Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.05.1985, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Qupperneq 2
FRjnAPÖSTUR Útvarpslagafrumvarpið til atkvæðagreiðslu I Það hefur nú orðið að samkomulagi milli stjórnarflokkanna > að senda útvarpslagafrumvarpið til atkvæðagreiðslu ein- I hvern allra næstu daga, þrátt fyrir ósamkomulag þessara flokka um þá breytingartillögu Friðriks Sophussonar að I auglýsingar verði leyfðar einkastöðvum. Það er þó ljóst að nokkrir framsóknarþingmenn muni reyna að þæfa málið i I meðförum deildanna. ' Batsjárstöðvar risa í sumar í síðustu viku var gengið til atkvæðagreiðslu um frumvarp ' sem lagt var fram og kvað á um að hætt skyldi við uppsetn- t ingu fyrirhugaðra ratsjárstöðva á Vestfjörðum og Langa- I nesi. Það var fellt með 42 atkvæðum gegn fimmtán. Allar lík- ur eru því á því að vinna við uppsetningu þessara hernaðar- I mannvirkja hefjist í sumar. Upplausnarástand á NT | Ósamkomulag á milli blaðstjórnar og ritstjórnar dagblaðs- ins NT hefur leitt til þess að Magnús Ólafsson ritstjóri blaðs- I ins hefur sagt starfi sínu lausu og í kjölfar þess hefur um fimmtán blaðamönnum NT annaðhvort verið sagt upp eða I þeir hafa ákveðið að hætta af sjálfsdáðum. Bekstur NT hefur I gengið afleitlega það rétta ár sem það hefur klæðst sínum , nýja búningi. Skuldir blaðsins nema nú um 20 milljónum. Þríburafæðing á Landspítalanum Jóna M. Jónsdóttir ól þríbura á fæðingardeild Landspítal- ans í síðustu viku, tvær telpur og einn dreng. Fæðingin gekk I vel og heilsast þríburunum ágætlega. Eiginmaður Jónu er I Magnús Guðnason og eru þau búsett á Eskifirði. Þríbura- . fæðing varð síðast á Islandi fyrir hálfu öðru ári, þegar ung | hjón frá Djúpavogi eignuðust sitt annað til fjórða barn. rálkaeggjaþjófar á ferli Vestur-Þjóðverji var stöðvaður af lögreglunni á leið úr landi I í vikunni, grunaður um að hafa stolið fjórum fálkaeggjum * úr hreiðri í Mývatnssveit. Enginn egg fundust á manninum . þrátt fyrir ítarlega leit, enda eðlilegt, þar sem fáelnum dög- | um síðar kom í ljós að eggin í umgetnu hreiðri voru enn á sínum stað þegar klifrað var upp í það til rannsóknar á mál- I inu. Tveim útlendingum var síðan meinað að fara inn í land- ið í fyrradag, vegna gruns um að þeir hygðust hafa með sér I héðan fálkaegg til útsölu. • Bjórinn á fullu rennsli í gegnum þing | Svo virðist sem hið umtalaða bjórfrumvarp sem nú liggur fyrir þingl fái eðlilega afgreiðslu, það er að segja greiða leið | í gegnum deildirnar. Tvær breytingartillögur hafa borist við það undanfarna daga. Önnur kveður á um að þjóðar- I atkvæðagreiðsla verði um málið í haust og fyrr verði ekki • tekin afstaða til þess á þingi. Hin kveður á um það, að sá , hluti skattheimtu ríkisins af bjórnum sem renna á til I fræðslu, verði aukinn upp í eitt prósent í stað hálfs. Hertar reglur um skyldusparnað Félagsmálaráðherra hefur kynnt hugmyndir sínar um I hertar reglur um skyldusparnað fólks. Þær eru að undan- • þágur verði ekki lengur veittar vegna tímabundinna f jár- . hagsörðugleika, fjölskyldustofnunar eða námsfólki. Þar I með verði það aðeins húsnæðiskaupendur, einstæðir for- eldrar og öryrkjar sem fái tímabundnar undanþágur frá 1 sparnaðinum. Báðherra segir að útstreymi úr sjóðnum sé nú 105 milljónum króna meira en innstreymið og þess I vegna telji hann að grípa þurfi til þessara hertu reglna. ' Fréttapunktar: • Nú er unnið að upplýsingaöflun á vegum Landlæknis- embættisins vegna fyrirhugaðra varna gegn AIDS-ógnvald- I lnum. ' • Kvikmyndin Hrafninn flýgur verður sýnd í sumar fyrir I erlenda túrhesta og íslenska námsmenn erlendis. • • Ekkert hefur enn spurst til Beynis Smára Friðgeirssonar sem hvarf fyrir nær þremur vikum. Þetta er annað dular- I fulla mannshvarfið á þessu ári. • í ljós er komið að töluverðrar tæringar er farið að gæta i I stöplum Borgarfjarðarbrúarinnar. ' • Verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni ■ fæddist barnabarn þann 1. maí, á hátíðisdegi verkalýðsins. | • Kauptrygging skiptir meira máli en krónutalan ein og sér, var annars helsti boðskapur ræðumanna 1. maí. • Það bar til tíðinda í þingsölum Alþingis í vikunni að kona hentl blóðugum trefli ofan af pöllum á meðan þing stóð yfir. I Hún hafði sem sagt eitthvað við stjóm landsins að athugal ' • Skákkapparnir Sævar Bjarnason og Karl Þorsteins unnu i sér báðir rétt til alþjóðlegrar meistaratignar á skákmóti sem I fram fór í Borgarnesi í vikunni. • Sjálfstæðisþingmenn slettu töluvert til stjórnarsam- ) starfsins á fundum á landsbyggðinni um helgina. • Samskonar svartur kassi og notaður er í flugvélar verður I kannski kominn í allar bifreiðir innan fárra ára, en þetta er ' hugmynd Páls Theodórssonar eðlisfræðings sem segir þetta • munu lótta lögreglunni störf og veita ökumönnum aðhald. I • Kanínurækt er vaxandi aukabúgrein í landinu: Forráða- , menn Kanínumiðstöðvarinnar í Njarðvíkum standa til | dæmis í samningum um sölu á þúsund kanínum til Kína. • Vinna við neðanjarðarmannvirki Blöndu er á undan I áætlun. ' • í vikunni voru auglýst nauðungaruppboð á 1400 bifreið- i um, en það er í meira lagi. | • Fiskaflinn á síðasta ári jókst um 83 prósent frá árinu áð- ur og verðmætaaukningin nam 25 prósentum. • Nýja hugvísindahúsið við Háskólann skal heita Oddi. * • Krían er lent í nafla alheimsins, Tjörninni. ■ • A8Í vill kauphækkun strax í sumarbyrjun, en VSÍ kveðst I tilbúið til viðræðna á grundvelli tveggja ára samnings. • Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra hefur harmað við- | skiptabannið sem Bandaríkjastjórn ákvað að setja á Nicara- gua. • Gísli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra Hagkaups, hef- 1 ur verið ráðinn framkvæmdastjóri bókaklúbbsins Veraldar. i 8 af 67 koma I GEGNUM N FRAM í SV Á föstudag var gert heyrinkunnugt hvaða ótta ungmenni hrepptu það sæluhnoss ao fó að setjast í Leiklistarskóla ís- lands ó hausti komandi, að undangengnum ströngum og streitumyndandi inntökuprófum sem stóðu yfir meira og minna í heilan mónuð. Eftir spennufall ó mónudag ríkti mik- ill galsi og eftirvænting á skrifstofu Helgu Hjörvar skóla: stjóra Ll eftir Jóhönnu Sveinsdóttur myndir Jim Smart Áð sögn Helgu Hjörvar sóttu 67 um inngöngu í skólann aö þessu sinni, þar af uppfylltu 63 sett skil- yröi. Nokkrir heltust fljótlega úr lestinni en tœplega 60 þreyttu fyrsta inntökuprófiö. Paö fór fram fyrstu vikuna í apríl og gekk þann- ig fyrir sig aö umsœkjendum var skipt niöur í 10—12 manna hópa sem fengu hver um sig einn dag meö dómnefndinni til aö fara í gegnum einstaklingsverkefni, hópverkefni og Ijóö. Eftir þessayf- irferö var hópurinn skorinn niöur í 30 sem aftur fengu einn dag meö nefndinni. Að því loknu var fœkk- aö niöur í 16 manna hóp sem vann meö dómnefndinni í heila viku aö ýmiss konar verkefnum og gekkst þar aö auki undir málapróf í tveimur erlendum tungumálum og íslensku, söngpróf og lœknis- skoöun. Dómnefndina skipa aö þessu sinni: Helga Hjörvar skólastjóri LÍ, Hilde Helgason sem fulltrúi kenn- ara LÍ, Lárus Ýmir Óskarsson sem fulltrúi Leikstjórafélagsins og er þetta í fyrsta sinn sem kvikmynda- leikstjóri á sœti í nefndinni, Stefán Baldursson tilnefndur af skóla- nefnd og Siguröur Karlsson for- maöur Leikarafélagsins sem full- trúi kennarafundar. Helga Hjörvar kvaö umsóknirn- ar í ár óvenjulegar aö því leyti aö stúlkur voru í talsveröum meiri- hluta, en fram aö þessu hafa hlut- föl! kynjanna veriö nokkuö jöfn. „Meö árganginum sem útskrifast núna hafa alls þrjátíu leikarar út- skrifast úr LÍ eftir aö hafa þreytt inntökupróf, þar af yfirgnœfandi meirihluti strákar: 18 á móti 12 stúlkum. Aftur á móti eru fleiri stúlkur í þeim hópi sem fœr inn- göngu núna eöa 5 stelpur á móti 3' strákum. Auövitaö voru þessi átta ekki einu hæfu umsækjendurnir, síöur en svo. En viö megum ekki taka fleiri," sagöi Helga Hjörvar, skólastjóri LÍ. „Og þaö er síöur en svo neitt sœldarbrauö aö eiga sœti í þessari dómnefnd!" Hér á eftir fara svo hitasóttar- komment þeirra heppnu sem komust inn um gullna hliöiö í LI. Pau vildu jafnframt nota þetta tœkifœri til aö koma á framfœri þökkum til þeirra sem þurftu aö umgangast þau meöan á inntöku- prófunum stóö — þaö hafi áreiö- anlega ekki veriö auövelt! Bóra Líndal Macjnúsdóttir: Spennan útrymdi þreytu Bára Líndal Magnúsdóttir út- skrifaðist úr MH um síðustu jól. Hefur mikið fengist við leiklist fram að þessu. Mörgum er sjálf- sagt minnisstæð frammistaða hennar í Súkkulaöi handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur sem sýnt var á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins fyrir nokkrum árum. Auk þess hefur Bára leikið með áhugaleik- húsum, t.d. tekið þátt í fjölda verka á vegum Stúdentaleikhússins. „Þessi inntökutörn var mjög góð reynsla," segir Bára. „Það var bæði skemmtilegt og erfitt að standa í þessu. Ekkert annað komst að á meðan. Undir það síð- asta var ég orðin svo spennt að ég fann ekki fyrir þreytu. Ég ákvað í janúar að sækja um, annað fram- haldsnám kom ekki til greina. Mér finnst ég enn vera hálftóm, tilfinn- ingarnar eru blendnar, en sigurtil- finningin er þó farin að ryðja sér braut. En óneitanlega sakna ég hinna sem heltust úr lestinni í sex- tán manna hópnum. Við vorum öll orðin svo náin.“ Ólafur Guðmundsson: Vantar mig brú milli menntó og LÍ? Ólafur Guömundsson lýkur í vor stúdentsprófi frá MH. Þurfti semsé að hamast við próflestur um leið og á inntökutörninni stóð. „Ég setti allt í inntökuprófin," segir Ólafur. „Ég hafði ætlað mér að taka fleiri punkta í MH en ég þurfti til að útskrifast, en varð að sleppa þeim, en þetta hefst allt saman. Ég er auðvitað ánægður með að hafa komist strax inn í LÍ, en kannski er það of bratt að fara beint þangað út úr framhalds- skóla, án þess að hafa öðlast frek- ari lífsreynslu. Kannski vantar mig eitthvað til að brúa bilið, en það verður bara að koma í ljós.“ Elva Ósk Ólafsdóttir: Martraðir og svefnleysi Elva Ósk Ólafsdóttir er Vest- manneyingur og lék með leikfé- laginu þar í 5—6 stykkjum auk þess sem hún hefur verið bendluð við leikfélagið á Dalvík og kvik- myndina Nýtt líf þar sem hún lék fegurðardrottningu. Hún segir um inntökutörnina: „Þessu fylgdu miklar martraðir og svefnleysi. Undir lokin var maður orðinn yfirþyrmandi tóm- ur, þar var ekki ræðandi við mann. Maður starði út í loftið eins og fáviti. Auðvitað er ég ánægð fyrir mína parta, en afar svekkt vegna hinna úr sextán manna hópnum sem ekki komust inn.“ Helga Braga Jónsdóttir: Leið hinna vegna Helga Braga Jónsdóttir varð stúdent fyrir ári, var síðan au pair í París og hefur jafnframt stundað söngnám í vetur. „Eg hef verið í leiklistarstússi al- veg frá því ég var krakki," segir Helga. „Fjölskylda mín og ætt- menni hafa líka verið á kafi í þessu. Mín aðalfrumraun var þeg- ar ég lék Línu langsokk með Skagaleikflokknum þegar ég var fimmtán ára undir leikstjórn Sig- . urgeirs Scheving. Hann var reynd- ar sá sami og leikstýrði Elvu Ósk í hennar fyrsta stórhlutverki í Vestmannaeyjum. Þar lék hún Grétu í Hans og Grétu. Ég er ekki alveg búin að átta mig á að ég skuli vera komin inn í LI, svo er ég líka leið yfir hinum sem ekki kom- ust inn af því að við höfðum kynnst svo vel innbyrðis.“ 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.