Helgarpósturinn - 04.03.1983, Síða 6

Helgarpósturinn - 04.03.1983, Síða 6
Föstudagur 4. mars 1983 JpiSsturinn Mál málanna undanfama daga - að frátaldri pólitíkinni - hefur verið skipun Péturs Einarssonar í embætti flugmálastjóra. Skipunin hefur einkum vakið deilur vegna þess að flugráð, lögboðinn umsagnaraðili ráðherra, mælti einróma með örðum umsækjanda en þeim er ráðherra svo skipaði. Undirskriftasafnanir með þessum tveimur umsækjendum fóru fram og var hart barist á báða bóga. Hinn nýi flugmálastjóri, Pétur Einarsson, er í Yfirheyrslu Helgarpóstsins í dag. Nafn: pétur Einarsson Starf: flugmélastj6ri Fæddur:4# növember 1947 Heimili: Asvallagata 52, Rvik Heimilishagir: kvæntur Arndisi Björnsdéttur, 5 börn Bíll: enginn Í bili Áhugamál: flug og flugmál „Framsóknarlykt er ekki ólykt” — Það hefur verið fullyrt að skipun þín eigi sér pólitískar rætur enda eruð þið sam- gönguráðherra flokksbræður. Telur þú að iðnmenntun þín og lögfræðipróf hafi ráðið úrslitum um skipun þína í stöðu fulltrúa flugmálastjóra á sínum tíma? „Nei, ég held að það sem réð úrslitum þá hafi verið sérstakur áhugi minn á flugmál- um og umfram allt mjög ákveðinn og snarp- ur stuðningur Alberts Guðmundssonar!’ — Þú hefur sagt frá því í blaðaviðtali að þú hafir sótt um starf varaflugmálastjóra á sínum tíma þegar Leifur Magnússon, þáver- andi varaflugmálastjóri, fékk tveggja ára leyfi til að vinna hjá Flugleiðum. í dag telur þú að þér hafi i rauninni borið starfið þar sem þú hafir verið varaflugmálastjóri. Var Leifur það ekki líka og átti því á sama hátt kröfu til starfans? „Það er svolítill misskilningur í þessu. Ég var skipaður fulltrúi flugmálastjóra til tveggja ára 1. ágúst 1978. Þá hafði ég sótt um stöðu varaflugmálastjóra. Ég lét svo af störfum 1. ágúst 1980 en þá hafði verið aug- lýst hér staða framkvæmdastjóra og ég var einn af fimm umsækjendum um það starf. Flugráð fékk þær umsóknir til umsagnar en neitaði í tvigang að gefa umsögn sína þrátt fyrir ítrekaða ósk samgönguráðuneytisins þar um. Að því loknu skipaði samgönguráð- herra mig framkvæmdastjóra flugvalla- deildar og varaflugmálastjóra frá 1. septem- ber 1980. Ég hef svo gegnt því starfi fram til 28 febrúar í ár!’ — Neitaði ekki flugráð að gefa umsögn sína vegna þess að í auglýsingum um starfið var starfssviðið ekki tilgreint? „Ráðið neitaði fyrst og fremst vegna þess að hér væri ákveðin endurskipulagning í gangi innanhúss. í niðurstöðu flugráðs segir eitthvað á þá leið, að ráðið telji að bíða eigi eftir niðurstöðum úr þessari endurskipu- lagningu og auglýsa þá stöðuna á nýjan leik. Enda var ljóst í hverju starfið var fólgið, fjórir innanhúsmenn sóttu um það og að minnsta kosti þremur þeirra var morgun- Ijóst um hvað var að ræða.” — Ef þú værir samgönguráðherra og fengir tvær umsóknir um stöðu flugmálastjóra, aðra frá manni með þekkingu og reynslu Leifs Magnússonar og hina frá manni með þína þekkingu og reynslu, telurðu þá að þú myndir fara að einsog flokksbróðir þinn Steingrímur Hermannsson? „Ef þessi ímyndaði maður þinn með mína þekkingu og reynslu væri varaflugmála- stjóri, þá myndi ég gera það.” — Jafnvel þótt allir viðstaddir aðalmenn og varamenn í flugráði mæltu með hinum? „Ég gef ekkert sérstaklega fyrir þessa nið- urstöðu flugráðs. Ég tel alveg morgunljóst að flugráðsmenn urðu að mæla með for- manni sínum. Annað var ekki hægt. Sann- leikurinn er sá, að Leifur Magnússon er yfir- maður minn hér. Hann var að sækja um starf undirmanns síns. Ég skil ekki að hann hafi misst af nokkru þótt hann hafi ekki fengið það starf. Ástæðan fyrir samhljóða niðurstöðu flugráðs er ekki ein heldur marg- ar og af margvíslegum toga. Ég er ekki tilbú- inn til að ræða þær neitt sérstaklega enda heyra þær í dag sögunni til!’ — Okkur skilst að samskipti þín við flug- ráð hafi á stundum verið stirð, samanber að oft er á dagskrá funda ráðsins liðurinn „Bréf til ráðuneytis” - bréf, sem þú hefur sent samgönguráðuneytinu án þess að yfir- menn þínir í flugráði fái afrit af þeim. „Þetta er misskilningur. Samband mitt við flugráð var stirt til að byrja með. Þá var mikil spenna innan flugráðs..!’ — Hvers vegna? „Ja, það var vegna þess að Agnar heitinn mætti ekki á fundi ráðsins. Það gerði ég fyr- ir hans hönd. Á fundum ráðsins var ég því flugmálastjóri gagnvart ráðsmönnum en þegar ég kom út um dyrnar varð ég aftur varaflugmálastjóri. Ég þurfti því að þjóna tveimur herrum og jafnvel þremur. En þessi liður, bréf til ráðuneytis, er ekki tilkominn mín vegna. Hann kemur til af allt öðrum or- sökum. Ég held að mér sé óhætt að segja að tiltekin framkvæmd, endurnýjun á radar- kerfi hér í Reykjavík, fór að nokkru leyti beint á milli ráðuneytis og flugmálastjórnar en ekki til umfjöllunar hjá flugráði fyrr en á síðustu stigum. Ég tel þennan lið algjör- lega óþarfan i fundarboði” Mig langar að spyrja um annað bréf, sem þú skrifaðir snemma árs 1980 og sendir þá- verandj flugmálastjóra og samgönguráð- herra. í þessu bréfi’var farið hörðum orðum um flugráðsmenn og þeir flokkaðir niður í nothæfa menn og ónothæfa. Mér er sagt að þú hafir síðan beðist afsökunar á þessum ummælum á fundi ráðsins. Áttu til að skrifa hvassyrt bréf? „Já, já, ég á það til. Ég geri þetta eins og þið Helgarpóstsmenn, þið skrifið stundum tómt bull og vitleysu og virðist ekki finna fyrir því. Á þessum tíma skrifaði ég þetta bréf sem minnisblað til flugmálastjóra. Af- rit af því fór til samgönguráðherra, ef ég man rétt. Sannleikurinn er sá, að ég held að ég hafi haft rétt fyrir mér, vegna þess að þetta sneri þannig við mér. Hinsvegar gat ég ekki, stöðu minnar vegna, látið svona hluti fara frá mér opinberlega. Það varð mín niðurstaða. Það verður bara að hafa það — drenglyndis- og heiðarleikahugmyndir eiga ekki upp á pallborðið í þjóðfélagi nútímans. En ég held að það sé betra að biðjast afsök- unar á því, sem maður telur rangt, í stað þess að bíta það fast í sig að maður hafi endilega alltaf rétt fyrir sér. Ég baðst afsökunar á þessum ummælum, flugráð tók þeirri af- sökunarbeiðni minni mjög vel og eftir það hefur samstarf mitt og flugráðs verið gott allt til dagsins í dag!’ — Flugmál og flugvallarmál víða um land eru í ólestri enda við kannski skammt á veg komin á því sviði hér, eins og þú bendir á í einhverju blaðanna i morgun. Hver eru brýnustu verkefnin á þessum vettvangi á næstu mánuðum og misserum? „Það er mjög erfitt að segja einfaldlega vegna þess að fjárveitingar til okkar eru bundnar og mjög lágar. Vegamál fá til dæm- is ellefu sinnum meira til framkvæmda en flugmál. Við höfum það lítið fjármagn, að við þurfum að drita þessu á marga staði. Dæmi er umtöluð flugstöð á Húsavík, sem þið voruð að skrifa einhverja skelfilega endaleysu um í síðasta Helgarpósti — og ég veit ekki hvaðan þið hafið haft — en þar er- um við eiginlega að byggja einn vegg í einu. Fjárveitingar til okkar eru svo naumar að við þurfum að skera niður bygginguna svo hún passi inn í fjárveitingarammann. Verk- efnin eru alls staðar en númer eitt hlýtur að vera uppbygging flugbrautanna sjálfra. Þær eru fyrir neðan allar hellur!’ — Talandi um Helgarpóstinn og þá „skelfilegu endaleysu” sem sögð var í síð- asta blaði. Til upprifjunar fyrir lesendur sagði þar í baksiðuklausu frá niðurstöðu i dómsmáli vegna uppsagnar tveggja arki- tekta, Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Sigurðssonar, sem höfðu verið fengnir til að hanna flugstöð á Húsavík. Þeim hafði síðan verið sagt fljótlega að pakka saman og þeir ekki getað samið við þig um greiðslu fyrir unnið verk. Niðurstaðan hafði orðið sú, að kostnaður ríkisins vegna þessa máls hafi fjórfaldast. Ef þetta er ekki rétt, hvern- ig er þá hin rétta útgáfa? „Þetta var þannig, að þeir Hilmar og Finnur teiknuðu flugstöðina á Höfn í Hornafirði. Það er álitamál hvernig sú teikning nýtist. Sjálfur tel ég að húsið sé of mjótt, það hefði þurft að vera meira á breiddina. Þegar áformað var að byggja á Húsavík hafði ég tekið við stjórn flugvalla- deildarinnar og ég vildi gjarnan nota teikn- ingar af öðrum flugstöðvum. Þá höfðu ver- ið sérteiknaðar byggingar á ísafirði, Vest- mannaeyjum, Egilsstöðum, Akureyri og Hornafirði. Það er dýrt að sérteikna og í rauninni er alls staðar sama þörfin, húsin geta öll verið eins. Það fyrsta sem mér datt í hug var að nota Hornafjarðarteikninguna og því bað ég um að rennt yrði af stað í það mál. Það voru haldnir einn eða tveir undir- búningsfundir með arkitektunum. En skömmu síðar var ákveðið að nota teikningu Gísla Halldórssonar af flugstöðinni í Vest- mannaeyjum. Þetta þótti arkitektunum mesta ósvinna og því kröfðust þeir þess að fá borgað fyrir sína teikningu eins og hún hefði verið notuð á Húsavík. Því neitaði ég þvi ég taldi þetta vonarpeninga. Ég bauð hins vegar að borga þeim það kaup sem þeir sannarlega ættu vegna fundarsetu. Málinu tapaði flugmálastjórn á mjög viðkvæmum lögfræðilegum punkti, eða því atriði samn- ingalaganna hvenær samningur er kominn á. Dómarinn taldi að arkitektarnir hefðu mátt ætla, að Hrafn Jóhannsson, sem þá var tæknifræðingur hér, hafi haft umboð til að semja um þetta. Hrafn heldur því fram núna að hann hafi gengið frá samningum. Ég held því hins vegar fram, að arkitektar eigi að vita og skilja að enginn getur gert meiriháttar samning fyrir stofnun aðrir en yfirmenn. í því liggur málið. Ég tel að dómurinn sé rang- ur — en honum verður ekki áfrýjað!’ Það er einnig verið að smíða flugstöðvar- byggingar fyrir Stykkishólm, Patreksfjörð og Þingeyri. Þessar byggingar voru ekki boðnar út heldur smíðaðar af ættingjum þínum. Hvers vegna? „Það var almennt útboð vegna þessara bygginga en það kom aðeins eitt tilboð í smíði hússins í Stykkishólmi og það var fá- ránlega hátt”. — Það hefur þá ekki verið boðið út aft- ur? „Nei, ég taldi ekki þörf á því. Við skoðuð- um málið upp á nýtt og sáum að við gátum byggt þessi hús á trésmíðaverkstæðinu hjá okkur á einfaldari máta”. — Af ættingjum þínum? „Ja, sjáðu til, það er þannig að á tré- smíðaverkstæðinu hjá okkur starfa fjórir menn. Hér eru jafnan rennandi verkefni, tækjageymsla fyrir slökkviliðið, hús fyrir flugöryggisþjónustuna um allt Iand, al- mennt viðhald í íurninum og svo framvegis. Það varð að ráði þegar við fórum út í að smíða þessi þrjú hús, að við fengjum einn aukamann í viðbót. Það er faðir minn og hann vinnur þarna undir stjórn yfirverk- stjórans. Bróðir minn hefur verið þarna í vinnu með skólanum fram á vor. Báðir eru trésmiðir, faðir minn meistari og bróðir minn sveinn. Hvorugur þeirra er fastráð- inn”. — Það þykir kannski ekki alltaf góður siður af mönnum í þinni stöðu eða svipaðri að ráða ættingja sina í vinnu. En það er líka svolítil framsóknarlykt af því, að hér hjá flugmálastjórn er skrifstofustjóri, ágætur framsóknarmaður,sem tekinnvar framyfir menn hér í húsinu sem höfðu alit að aldar- fjórðungs reynslu. „Ég er afskaplega viðkvæmur fyrir því að ráða ættingja mína til starfa. Það er stað- reynd að það vil ég helst ekki gera. Það stóð hins vegar dálítið sérstaklega á þarna á verk- stæðinu, bæði hvöttu starfsmenn þar mig mjög til að gera þetta og svo er þetta verkefni þannig, að mér var mjög umhugað um að það gengi fljótt og vel fyrir sig. Samband okkar feðga er þannig, að það er mjög gott að hafa hann í þessu — en að öðru leyti tek ég undir það, að maður á að forðast það í lengstu lög að ráða ættingja sína til sín í vinnu. Hvað varðar skrifstofustjórann hér eða fjármálastjórann, þá sóttu tveir menn um það starf. Annar var Jóhann H. Jónsson,. fyrrverandi framkvæmdastjóri Tímans og bæjarfulltrúi í Kópavogi, og hinn var Magn- ús Þorleifsson, aðalbókari hér. Það sem var um að ræða fyrst og fremst þar var að Jó- hann er yngri maður, sem er vanur að fást við erfið fjármál og hér þurfti að taka tölu- vert á málum. Það hefur hann gert. Ég finn enga framsóknarlykt af því — enda tel ég framsóknarlykt ekki vera ólykt”. myndir: Jim Smart eftir: Ómar Valdimarsson

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.