Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 04.03.1983, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 04.03.1983, Qupperneq 16
1 tny*KÍ: &PcU4 @>á/ux>n Gunn/ió M erum samt ekki i („við höfðum ekki hugmynd um að þeir væru svona miklir húmorist- ar”). Q4U og Grammið gefa plöt- una sameiginlega út. Þar sem Q4U hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu byrjuðum við á því að spyrja þau um hvað þau hefðu ekki verið spurð um... Hallgrímskirkjuturn E: „Sex, við höfum aldrei verið spurð um sex. Annars erum við náttúrlega öll svo ofsalega norm- al..” D: „Neeeeee.” G: „Það er óhætt að segja að við séum mjög nútímaleg í sexinu eins- og músíkinni. Þetta gengur allt út á ótrúlegt ímyndunarafl. Við erum þið þá ekki að sjá myndir? Þannig verða textarnir mínir til”. ÁD: „Þetta eru stórborgir, ströng form, hvassar línur, skarpar línur.!’ G: „Nútímalegt umhverfi..!’ D: „Það er saga á bakvið öll lögin sem er byggð á dagdraumum”. ÁD: „Fjöll sem steypast yfir mann..!’ — Hefur Q4U einhverja sér- stöðu i íslensku rokki? G: „Við reynum bara að vera við sjálf. Og músíkin er framsækin”. E: „Mér finnst bara allt sem maður gerir snúast í kringum Q4U. Maður vaknar á morgnana fyrir Q4U. Það er ekki lengur mun- ur á okkur og Q4U”. ÁD: „Við reynum að búa til víð- erni sem fólk getur síðan gengið subbusísteminu...” Þriðjudagskvöldið í Hábergi. Hingað komin til að spjalla örlítið við hljómsveitina Q4U, sem sendir frá sér sína fyrstu plötu nú um helg- ina. Platan heitir einfaldlega Ql, hefur að geyma sex lög og var tekin upp í Grettisgati Þursaflokksins fll Wá CM\V\C^V( Og hér koma nöfn vinn- ingshafa2. hlutaspurninga- keppni Stuöarans: Geröur Kristný Guðjónsdóttir, Safa- mýri 15 R. (og þaö var hún sem teiknaöi afa táning) og Jón Valur Guðmundsson, Huldulandi 7 R. Þau fá plöt- ur í pósti frá okkur einhvern næstu daga. samt ekki í subbusísteminu, dýrun- um og svoleiðis”. ÁD: „Mannkynið heldur áfram að fjölga sér. Við höfum kynlífið allt i kring, — sjáðu bara Hall- grímskirkjuturn. Við komum til með að selja plötuna mikið útá sex- ið. Sexið er söluvara”. E: „Það er t.d. mjög gott að riða við hana”. D: „Sexið er ekki lengur eins mikið tabú og það var. What happ- ened to all the love and mystery”. Afi verður amma D: „Svo höfum við aldrei verið spurð um okkar frábæra húmor”. — Og hvernig er hann? G: „Nastí. Svosem einsog sagan um litlu stelpuna sem var alltaf í heimsókn hjá ömmu og afa af því henni þótti svo gaman að renna sér á handriðinu þeirra. Amma var reyndar ekkert hrifin af því og negldi stóran nagla neðst á handrið- ið. Svo þegar afi kom heim úr vinn- unni hljóp stelpan á móti honum og spurði hvort þau ættu ekki að koma að renna sér. Afinn var alveg til í það og skellti sér eina bunu: Þá kallaði stelpan: afi, afi var þetta nokkuð sárt? Huh. þú getur nú al- veg eins kallað mig ömmu núna, svaraði afi skrækróma”. Stórborgir E: „Þegar búið er að semja lag og spila það nokkrum sinnum farið inní, en aðrar hljómsveitir búa til veggi sem fólk er alltaf að rekast á”. Alheimslausnir E: „Við erum með fólkinu. Við hefjum okkur ekki uppá neinn stall”. D: „Það getur verið gaman á sveitaböllum. Sveitamenn virðast geta skemmt sér betur en fólkið í borginni”. G: „Fólk sýnir aldrei nein við- brögð. Kannski kurteist klapp og þetta var ágætt nema á smákafla í seinnihluta fjórða lagsins. Það eru allir svona litlir súperkrítíkerar og þurfa alltaf að vera að hugsa í stað- inn fyrir að fíla..!” ÁD: „Það halda allir að þeir geti gert svo miklu betur, þess vegna er svona mikið að ske”. G: „Það vantar allan húmor í rokkið hérna, það eru allir svo hevví, að kryfja málin til mergjar, og koma svo fram með alheims- lausnir í fimmlaga prógrammi. Hvað aetli hlutirnir breytist þótt maður sé að röfla eitthvað við gítar- undirleik, — það breytist ekki rass- gat...” Þegar hér var komið viðtalinu bauð Q4U Stuðaranum i stórkost- lega rjómapönnukökuveislu sem varð til þess að hann gat ekki lyft penna það sem eftir lifði kvölds, — en ef einhver vill fá að vita eitt- hvað meira um Q4U getur hann bara hringt í síma 12040 og spurt eftir Ása... • Við byrjum reyndar ekki á neinni smáfrétt. Mezzoforte, sem leika annað kvöld á einum stærsta klúbbi í London the Venue, eru al- deilis að gera það gott í ríki Járnfrú- arinnar. Þeir eru núna í 10. sæti diskólistans, 61. sæti á listanum yfir tveggjalaga plötur og 78. sæti breiðskífulistans (voru í 151. sæti fyrir viku) — og eru enn á uppleið á öllum listunum. í síðustu viku var 12” þeirra valin hljómplata vikunn- ar í a.m.k. 5 útvarpsstöðvum á Eng- landi. Það mun láta nærri að sam- anlögð sala 12” og Lp sé um 30.000 eintök... • Unglingar á aldrinum 16-18 ára voru ekki lengi á Safari. Við höfum heyrt að nú eigi að breyta staðnum í vínveitingahús — og verður líklega lokað þar í næstu viku á meðan sett er upp tilskilið eldhús og sturtur fyrir starfsfólk... • Egó eru nú staddir í Danmörku að leika á 90 ára afmæli náms- mannafélagsins íslenska í Köben. Þeir koma aftur heim á mánudag og mun þá Bubbi Morthens halda áfram vinnu við næstu sólóplötu sína... • Grýlurnar eru á leiðinni til New York til að leika fyrir íslendingafél- agið þar í borg, en þær munu einnig koma fram á tveimur klúbbum. Fyrsta breiðskífa þeirra kemur væntanlega út föstudaginn 25. mars. Sú var tekin upp í Hljóðrita en hljóðblönduð heima hjá Ringo Starr... • Ný sólóplata er væntanleg frá Björgvini Gíslasyni í apríl. Hún mun heita Örugglega... • Echo & the Bunnymen senda frá sér nýja plötu nú um helgina. Þeir félagar voru hér staddir í byrj- un des. síðastliðinn og notuðu tim- ann til að taka vídeo og ljósmyndir sem notaðar eru í umslög og auglýs- ingar nýju plötunnar. Það hafði verið talað um að þeir kæmu hing- að og spiluðu í ársbyrjun en því hef- ur nú verið slegið á frest og spurn- ing hver muni taka að sér að standa að komu þeirra hingað, en ísland hefur verið á kortinu hjá þeim síð- astliðin tvö ár... Setjið sjálf inn textann við myndirnar og sendið okkur... ■0 TyðjiiiAf Umsjón: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.