Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 16
Eins og flestir vita Ientu Englaboss-
ar í 2.-3. sæti á Músíktilraunum
SATT og Tónabæjar í desember.
Þrátt fyrir það flnnst mér lítið hafa
borið á þeim í blöðunum, svo ég
ætla að reyna að bæta úr því núna.
Ég hitti Englabossana eitt kvöldið í
bílskúrskjallaranum þar sem þeir
voru á æfingu. Þeir eru þrír í hljóm-
sveitinni og heita:
Hörður Ymir - trommur
Hlynur - bassa
Arngeir - gítar og söngur
Hvað eruð þið að æfa?
„Við eruni að æfa fyrir stúdíótím-
ana sem við fengum í verðlaun á
Satt músíktilraununum."
Kom ykkur á óvart hvað þið lentuð
ofarlega?
„Já það kom mjög mikið á óvart -
en það var auðvitað æðislega
gaman.“
(Það skal tekið fram að þeir smöl-
uðu ekki liði).
Hvernig verða svo stúdíótímarnir
notaðir?
„Satt ætlar að gefa út plötu með
þeim hljómsveitum sem lentu í 1,-
3. sæti, sem sagt okkur, DRON og
Fílharmoníusveitinni."
Er citthvað annað í bígerð?
„Við ætlum kannski að leigja Ný-
listasafnið og halda konsert þar í
lok febrúar....líklega með
Trúðnum...“
Hvaða músík spiliði helst?
>,Það sem okkur þykir skemmti-
legt“ - „hrátt nýbylgjurokk."
Eigiði einhverjar uppáhaldshljóm-
sveitir?
Þeir voru nú ekki alveg sammála
um hverjir væru bestir, en Addi
sagði Eric Clapton, Ýmirsagði Phil
og Joy Division og Hlynur sagði að
ABBA með stórum stöfum væri
best. Þá vitum við það, ....
Hvað með nafnið Englabossar?
„Bara - það lýsir okkar innra
rnanni". „Þó ætti þetta kannski
frekar að vera Dekurbossar??"
Þið eruð í Hagaskóla?
„Já,við erum þar í 8. bekk, allir í
sama bekk,..
Hafiði eitthvað spilað þar?
„Já,við hituðum einu sinni upp fyrir
Tappann, og svo viljum við ekki!
segja frá fleiri böllum þar.“
Hvað með framhaldið?
„Næsta takmark er að kaupa bassa
magnara og svo bara spila á tón-
leikum þangað til við missum
áhugann."
Eftir hvern eru textarnir ykkar?
„Við notum nú ekki mikið texta“.
„Það er svo erfitt að gera texta.“
„En þeir sem við notum eru eftir
Kristján Hrafnsson sem var söngv-
ari hjá okkur. Hann hætti (Ýmir
vildi frekarsegja að hann hefði ver-
ið rekinn) en við notum samt
textana áfram, aðallega tvo.“
Við látum annan textann fylgja
nteð hérna:
Dreptu þig:
Ef viljirðu gleðja mig
þá skaltu drepa þig
því þá er ég laus
við annan grautarhaus.
Eg er leiður á þér
því þú ert fyrir mér
með þitt grátur og vœl
og alls konar skœl.
Ef viljirðu gera góðverk
þá eru mín orð:
Hentu þér í sjóinn
og fremdu sjálfsmorð....
Svo mundu þeir ekki alveg fram-
haldið....
Jæja, þetta verður víst ekki lengra,
en við fáum vonandi fljótlega að
heyra frá Englabossunum á
plötu....
Bla bla bla...
Kim Wilde segir að það sé æðislegt
að spila rokk og hvetur allar stelpur
sem hafa áhuga, að drífa sig í rokk-
ið.. en hún bætir við að sennilcga sé
nú öruggara að verða hjúkrunar-
fræðingar, ef maður spáir í fram-
tíðina.það er að segja...
Þá vitum við allt um það.. og það
var nú líka mál til komið að við
fréttum eitthvað af þessum mál-
um.. sammála??
Draumur
Mig dreymdi að ég væri frjáls mig drcymdi að þú værir góður mig dreymdi að við værum saman mig dreymdi tt tt
n tt - en það var bara draumur. Anna María 14 ára
(U 4 ReÍ!.* NAR. Me6 Bllt é hreinu
(A) stuotenn/gehotnar^
I
O) GRACE JONES: Living My Life
(5) fMSIR: Part^
(2) DAVID BOWIE: Cat People
DGO: T The Pleasure?
(_) POSION GIRL . i Today
8 (_) ART BEARS: The World Aa
q (o) fMSIR: Cash Cow
l0 (10) LlNDSAf C00PER: BbKs
Girlschoo!
Hljómsveitin á myndinni heitir
Girlschool.... og er frá .Englandi.
Þetta er stelpugrúppa sem hóf feril-
inn á krám í London. Þær spiia
þungt rokk og verða alltaf vinsælli
með hverjum deginum sem líður...
Þær telja að munurinn á kvenna-
og karlahljómsveitum sé sáralítill
„kannski spila strákarnir aðeins
meira með vöðvunum, en við stelp-
urnar með útlitinu". Jahá.. svo það
er eini munurinn? Gott að vita
það?!
NÝFLUTTUR
Vissuði að Stuðarinn
er fluttur?? Nýja
heimilisfangið er Ar-
múli 38, en sami sími
(81866). Öll bréf eru
velkomin eins og allt-
at....
1