eftir, enda þótt hann sjálfur (þ.e. GÁS) hefði kosið að „málið yrði látið nið- ur falla". Seinna um kvöldið átaldi Jó- hannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðublaðsins, mig harðlega fyrir það sem hann kallaði ,.lygar“ mínar og sagði: „Þú gerir þér ekki grein fyrir því, drengur, hvað þetta er alvarlegt mál. Þetta er rniklu alvarlegra mál en Alþýðu- blaðsdeilan". Sagði Jóhannes, að ef málaferli risu út af þessu, yrði að segja upp bæði viðkomandi blaða- manni og útlitsteiknara. Morguninn eftir, laugardags- morguninn 7. nóvember, sá ég þessa untræddu athugasemd í Al- þýðublaðinu. Guðmundur Árni spurði mig álits á henni á flokks- þinginu.og sagði, aðþettaværi nú eins „pent" og mögulegt væri. Mitt gamla blað var nú búið að stimpla ntig opinberlega sem lygara og ribbalda. Svo Jón Bald- vin gæti kornið fram hefndum. Þetta var blaðið, sem ég hafði ekki skorast undan að vinna fyrir kaup- laust þegar mikið lá við, þrátt fyrir rniklar annir og enn meira aura- leysi. Þannig hafði ég sest inn á blaðið kauplaust til að létta undir rneðan ritstjórinn, Jón Baldvin Hannibalsson, var á vinnustaða- funduin fyrir kosningarnar 1979. Þá var samstarf okkar hið ánægju- legasta. Þegar Vilmundur Gylfason og blaðamenn Alþýðublaðsins gengu þaðan út haustið 1981 varð ég við beiðni formanns flokksins um að hjálpa til við að koma næsta tölu- blaði út. Við Bjarni P. Magnússon tókum viðtöl og ég gróf upp allar myndirnar í R7 blaöið 1 myndasafni W Grein þessi var upphaflega ætluð til birtingar í Alþýðublaðinu, eins og hún ber með sér. Þann 17. des- ember afhenti Bjarni P. Magnús- son, formaður blaðstjórnar Al- þýðublaðsins, Guðmundi Ama Stef- ánssyni, ritstjóra blaðsins, greinina með ósk um birtingu, eftir beiðni minni, og tjáði Bjarni mér, að Guð- mundur hefði samþykkt að birta hana í blaðinu. Þegar ég talaði svo við Guðmund Árna 30. desember vildi hann ekki kannast við að óskað hefði verið birtingar á greininni, enda þótt hann viðurkenndi að Bjarni P. hefði afhent sér hana. Bað ég Guð- mund þá sjálfur tun að birta grein ina, og varð ég við ósk hans um umhugsunarfrest fram á mánudag 3. janúar. Þegar ég talaði við Guð- mund 3. janúar hafnaði hann birt- ingu á greininni í Alþýðublaðinu. Sagði Guðmundur að ekki væri pláss fyrir hana í blaðinu, enda hafi Alþýðublaðið sagt sitt síðasta orð í þessu máli. í því tölublaði Alþýðublaðsins, sem út kom iaugardaginn þann sem flokksþingið síðasta stóð, birtist furðuleg athugasemd, „Að gefnu tilefni“, a 7. síðu blaðsins, undirrit- uð af Guðmundi Árna Stefánssyni, ritstjórnarfulltrúa og blaðamanni. í athugasemdinni segir, að ég hafi fengið það í gegn „á fölskum forsendum og í algjöru heimildar- leysi“, að grein eftir mig birtist í næsta blaði á undan í stað ályktana frá SUJ-þingi: „Kjartan Ottósson knúði sjálfur á um birtingu greinar sinnar og tjáði vakthafandi blaða- manni og útlitsteiknara að hans grein ætti að birtast í umræddu tölu blaði. Kvaðst hann hafa orð rit- stjórnarfulltrúa fyrir því, en hann var fjarstaddur er þetta gerðist. Var þessu trúað. Þessi frásögn Kjartans var röng. Engin sl£k lof- orð höfðu verið gefin...“. í inn- gangsorðum Jóns Baldvins Hanni- balssonar, ritstjóra, að heillar opnu erindi eftir sjálfan sig í þessu sama flokksþingsblaði, hnykkir hann á þessum ásökunum og segir mig óvandan að meðulum. Því er með öðrum orðum haldið fram, að ég hafi logið grein mína inn í blaðið. Eins og ég mun sýna hér á eftir, er þetta lúalegur og ósannur áburður, sem greiniiega er sprottinn af því, að Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki þolað að ég gagnrýndi málflutning hans sem ritstjóra Alþýðublaðsins í greinum í Alþýðublaðinu og því viljað klekkja á mér. Með því að reyna að sverta persónu mína í stað þess að svara greinum mínum á málefna- legan hátt, viðurkennir Jón hins vegar í raun, að hann getur ekki hrakið málflutning rninn. Þáttur Guðmundar Árna er mér tor- ræðari, því hann hafði ég ekki reynt að ódrengskap. Þær greinar mínar, sem hér um ræðir, voru 3 í flokki. Sú fyrsta, Breyttar víglínur í stjórnmálabar- ýmsar ástæður, fyrst og fremst miklar annir, hafi valdið því að aðgerðir hafa dregist. Hér mun ég því skýra frá því hvernig allt var raunverulega í pottinn búið. Gangur málsins Um hádegi miðvikudaginn 3. nóvember kom ég á ritstjórnar- skrifstofur Alþýðublaðsins með síðustu grein mína, en daginn áður hafði Guðmundur Árni tjáð mér , að það væru síðustu forvöð ef hún ætti að birtast í fimmtudags- blaðinu. Ég afhenti Guðmundi greinina, hann las hana yfir og ég spurði aftur, hvort hún mundi birt ast daginn eftir, enda kcm það skýrt fram í greinarlok, að ’nún var skrifuð til birtingar fyrir flokks- þing. Guðmundur Árni ábyrgðist án fyrirvara að hún kæmi í blaðinu daginn eftir. Égspurði sérstaklega, hvort ég þyrfti að stytta greinina, því hún varð lengri en ég hafði ætl- að, en Guðmundur kvað ekki þörf á styttingu. Enn fremur spurði ég sérstaklega um afstöðu Jóns Baldvins, enda minntist ég þess vel, er hann neitaði að birta SUJ-síðu, af því að þar var sett fram krafan unt brott- för hersins - yfirlýst stefna SUJ. Guðmundur sagði einungis, að Jón væri „óhress“. Síðan fór ég, full- viss um að málið væri í höfn. Ég kom aftur um kl. 3 til að vinna að auglýsingu í Helgarpóst- inum með köflum úr ályktunum síðasta SUJ-þings, ásamt Bjarna P. Magnússyni, Snorra Guðmunds- syni, formanni SUJ, og Guðmundi Árna. Ég varð að bíða eftir Snorra formanni tii um kl. hálf-fimm, en Guðmundur sagði mér að Snorri hefði í símtali við sig um kl. hálf- tvö sagst vera „á leiðinni" - með allar ályktanirnar, sem við ætl- uðum að vinsa úr. Meðan ég beið rabbaði ég m.a. við útlitsteiknara Alþýðublaðs og Helgarpósts og taldi hann ekki mundu verða þröngt um grein mína, frekar væri skortur á efni. Þegar Snorri kom loks, löngu eftir að Bjarni P. var farinn, tók Guðmundur nokkrar af ályktunum til að útbúa þær til birt- ingar. Um 5 kvaddi Guðmundur í skyndingi og sagðist verða að fara til að þjálfa suður í Sandgerði. Hann minntist þá ekkert á að ekki yrði pláss fyrir grein mína í blaðinu daginn eftir, hvað þá að hún ætti „að birtast eftir helgi“, þ.e. eftir flokksþing, eins og ég las í athuga- semdinni í flokksþingsblaðinu. Hann hafði ekki heldur minnst á neitt slíkt allan tímann frá kl. 3, þótt ég talaði nokkrum sinnum við hann til að spyrja eftir Snorra, og ekki gerði hann það heldur í símtali stuttu eftir að hann kvaddi. Þegar ég talaði við útlitsteiknar ann upp úr 5 um útlit SUJ- auglýsingarinnar í Helgarpóstin- um, kom mér það gersamlega á óvart, þegar fyrir tilviljun kom í ósköp venjulegt „skyndireddinga- mál“ af því tagi sent alltaf eru að koma upp í daglegum erli blaða- manns, og ég þekkti mætavel úr minni blaðamannstíð við Alþýðu- blaðið. Það er af og frá, að ég hafi beitt einhverjum bolabrögðum til að koma grein minni inn í blaðið, heldur stóð ég í góðri trú. áttunni, sem birtist 27. október, er almenns eðlis, en í hinum, Að kenna heilræðin - og halda þau 2. nóvember, og „Stefna Reagans, Jóns Baldvins og Morgunblaðsins" 4. nóv., fjalla ég um málflutning Jóns Baldvins sem ritstjóra Al- þýðublaðsins síðastliðinn vetur. Greinarnar 2 byggjast á ná- kvæmum lestri blaðsins frá þeim tíma, og uppistaðan er tilviitnanir í blaðið sjálft. Eg tek þar fram í upp- hafi, að skrif mín beinist ekki gegn Jóni persónulega,og í lok greina- flokksins tek ég skýrt fram, að ég telji ýmsa ljósa punkta í málflutn- ingi Alþýðublaðsritstjórans. Ég ætla mér ekki að sitja aðgerðalaus undir ósannindaár- óðri ininna gömlu félaga, enda þótt ljós að í „leiáti" Alþýðublaðsins daginn eftirvar ekki gert ráð fyrir grein minni. Ég taldi ljóst að hér hefðu orðið einhver mistök, og á þá skoðun mína féllust viðstaddir ritstjórnarmenn. Við töldum ólík- legt, að hægt væri að ná í Guðmund Árna, enda hafði hann ekki skilið eftir neitt símanúmer. Ræddum við vakthafandi blaða- maður og útlitsteiknarinn þá ýmsa möguleika til að „bjarga málun- um". Ég spurði formann SUJ, hvort hann gæti fyrir sitt ieyti fallist á að frestað yrði birtingu einhvers hluta af ályktunum SUJ, og taldi hann ekkert því til fyrirstöðu. Varð því ofan á að grein mín kæmi í stað hluta af ályktunum SUJ, enda töld- um við allir, að hér væri á ferðinni Að ráðast gegn mannorð inu þegar rökin þrýtur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.