Helgarpósturinn - 04.03.1983, Side 2
Föstudagur 4. mars 1983 Irjnn
X K
Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri óskast til Þormóös Ramma hf. Siglu-
firði.
Þarf aö geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sem greini frá aldri, menntun og fyrri störf-
um ásamt meðmælum sendist fyrir 20. mars til stjórn-
arformanns Hinriks Aöalsteinssonar Lindargötu 9
Siglufirði sími 96-71363 sem jafnframt gefur allar
nánari upplýsingar ásamt framkvæmdastjóra í síma
96-71200.
Þormóður Rammi Siglufirði.
Rithöfundar á Norðurlandi
hafa myndað með sér félag
sem þeir kalla Félag rithöf-
unda á Norðurlandi (F.R.Á.N).
Stofnfundurinn var haldinn fyrir
tveim vikum og sóttu hann tólf
manns. Félag þetta er nokkurskon-
ar angi út frá Menningarsamtökum
Norðlendinga, sem hafa hvatt til
myndunar sérhópa innan samtak-
anna. Markmið hins nýja félags er
að auka samstöðu og kynningu á
milli rithöfunda á Norðurlandi. Þá
mun félagið efla upplýsingamiðlun
á milli rithöfunda og fyrir þá, og
má þar nefna upplýsingar um út-
gáfur, styrki o.fl. Einnig mun það
vera stefna félagsins að efna til bók-
menntakynninga i skólum og víðar.
Stjórn félagsins er skipuð þeim Er-
lingi Davíðssyni, Óiafi H. Torfasyni
og Heiðdísi Norðfjörð. Af öðrum
stofnfélögum má nefna Guðmund
Frímann, Guðmund F. Halldórs-
son, Guðmund L. Friðfinnsson,
Braga Sigurjónsson, Signýju Páls-
dóttur og Jónu Axfjörð...
C j í framhaldi af þessu var hald-
f'/, inn undirbúningsfundur fyrir
stofnun Félags leikfélaga á
Norðurlandi, og fór hann fram um
síðustu helgi. Þar mun m.a. hafa
verið ákveðið að reyna að efna til
listahátíða norðanlands og verður
sú fyrsta kannski strax í vor...
En listamenn eru ekki þeir
einu á Norðurlandi, sem
eitthvað eru að brugga.
Svokallaður græningjahópur hefur
FLOT
KRAFTUR
I
Nýí flotteínnínn frá Hampíðjunní heítír KRAFTFLOT.
Fléttuð er kápa úr kraftþræðí
utan um flotköggla, bæðí kúlur og sfvalninga.
Um tvær gerðír Kraftflots er því að velja.
Teínninn er lipur í notkun,
hann hríngast vel vegna lögunar flotanna og þolír
allt að 250 faðma dýpí.
Uppdríf hans er 5-6 kg og slítstyrkur 3 tonn*
*Við hvetjum menn þó eindregið tíl að
hlffa teininum við svo miklum átökum, því annars
geta flotin aflagast og misst við það nokkuð af flothæfi sínu.
HAMPIÐJAN
komið saman vikulega á Akureyri
síðan um áramót. Þetta er 10—15
manna hópur, sem hefur látið hug-
ann reika um lífið og tilveruna og
hafa maðurinn og vistkerfið verið
lögð til grundvallar. Hópurinn er
að vinna að stefnuskrá sinni um
þessar mundir og talsmenn hans
útiloka ekki framboð eins og gerst
hefur í Þýskalandi, þótt ekki verði
það í næstu kosningum...
^'1 Haukur Már Haraldsson,
/ i blaðafulltrúi ASÍ, sem sagði
-^lupp störfum i framhaldi af
hvellnum sem varð vegna málefna
kanadísku verkamannanna á vest-
fjörðum, hættir væntanlega um
næstu mánaðamót, og snýr sér að
„free-lance” mennsku allskonar, í
blaðamennsku- og útgáfuheimin-
um. Ekki hefur enn verið ákveðið
með eftirmann hans...
Vl Þegar um Morthensa er að
f~ J ræða virðist tónlistargáfa
i. y vera í genunum. Haukur
Morthens er fyrir löngu orðinn eins
klassískur og dægurlagasöngvarar
geta orðið og Bubbi Morthens á
ekki langt í sama land. Nú heyrum
við að bróðir Bubba, Þorlákur
Kristinsson (Morthens), kallaður
Tolli, sé að taka upp plötu með
frumsömdu efni. Þorlákur hefur
einbeitt sér að myndlist undanfarið
og mun platan tekin upp í hljóðrit-
unaraðstöðu Myndlista- og hand-
íðaskólans...
Önnur plata og óvenjuleg
'f' J mun í vinnslu og standa að
y henni tveir gamlir samstarfs-
menn úr Spilverki þjóðanna og
Stuðmönnum Valgeir Guðjónsson
og Sigurður Bjóla...
Það hefur ekki farið fram
hjá neinum að SÁÁ samtök
< áhugafólks um áfengis-
vandamálið, hafa hrint af stað
landssöfnun til að geta byggt
sjúkrastöð í nágrenni Reykjavíkur.
Er ætlunin að safna 25 milljónum
króna og hefur fyrirtækið Frjálst
, framtak hf. fengið fimmtung af
þeirri upphæð til að reka söfnun-
ina. En kapp er best með forsjá, það
vita forráðamenn SÁÁ núna þegar
í ljós hefur komið, að því er sagan
segir, að þeir gleymdu að sækja um
leyfi dómsmálaráðuneytisins fyrir
söfnuninni eins og lög gera ráð fyr-
ir. Væntanlega verður leyfið gefið
út og látið virka aftur í tímann,
enda erfitt að banna söfnun sem
forsetinn, biskupinn og forsætis-
ráðherrann hafa blessað með því að
vera efst á lista...
...og söfnun SÁÁ hefur
/ i víðar vakið taugatitring og
-^' ergelsi — ekki síst í Útvegs-
bankanum, sem öðrum bönkum
betur hefur stutt við starfsemi SÁÁ
og m.a. komið á fót sparisjóðnum
Átaki. Söfnunarféð á nefnilega að
fara inn á reikning í Búnaðarbank-
anum, þar sem Frjálst framtak h.f.
hefur viðskipti sín...