Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 9
Jp&sturinri— Föstudagur 14. janúar 1983 Gagnrýnendur Helgarpóstsins meta stöðu listgreina á nýliðnu ári og velja helstu viðburði ársins Gróskurfkt án stórbyltinga Það hefur ríkt mikil gróska í djassheimin- um án þess að tónlistin hafi tekið miklum breytingum. Einn af helstu meisturum djassins, trommarinn, tónskáldið og hljóm- sveitarstjórinn Jack Dejohnette, kallar tón- list sína margátta, „við leikum frjálst með sveiflu". Þetta lýsir vel meginstefnu margra hinna yngri manna s.s. Arthur Blythe og þess djassleikara sem mesta athygli vakti á árinu, trompetleikarans unga frá Art Blak- ey boðberunum: Wyntons Marsalis, en les- endur down beat kusu hann djassleikara ársins svoog trompetleikara ársins og fyrstu skífu hans samnefnda á Columbiu, plötu ársins. Hún hefur því miður ekki enn feng- ist í íslenskum plötubúðum, en Jón Múli kynnti hana ágætlega í djassþáttum sínum. Marsalis heyrðist líka með Blakey í íslenska sjónvarpinu en þegar Blakey kom hér í boði Jazzvakningar er Listahátíð stóð yfir (Lista- hátíðarnefnd sleppti djassinum að þessu sinni) var Marsalis hættur í bandinu og nýtt njúorlínskt trompetefni komið í staðinn: Terrence Blanchard. Jazzvakning fékk fleiri góða gesti á árinu: The Art Ensemble of Chicago, Leo Smith og Bobby Naughton, Roscoe Mitchelle, Joe New- man, Charlie Haden’s Liberation Music Orchestra (sem hreyfingin tapaði 100 þús- und krónum á) og The Missisippi Delta Blues Band. A vegum Jazzdeildar FÍH komu hingað Jón Páll og Pétur Östlund frá Svíþjóð og léku á 50 ára afmælishátíð FÍH, norski saxafónleikarinn John Pál Inderberg og dansk-hollenska hljómsveitin The Ap- ocalypse. Hópur áhugafólks um jazz fékk svo hingað tríóið Air. Þrjár innlendar djasssveitir störfuðu á ár- inu, tríó og kvartett Guðmundar Ingólfs- sonar, Nýja kompaníið og kvartett Krist- jáns Magnússonar og gáfu tvær þær fyrst- nefndu út skffur: Guðmundur Ingólfsson: Nafnakall og Nýja kompaníið:Kvölda tekur. Auk þess komu út þrjár bræðings- skífur: Björn Thoroddsen: Svif, Jakob Magnússon: Tvær systur og Mezzoforte 4. Dassað hefur verið af krafti á Nausti, í Djúpi og Stúdentakjallaranum, en í Stúd- entakjallara hefur leikið sveit skipuð fé- lögum úr Nýja kompaníinu og Mezzoforte. Jazzdeild FIH skólans heldur áfrant að kenna djass og á stóran þátt í eflingu ís- lensks djasslífs. Því miður hefur ekkert heyrst í Bigbandi því er Björn R. hefur stjórnað sem af þessum vetri en Steinþór Steingrímsson og fleiri gamlir kappar komu fram á djasskvöldi milli jóla og nýárs og er vonandi að þeir láti ekki þar við sitja. Þar komu líka í heimsókn Oktavía Stefánsdótt- ir söngkona sem búsett er í Kaupmanna- höfn og Steingrímur Guðmundsson (Steingrímssonar) trommu og tablaleikari, en hann er við nám í Bandaríkjunum. Björn Thoroddsen kom heim í vor endur- nærður eftir ársnám á gítar í Los Angeles og Pétur Grétarsson barði hér trommur í sum- ar, en hann er við nám í Berkley í Boston. Þar hafa fleiri íslendingar lært á árinu: Gunnar Hrafnsson, Sigurður Flosason og Stefán Stefánsson, sem þar dvelst enn. Tvær íslenskar djasssveitir léku erlendis á árinu: Kvartett Kristjáns Magnússonar í Færeyjunt og kvartett Guðmundar Ingólfs- sonar í Lúxemborg og má fullyrða að ís- lenskur djass hafi ekki staðið í slíkum blóma sl. fimmtán ár. En því miður vantar okkur enn djass- klúbb og það eru ekki margir sem geta haft lífsviðurværi af því að leika djass frekar en áður, þó kennt sé með, skúrað og leikið fyrir dansi og dinner. Við minntumst í upphafi á margstefnu- djassinn. Að sjálfsögðu eru margar aðrar stefnur á kreiki. Á þessu ári kom út skífa með Ornette Coleman: Of Human Feelings (Antilles), tekin upp 1979. Þó að Coleman hafi ekki breytt mikið eigin saxafónleik, er samleikur allur annar en áður. Það eru allir jafnir og samspinna næstum einsog gert var í frumdjassi þó reglur séu frjálsar. Allt er rafntagnað, en hin ljóðræna snilli Colemans gerir tónlist hans að þeirri djassgleði sem ekki finnst í sama mæli hjá lærisveinum hans, James Blood Ulmer og Ronald Shannon Jackson. Coleman nefnir tónlist sína harmolodic, en sumir kalla Blood og Shannon pönkdjassara. Auðvitað kom út óhemju fjöldi af djass- skífum á árinu og var Miles Davis við sama heygarðshornið á sinni skífu: Wc Want Mi- les (Columbia), þar var rafmagnið í háveg- um en gamli maðurinn blés samt stundum eins fallega og í gantla daga. Don Cherry og Ed Blackwell fóru hina þjóðlegu leið á E1 Corazón (ECM) en sá mæti píanisti Chick Corea hugleiddi tónskáldskap tuttugustu aldarinnar á tvöföldu albúmi sínu: Trio Music (ECM), fyrri skífan innihélt impró- víseringar, oft í anda Bartoks, en hin síðari næma túlkun á átta meistaraverkum Thel- oniusar Monks. Monk var einn þeirra djassmeistara sem kvöddu þessa lífstjörnu áárinu, aföðrum má nefnasaxafónsnilling- ana Art Pepper og Sonny Stitt, gamla Ellingtontrommarann Sonny Greer, blúsar ann Lightin Hopkins og píanistann Jimmy Jones, sem kom til íslands með Ellu Fitz- gerald 1966. En þótt menn deyi lifa verk þeirra og á árinu koniu út nnargir gimsteinar með áður óbirtu efni gömlu meistaranna og skal aðeins minnst á The Girl’s Suite/Thc Perf- ume Suite (Columbia) með Duke Elling- ton, þar sem fyrrnefnda svítan kemur fyrst fyrir eyru djassgeggjara svoog meistara- verk með Charlie Parker:One Nigth In Washington (Elektra Musican El-60019). Upptökurnar eru ekkert síðri en stúdíóupp- tökur Verve þetta ár, 1953. '★ ★ ★ ★ framúrskarandk ★ ★ ★ ágæt ★ ★ g6ð ★ þolanleg 0 léleg Itíóin Bíóhö|lin: * Konungur grínsins (King of Comedy). Bandarísk, árgerð 1982. Leikendur: Ro- bert DeNiro, Jerry Lewis. Leikstjóri: Mart- in Scorsese. í myndinni er sagt frá frimurara, sem ætlar sér að verða grínisti. Frímúrara? Já, þvi hann vinnur ekki, er alltaf múraður og á alltaf fri. Myndin er hundleiðinleg, langdreg- in og ekki fyndin fyrr en í lokin, ef hægt er að • brosa út í annað að fimm mínútna Woody Allen fyndni. - JAE Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Alec Gu- inness, Ricky Schroder, Eric Porter. Leik- stjóri: Jack Gold. Hugguleg fjölskyidumynd um lítinn iávarð og annan stærri. Jólamyndin í ár. Bílþjóf urinn (The Grand Theft Auto). Banda- rísk kvikmynd. Leikendur: Ron Howard, Nancy Morgan. Fjörug unglingagrinmynd i anda amerisku veggskriftarinnar. Átthyrningurinn (The Octogone). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Chuck Norris, Jo- hnny Fist. Bardagamynd með hasargæjanum fræga, glímukappanum góða. ★ * * Snákurinn (Venom). Bresk kvikmynd, ár- gerð 1982. Lelkendur: Klaus Kinski, Nicol Williamson, Oliver Reed, Sterling Hayden. Leikstjóri: Piers Haggard. Góður þriller af gamia skólanum. Spennan er byggð upp hægt og sígandi og helst allan tímann. Góð afþreying i skammdeginu. - JAE. ★ ★★ Fram i sviðsljósið (Being There). Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skáldsögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shlrley MacLaine. Leik- stjóri: Hal Ashby. Sá sigrar sem þorir (Who Dares Wins). Bresk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Lewis Collins, Judy Davis, Richard Wid- mark, Robert Webber. íranska sendiráðið í London í maí 1980: skærul- ' iðar hafa hertekið það. Sérsveitir breska hers- ins koma gislunum til bjargar. Spennumynd byggð á sannsögulegum atburðum. Svona var það. Regnboginn: Dauðinn á skerminum (La mort en direct). Frönsk, árgerð 1979. Handrit: David Ray- field eftir sögu D. Compton. Leikendur: Romy Schneider, Harvey Keitel. Leik- stjóri: Bertrand Tavernier. Romy Schneider stendur fyrir sínu sem deyjandi kona í beinni utsendingu i sjónvarpskerfi. Grasekkjumennirnir (Grásánklingarna). Sænsk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Janne Karlsson, Gösta Ekman. Leikstjóri: Hans Iveberg. Tveir kunningjar verða grasekkjumenn i viku og ætla að eyða henni hvor með sínum hætti. En áætlanir þeirra standast þó ekki alveg. Hressi- leg gamanmynd. ★ ★ ★ Kvennaborgin (Citta di donna). ítölsk kvik- mynd. Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni og fullt af konum. Handrit og stjóm: Feder- ico Fellini. Maður nokkur fellur í draumsvefn og lendir í Kvennabænum, þar sem konurnar eru af öllum stærðum og gerðum. En er þetta draumur? Sá brenndi (The Burning). Bandarisk kvik- mynd, árgerð 1982. Leikendur: Brian Matt- hews, Leah Sayers, Lou David. Leikstjóri: Tony Maylam. Sumarbúðastjóri nokkur er leiðinlegur og frek- ur. Gárungar ætla að hrekkja hann, en ekki vill betur til, en kall brennist illa. Nokkrum árum síðar ásetur hann sér að hefna ófaranna. Mikill hryllingur. Hugdjarfar stallsystur (Cattle Anne and litt- le Britches). Bandarisk kvikmynd. Leikend- ur: Burt Lancaster John Savage. Rod Stei- ger, Amanda Plummer. Hörkuskemmtilegur grinvestri með gömium kempum. Njósnir í Beirút (Operation Beirút). Al- þjóðleg kvikmynd. Leikendur: Richard Harris, Dominique Boschero. Síðasta tækifærið tii að sjá Beirút eins og hún var í gamla daga. Hasar og fallegar konur, alþjóð- legar njósnir. 'if&í Laugarásbíó * * * Geimálfurinn E.T. Bandarisk kvikmynd, ár- gerð 1982. Handrit: Melissa Mathison. Leikendur: Henry Thomas, plastbrúða o.fl. Leikstjóri: Steven Spieiberg. Sagan segir frá Elliot Taylor (takið eftir upp- hafsstöfunum) sem finnur geimveruna E.T. og skýtur yfir hana skjólshúsi svo illir menn nái henní ekki. Kvikmyndataka er einföld og blátt áfram. Myndáhrit koma mjög vel vel út, en eru sáraeinföld i sjálfu sér og er það gott. -JAE Austurbæjarbíó: * * * Arthur. Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Dudley Moore, John Gielgud, Liza Minelli. Gamanmynd með Óskarsverðlaun i farangrin- um. Ungur piltur á ríkan föður og lifir hátt á hans kostnað. I staðinn skal hann kvænast ungri stúlku, sem á ríkan föður. En allt fer öðru visi en ætlað er... Sprell og aftur sprell. Bíóbær: Geimorustan. Sýnd ókeypis fyrir börnin kl. 14 og 16 á laugardag. Tarzan. Sýnd ókeypis fyrir börnin kl. 14 og 16 á sunnudag. Að baki dauðans dyrum (Beyond Death’s Door). Bandarisk kvikmynd, byggð á met- sölubók Dr. Maurice Rawlings. Tilvalin mynd fyrir andatrúarmenn og aðra framliðna drauga. Spurningin er: Er lif handan grafar og likams- dauða? Svar fæst kannski. Bæjarbfó: Ungfrúin opnar sig (The Opening of Misty Beethoven). Unaðsleg tónlistarmynd um litla systur þessa fræga tónskálds. Sagan gerist rétt eftir að Lúðvík fékk sér nýjan frakka. Fallegir leikarar, faliegt fólk. Hugljúf fjölskyldumynd. Háskólabíó: ★ Með allt á hreinu. Islensk kvikmynd. argerð 1982. Handrit: Ágúst Guðmundsson og Stuðmenn. Leikendur: Stuðmenn, Grýlur, Eggert Þorleifsson, Sif Ragnhildardóttir. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Hin víðfræga íslenska söngva- og gleöimynd gengur enn fyrir fullu húsi áhorfenda. islensk skemmtun fyrir allan heiminn. Nýja bíó: * * * Villimaðurinn Conan (Conan the Barbari- an). Bandarisk, árgerð 1981. Handrit: John Milius og Oliver Stone. Leikendur: Arnold Schwarzenegger, Sandahl Berg- man, James Earl Jones, Max von Sydow. Leikstjóri: John Milius. Petta er fyrst og fremst ævintýramynd með hrottafengnum húmor og minnir um margt á gullaldarbók- menntirnar. Kvikmyndatakan er i betra lagi og áhrifsmyndun góð, en leikurinn í myndinni er jafn hryllilegur og myndin er hrottaleg. -JAE Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise: ★ ★ ★ Police Python 357. Frönsk, árgerð 1976. Leikendur: Yves Montand, Simone Sign- oret, Francois Périer, Stefania Sandrelli. Leikstjóri: Alain Corneau. Hörkuspenn- andi lögreglumynd með frábærum leikurum. Sýnd i Regnboganum 19. og 20. janúar kl. 20.30. Stjörnubíó: * * Snargeggjað (Stir Crazy). Bandarisk. árgerð 1981. Handrit: Bruce Jay Friedman. Leikendur: Gene Wilder, Richard Pryor. Leikstjóri: Sidney Poitier. Peir Wilder og Pryor eru bráðskemmtilegt par i þessari „snargeggjuðu" sögu um tvo náunga frá New York, sem freista gæfunnar í Kaliforniu en lenda i fangelsi i staðinn. Frammistaða aðal- leikaranna er reyndar mun betri en efni standa til. handritið og leikstjórnin missa dampinn eftir miðbik myndarinnar, en þeir Pryor og Wilder eru í stuði allt til loka. -ÁÞ Varnirnar rofna (Breakthrough). Banda- rísk kvikmynd. Leikendur: Richard Burton, Rod Steiger. Hörkuspennandi striðsmynd, nokkurs konar framhald af Járnkrossinum. Þessi mynnd gerist meðal Rússa. Tónabíó: * Moonraker (Tunglrakarinn). Bresk kvik- mynd, árgerð 1979. Handrit: Christopher Wood. Leikendur: Roger Moore, Lois Chi- les, Michel Lonsdale, Richard Kiel. Leik- stjóri: Lewis Gilbert. Bond-formúlan er alltaf söm við sig, en hér er hún þó í slappara lagi vegna illa unnins og ófrumlegs handrits. Bond er alltaf í eltingar- leik um allan heim til þess aö bjarga þessum sama heimi frá eyðileggingu. Stelpurnar eru sætar, landslagið lika. Leikur er lítill, en Bondfríkar skemmta sér sæmilega. Hinir lika. G.B.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.