Helgarpósturinn - 04.03.1983, Page 8
8
sÝniiiysirsnlir
Norræna húsið:
Jóhanna Bogadóttir opnar á laugar-
dag sýningu á grafík, málverkum o.fl.
Brian Pilkington heldur áfram að
sýna Gilitruttmyndir sfnar í anddyri.
Ásmundarsalur:
Erla B. Axelsdóttir opnar pastel-
myndasýningu á laugardag. Sýn-
Ingin er opin kl. 16—22 virka daga
og 14—22 um helgar, og lýkur henni
13. mars.
Rauða húsið,
Akureyri:
Kristján Steingrímur Jónsson opnar
sýningu á laugardag. Nýtt málverk
eins og þaö gerist best. Opið kl.
16—20 virka daga og 14—22 um
helgar.
Gallerí Langbrók:
Sigrid Valtingojer opnar sýningu á
grafík og teikningum á laugardag.
Sýningin er opin 12—18 virka daga og
14—18 um helgar.
Listmunahúsið:
Margrét Guðmundsdóttir sýnir eró-
tiskar myndir með meiru. Opiö kl.
10—18virkadagaog 14—18um helg-
ar. Lokað á mánudögum.
Kjarvalsstaðir:
Blaðaljósmyndarar sýna afrek sín í
Vestursal. Emile Zola Ijósmyndir í
Kjarvalssal. Helgi Gisla sýnir högg-
myndir á göngum og sýning á tillög-
um arkitekta um verkfræöingahús.
Bókasafn Kópavogs:
Teboö leynifélagsins. Félagar i Med-
Osu sýna súrrealisma. Opiö á venju-
legum opnunartima safnsins. .
Gallerí
Lækjartorg:
Erla Ólafsdóttir opnar Ijósmyndasýn-
ingu á laugardag. Allar myndirnar eru
í lit og af margvíslegum viðfangsefn-
um. Opið kl. 14—18 nema fimmtu-
daga og sunnudaga, þá 14—22.
Nýlistasafnið:
Franski listmálarinn Felix Rozen opn-
ar sýningu í kvöld, föstudag, kl. 20.
leiklnís
Gránufjelagið:
Fröken Júlía eftir Strindberg. Sýning
í Hafnarbíói á sunnudag kl. 14.30.
Menntaskólinn
við Sund:
Galdra Loftur eftir Jóhann Sigurjóns-
son. Sýningar á föstudag og sunnu-
dag kl. 20.30.
Nemendaleikhúsið:
Sjúk æska eftir Ferdinand Bruckner.
Sýningar í Lindarbæ á föstudag og
sunnudag kl. 20.30.
Leikbrúðuland:
Þrjár þjóðsögur: Gípa, Umskipting-
urinn og Púkablístran sýndar í sið-
asta sinn að Frikirkjuvegi 11 á sunnu-
dag kl. 15. Miðapantanir í síma 15937.
Leikbrúðuland fer svo til Noregs 11.
mars og tekur þar þátt í leikbrúðuhá-
tíð.
Revíuleikhúsið:
Karlinn f kassanum eftir Arnold og
Bach. 40. sýning á þessum sívinsæla
ærslaleik á sunnudag kl. 21. Næsta
sýning á fimmtudag kl. 20.30. Saga
Jónsdóttir er leikstjóri.
Leikfélag
Akureyrar:
Ðréfberinn frá Arles eftir Ernest
Ðruun-Olsen. Sýningaráföstudagog
sunnudag kl. 20.30. Siðasta sýningar-
helgi. Myndlistarsýningin Fólk er enn
á sinum staö og oþnar einni stundu
áður en leiksýning hefst.
Leikfélag
Grindavíkur:
Getraunagróði eftir Philip King. Sýn-
ingar i Kvennó í Grindó á föstudag kl.
20.30 og um miöjan dag á laugardag.
Þjóðleikhúsið:
Föstudagur: Þrumuveður yngsta
barnsins. Bandariskur gestaleikur.
Laugardagur: Lína langsokkur eftir
Lindgren. Kl. 12. Oresteia eftir Æský-
los. kl. 20.
Sunnudagur: Lfna langsokkur kl. 14
og 18.
Litla sviðið:
Súkkulaöi handa Silju eftir Nínu
Björk Árnadóttur. Sýning á sunnudag,
kl. 20.30.
Leikfélag
Reykjavíkur:
Föstudagur: Forsetahelmsóknin eft-
ir Régo og Bruneau.
Laugardagur: Salka Valka eftir Hall-
dór Laxness.
Sunnudagur: Jói eftir Kjartan Ragn-
arsson.
Austurbæjarbíó:
Hassið hennar mömmu eftir Dario
Fo. Laugardagur kl. 23.30.
íslenska óperarv:
Litfi sótarinn eftir Benjamin Britten.
Sýning á sunnudag kl. 16.
Föstudagur 4. mars ^o^tuFiFix
Bubbi kóngur hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar — fantasía sem
í raun er realismi.
Bubbi kóngur
— klassík í Firðinum
Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir
Bubba Kóng
Höfundur: Alfred Jarry
Þýðandi: Steingrímur Gautur
Kristjánsson
Leikstjóri: Árni Ibsen
Tónlist: Atli Heimir Sveinsson
Söngtextar: Þórarinn Eldjárn
Ljósameistari: Daníel Helgason
Dansar: Helga Magnúsdóttir
Hljómsveitarstjóri: Jóhann Mor-
awek.
Gróskan
Alltaf sama gróskan h/f. Þar
eftir Siqurð Pálsson
sem ekki er verið að stofna leikfé-
lög er verið að endurreisa gömlu
félögin. Suður í Hafnarfirði er
nýbúið að blása lífi í Leikfélag
Hafnarfjarðar og þau hafa valið
verk af líflegri gerðinni: Ubu Roi
eða Bubbi Kóngur eins og
Steingrímur Gautur nefnir hann.
Bubbi er nú ekki neitt venjulegt
grínleikrit og í raun ekki neitt
venjulegt leikrit. Þetta verk og
önnur eftir Alfred Jarry eru sígild
dæmi sem tekin eru þegar menn
vilja leita að rótum absúrdista og
myndbrjóta þessarar aldar.
Hann var sjaldgæflega brilljant
sérvitringur hann Jarry. Vitring-
ur kannski eða lífsvitringur.
Hann fæddist 1873 og dó 1907;
náði semsé þetta 34 ára aldri eða
svo.
Leikritin um Bubba eru hans
þekktustu verk, fimm að tölu og
stundum klippt saman til sýninga
en það eina sem þýtt hefur verið
er Bubbi Kóngur, fyrsta verkið
um Bubba. Steingrímur virðist
mér hafa fundið oftlega nokkuð
kraftmiklar lausnir í þýðingunni.
Þó er vandasamt að finna góðar
lausnir á mörgu, t.d. strax fyrsta
orði leiktextans, hinu fræga mer-
dre sem Bubbi æpir útí salinn en
merde þýðir drulla á frönsku. En
hvað þýðir þá merdre með einu
auka erri? Það þýðir væntanlega
líka drulla, svo langt sem það
nær, en Jarry bætti þessum staf
við til áhersluauka og lék sér
þannig gjarnan með tungumálið.
Þegar Bubbi æpti þetta orð útí
salinn á frumsýningu 1896 urðu
margir óhressir og grisjaðist
nokkuð áhorfendaskarinn í saln-
um. Undirtitill Bubba er á þessa
leið: „lengst hlé eftir frumsýn-
ingu“, en þar hitti Jarry naglann
því eftir þessa frumsýningu var
Bubbi ekki sýndur þartil minnir
mig uppúr 1950.
Frelsi
Upphaflega var Bubbi saminn
að stofni til í menntaskóla og var
hann skrifaður til háðungar ein-
hverjum ofstopafullum kennara
sem fór í taugarnar á Jarry. Þann-
ig varð ákveðið áhyggjuleysi æsk-
uára þessa prýðispilts til þess að
skapa eitt þekktasta anti-leikrit
nútímans. I frægri ritgerð „Um
ónauðsyn leikhúss í leikhúsi"
gerði Jarry altæka atlögu að
leikhúsi síns tíma. Ekki stendur
eiginlega steinn yfir steini. En
meðan Jarry lifði hafði hann
minni áhrif en efni stóðu til vegna
þess hvað hann var langt frá hinu
venjulega; hann fékk í raun frelsi
trúðsins, menn sættust á að taka
hann ekki nærri sér vegna þess
hvað hann var brjálæðislega sér-
kennilegur til orðs og æðis. Það
eru til mörg þúsund sögur af upp-
átækjum Jarrys og tilsvörum.
Hann hafði þann háttinn á, að á
veitingahúsum pantaði hann fyrst
kaffi og koníak, síðan eftirréttinn
svo aðalrétt, þá forrétt og bað
loks um fordrykk. Máltíðirnar
tengdi hann svo saman með
rauðvínsdrykkju og varð það
honum ekki til langlífis. Hann var
haldinn ýmsum áráttum, var m.a.
byssuóður og skaut í tíma og
ótíma á það sem vakti athygli
hans; fór sér þó ekki að voða.
Hjólreiðafrík var hann algjört.
Ekki munaði hann um að finna
upp nýja grein vísinda; patafýsik
kallaðist hún og var m.a. fólgin í
að finna ímyndaðar lausnir á upp-
diktuðum vandamálum.
Ibsen
Bubbi er mikið settur upp og
hef ég séð hann oítlega og m.a. í
uppsetningu Peter Brooks. Jean-
Louis Barrault og margir helstu
leikstjórar hafa líka sett upp
samantekt úr Bubbunum. Hann
var settur upp í M.R. í fyrsta sinn
á íslandi fyrir uþb. 14 árum og lék
Davíð Oddsson þá titilhlutverk-
ið, leikstjóri var Sveinn Einars-
son, en tónlist og textar Atla
Heimis og Þórarins voru þá
samdir og notaðir nú aftur í sýn-
ingu Árna Ibsens í Hafnarfirði.
Tónlistin er satt best að segja al-
veg geysigóð; íturbubbísk og
spræk, grípur vel inní og
kommenterar og drífur bubbism-
ann áfram. Raunar hefur Árna
tekist prýðisvel að ná góðu drævi
l á sýninguna, þó nokkrir
leikhlekkir séu veikari en aðrir
þar sem þjálfunarskorturinn
spillir fyrir. Þó er mest um vert að
bæði Jón Sigurðsson og Kristín
G. Gestsdóttir hafa styrkleika til
þess að koma Bubba og Bubbu til
skila. Ég ætla ekki að minnast á
aðra, nema Jóhönnu G. Linnet
sem söng og lék af miklum krafti.
Leikmyndin er prýðisvel virk,
samansett úr stafakubbum sem
uppraðaðir mynda ýmis orð og
barnateikningar í óhaminni lita-
dýrð eru á veggjum. Sú tilvísun er
alveg rétt: það er í Bubba frum-
kraftur sem engu eirir og tekur á
sig ýmsar myndir, oftast barns-
lega græðgi, en líka grimmd og
heimsku alveg voðalega, og jafn-
framt mislukkaða slægð og alls-
herjar heybrókarhátt og alltaf í
algeru hömluleysi. Stundum hef-
ur Bubbi verið settur upp í
löndum harðstjórna og hafa
menn þá skilið fyrr en skellur í
tönnum og Bubbi þá verið hápól-
itískur. Það var þó mál manna
hér fyrir nokkrum árum að Idi
Amin hefði farið svo gjörsamlega
fram úr Bubba að lengra sé erfitt
að komast. En það ber heiminum
dapurt vitni að fantasía Jarrys sé í
raun realismi.
Það er mikið ánægjuefni að
Hafnfirðingar láti til skarar
skríða og endurreisi leikfélag sitt.
Það er dálítið erfitt að halda úti
slíkri starfsemi svona nálægt
Reykjavík, en ég hygg að valið sé
gott hjá þeim og uppsetning
samviskusamlega unnin hjá
Árna. Bubbi er klassík.
S.P.
götunni og meðal alþýðu manna í
New York og einnig höfðu þau
verkstæði með börnum. Þetta var
í kringum 1965 eða svo. Andófið
gegn stríðsrekstrinum í Viet Nam
var í fullum gangi. í tengslum við
það gerðu BPT mjög kyrrlátar og
ljóðrænar sýningar svo sem Fire
og Ungi maðurinn sem kveður
móður sína. Oft voru þau mætt til
leiks í mótmælagöngur með ris-
astóru brúðurnar sínar, en það
sem þau færðu fram var alltaf
miklu víðtækara en tilefnið í það
og það skiptið og þótti mörgum
dogmatískum ákafabaráttum-
anninum þetta alltof óljóst hjá
þeim. Þau voru að tala um stærri
hluti en litlu kallarnir þoldu, t.d.
dauðann. Gjarnan var líka helgil-
eikjablær yfir sýningum þeirra,
m.a. var brauði yfirleitt útdeilt í
upphafi. Þetta þótti mörgum,
man ég var, einum um of trúar-
legt eða eitthvað. En málið er, að
þau voru og vonandi eru magnað
leikhús, sem hefur haft geysileg
áhrif og nægir að nefna t.d.
brúðuúrvinnslu í sýningum Sól-
arleikhússins, leikhús Tadeus
Kantor, stöku sýningar Antoine
Vitez o.s.frv.
Annars er ég pínulítið hræddur
að segja ykkur að Bread and
Puppet T'heater sé eitthvað
merkilegt. Ég lenti einu sinni í því
að fara með vini mínum á The
Cry og The People for Meat og
var búinn að tilkynna honum að
þetta væri stórkostlegt. Honum
fannst minna en ekki neitt varið í
sýninguna. Kannski var hún of
langt frá þessu venjulega. Á slík-
um stundum grípur mann ein-
manaleikinn h/f.
S.P.
Brauð og brúðuleikhúsið
Þetta er ansans ári saman-
þjöppuð leiklistarvika. Fröken
Júlía á mánudag. Bubbi á þriðju-
dag. Oresteia á miðvikudag.
Bread and Puppet Theater
fimmtudag. Ekki gefst tóm til að
skrifa um Oresteiu áður en blaðið
fer í prentun og ekki heldur til að
sjá fyrri sýningu Bread and Pupp-
et (sú síðari er daginn eftir).
Þetta er líka í rauninni ansans
ári skemmtileg vika. Svona á að
hafa þetta: einskær klassík. Því
þetta er allt saman klassík. Júlía,
Bubbi og Oresteia, þið voruð
með það á hreinu. En B&P T?
Það er kannski ekki hægt að segja
akkúrat klassík, en svo að menn
séu ekki að velkjast neitt í vafa
með Bread and Puppet þá get ég
fullyrt að þetta er með sirka tutt-
ugu þekktustu og merkilegustu
leikflokkum heims. Heimsókn
þeirra er alls staðar viðburðúr.
Nú hef ég ekki séð þessa sýningu
sem þau eru með hér, þannig að
ekkert get ég um það sagt hvernig
hún er; þau eiga það til eins og
allir sem eitthvað geta að vera
stundum mislukkuð. En alltaf á
skemmtilegan hátt og seinna sér
maður kannski að þetta var
auðvitað ekki mislukkað neitt.
Ég er ekki með handbærar bækur
sem ég á um Bread and Puppet,
m.a. eftir Francoise Kouriisky
sem kenndi við Leikhúsfræði-
deild Sorbonne og var sú sem
kom þeim á framfæri í Evrópu (á
leiklistarhátíðinni í Nancy fyrir
1970, sem núverandi menning-
armálaráðherra Frakklands,
Jack Lang stjórnaði; það var
þangað sem Inúk var boðið á sín-
um tíma) - þannig að ég verð að
Bread and Puppet Theater ■
haft geysileg áhrif.
treysta á minnið hvað þau snertir.
Peter Schumann heitir hann
sem byrjaði á þessu öllu í New
York, bjó til brúður og flestar
risavaxnar og mest var leikið á
magnað leikhús sem hefur