Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 22
22
Þótt þjóðin hafi í vor vitað að Davíð Odds-
son væri röskur ungur maður, hefur áreiðan-
lega fáa órað fyrir þeim hamagangi sem hann
hefur sem borgarstjóri staðið fyrir. Síðan
Sjálfstæðismenn tóku við borginni hefur
varla liðið sú vika, að ekki kæmi eitthvað
uppá sem olli því að fjölmiðlar vektu á því
athygli.
IVIaðurinn er því á aöeins nokkrum mánuð-
um orðinn einn sá umdeildasti og umtalaðasti
á landinu. Þeir sem fyrirfram voru honum
andstæðir hafa eflst um ailan mun í and-
stöðunni.en þe r sem áður voru veikir fyrir
skoðunum hans eru nú ekki lengur í vafa um
að Davíð Oddsson sé maðurinn sem þorir að
stinga á kýlunum.
„Afrekaskráin" er orðin býsna löng á stutt-
um ferli. Strax á fyrstu fundum borgarstjórn-
ar kvörtuðu minnihlutaflokkarnir hátt yfir
einræðislegum vinnubrögðum og bentu á að
fulltrúar þeirra væru útilokaðir frá nefndum,
t.d. nefndinni sem fjalla átti um Keldnamál-
Davíö Oddsson stendur í ströngu
þessa dagana
Fjör # kringum borgarstjórann
ið. Og strax á fyrsta fundinum var samþykkt
að fækka bprgariulltrúum aftur, en vinstri
meirihlutinn hafði á sínum valdaferli sam-
þykkt fjölgunina.
Skipulagsmálin voru næst á dagskrá. Öll-
um hugmyndum um byggð við Rauðavatn
var snarlega stungið ofan í skúffu og tekin
ákvörðun um byggð við Grafarvoginn, eins
og reyndar hafði verið lofað. Þá var vaðið í
skipulagningu á svæðinu án samráðs við
Borgarskipulagið og það olli á sínum tíma
einum hvellinum af mörgum. Og svo kom
yfirlýsing um hina stórbrotnu lóðaúthlutun.
Ekki löngu seinna var öllum æðstu emb-
ættismönnum borgarinnar sagt að yfirgefa
stóla sína og setjast í nýja. Þar þótti Davíð
leysa vandamál, - sem skapaðist af því að
einn stóll losnaði sem nokkrir höfðu augastað
á, - á afar snjallan hátt.
Um svipað leyti sagði hann menntamála-
ráðherra stríð á hendur í sambandi við
fræðslustjóraembættið í Reykjavík, þegar
Ijóst varð að flokksbróðir hans, Sigurjón
Fjeldsted,fengi ekki stöðuna. Nokkuð fram-
hald varð síðan á ósætti borgar og ráðuneytis
núna um daginn þegar skýrt var frá því að
Reykjavíkurborg mundi krefjast þess að
nemendur framhaldsskóla, sem ekki væru
Reykvíkingar, fengju ekki skólavist nema
greiða fyrir það eins og þeim bæri samkvæmt'
lögum.
að mál tengdist svo reyndar fjárhagsáætl-
uninni sem svo mjög hefur farið fyrir brjóstið
á vinstrimönnum. I framhaldi af henni voru
svo fargjöld SVR hækkuð og það er nýjasta
bomba Davíðs.
Skömmu eftir að Reagan Bandaríkjafor-
seti skipaði Eugene Rostow yfirmann þeirrar
stjórnardeildar sem fer með afvopnunarmál
og eftirlit með vopnabúnaði, kom upp tog-
streita milli Rostows og áhrifamanna á þingi í
hægra armi Repúblikanaflokksins. Rostow
hefur verið viðriðinn utanríkismál áratugum
saman, aðallega sem fræðimaður, en kom
nokkuð við sögu á stjórnartímum demókrata
við stefnumótun ríkisstjórnar. Hann valdi sér
að samstarfsmönnum menn með reynslu og
þekkingu á sviði afvopnunar og vopnabún-
aðar, aðallega úr hópi sérfræðinga í utanrík-
isþjónustunni, en einnig kunnan fréttamann,
sem hafði eitt sinn orðið það á, að birta í grein
upplýsingar, sem báru ríkisleyndarmáls-
stimpil. Ljóst varð að fréttamaðurinn þáver-
andi var í góðri trú, það var heimildarmaður
hans í landvarnaráðuneytinu, sem lét undir
höfuð leggjast að benda honum á að þessi
vitneskja væri ekki til birtingar.
Engu að síður varð mál þessa manns undir-
rótin að því, að Eugene Rostow hefur nú séð
sig tilneyddan að segja af sér forstöðu af-
vopnunarstofnunarinnar, og dregur með sér í
Helms - hafði betur
Reagan fórnaöi Rostow
til að blíöka Jesse Helms
fallinu fleiri lyKiimann í samningaviðræðum
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um ýmsa
þætti afvopnunarmála. Þetta gerist samtímis
því að Andrópoff, nýr forustumaður Sovét-
ríkjanna, hefur sett nýjar tillögur í afvopnun-
armálum á oddinn í sovéskri stórsókn til að
bæta stöðu sína í alþjóðamálum. Reagan hef-
ur rétt einu sinni tekist að halda þannig á
málum, að vafi vaknar bæði um stjórnhæfni
forsetans og vilja stjórnar hans til að fjalla af
alvöru og með jákvæðum ásetningi um tak-
mörkun vopnabúnaðar og afvopnun.
Aðalandstæðingur Eugene Rostow var frá
upphafi öldungadeildarmaðurinn Jesse
Helms frá Norður-Karólínu. Hann var óá-
nægður með að Reagan skyldi velja til for-
ustu í afvopnunarviðræðum mann með þekk-
ingu á þeim málum og líklegan til að leita
málamiðlunar, í stað þess að skipa í starfið
einhvern hugmyndafræðinginn úr hægra
armi Repúblikanaflokksins, þar sem það er
trúaratriði að gagnslaust sé að reyna að semja
við Sovétmenn, heldur beri Bandaríkjunum
að einbeita sér að vígbúnaði í þeim mæli að
unnt sé að setja Sovétríkjunum kosti. Helms
hefur misserum saman hindrað að utanríkis-
málanefnd Öldungadeildarinnar staðfesti val
Rostow á nokkrum starfsmönnum afvopnun-
arstofnunarinnar, þar á meðal fréttamanns-
ins fyrrverandi, sem áður er getið. Langt er
síðan Rostow tilkynnti Reagan, að beitti
forsetinn ekki áhrífum sínum til stuðnings sér
á móti Helms, sæi hann sér ekki fært að gegna
embætti lengur. Reagan sló úr og í, vísaði
málinu til starfsmanna sinna í Hvítahúsinu,
og utanríkisráðuneytið blandaðist einnig í
málið. Flókið baktjaldamakk og skæklatog,
fyrirbæri sem setja áberandi mark að stjórn
Föstudagur 14. janúar 1983
hlelgai-----
posturinn
í sjónvarpinu í fyrrakvöld þar sem þessi
mál voru til umræðu í þættinum Á hraðbergi,
sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri að um
lögbrot væri að ræða hjá borginni, því hækk-
anir hjá SVR beri lögum samkvæmt að bera
undir Verðlagsstofnun. Og hann sagði að ef
Verðlagsstofnun léti þetta brot afskiptalaust
þá myndu eflaust fleiri koma í kjölfarið og
hækka einhliða.
Þegar þetta var borið undir Davíð Odds-
son í gærmorgun og hann spurður hvort borg-
in hefði ekki vitað að hún væri að fremja
lögbrot með þessu var hann ekki seinn til
svars.
„Nei, við teljum ekki að um lögbrot hafi
verið að ræða. Það er í verkahring borgar-
stjórnar að ákveða taxta og þjónustuverð í
fyrirtækjum borgarinnar. Það sem verðlags-
stjóri er að hugsa um er vísitalan og ekkert
annað. Við eigum að ráða því hvert tapið
verður af rekstrinum.
Og það er tóm vitleysa að fjölmörg önnur
fyrirtæki fylgi í kjölfarið. Þau fyrirtæki sem
rekin eru með viðlíka tapi og Strætisvagnar
Reykjavíkur eru ekki til, því þau væru fyrir
löngu farin á hausinn. Og verðlagsstjóri hef-
ur aldrei skipt sér af Strætisvögnum Kópa-
vogs, eða Akureyrar, þeir biðja um hækkun
og fá hana. f fyrra hugðist borgin láta far-
gjöldin bera 75 prósent af rekstri vagnanna, en
fékk ekki hækkun nema til þess að greiða 61
prósent af rekstrarkostnaði. Það er auðvitað
bara vegna vísitölunnar. En verðlagsstjóri
hefur ekki það hlutverk að faisa vísitöluna,
eins og hann virðist halda. Það er svona álíka
og að Hafrannsóknastofnunin krefðist lög-
banns vegna þess að skip væru að veiða á
lokuðum svæðum. En það er alls ekki í verka-
hring hennar.Það er limdhelgisgæslan sem á
að sjá um slíkt“, sagði Davíð.
Þetta mál í kringum fargjöld strætisvagna
Reykjavíkur er dæmigert fyrir stjórnarfarið í
borginni. í samtali við Helgarpóstinn sagði
einn embættismaður borgarinnar að hinar
nýju aðferðir mæltust afar vel fyrir í borgar-
VFIRSVM
ÉRLÉND
„apparatinu“. „Þetta gengur allt miklu
I fljótar fyrir sig„, sagði hann. „Svörin koma
núna miklu fyrr en áður, ákvarðanir eru
, teknar fljótt. Davíð er afskaplega röskur
maður og skemmtilegur að vinna með, og
smitar útfrá sér með áhuganum".
En þessi embættismaður tók líka frarn að
hann ynni við allt aðrar aðstæður en fyrir-
rennari hans. Hann hefði aðeins við einn
flokk að ræða þegar taka þyrfti ákvarðanir og
það væri flokkurinn sem hann væri í forsvari
tyrir.
Og það benti Sigurjón Pétursson á, þegar
þessi ummæli voru borin undir hann. „Ég trúi
því vel að hlutirnir gangi fljótar fyrir sig.
Lýðræði er mjög seinvirk stjórnarathöfn.
Einræði hinsvegar fljótvirk. Það er að minni
hyggju fljótlegasta aðferðin við að stjórna
þegar einn gerir það. En það er ekki endilea
besta aðferðin."
Kunnugir telja verulegan mun á því hvern-
ig borginni er nú stjórnað og hvernig henni
var stjórnað undir forystu Birgis ísleifs
Gunnarssonar. Nú fer hvergi á milli mála að
það er hægri stjórn við völdin. Það kemur
strax fram þegar litið er á fjárhagsáætlunina:
Fasteignagjöldin lækkuð - þjónustugjöldin
hækkuð, og dregið úr framlögum til félags-
og heilbrigðismála. Síðasti Borgarstjórnar-
meirihluti Sjálfstæðisflokksins þótti mun
mýkri og félagslega sinnaðri; og það er lík-
lega bæði tímanna tákn og endurspeglun á
persónuleikum leiðtoganna.
H/kkert bendir til þess að látunum linni. Da-
víð Oddsson ætlar sér stóra hluti í embættinu.
Stríðinu við menntamálaráðherra og verð-
lagsstofnun er enganveginn lokið, og fleira er
á döfinni. Þannig eru á næstunni fyrirhugaðar
fleiri tilfæringar í röðum embættismanna
borgarinnar, svipaðar þeim sem gerðar voru í
haust. Og fleira.
Reagans, hefur átt sér stað. Niðurstaðan er
sú, að Rostow segir af sér með þeim hætti, að
ljóst er að hann telur Reagan vilja losna við
sig, og honum fylgir úr embætti Richard
Starr, aðalsamningamaður Bandaríkjanna í
viðræðunum í Vínarborg um ráðstafanir til
að draga úr herafla og hefðbundnum vopna-
búnaði í Evrópu. Sjálfur hafði Rostow eink-
um á sinni könnu viðræður Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna í Genf um ráðstafanir til að
setja langdrægum kjarnorkuvopnabúnaði
stórveldanna tveggja takmörk og draga helst
úr honum.
/
I stað Rostows hefur Reagan sett yfir af-
vopnunarstofnunina mann að skapi Jesse
Helms, mann sem enga sérþekkingu hefur á
málunum sem hann á að stjórna, og þá eina
reynslu í alþjóðamálum að vera aðstoðar-
maður forstöðumanns bandarísku sendi-
nefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum síð-
ustu tvö ár. Afleiðingin hlýtur annað hvort að
verða, að Bandaríkjastjórn verður í raun
óvirk í afvopnunarmálum um ófyrirsjáan-
legan tíma, meðan nýgræðingurinn í for-
stöðumannsstarfinu er að afla sér þekkingar
á viðfangsefni sínu,eða afvopnunarmálin
verða tekin undan sérstakri stofnun og fengin
í hendur utanríkisráðuneytinu.
Larry Pressler, einn af fulltrúum Demó-
krataflokksins í utanríkismálanefnd Öldu-
ngadeildar Bandarfkjaþings, sagði í breska
útvarpinu BBC í gær, að hann sæi ekki betur
en að steinaldarmönnum í Repúblikaflokkn
um á borö við Jesse Helms hefði tekist að
koma málum svo fyrir, að tækifæri til árang-
ursríks samkomulags um stöðvun vígbún-
aðarkapphlaupsins og upphaf afvopnunar,
sem kynni að felast í frumkvæði Andrópoffs,
hlyti að ónýtast vegna athafnalömunar í
bandaríska stjórnkerfinu. Nær tveggja ára
undirbúningsstarf undir forustu Rostows sé'
ónýtt, og viðvaningar séu settir til að byrja á
ný frá grunni.
En ekki er víst að mál séu jafn einföld við
hirðina í Washington, og Pressler gerir ráð
fyrir. í fyrradag urðu Reagan og Weinberger
landvarnaráðherra hans að bíta í það súra
epli, að fallast á 11.3 milljarða dollara niður-
skurð frá fyrri áætlun um útgjöld til Iand-
varna á næsta fjárlagaári. Ástæðan er gífur-
legur halli á ríkissjóði Bandaríkjannam sem
gert er ráð fyrir að fari upp í 250 milljarða
dollara, sé ekkert að gert.
Lækkun herútgjalda er Jesse Helms og
bandamönnum hans mikill þyrnir í auga, og
vel gæti Reagan verið að reyna að sætta þá
við þann hnekki, með því að fórna Eugene
Rostow og samstarfsmönnum hans í afvopn-
unarstofnuninni.
Tíminn einn leiðir í ljós, hvað undir tíðind-
unum frá Washington býr. Það liggur fyrir,
að vantraust á stjórn Reagans og efasemdir
um vilja hennar til að leysa afvopnunarmál
með samningum á jafnréttisgrundvelli magn-
ast um allan helming. Reagan hefur kunn-
gert, að Bush varaforseti verði sendur í yfir-
reið til höfuðborga helstu NATÓ-ríkja í
Vestur-Evrópu eftir hálfan mánuð. Hafi
hann ekki meðferðis því betri skýringar á
brottrekstri Eugene Rostow og samstarfs-
manna hans, og ljósa vitneskju um jákvætt
framlag Bandaríkjanna til svars Atlantshafs-
bandalagsins við síðustu tillögum Varsjár-
bandalagsins, er ekki von á góðu.
I sömu dagskrá BBC og Larry Pressler öld-
ungadeildarmaður sagði álit sitt, kom fram
Philip Windsor, prófessor við London Schooi
of Economics. Hann lét svo um mælt, að
hefði Pressler rétt að mæla, að Reagan væri
að reyna að gera sig stikkfrí frá að þurfa að
svara Andrópoff í alvöru, þá væri ekki nóg
með að upp kæmi hættuástand í skiptum
austurs og vesturs, heldur einnig í skiptum
vesturs við vestur, Vestur-Evrópu við
Bandaríkin.