Helgarpósturinn - 04.03.1983, Qupperneq 22
22
það hefur legið í loftinu að undanförnu, að
það fjórflokkakerfi sem hefur ríkt í islenskum
stjórnmálum um skeið sé í þann veginn að
riðlast. í rauninni ætti engan að undra það,,
því undanfarna áratugi hafa stjórnmálaflokk-
arnir oftar en ekki verið fimm.
Fyrir 20 árum var það Þjóðvarnarflokkur-
inn, sem fékk talsvert fylgi á sínum tíma. Fyrir
um áratug komu Samtök frjálslyndra og vins-
tri manna, sem meira að segja áttu aðild að
ríkisstjórn. Að þessu sinni bendir flest til þess,
að í kosningunum í vor komi fram ekki bara
eitt framboð umfram stjórnmálaflokkana
fjóra, heldur tvö — Bandalag jafnaðarmanna
og Kvennalisti og þegar þetta er skrifað hefur
Gunnar Thoroddsen enn ekki tilkynnt á-
kvörðun um það hvort hann kemur fram með
sérframboð eða ekki.
Þessu til viðbótar hefur í vetur verið rætt
um stofnun tveggja nýrrá flokka eða hreyf-
SKOÐANAKÖNNUN DV:
Vilmundarsigur
KVENNALISTIAÐ
KOMAST Á SKRIO
Bandalag jafnaðarmanna og Kvenna-
listi eru tvær óþekktar stærðir í íslenskri
landsmálapólitík. Styrkleiki þeirra kemur
í Ijós áður en langt um líður.
Fjörugar kosningar framundan
inga, annars vegar Verkalýðsflokk og hins
vegar flokks umhverfisverndarmanna, þótt
forsvarsmenn beggja hópanna vísi því alveg
frá sér, að um framboð af þeirra hálfu geti
verið að ræða fyrir næstu kosningar.
Sigrún Helgadóttir starfsmaður hjá Nátt-
úruverndarráði er í hópi þeirra umhverfis-
verndarmanna sem hefur rætt um aðgerðir til
þess að vekja athygli á málstað þeirra. Hún
segir mér, að stofnun umhverfisverndarflokks
eða „græningjaflokks” og jafnvel framboðs
sé ein af þeim leiðum sem ræddar hafi verið.
„En það þarf að vera ákveðinn jarðvegur
fyrir slíkt, og við teljum ekki að hann sé fyrir
hendi nú. En það gæti orðið eftir fjögur ár
eða enn lengri tíma, ég er sannfærð um að
slíkt framboð kemur einhverntímann fram,”
segir Sigrún. Og því má bæta við, að annar
hópur umhverfisverndarfólks starfar með
miklum krafti á Akureyri og hefur líka hug-
leitt framboðsmál.
„Hugmyndir um stofnun Verkalýðsflokks
hafa alls ekki verið lagðar á hilluna. Það verð-
ur þó ekki fyrir þessar kosningar, en ekki frá-
Ieitt að flokksstofnun verði fyrir seinni kosn-
ingarnar í ár, ef þær verða,” segir Lárus Guð-
jónsson starfsmaður Menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu.
Hann segir, að á Akureyri hafi þegar verið
myndaður harður kjarni fólks sem stefnir á að
stofna Verkalýðsflokk, og í Reykjavík sé unn-
ið að málinu.
„Akurinn er plægður, það er bara eftir að
sá og uppskeraí’ segir Lárus.
Það er hinsvegar öruggt, að Bandalag jafn-
aðarmanna mun bjóða fram — og að sögn
Vilmundar Gylfasonar hefur sú ákvörðun
þeirra að bjóða fram í öllum kjördæmum
ekki breyst. Félagsstofnun hefur þegar farið
fram í Reykjavík, í Kópavogi, á Suðurlandi,
Húsavík og Akureyri.
Ekkert hefur enn verið ákveðið um það
hverjir skipa lista Bandalagsins í kosningun-
um enn, að því er Vilmundur Gylfason segir
sjálfur.
„Hjá flokkunum er mannvalið á listanum
sem allt snýst um, en hjá okkur er þessu öfugt
farið, Bandalag jafnaðarmanna er byggt á
hugmyndafræði, og það er þriðja flokks
flokksblaðamennska að spyrja um slíkt,”
sagði hann þegar ég innti hann eftir fram-
boðsmálum.
Hjá Kvennaframboðinu, sem mun að öll-
um líkindum bjóða fram undir nafninu
Kvennalisti, er sömu sögu að segja. Að sögn
Kristínar Ástgeirsdóttur hafði um miðja vik-
una engin ákvörðun verið tekin um það hvaða
konur skipa listann, en hún sagði að það:
mundi ef til vill skýrast þegar um næstu helgi.
Enn er verið að kanna undirtektir undir
Kvennalistann í öðrum kjördæmum en íj
Reykjavík.
Endanleg stefnuskrá Kvennaframboðs er
heldur ekki tilbúin, en að sögn Kristínar verð-
ur aðal áherslan lögð á að standa vörð um
hagsmuni kvenna og barna, vinna að um-
hverfisverndarmálum og friðarmálum.
Einmenningskjördæmin í Bretlandi leiða i
ljós í aukakosningum, sem til falla á milli al-
mennra þingkosninga, stjómmálahræringar i
landinu. Kosningabandalag Frjálslynda
flokksins og nýs Sósíaldemókrataflokks náði
sér á strik með dæmafáum hraða á síð-
astliðnu ári, þegar það vann þrennar auka-
kosningar og kom forystumönnum sósíal-
demókrata, fyrrverandi máttarstólpum i
Verkamannaflokknum, þar með inn á þing.
Allir þessir sigrar unnust á kostnað íhalds-
flokksins, bandalagið vann kjördæmin af
honum. Frambjóðendur þess reyndust ekki
jafn sigursælir í Verkamannaflokkskjör-
dæmum. Þegar það bættist svo við, að flokk-
arnir tveir i bandalaginu lentu í erjum við
skiptingu kjördæma milli frambjóðenda úr
hvorum þeirra um sig i næstu þingkosning-
um, og frú Thatcher forsætisráðherra og
íhaldsflokkurinn risu á öldufaldi al-
menningsálitsins eftir sigursælt Falklands-
eyjastríð, hvarf bandalagið í skuggann og
dalaði i skoðanakönnunum.
Svo var komið í byrjun þessa árs, að tals-
menn Verkamannaflokksins tóku að láta sem
bandalagið væri úr sögunni sem stjórnmála-
afl, baráttan í næstu kosningum myndi sem
fyrr standa milli flokks þeirra og íhalds-
manna.
Aukakosningar í Lundúnakjördæminu
Bermondsey í síðustu viku höfðu snögg enda-
skipti á þessu viðhorfi. Nú er það Verka-
mannaflokkurinn, sem staddur er í meiri
kröggum en nokkru sinni fyrr, þar sem hins
vegar bandalagið telur sér alla vegi færa.
Bermondsey er dæmigert verkalýðsstéttar
kjördæmi, og þar hafa frambjóðendur Verka-
Michael Foot flokksforingi (t.v.) á-
samt Peter Tatchell, frambjóöandan-
umsem hann kvaðst aldrei myndu
styðja.
Simon Hughes fagnar sigri í Ber-
mondsey.
Verkamannaflokkurin n
í uppnámi eftir fall höfuövígis
mannaflokksins farið með sigur af hólmi í.
öllum kosningum síðustu sex áratugi. í
kosningunum 1979 var Verkamannaflokks-
þingmaðurinn Robert Mellish endurkjörinn
með hartnær tveim þriðju hlutum atkvæða,
63.6*%. Bermondsey var sem fyrr í hópi kjör-
dæma, sem allir töldu óvinnandi vígi Verka-
mannaflokksins.
En síðan 1979 hefur ekki linnt valdabaráttu
í Verkamannaflokknum. Harðsnúin fylking
vinstri manna, nokkurs konar flokkur innan
flokksins, hefur með skipulegum hætti unnið
að því að ná öllum völdum. Helsta aðferðin er
, sú að taka völdin í fámennum og einatt at-
hafnalitlum flokksfélögum í kjördæmunum,
nota völdin þar til að afsegja þingmenn af
Föstudagur 4. mars 1983j'
'urinn
„Markmið okkar er að ísland standi fyrir
utan öll hernaðarbandalög, erum á móti auk-
num umsvifum á Keflavíkurflugvelli og styðj-
um tillögur um kjarnorkuvopnalaus Norður-
Iönd. Hinsvegar teljum við að öll umræða á
landinu um hermál séu á blindgötu og þvi ekki
rétt að setja fram kröfuna „Island úr Nató,
herinn burt”. Við viljum fyrst og fremst fá
fólk til að hlusta hvaða leiðir við viljum fara
til að berjast fyrir afvopnun og friði”, segir
Kristín.
Gömlu flokkarnir hafa ekki farið varhluta
af sérframboðum, eins og kunnugt er. For-
maður flokksins og formaður þingflokksins
biðu báðir mikinn ósigur i prófkjörum og
ekki var fyrr orðið ljóst, að Sjálfstæðisflokk-
urinn stæði sameinaður á Norðurlandi eystra
og Suðurlandi en fregnir bárust um, að Sigur-
laug Bjarnadóttir menntaskólakennari og
varaþingmaður og fleiri sjálfstæðismenn á
Vestfjörðum stefni að sérframboði þar.
Ástæðan er fyrst og fremst sögð sú, að
flokksforystan fyrir vestan féllst ekki á að
halda prófkjör. Þess í stað voru þeir skipaðir
í þrjú efstu sæti listans með gamla Iaginu
Matthías Bjarnason, Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson og Einar K. Guðfinnsson. Mótleikur-
inn varð sá, að fram er kominn listi þar sem
Sigurlaug sjálf er eini frambjóðandinn sem er
þegar þekktur af afskiptum af stjórnmálum,
og um helgina er fyrirhuguð skoðanakönnun
um það hvernig menn vilja raða á framboðs-
listann.
„Þetta er ekki sambærilegt við klofning
Eggerts Haukdal og Jóns Sólnes við síðustu
kosningar. Þetta er eina kjördæmið þar sem
ekki er haldið prófkjör og við erum að mót-
mæla þröngsýni og ólýðræðislegum vinnu-
brögðum;’ sagði Sigurlaug um framboðsmál!
sín.
„En við göngum fram sem Sjálfstæðis-
menn og ég geng út frá því sem vísum hlut, að
eftir kosningar göngum við til liðs við Sjálf-
stæðisflokkinn”, sagði hún.
Að baki sérframboði framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi vestra liggja hinsvegar
öllu persónulegri ástæður. Ingólfur Guðna-
son alþingismaður lýsti því yfir, að hann tæki
ekki sæti á sama lista og Páll Pétursson og
endalyktir urðu þær, að Frannsóknarfélögin í
Austur- og Vestur-Hunavatnssýslum bjóða
fram eigin lista, „göngumannalistann” svo-
nefnda, en áætlað er að ganga endanlega frá
honum um helgina.
IIMIMLEIMO
VFIRSVN
ERLEiMO
gamla skólanum og velja síðan þingmanna-
efni í þeirra stað.
í Bermondsey var Robert Mellish afsagður
og frambjóðandi í hans stað valinn Peter
Tatchell. Hann hóf feril sinn í þeirri stöðu
með yfirlýsingum, sem urðu til að Michael
Foot, formaður Verkamannaflokksins, kunn-
gerði að slíkan frambjóðanda gæti hann
aldrei stutt. En þegar Robert Mellish sagði af
sér þingmennsku til að knýja fram auka-
kosningar, staðfesti flokksfélagið í Bermond-
sey valið á Tatchell til að halda uppi merki
Verkamannaflokksins í kjördæminu. Sá þá
Foot ekki annað úrræði en éta ofan í sig fyrri
heitingar og lýsa stuðningi við frambjóðand-
ann.
Bandalagið valdi til frambjóðanda í Berm-
ondsey Simon Hughes, ungan lítt þekktan
lögfræðing úr Frjálslynda flokknum. Að auki
var í framboði Verkamannaflokksmaður af
sauðahúsi Mellish og naut liðsinnis hans.
Ovissuþátturinn hvað Alþýðuflokkinn
varðar er fyrst og fremst sá, að ekki er ljóst
hve margir úr þeim flokki munu fylgja Vil-
mundi og Bandalagijanaðarmanna.enljóst er
að þeir eru talsvert margir. Þeirra á meðal
Ágúst Einarsson sem hlaut fjórða sætið í
prófkjöri flokksins í Reykjavík. Önnur breyt-
ing í Reykjavík er sú, að nú skipar Jón Baldvin
Hannibalsson fyrsta sætið í stað Benedikts
Gröndal , en þriðja sætið skipar Bjarni
Guðnason, sem síðast var í framboði á Aust-
urlandi. Á Austfjörðum hefur ekki verið
gengið frá listanum og óvíst enn hverjir muni
skipa hann. Nefndir hafa verið Guðmundur
Magnússon fræðslustjóri og Erling Garðar
Jónasson rafveitustjóri fyrir austan, en Al-
þýðuflokksmenn telja allt eins Iíklegt, að ut-
anaðkomandi maður muni skipa að minnsta
kosti efsta sæti listans.
Rólegra hefur verið hjá Alþýðubandalag-
inu fyrir þessar kosningar en hinum flokkun
um, á yfirborðinu a.m.k. Þó gerðist það í
Reykjavík, að Ólafur Ragnar Grímsson féll
niður í fjórða sæti listans í forvalinu. Það
skýra sumir með því að margir Alþýðubanda-
lagsmenn hafi verið hræddir um hag einu
konunnar á listanum, og það hafi tryggt henni
þriðja sætið. Aðrir segja, að gömlu sósíalist-
arnir hafi fylkt sér um Guðmund J. Guð-
mundsson til að tryggja honum annað sætið,
með þessum afleiðingum.
Jr að má líka telja það til nokkurra tíðinda,
að tiltölulega óþekktur maður í pólitíkinni,
Steingrímur Sigfússon,skyIdi hafa orðið arf-
taki Stefáns Jónssonar á Norðurlandi eystra
og fellt Soffíu Guðmundsdóttur í fjórða sæt-
ið úr öðru sæti, en í stað hennar kom annað
óþekkt andlit í pólitíkinni, Svanfríður
Jónasdóttir á Dalvík.
Forsætisráðherra hefur lýst því yfir, að
kosningar fari fram ekki síðar en 23. apríl.
Þegar þetta er ritað er ekki vitað nema ráð-
herrar Alþýðubandalagsins gangi úr ríkis-
stjórninni vegna skipunar nýrrar álviðræðu-
nefndar. Þeir túlka hana sem vantraust á
Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra, sem
hefur leitt þessar viðræður til þessa.
Hvað sem því öllu líður má fullyrða, að
framundan séu fjörugri og meira spennandi
kosningar en oft áður, kosningar þar sem er
mikið af nýju og fersku blóði.
menn sjá þann kost vænstan að losa sig við
Foot úr stöðu flokksforingja, og vilja hafa á
því hröð handtök. Frú Thatcher getur rofið
þing og boðað til kosninga hvenær sem hún
telur sér best henta. Ólíklegt þykir þó að hún
efni til kosninga fyrr en í júni, en miklar líkur
eru taldar á kosningum í október. Því er of
seint að bíða þings Verkamannaflokksins í
haust með að steypa Foot.
Ráðagerðir eru því uppi meðal manna í
skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins,
þeirrar forustusveitar þingflokksins, sem
skipa myndi ráðherraembætti komi til stjórn-
armyndunar af hans hálfu, að knýja Foot til
að segja af sér, þannig að Denis Healey vara-
leiðtogi taki við af honum. Sá meinbugur er
á þessu, að vinstri armur flokksins er Healey
ákaflega andsnúinn, en telur Foot sinn mann
vegna fortíðar hans í flokknum.
Jregar dró að kjördegi fyrir viku viður-
kenndu stuðningsmenn Tatchells, að hann
væri í hættu staddur fyrir Hughes. Úrslitin
urðu þau, að Hughes náði kjöri með 58% at-
kvæða en Tatchell varð ekki einu sinni hálf-
drættingur á við hann með 26.1% atkvæða.
Frambjóðandi íhaldsflokksins sat uppi með
fimm af hundraði atkvæða, og varð lægri en
sá sem Mellish studdi gegn óvinum sínum í
Verkamannaflokknum.
Svona glæsilegur sigur bandalags frjáls-
lyndra og sósíaldemókrata í dæmigerðu stór-
borgarkjördæmi og verkamannaflokksvígi
hefur margvíslegar afleiðingar. Foringjar
bandalagsins geta haldið því fram með rök-
um, að ekkert kjördæmi gömlu flokkanna
geti lengur talist öruggt, sé vel að kosninga-
baráttu staðið af þess hálfu. í skoðanakönn-
unum hefur bandalagið fengið byr undir
vængi og er komið verulega fram úr Verka-
mannaflokknum. Nýjasta könnun gefur
ihaldsmönnum 39 af hundraði kjörfylgis,
bandalaginu 34% og Verkamannaflokknum |
26%. Síðast en ekki síst ríkir örvænting í for-
ustuliði Verkamannaflokksins.
Mestur er uggurinn í þingflokknum, þar
sem fjöldi þingmanna telur stöðu sína von-
lausa, verði ekki breyting til batnaðar á gengi
flokksins í almenningsálitinu. Þessir þing-
Samsærismenn gegn Foot hafa því komið
fram með þá hugmynd til að blíðka vinstri
menn, að einn úr þeirra röðum, Neil Kinnock,
verði varamaður Healey.
Það voru foringjar stóru verkalýðs-
sambandanna, sem réðu því að Foot var val-
inn foringi Verkamannaflokksins. Foot hefur
gefið til kynna, að hann beygi sig ekki fyrir
óskum félaga sinna i þingflokknum um að
hann dragi sig í hlé. Þeir einu sem gætu knúið
hann til að skipta um skoðun eru verkalýðs-
foringjarnir.
Einn úr þeirra hópi, Moss Evans formaður
Flutningaverkamannasambandsins, hefur að
sögn fyrirætlanir á prjónunum um að efna til
fundar með Foot og ræða við hann stöðu hans
sem flokksforingja eftir ósigurinn í Ber-
mondsey.
Vera má að úrslit ráðist ekki í átökunum um
forustu Verkamannaflokksins fyrr en eftir
síðustu aukakosningu í þessum mánuði. Hún
verður í Darlington í iðnaðarhérðum Norð-
austur-Englands, og bandalag frjálslyndra og
sósíaldemókrata hefur einsett sér að innsigla
yfirburði sína yfir Verkamannaflokknum
með sigri þar.