Helgarpósturinn - 04.03.1983, Síða 14

Helgarpósturinn - 04.03.1983, Síða 14
11. Fö'studagur 4. mars 1983 i-Hélái —DO. \.K sturinn. Jafnvel meira kikk í dag en í gamla daga Bflstjórinn Otto Pedersen tókst aldeilis á loft þegar hann reyndi að draga vindmyllu við kjarnorkurannsóknarstöðina Risö til jarðar. Vindmyllan hafði verið til prófunar á Risö og átti að fjarlægja hana. Stuttu eftir að myllan var lögð niður, sporðreistist kranabfllinn, með þeim afleiðingum að bflstjórinn hékk fimm metra frá jörðu. Það þurfti að sækja hann með stiga. Bflstjórinn slapp með skrekkinn en vindmyllan laskaðist nokkuð. Orsakir slyssins voru þær að rangar upplýsingar voru gefnar um þyngd myllunnar. — J-S- (Starfskynning) segir Sigurður Johnnie, einn frumherja íslenska rokksins, sem kemur fram í kvöld eftir 20 ára hlé Þaö eru um tuttugu ár síðan Sigurður Johnnie Þórðarson hætti að syngja opinberlega en þá haföi hann verið með bestu og vinsælustu dægurlagasöngvurum landsins í nokkur ár. Og hann var líklega fyrsti aivöru rokk- söngvarinn sem hér lét á sér kræla. „Eftirlæti unga fólksins” var fyrirsögn greinar, sem Svavar Gests skrifaði í biaðið Ásinn 1959, þegar Sigurður Johnnie var nítján ára. Sigurður Johnnie í bana-| stuði með Fimm í fuilu fjöri í Alþýðuhússkjallar-1 anum í kringum 1960... Nú ætlar Siggi Johnnie að koma fram aftur - einu sinni. Það verður i Broadway í kvöld, þar sem Björgvin Halldórsson (mikill og dyggúr rokkari sjálfur) og hljómsveit hans gangast fyrir rokkhátíð þar sem koma fram einir fjórtán söngvarar frá upp- hafsárum rokksins á íslandi. En Sigurður Johnnie (sem heitir Johnnie eftir dönskum frænda sínum er hvarf á stríðs- árunum) var byrjaður að syngja fyrir daga rokksins: „Það allra fyrstavar eiginlega 1954þegar ég var í 2. bekk í Vesturbæjarskólan- um. Þá vorum við sex strákar saman staddir í skíðaskálanum í Hveradölum og áttum engan pening. Maggi í Bristol var þjónn á staðnum og orðinn leiður á okkur svo hann sagði að ef við gætum troðið upp og skemmt fólkinu, þá skyldi hann gefa okkur að borða. Mér fannst það ekkert mál, stökk upp á borð og söng Flickorna i Smáland og - Trallende jenter fullum hálsi. Þaö gerði feiknalega lukku - blessaður vertu, ég varð að endur- taka það þrisvar”. Eftir þctta komu árshátíðir og skólaskemmtanir hér og þar og 58 fór Sigurður Johnnie að syngja opinberlega víða um land og réðst svo til hljómsveitar Andrésar heitins Ingólfssonar. Þá var spilað um helgar í Vetrargarð- inum, Þórscafé, Alþýðuhúss- kjallaranum og viðar og vel- gengnin slík, að „risanum” t þá daga, KK-sextettnum, var slegið við fyrir austan fjail. Siguður söng síðar nokkrum sinnum með KK en gekk síðan í eitt fyrsta rokkbandið, Fimm í fullu fjöri. Heimavígstöðvar þeirrar hljóm- sveitar voru Silfurtunglið og þar var rokkað frá því snemma á kvöldin fyrir unglinga þess tíma - fólk sem nú er að verða fertugt - og alltaf nýjustu lögin glóðvolg úr Kanaútvarpinu. „Maður varð að syngja lögin nákvæmlega eins og þau voru á plötunum, annars var hætta á að fólk færi að spyrja hvaða lag þetta væri nú eiginlega”, segir Siggi og hlær. „Maður þurfti því að vera eftirherma frekar en söngvari - ég meina, í einu lagi var ég eins og Brenda Lee og í þvi næsta eins og Louis Armstrong”. Á þessum árum var spilað af lífsins og hjartans lyst og ekki verið að taka miklar pásur á dans- leikjum. „Þetta var ekki eins og núna þegar hljómsveitirnar spila þrjú lög og láta mann svo bíða í tíu mínútur eftir næsta lagi. Þetta var stanslaus keyrsla og allt vegna þess hve okkur þótti gaman. Þannig var það til dæmis á Vellin- um, þar sem við spiluðum mikið - eða þangað til sjóherinn kom þangað”. Þá urðu menn að fara i pásu jafnvel í miðju lagi”, segir Sig,gi. 1 upphafi Bítlaæðisins lagði Sigurður Johnnie sönginn að mestu á hilluna, söng þó hálfan Strekkt á skallanum Aðgerð að Ijúka og verið að sauma saman í hvirflinum. Þarna var áður búið að skera úr ca. 5—7 cm. breiðan flipa, alveg hárlausan. Eyrun eiga ekki að fiytjast upp! Mynd: Jörundur Guðmundsson hár um allt höfuðið. Um síðustu helgi kom einn þeirra heim, tiltölu- lega ungur maður sem ekki vildi una því að vera með skalla. Eins og faðir hans og afi höfðu verið. Þessir menn hafa farið utan fyrir milligöngu Sigurðar Viggóssonar tannlæknis og Jörundar Guð- mundssonar hárskera en þeir eru í sambandi við breska lækna, sem skjótast til Kaupmannahafnar einu sinni í viku og strekkja á höfuðleðri fólks. „Þetta er ekkert mjög einfalt mál þótt það gæti virst það við fyrstu sýn”, segir Sigurður Viggósson. „Þetta er ekki eins og að drekka vatn. Menn þurfa að hafa mikið fyrir þessu og það kostar talsvert fé — eða 9.500 krónur danskar hver aðgerð. Og stórir skallar geta tekið allt að fimm aðgerðir. Minni skalla, eins og til dæmis „tungl”, er hægt að laga með einni eða tveimur aðgerðum og það er tiltölulega auð- velt. En þetta verður meira mál þeg- ar þarf til dæmis að fara að flytja hár úr hnakka og yfir á enni”. En hvernig skal maður þá bera sig að vilji maður losna við skall- ann? Jú, þá fer maður á rakarastof- una hjá Jörundi Guðmundssyni, sem segir manni léttan brandara og skoðar skallann. Hann er nýlega kominn frá Kaupmannahöfn, þar sem hann fylgdist með aðgerðum af þessu tagi. „Þetta er meira og minna eins og andlitslyfting”, segir Jörundur. „Það er hægt að strekkja allt að 15—16 cm. breiða skalla, en það fer líka eftir þykkt hársins í vöngunum, höfuðlagi og svo framvegis. En sé yfirleitt hægt að gera þetta, þá tek- ur hver aðgerð einn og hálfan tíma”. — En bregst þessum góðu lækn- um aldrei bogalistin? „Ekki hingað til — enda taka þeir fulla ábyrgð á aðgerðunum. Þeir hafa verið í þessu í nokkur ár og þykja hafa staðið sig mjög vel — eins og sést kannski á því, að panti menn tíma núna þá komast þeir að í lok apríl”. — ÓV. Þeir munu fljótlega fylla fyrsta tuginn íslendingarnir, sem farið hafa til Danmerkur með skalla og komið lieim með sitt gamla og góða gera með því að senda okkur línu í Ármúla 38, 105 Reykjavík, eða þá með því að hringja í síma 81866. -ÓV. ...og nýkominn af æfingu fyrir rokkhátíð kvöldsins. — Mynd: Jim Smart annan vetur gömlu dansana í Breiðfirðingabúð. „Það var það erfiðasta - maður syngur ekki tango af neinu viti nema maður andi rétt”, segir hann. Síðan hefur hann Iítið sungið nema á síðustu árum. í nokkur ár stjórnaði Bakkus lífi Sigurðar Johnnie en síðan 78 hefur hann verið þurr. „í ruglinu vildi maóur alltaf vera að syngja en fékk ekki. Nú er það eiginlega öfugt - á skemmtunum í þessum alkaldúbbum mínum er alltaf verið að draga mann upp á svið og láta mig syngja. Ekki það að mér leiöist það - það er jafnvel meira kikk í dag en það var í gamla daga”. — Oghlakkarðutilaðsyngjaá rokkhátíðinni í Broadway? „Já, það verð ég að viðurkenna alveg hiklaust. Ekki síst fyrir það, að það er svo góður mórall í þess- um hópi - rétt eins og var í gamla daga”. — Hvað ætlarðu að syngja? „Það sem ég kann best: Buena Sera og Be Bop A-Lula”. Og við leyfum okkur að fuli- yrða, eftir að hafa litið inn á æfingu hjá þessum hópi í síðustu viku, að enginn ætti að verða svikinn. -ÓV Manstu á Seyðisfirði 1916? Það eru líklega ekki margir, sem freistast ekki til að fletta mvndaal- GLUGGA PÓSTUR búmum er fyrir þeim verða. Oft er gaman að skoða myndir af fólki, sem maður þekkir - og stundum er jafnvel meira gaman að skoða myndir af fólki, sem maður þekkir ekkert. Hvaða fólk er þetta? spyr maður. Svo getur maður spurt sjálfan sig áfram og rcynt að geta sér til um viðkomandi persónur, sögu þeirra og lífshlaup. Góðvinur Gluggapóstsins rakst á þessa mynd í gömlu dóti hjá sér nýlega. Fólkið þekkti hann ekki en telur sig þó vita, að myndin hafi verið tekin á Seyðisfirði um 1916. Það þýðir að börnin á myndinni gætu vel verið á lífi - eða þá að afkomendur þeirra hafi áður séð þessa mynd eða aðra svipaða. Gaman væri að heyra frá einhverj- um sem getur uppíýst Gluggapóst- inn um nöfn þessa fólks - það má

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.