Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN „Þeir eru að reyna að halda uppi sérstöðu sinni með því að magna upp ágreining eða búa hann til. Hann er enginn sem máli skipt- ir.“ Þetta sagði Jón Balduin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, í þættinum „Þriðja manninum" á rás 2 fyrir viku. í sama þætti biðlaði hann til Bandalags jafnaðarmanna um samstarf og jafnvel sam- einingu í stóran jafnaðarmannaflokk. Þetta hefur Jón Baldvin gert lengi og hann kvaðst mundu gera það áfram. Orðin, sem vitnað er til fyrst, eiga við BJ. Þau virðast vart fallin til þess að auka kær- leika með tveimur stjórnmálaflokkum. Að auki hefur frá stofnun Bandalags jafnaðar- manna verið ágreiningur um grundvallar- atriði í stjórnmálum, s.s. beina kosningu for- sætisráðherra og fullkominn aðskilnað lög- gjafar- og framkvæmdavalds. Það er ágreiningur sem skiptir máli. Enda segir Jón Baldvin í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, að bein kosning forsætisráð- herra leiði til „áreksturs og lömunar stjórn- kerfisins". í Alþýðuflokknum eru menn hlynntir mál- flutningi Jóns Baldvins varðandi samstarf eða samruna við BJ, en margir efast stórlega um áhuga BJ-manna. Þannig segir Eiður Guönason-. „Það virðist fastmótuð afstaða þeirra, sem ráða ferðinni í BJ, að ekkert ger- ist í sameiningarmálunum fyrr en að af- stöðnum kosningum." Og Guömundur Árni Stefánsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, segir: „Það þarf stundum að berja barn til ásta, klappa því með annarri hendinni og slá það með hinni... Sameiningartalið er ekkert nema yfirborðið eins og sakir standa og ég held, að fiestir hlutaðeigandi aðilar átti sig á því. Það er enginn raunverulegur grundvöll- ur fyrir sameiningu. Til okkar alþýðuflokks- manna koma þeir sem koma vilja og fara þeir sem fara vilja." Hjá BJ sjá menn í gegnum tilboð Jóns, „sem miðar að því að berja í brestina hjá BJ og ná þessu fólki til okkar aftur," eins og áhrifamaður í Alþýðuflokknum orðar þetta. Kristófer Már Kristinsson, formaður lands- nefndar BJ, svaraði ummælum Jóns Bald- vins í „Þriðja manninum" með opnu bréfi til blaðanna, þar sem hann var mjög harðorður og kallaði Jón Baldvin „lýðskrumara". í bréfi „Hroki — veikleiki Jóns Baldvins sínu varpaði Kristófer jafnframt fram spurn- ingum til Jóns Baldvins um grundvallar- atriði. Um svör Jóns í Alþýðublaðinu í gær og í Morgunblaðinu í dag segir Kristófer: „Mér sýnist t.d. á svari hans í Alþýðublað- inu, að hann vilji ekki fara í neinn ágreining. Hann talar svona mjög elskulega niður til mín og í þessum blöðum sýnist mér, að hon- um virðist meginmunurinn á BJ og Alþýðu- flokknum vera sá, að sá síðarnefndi er fimm sinnum stærri. Hann svarar hvorki mér né kjósendum. En ég veit mæta vel, að maður- inn er mjög klókur í útúrsnúningum.“ Guðmundur Einarsson, þingmaður BJ, hafði þetta að segja um bónorð formanns Al- þýðuflokksins: „Ef mig hefði langað í Alþýðuflokkinn, þá hefði ég náttúrlega gengið í hann. Og ég geri engan mun á honum fyrir og eftir Krist, eins og sagt er... Þetta hjáleigutal er náttúrlega afskapleg lítilsvirðing á öllu því fólki, sem hefur ekki einu sinni drukkið kaffi í Alþýðu- húskjallaranum. Áherzlan á stjórnkerfis- breytinguna hefur staðið alveg klár frá byrj- un. Hún er meginforsendan enn.“ Af samtölum við bæði flokksmenn í BJ og Alþýðuflokknum virðist greinilegt, að ailt bónorðstalið sé sviðsetning. Krötum finnst það sniðugt, en hjá BJ gætir bæði gremju og reiði. Og í hugum þeirra er Jón Baldvin orð- inn höfuðandstæðingur Bandalagsins. „Satt að segja er þetta óttaleg uppátroðsla hjá manninum, svona eitthvað svipað því og að eiga illa lyntan nágranna," segir Guð- mundur Einarsson. „Hann ætti að snúa sér að Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðis- flokknum með þennan atgang." „Við eigum eftir að standa í erjum við Jón Baldvin, það er alveg ljóst. Þessi grein í Morgunblaðinu er alveg ótrúlega hrokafull," segir Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður landsnefndar BJ. Og hún bætir við: „Það er hans veikasti punktur, það er hrokinn. Höf- uðvopnið, sem hann beitir gegn okkur, er að hamra sífellt á því að við séum eins. Þess vegna er hann höfuðandstæðingur. Að öðru leyti er hann ekkert öðru vísi en hitt liðið.“ Um muninn á flokkunum segir Kristófer Már: „Við ætlum okkur að berjast fyrir sér- stöku kjöri framkvæmdavaldsins. Þess vegna erum við ekki þingræðissinnar og jafnaðarmenn. Annað hvort erum við jafn- aðarmenn sem lifa í misskilningi, eða þá að við erum ekki jafnaðarmenn samkvæmt skilgreiningu Jóns Baldvins. Og þá væri náttúrlega klókt af honum að láta okkur bara í friði, því við eigum greinilega ekkert erindi inn í stóra jafnaðarmannaflokkinn hans. Ég er á því, að ég hafi álíka góðan mál- stað og Davíð forðum, en þessi Golíat er miklu slóttugri. Ég vinn hann ekki í fyrstu lotu.“ í handriti að grein sinni í Morgunblaðinu í dag segir Jón Baldvin: „Þá sýnist mér ekki margt eftir, sem okkur greinir á um. Er þá ekki einsýnt að efla fóst- bræðralagið en hafna friðþægingartútt- unni?" Við HP segir Jón: „Svo er það þetta með snuðið. Ef það er þeirra niðurstaða, að ágreiningurinn sé lítill sem enginn, þá er spurningin til hvers eru menn í pólitík? Það er ekki nóg að vera bara 5% flokkur, sem veldur engu. Það er bara pólitískt snuð.“ Ahrifamaður í Alþýðuflokknum hafði eft- irfarandi að segja: „Þetta er augljóslega fyrst og síðast taktík hjá Jóni. Hann veifar þessu endrum og eins til að sýna fram á það að hann sé opinn í þennan enda, með það fyrir augum að fá kjósendur BJ til fylgis við sig.“ Um markleysi málflutnings Jóns nefnir sami alþýðuflokksmaður mjög harkalega grein í DV eftir Jón um Bjarna P. Magnússon, fyrrverandi áhrifamann í Alþýðuflokknum: „Bjarni er eina mögulega brúin á milli þess- ara afla.“ Kristófer Már stingur upp á því, að héti BJ til dæmis Lýðræðisbandalagið væru BJ-arar lausir við ágang Jóns Baldvins. En þrátt fyrir þá staðreynd, að djúpstæður ágreiningur sé á milli BJ og Álþýðuflokksins og flestir geri sér hann ljósan, hafa bónorð Jóns orðið til þess, að Páll Magnússon, þing- fréttamaður sjónvarpsins, bauð Valgerði Bjarnadóttur, varaformanni landsnefndar BJ, í eins konar einvígi í sjónvarpssal við Jón Baldvin. í samtali við HP kveðst Valgerður hafa orðið hlessa og lýst furðu sinni á því, að hún væri valin „til að fara í einvígi við vin- sælasta mann landsins og ég benti frétta- manninum á, að BJ gengi ekki að erfðum, ef hann héldi það. Þess vegna benti ég honum líka á að tala fyrst við formann landsnefndar BJ.“ Og Valgerður bætti þessu við: „Það var augljóst hvað Páll ætlaði sér. Ég er „frétt" í hans augum og það hefði náttúr- lega hver einasti landsmaður horft á þennan þátt, ef umtalaðasta ekkja landsins og vin- sælasti maður landsins kæmu fram saman í sjónvarpsþætti. Þetta er náttúrlega bara brandari og sýnir á hvaða stigi þingfrétta- maðurinn er. Gasalegt!" Hvað um það, þátturinn verður engu að síður, en fulltrúi BJ verður Guðmundur Ein- arsson alþingismaður. Væntanlega fæst þá endanlega úr því skorið hvort BJ og Alþýðu- flokkinn greinir á um eitthvað „sem skiptir máli“ eða ekki, eða hvort sameiningartal Jóns sé „ekkert nema yfirborðið" eins og Guðmundur Árni ritstjóri orðar þetta við HP. Spánarstjórn virkjar óvinsældir Reagans í sína þágu með því að bjóða Ortega heim. Bitburg og Nicaragua gerðu fundinn í Bonn árangurslausan ERLEND YFIRSÝN Hrakfallabálkurinn heldur áfram. í fyrra- kvöld logaði miðbik Madrid í óeirðum, með- an Bandaríkjaforseti sat veislu ásamt kon- ungi Spánar. Fólk brenndi bandaríska fána og Reagan-brúður. Viðskiptabann á spönskumælandi smáþjóð í Mið-Ameríku er ekki lykill að hjörtum Spánverja. Út í það var ekki hugsað, þegar Ronald Reagan lýsti viðskipta- og samgöngubanni á Nicaragua rétt eftir lendingu í Vestur-Þýska- landi. Markmiðið var að sýna að Bandaríkja- forseti léti ekki ósigur á þingi, synjun á fé til að kosta hernað leyniþjónustu Bandaríkj- anna gegn Nicaragua, aftra sér frá að fara sínu fram í Mið-Ameríku. Á fundi æðstu manna sjö iðnvelda náði Bandaríkjaforseti sér aldrei eftir það tiltæki að heyja bandaríska stjórnmálabaráttu af evrópskri grund. Vestur-þýska utanríkisráðu- neytið lét í ljós vanþóknun, Evrópuríkin og Japan neituðu öll sem eitt að styðja stefnu Bandaríkjaforseta í Mið-Ameríku. Ekki nóg með það, yfirlýsing um stuðning við stjörnu- stríðsáform Reagans, sem bandaríska sendi- nefndin hafði meðferðis til Bonn, varð að engu. Hafði þó talsmaður Hvíta hússins lýst því yfir fyrir Evrópuförina, að slíkt plagg skyldi verða pólitískur kjarni í árangri Bonn- fundarins. Mestu skipti þó, að Ronald Reagan var í slíkri varnarstöðu í Bonn, vegna álappalegr- ar frammistöðu sjálfs sín og sinna manna í undirbúningi Evrópuferðarinnar, að Mitter- and Frakklandsforseti og yfirstjórn Efna- hagsbandalagsins gátu ónýtt áform Banda- ríkjastjórnar, að fá fundinn í Bonn til að ákveða upphaf viðskiptasamninga um af- nám á hömlum á viðskiptum með búsafurðir og þjónustu, án þess að heita nokkru í móti um að ræða hversu hemill verði hafður á þeim usla sem hallarekstur á bandarískum ríkisbúskap ásamt hömlulausum gengis- sveiflum dollars valda í heimsviðskiptum og efnahagsmálum annarra ríkja. Helsta fjármálablað Noregs, Norge Handels og Sjöfartstidende, dregur stöðuna saman á þessa leið: „Bandaríkin eiga við að stríða efnahagsleg vandamál, sem ekki verða leyst nema í samvinnu við önnur iðn- veldi.. . Kjarni málsins er þörfin á lækkun gengis dollars, sem má þó ekki falla of hratt, og strangari fjármálastefna í Bandaríkjun- um. . . Pólitískt er Bandaríkjunum ómögu- legt að’ biðja opinskátt um aðstoð. . . Af Bandaríkjanna hálfu er stefnubreyting þegar komin á fulla ferð, en ekki opinberlega, það væri ógerlegt. Að viðurkenna að sú stefna, sem tryggði Reagan endurkjör, sé þegar orð- in gjaldþrota, væri pólitískt sjálfsmorð. Því verður að finna önnur ráð til að ná árangr- inum sem að er stefnt." Sá árangur náðist ekki í Bonn, fyrst og fremst vegna þvermóðsku Bandaríkjafor- seta. Hann mat meira að troða illsakir við andstæðinga sína á Bandaríkjaþingi og Sandinista í Nicaragua en sinna fundarefninu í Bonn, framvindu heimsviðskipta á við- kvæmu skeiði, þegar samdráttar tekur að gæta á ný í bandarísku atvinnulífi vegna greiðsluhalla á ríkissjóði og viðskiptahalla við umheiminn. í hvert skipti sem horfur eru á að friður brjótist út í Mið-Ameríku, kemur Bandaríkja- stjórn til skjalanna að hindra slíkt. í fyrra féllst Nicaraguastjórn skilmálalaust á tillögur Contadoraríkjanna fjögurra, Mexíkó, Venezuela, Kólumbíu og Panama, um brott- för erlendra hernaðarráðuneyta af svæðinu, hömlur á vopnabúnaði og eftirlit til að sporna við skæruhernaði frá einu ríki á annað. Bandaríkjastjórn brá þá við og beitti áhrifum sínum á stjórnir Honduras og Costa Rica til að láta þær setja fjölda nýrra skilyrða fyrir aðild að friðarráðstöfunum. í annarri viku april í vor komst friðarvið- leitni Contadorahópsins aftur á skrið, með fundi í Panamaborg. Þar náðist í megindrátt- um samkomulag um eftirlit með vígbúnað- arhömlum og stöðvun skæruhernaðar úr einu landi gegn öðru. Fundinn sátu auk Contadoraríkjanna þriggja fulltrúar fimm ríkja Mið-Ameríku. Éins og endranær brást Bandaríkjastjórn hart við. Lekið var til blaða í Washington áformi CIA að tvöfalda skæruherinn Contra, sem herjar á Nicaragua frá Honduras og Costa Rica, úr 15.000 mönnum undir vopn- um í 30.000, og Reagan forseti lagði allt kapp á að fá þingið til að veita á ný fé til CIA að halda uppi Contraliðinu. Það bar svo upp á sömu daga, að Banda- ríkjaþing hafnaði tillögu Reagans um fjórtán milljóna dollara framlag til leifanna af ill- ræmdu Þjóðvarðliði Somoza einræðisherra í Nicaragua, og þingheimur í Washington skoraði nær einróma á forseta sinn að láta vera að leggja krans við grafir SS-manna i hermannagrafreit við Bitburg í Vestur-Þýska- landi. Á þingi Bretlands spurði Verkamanna- eftir Magnús Torfa Ólafsson flokksþingmaður forsætisráðherra, hvort hún vildi ekki taka undir með sér, að för Bandaríkjaforseta til Bitburg væri „særandi Ojj móðgandi". Margaret Thatcher svaraði: „Ég ber ekki ábyrgð á því sem Bandaríkin hafast að, en ég hef verulega samúð með því sem þú sagðir." Breska blaðið Observer er harðort í rit- stjórnargrein um málið: „Kæruleysisleg um- mæli hr. Reagans í síðustu viku, á þá leið að þýskir hermenn hafi vissulega verið fórnar- lömb á sama hátt og fórnarlömbin í fanga- búðunum, eru enn frekari vitnisburður um hversu takmarkaðúr hann er, bæði að gáfna- fari og hugarflugi." Þegar forsætisráðherra Bretlands, yfirlýst- ur aðdáandi Ronalds Reagans, og eitt virt- asta blað landsins komast þannig að orði, má nærri geta hvernig viðhorfið er í þeim Evr- ópulöndum, sem þoldu enn harðari búsifjar af nasistum. Felipe Gonzales, sósíalistinn á forsætisráð- herrastóli á Spáni, hefur af venjulegri póli- tískri leikni kunnað að nota sér vandræði Bandaríkjaforseta. Hann hefur fengið sam- þykki við kröfu sinni um að tekinn verði til endurskoðunar óútrunninn samningur um herstöðvar Bandaríkjanna á Spáni. Hyggst Gonzales fá framgengt verulegri fækkun bandarískra hermanna, sérstaklega í flug- stöðvunum við stórborgirnar Madrid og Zaragossa. Gerir hann sér von um að slíkur árangur styrki stöðu sína að mæla með að spánskir kjósendur gjaldi áframhaldi á aðild landsins að NATÓ jáyrði í þjóðaratkvæða- greiðslu á næsta ári. Þar að auki hefur Gonzales boðið í heim- sókn til Madrid um helgina Daniel Ortega Nicaraguaforseta, sem þá verður á heimleið úr ferðalagi um Austur-Evrópu, þar sem hann leitaði eftir efnahagsaðstoð við land sitt. Heimsókn Reagans hefur því Gonzales gert að tilvöldu tækifæri fyrir sig að sýna sjálfstæði gagnvart Bandaríkjunum og gagn- rýna afstöðu til athæfis Bandaríkjaforseta. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.