Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 04.03.1983, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 04.03.1983, Qupperneq 4
Föstudagur 4. mars 1983 jpBslúrinri Tugir þúsunda skuld- seigra lenda í fógeta flestum tilfellum um að ræða litlar upphæðir, afborganir af gömlum lánum - allt niður í 100 krónur. Af þessum 1.500 innheimtum voru síðan um 500 þingfestar hjá fógeta og teknar fyrir uppboðsrétt. Það nægði til þess, að um tveir þriðju hlutar skuldanna fengust greiddir, en um 150 mál dóluðu áfram, allt upp í sölu“, sagði Bragi. 18.000 f rá Gjaldheimt- unni Greiðsla við hamarshögg — flestir sleppa þó undan hamrinum Þá íslendinga má telja í nokkrum tugum þúsunda sem eru svo skuldseigir, að lög- fræðingar verða að senda fógetum og sýslumönnum að fjárkröfur á hendur þeim til innheimtu. Slíkar fjarkröfur voru 25 þúsund á síðastliðnu ári, bara frá Veðdeild Lands- bankans og Gjaldheimtunni í Reykjavík. En fáar þessar kröfur ganga svo langt, að þær séu innheimtar meö lögtökum eða nauðungaruppboðum. Að sögn Ólafs Sigurgeirssonar fógetafulltrúa í Reykjavík lýkur varla meira en 10% innheimtumálanna þannig, og uppboð á fasteignum heyra til undantekninga. En innheimtumenn ríkissjóðs - sýslumenn og fógetar fá alltaf sitt. Þeir fá í sinn hlut eitt prósent af öllum þeim kröfuupphæðum sem innheimtast fyrir þeirra tilstilli. Með þesssu móti tvöfalda fógetar stærstu embættanna - í Keflavík, Hafnarf irði, Kópavogi og Akureyri hinar föstu tekjur sínar. Yfirborgarfógeti í Reykjavík fær enn meira í sinn hlut. Það hefur löngum verið talin þjóðaríþrótt íslendinga að skulda. Sú kenning ætti ekki síst að styrkjast af því, að þá má telja í tugum þúsunda sem fá innheimtubréf frá fógetum og sýslumönnum á hverju ári. Auglýsingar um nauðungaruppboð, sem birtast í Lögbirtingablaðinu og dagblöðum, eru þó mun færri. Þær má telja í þúsundum á ári, aðrar skuldir hafa veriö greiddar áður en fer að hilla undir uppboð. En þrátt fyrir þennan fjölda auglýsinga um nauðungaruppboð eru þeir þó tiltölulega fáir sem að lokum lenda undir hamrinum. Nokkr- ir tugir einstaklinga og fyrirtækja lenda á uppboðum á lausafjármunum og uppboð á fasteignum heyra tii undantekninga. Þeir eru því fáir sem lenda í þeirri ó- skemmtilegu reynslu sem var fjallað um í síðasta Helgarpósti, að fá heimsókn svo nefndra „vörslusviptingarmanna" sem hafa á brott með sér bílinn eða sjónvarpið. Innheimtumálin hjá fógeta ganga þannig fyrir sig, að þegar allar venjulegar innheimtu- aðferðir duga ekki til að skuldin sé greidd er málið sett í hendur lögfræðingi. Hann sendir skuldara enn bréf, og þegar það dugir ekki heldur er næsta skref að fá fjárnámsdóm, sem í Reykjavík er felldur í Borgárdómi. Að því loknu getur farið fram fjárnám, en það er fógetaaðgerð, sem er í því fólgin að fógetafulltrúi fer ásamt votti heim til skuld- ara, oft eftir að skeyti hefur verið sent og við- komandi enn gefinn kostur á að Ijúka skuld- inni. Eignirt skrifuð upp Á heimili skuldara skrifar fógetafulltrúi upp eignir til tryggingar skuldinni. Náist á annað borð í skuldarann sjálfan er honum gefinn kostur á að ákveða sjálfur hvað er skrifað upp, en hvernig sem allt veltist eru aldrei skrifaðir upp hlutir sem teljast til nauð- þurfta; rúm, sængurföt og fatnaður. Algeng- ast er, að skrifaðir séu upp bílar, sjónvarps- tæki eða hljómflutningstæki - sé ekki um það að ræða, að sjálf húseignin eða íbúðin sé til tryggingar skuldinni. Komi á annað borð til sölu er skuldara enn gefinn kostur á fresti, nú með því að biðja um aðra sölu. „Það heyrir til algjörra undantekninga að hlutir séu teknir fjárnámi. Enda er það hið ó- skemmtilegasta sem lögmaður getur gert að taka muni af fólki. MikiII meirihluti fjárnáma er líka leystur áður en að því kemur“, segir lög- maður, sem hefur haft mörg slík mál með höndum, í samtali við Helgarpóstsinn. Gripið til hamarsins Enn sjaldgæfara er þó að fasteignir séu seldar á nauðungaruppboði. Allir þeir lögmenn sem Helgarpósturinn hafði tal af um þessi mál eru sammála um, að yfirleitt séu kröfuhafar ekkert áfjáðir í að selja ofan af fólki. En séu öll sund lokuð og engin von til þess að skuldin verði greidd án þess að gripið sé til hamarsins er mönnum yfirleitt gefinn kostur á að selja eignir sínar á frjálsum markaði. „Þetta er þó háð því skilyrði, að aðrir kröfu- hafar samþykki þann máta, og þegar svo er komið eru þeir oftast orðnir all margir", sagði einn þeirra lögmanna sem við höfðum tal af. 13.000 frá Veðdeild Sú stofnun sem sendir sýslumönnum og fógetum lang flestar kröfur til innheimtu er Veðdeild Landsbanda íslands. Þar er um að ræða skuldir vegna lána Húsnæðismála- stjórnar. „Á síðastliðnu ári sendi Veðdeildin fógetum og sýslumönnum um 13 þúsund tilkynningar með beiðni um innheimtuaðgerðir“, sagði Bragi Björnsson hjá Landsbankanum við Helgarpóstinn. „Af þessum 13 þúsund beiðnum voru um 1.500 auglýstar í Lögbirtingablaðinu, hitt var greitt þegar eftir fyrstu tilkynningu, enda er í C Svipaða sögu er að segja hjá Gjaldheimtunni ^ í Reykjavík. Að sögn Sólveigar Guðmunds- ■ ■ dóttur lögfræðings Gjaldheimtunnar voru fó- ■C 8eta sendar þaðan um 8.000 beiðnir um upp- ■O boð. C „En aðeins örfá mál enda með raunverulegri ^»sölu. Fyrri sala fer reyndar fram í mörgum til- £ fellum.en fógetafulltrúa ber að upplýsa fólk um, að það á rétt á einum fresti enn“, sagði Sólveig við Helgarpóstinn. Skattar hafa fógetarétt, sem þýðir að ekki þarf að leita eftir fjárnámsdómi vegna van- greiddra opinberra gjalda. Gjaldheimtan hefur því sína eigin deild til að annast fjár- nám. Sú deild nefnist Lögtaksdeild.Hún er til húsa að Tryggvagötu 19, í sama húsi óg Skatt- stofan, og er undir stjórn Páls Þorsteinssonar. „Við erum að allt árið, og venjulega tekst okkur að hreinsa upp skuldirnar áður en næsta álagning kemur, fyrir utan hóp manna sem sumir hverjir eru hvergi heimilisfastir og erfitt er að hafa upp á “, sagði Páll við Helgar- póstinn. Venjan er sú, að Lögtaksdeildin boðar menn til sín, og geti þeir ekki borgað er þeim gefinn kostur á að benda á eignir til tryggingar skuldinni. Mæti menn hinsvegar ekki er upp- boðsbeiðni send til fógeta við Reykjanes- braut. „Við verðum að fá einhverja tryggingu fyrir skuldunum og hótum því að taka lausafé upp í þær. En í framkvæmd gerist það yfirleitt ekki, við látum nægja að senda trygginguna til Gjaldheimtunnar,“ sagði hann. En það eru ekki aðeins Veðdeildin og Gjaldheimtan sem biðja um uppboð til að innheimta skuldir. Einstaklingar, og að ekki sé talað um banka og aðrar lánastofnanir - til dæmis lífeyrissjóðina - geta innheimt skuldir sínar með uppboðum. Og þegar kröfuhafar eru orðnir margir getur farið að syrta í álinn. • Uppboðsslagur Fari fram raunverulegt uppboð á íbúð eða húseign getur hver sem er boðið í. En venju- lega er það banki eða Veðdeildin, og býður venjulega sá aðili, sem mestra hagsmuna á að gæta, upp í sínar eigin kröfu. Sé eignin til dæmis metin á 1.200 þúsund krónur og sá sem býður í hana á 300 þúsund króna kröfu á eftir þremur 200 þúsund króna kröfum býður 900 þúsund. Hann fær eignina á því verði og gerir upp við hina kröfuhafana. Síðan liggur að sjálfsögðu fyrir að selja eignina aftur á gang- verði. Þarna er vissulega möguleiki fyrir fjár- sterka menn að kaupa eignir undir markaðs- verði. En þeir þurfa að vera í meira lagi fjár- sterkir, því uppboðshaldari veitir yfirleitt ekki meira en 14 daga frest til að reiða fram kaup- verðið. Menn sem hafa bolmagn til að gera slíkt eru að sjálfsögðu til, og lengi hefur sá grunur verið á sveimi, að menn tengdir fógeta- embættum hafi leikið tveimur skjöldum, verið bæði uppboðshaldarar og boðið í eign- irnar. Þeir sem Helgarpósturinn bar þetta undir vildu ekki neita að þetta hafi gerst, þótt slíkt hafi aldrei sannast. Þó eru þekkt nokkur tilfelli við uppboð á lausafjármunum fyrir um 15 árum og tilraun lögmanns Hafnarfjarðar- bæjar fyrir nokkrum árum til að bjóða á eig- in vegum í eign sem bærinn átti kröfu í, og átti hæsta boð. Féllu frá kröfum Uppboðshaldarinn tók sér 14 daga frest til að taka afstöðu til uppboðsins, en áður en fresturinn var liðinn tókst að semja um greiðslur og kröfuhafar féllu frá kröfum sín- um. Lögmaðurinn átti því ekki lengur rétt á að fá eignina. Hinsvegar þótti ráðamönnum í Hafnarfjarðarbæ sem lögmaðurinn hefði þarna farið út fyrir starfssvið sitt og sögðu honum upp. Uppsögnin var kærð og dæmt ó- lögmæti bæði í undirrétti og Hæstarétti, og í síðarnefnda dómnum var látið nægja að veita lögmanninum áminningu fyrir að stunda lög- fræðistörf á eigin vegum jafnframt starfi sínu sem lögmaður bæjarins. Forsendurnar voru þær, að slíkt sé til þess fallið að vekja tor- tryggni bæjarbúa og geti Ieitt til hagsmuna- árekstra milli hans og bæjarins. Það ber allt að þeim sama brunni, að nauð- ungaruppboð á eignum manna vegna van- goldinna skulda eru heldur fátíð. Uppboð á lausafjármunum fer alltaf fram öðru hverju - það næsta verður einmitt á morgun, laugardag. Fógetar maka krókinn á skuldum annarra Fógetar og sýslumenn hafa dágóðar tekj- ur af skuldseiglu landsmanna. Þessir inn- heimtumenn ríkisins fá í sinn hlut eitt prós- ent af andvirði þeirra skulda sem þeim eru sendar til innheimtu. Samkvæmt áreiðaniegum heimildum Helgarpóstsins er ekki óalgengt, að þeir bæti við sig sem nemur hálfum launum vegna þessara innheimta, og i stærstu um- dæmunum, Keflavík, Hafnarfirðí, Kópa- vogi og Akureyri,tvöfalda innheimtulaunin hinar föstu tekjur fógetanna. En mest hefur að sjálfsögðu yfirborgarfógetinh i Reykja- vík upp úr krafsinu. Sjálfur vildi Jón Skaftason ekki upplýsa Helgarpóstinn um hversu mikil innheimtu- laun hann fær, en ekki er fjarri lagi að áætla að þau 25 þúsund króna mánaðarlaun sem hann fær nú verði nær 70 þúsundum þegar upp er staðið. Arfur frá fortíðinni Þetta innheimtulaunafyrirkomulag er arfur frá fortíðinni, frá þeim tíma þegar sýslumenn höfðu engar fastar tekjur. Nú eru margir þeirrar skoðunar, að slíkt samræmist ekki nútimaviðhorfum, og oft hefur verið rætt um að breyta því, enda hafa sýslumenn og fógetar þegið föst laun frá því á árunum 1880-1890. „Þetta- fellur illa að hugmyndum manna um launafyrirkomulag, en raunar ríkir líka það „hliðarsjónármið” að þessi innheimtu- prósenta virki sem hvati á innheimtumenn ríkisins”, sagði Baldur Möller ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu við Helgar- póstinn. Og hann benti á, að fleiri embættis- menn ríkisins fái slík innheimtulaun, m.a. skattstjórar og tollstjóri. Sjálfur sagði Jón Skaftason yfirborgarfó- geti í Reykjavík við Helgarpóstinn: „Þetta eru ekki reglur sem ég hef sett, og ég hefði ekki uppi nein sérstök mótmæli yrði þeim breytt” Ekki hafa þessir innheimtumenn ríkisins sérstaklega mikið fyrir þessum aukatekjum sínum, þessar greiðslur koma fyrir nánast sjálfvirka afgreiðslu starfsmanna þeirra. Og Iiklega þykir mönnum nóg um þau gjöld sem þeir þurfa að greiða til fógetaembætt- anna vegna lögboðinna samskipta við þá, gjöld sem renna beint til ríkisins. Það sem af er þessu ári hefur fógetaemb- ættið í Reykjavík eitt innheimt 150-200 þús- und krónur að jafnaði á hverjum degi, og allt upp í rúmlega 300 þúsund krónur suma dagana. Þetta eru aðallega stimplagjöld, sem eru fyrst og fremst af afsölum vegna fasteignakaupa og skulda og eru 0,4% af fasteignamatí en 1 1/2% af upphæð skulda- bréfanna.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.