Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 13
13
hlelgai-----
.pðsturinrL
Föstudagur 14. janúar 1983
inyndir: Jim Smarl
„SATT er von íslenskrar dægurlagatónlist-
ar í dag“, fullyrðir Jóhann. „Við erum búnir
að hjakka lengi í sama farinu. Það hefur ekk-
ert breyst. Og það mun heldur ekkert
breytast nema tónlistarmenn geri sjálfir
eitthvað í því. Þetta veltur allt á trú manna á
eigin mátt“.
Það er eiginlega fyrst núna að verulegt líf
er farið að færast í SATT, þó enginn haldi
fram að erfiðleikarnir séu fyrir bí. Popparar
eru langt frá því stéttvísir menn.
„Það var búið að ræða málin lengi án þess
að nokkuð væri gert“, sagði Jóhann. „Það var
eiginlega Hörður Ólafsson lögfræðingur sem
var aðalhvatamaðurinn að stofnun SATT.
Þannig var að ég sendi nokkur lög 1978 í
American Song Festival og komst með þau í
undanúrslit. Ég var í Póker á þessum tíma og
við vorum einnig að velta fyrir okkur að fara
til Bandaríkjanna, þannig að ég þurfti af
tveimur ástæðum á lögfræðiaðstoð að halda í
sambandi við höfundarréttarmál. Hörður er
gamall trommari, svo ég hafði samband við
hann. Og þegar við erum að ræða höfundar -
téttarmálalmenntspyr hann hversvegna
viðdrífum ekki í því að stofna með okkur
samtök, sem hefðu eitthvað að segja um þessi
mál. Það varð úr að við gerðum tilraun. Þetta
var ’78 og það mættu þrír. Málið fór auðvitað
í salt.
Popparar í
hundraðatali
Ári seinna, 1979,komst aftur skriður á mál-
in þegar Sigurjón Sighvatsson var staddur
hér. Hanri vildi að við drifum í þessu og við
sömdum um að hann hringdi út i mann-
skapinn, en ég flytti framsöguræðuna. í þetta
skipti tókst það - á fundinn komu 50 til 60
manns og skömmu seinna héldum við fram-
haldsstofnfund“, segir Jóhann.
„íslenskir popparar eru nú á milli þrjú og
fjögur hundruð talsins. Það er álitlegur
fjöldi. Gailinn er sá að margir yngri poppar-
anna sérstaklega hafa verið frekar andfélags-
lega sinnaðir og þá litið á SATT sem eitthvað
í líkingu við FlH. Það var ekki fyrr en núna í
haust að þetta fólk gekk almennt til liðs við
félagið".
Baráttumál SATT er fyrst og fremst eitt:
Að skapa tónlistarmönnum, poppurunum,
viðunandi aðstæður til að vinna við. „Aðal-
málið“, segir Jóhann, „hlýtúr að vera að tón-
listarmenn sem skara fram úr geti leikið
sfna tónlist fyrir almenning. Slík tækifæri
hafa ekki verið mörg á síðustu árum. Margir
sem sækja íslenska skemmtistaði að staðaldri
nafa til dæmis aldrei séð EGÓ leika á sviði,
og er húri þó ein allra vinsæla6ta hljómsveitin
í dag.
Nú erum við að vinna að þvf, í samráði við
eigendur skemmtistaðanna, að þeir kaupi
hljómsveitir til að leika í svona klukkutíma á
kvöldi. Að diskótekin sjái um danstónlistina,
en að hljómveitin verði einskonar „show“.
Þetta hefur hingað til strandað á rúllu-
gjaldinu, en við erum að vonast eftir sam-
komulagi við skemmtistaðina um að þeir
hækki rúllu-gjaldið um svona 20-30 krónur,
það er að segja ef ríkið liti á framkomu
hljómsveitanna sem tónleika og tækju aðeins
10% skemmtanaskatt, helst ekkert. Meira
þarf ekki; ég er sannfærður um að þetta
mundi mælast vel fyrir. Þetta mundi skapa
meiri stemmningu á skemmtistöðunum
vegna þess að stærsti hluti gesta þeirra hefur
áhuga á tónlist. Við erum að vonast eftir að
geta gert tilraun eina helgi, og þá í allflestum
skemmtistöðunum í einu - til að sjá hvernig
þetta kæmi út“.
Kaninn í
Keflavík
Öll þessi mál þekkir Jóhann G. vel af eigin
raun. Hann er sem kunnugt er af eldri kyn-
slóð poppara og hefur um tveggja áratuga
reynslu af heimi þeirra. Hann er einn Kefla-
víkurbítlanna. „Ætli þaðgildi ekki það sama
fyrir mig og liir^a strákana þarna í Keflavík.
Það hefur sjálfsagt verið Kaninn sem fleytti
þessu óbeint af stað. í honum hafði maður
möguleika á að hlusta á það nýjasta í músík-
inni og það hafði auðvitað áhrif á mann“.
- Hversu góðir voru þið á þessum árum.
Til dæmis ef við miðum við unglingahljóm-
sveitirnar sem tóku þátt í músíktilraununum
um daginn?
„Það er erfitt að segja til um það. Góðu
einstaklingarnir eru inn á milli og þeir koma
ekki almennilega fram fyrr en eftir nokkurn
tíma. En nú er komin miklu meiri hefð á
þessa tónlist. Lengi vel vorum við bara að
kópera beint vinsæl erlend lög. Ekkert frum-
samið. Nú eru lögin orðin mun þróaðri, og
þessar ungu hljómsveitir eru meira og minna
með frumsamið efni“.
Óðmenn
- En var ekki miklu meiri persónudýrkun
þá. Voruð þið ekki miklu meiri hetjur?
„Það held ég ekki. Líttu bara á Bubba. En
þó má benda á að þá - svona 67 til 69 voru
hljómveitir miklu meira í sjónvarpinu - and-
litin voru þekktari. Við það skapast meiri
spenningur í kringum einstaklingana".
Jóhann G. var í Óðmönnum þegar bítla-
tíminn stóð sem hæst, hljómveit sem var í alla
staði venjuleg fyrir þann tíma, og spilaði mik-
ið á sveitaböllum og hér í Reykjavík. Hann
spilaði á bassa og söng. í kringum 1968 verða
svo talsverðar sviptingar í íslenskri dægurtón-
list. Þá hættu tvær vinsælustu hljómsveitirn-
ar, Hljómar og Flowers,svo úr varð ein -
Trúbrot. Um svipað leyti hættu Óðmenn, og
Jóhann G. fór að spila rólegri músík í
Þjóðleikhúskjallaranum. Uppúr því urðu
Óðmenn númer 2 til, og það er fyrir veru
sína í þeirri hljómsveit sem Jóhann er líklega
þekktastur. En tíminn getur stundum fegrað
minninguna.
„Við fórum útí að spila mjög prógressíft
efni, og mikið af því var okkar eigið. Það átti
ekki allsstaðar uppá pallborðið, og við
neituðum að spila vinsældalög. Við vorum
eiginlega akkúrat á þeirri línu sem böndin eru
á í dag.
Við höfðum líka sérstöðu að því leyti að
við vorum frekar einangraðir, þóttum líta
mjög stórt á okkur. Prinsipp hjá okkur var að
drekka ekki meðan við vorum að spila. Ekki
þannig að við værum reglumenn, í þeim
skilningi og ábyggilega voru prinsippin ein-
hvern'tíma brotin.
Basl
En málið var að við spiluðum frekar lítið.
Við vorum langt frá því að vera vinsælt dans-
band. Það liðu stundum tveir mánuðir á milli
þess sem við spiluðum. Það var helst ef að
einhver önnur hljómsveit forfallaðist að hóað
var í okkur til að redda málunum. Ég man til
dæmis eftir einu skólaballi á Selfossi, þar sem
við gerðum reyndar góða lukku, að við vor-
um fengnir vegna þess að Jónas R. kvefaðist
skyndilega. Þannig var að Benedikt Viggós
heitinn skrifaði einu sinrei að ekki væri hægt
að dansa eftir tónlist okkar, og átti þá við að
Óðmenn væru fyrst og fremst tónleikahljóm-
sveit. En þetta festist við okkur - viðvorum
hljómsveitin sem ekki var hægt að dansa
eftir.
Það sem bjargaði okkur var að við fengum
umboðsmann, Ágúst Þór Jónsson, sem nú er
byggingaverkfræðingur. Hann tók í hnakka-
drambið á okkur og fékk okkur til að æfa
fjögur eða fimm vinsældalög. Þar með
náðum við að spila síðasta sumarið okkar.
Við enduðum á stóra tvöfalda albúminu.
Þetta var óttalegt basl allan tímann og á end-
anum voru það fjármálin sem og erf-
iðleikarnir í kringum þau sem urðu til þess að
við hættum.
Og því miður hefur þetta lítið breyst. Fjár-
málin eru alltaf að vefjast fyrir mönnum. Og
nú eru staðirnir farnir að velta ábyrgðinni yfir
á hljómsveitirnar. Þannig að þær fá skellinn
ef aðsókn er drærn. Sjáðu til dæmis Mezzo-
forte. Þeir hættu að spila núna um áramótin
eftir að hafa verið að frá því í sumar. Þeir
gáfust bara upp á þessu í bili vegna þess að
þeir höfðu ekkert uppúr því. Ef vel gekk á
einum stað, þá fór það á næsta. Það er hægt
að standa í þessu í svolítinn tíma, þegar
maður er ungur og hress, en þreytan segir
fljótt til sín, sérstaklega þegar fjölskyldur eru
komnar til sögunnar. Enda eru fslenskar
hljómsveitir ekki langlífar.“
Samdi lítið
- En hvernig hljómlistarmaður telur Jó-
hann G. Jóhannsson sig vera?
„Það má eiginlega segja að ég hafi sem
tónlistarmaður svikið sjálfan mig. í Óð-
mönnum II samdi ég frekar efni sem þótti
prógressíft, texta með ádeiluívafi, og held því,
að nokkru áfram með Náttúru eftir að Óð-
menn hættu. Slíka tónlist er best að vinna í
hljómsveit þar sem náin tengsl skapast.
En þegar . ég hætti með
Náttúru hætti ég meira og minna í spila-
mennskunni og fór yfir í myndlistina. Þá fóru
ýmsir að leita til mín eftir lögum á plötur
sínar. En það var sérstök tegund sem menn
vildu fá af lögum - „hit“ lög - lög sem líkleg
voru til vinsælda. Og afleiðingin hefur verið
sú að það er þessháttar tónlist sem ég er
þekktur fyrir sem tónlistarmaður hin síð-
ustu ár.Þessu má kannski líkja við bónda sem
er með nokkrar kindur, en vill haldá stórbú.
Og um leið og ég hætti að spila nætti ég
auðvitað að þróast sem spilari.
Ég kem reyndar aftur inn 1978 - í Póker.
Þá var stefnt að því að fara út til Bandaríkj-
anna að spila. En þegar á reyndi, þegar við
vorum komnir með samninginn í hendurnar,
þá var samstarfið brostið. Sama gamla
sagan.“
Tjáning á inntökunni
Jóhann G. hefur verið öllu meira við
myndlistina en músíkina sfðastliðin 10 til 12
ár. „Ég er aðe'ins eitt dæmið af mörgum tón -
[istarmönnum sem hafa hætt vegna aðstöðu-
leysis til að vinna að frumsömdu efni og flytja
opinberlega. Það nenna svo fáir að standa í
því til íengdar að digga upp vinsæl lög til að
spila á böllum", segir hann.
En hvernig myndlistarmaður er hann að
eigin mati?
„Ég er að minnsta kosti mjög breytilegur.
Það fer mikið eftir sálarástandinu hvernig ég
mála, og ástæðum hjá mér hverju sinni. Til
marks um það get ég nefnt að ég bjó um tíma í
lítilli, mjög þröngri íbúð. Þá málaði ég eink-
um dimmar, litlar myndir. En þá flutti ég í
stórt einbýlishús í Garðabæ, bjó þar í eitt ár.
Við þetta gjörbreyttust myndirnar. Litirnir
urðu bjartari og myndirnar stærri. Án þess að
ég tæki eftir því fyrr en eftirá. En svona er
þetta. List er bará tjáning á því sem maður
tekur inn.
En ég hef lítið sem ekkert getað málað
undanfarin ár. Ég fór útí að reka gallerí og
nánast öll mín orka hefur farið í það, og svo
auðvitað SATT“.
Meðfram Gallerí Lækjartorgi hefur Jó- ‘
hann reynt að brydda uppá ýmsum nýjung-
um. Hann opnaði meðal annars hljómplötu-
verslun þar sem eingöngu væru seldar ís-
lenskar plötur. gamlar sem nýjar, og nú í
ceinni tíð einnig vinsælar erlendar hljóm-
Plötur.
„Salan á hljómplötum hefur byggst á hrað-
sölu. Plöturnar seljast í einn til tvo mánuði,
en síðan eru þær nánast ófáanlegar. Það er
betta gat sem vantar upp á þjónustu við
kúnnana sem ég er að reyna að fylla.
Og núna er ég að fara af stað með nýjung -
myndaútleigu. Hugmyndin er þá sú að fyrir-
tæki og einstaklingar geti í gegnum hana
tekið á leigu myndir um ákveðinn tíma og
skilað þeim síðan inn aftur, eða keypt á
kaupleigusamningi.
Undir stöðurnar
Og Jóhann G. súmmerar upp starf sitt að
undanförnu: „Mín orka hefur undanfarið að
meira og minna leyti farið í að vinna að undir-
stöðunum í tónlistinni og myndlistinni. Ég er
að reyna að breyta því sem ég hef af
reynslunni fundið að er ábótavant.
Finnst þér þú vera á réttri hillu í lífinu?
„Já, það finnst már. Að vísu mundi ég
gjarnan vilja vinna meira á sviði tónlistar og
myndlistar - að listsköpuninni sjálfrL
Ég held ég hafi gert mér grein fyrir strax í
upphafi að ég yrði að vinna að verkefnum
sem ég hefði áhuga á. Ég held til dæmis að ég
gæti aldrei sætt mig við brauðstritið, eins og
það er kallað. Að strita bara til að hafa í sig og
á. Það verður að vera eitthvað meira á bak-
við. En þetta þýðir líka að ég verð seint há-
tekjumaður. Áð þessu leyti er ég efni í hug-
sjónamann.
Ég vinn oftast meira útfrá tilfinningu en
kaldri rökhyggju. Stundum tek ég langan
tíma í að melta mál, sem ég hætti kannski að
afgreiða í skyndi. Ég mætti vera betur skipu-
lagður, ég finn fyrir því núna þegar ég er
farinn að reka fyrirtæki.
Svo held ég að ég geti með nokkurri vissu
sagt að ég er fremur hlédrægur maður. Ég
kann að mörgu leyti ekkert sérstaklega vel
við mig í sviðsljósinu, þó ég hafi getað tekið
því sæmilega í gegnum tíðina. Þess vegna
held ég að ég hafi bara haft gott af því að
vinna þessa vinnu sem ég hef unnið að undan-
förnu, því ég hef þurft að umgangast mjög
mikið annað fólk. En dagfarslega kann ég
best við mig útí horni“.