Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 16
iUIUMUUtUUáitHUm
Ef
þér leiðist!
Líttu þá inn hjá okkur,
það er stöðug blómasýning alla daga.
Opið til kl. 9 öU
kvöld.
Græna
höndin
Gróðnurstöð við Higkup,
Skeifunni, súni 82895.
wwii'r.'.infwiw
SJOBUÐIN
GRANDAGARÐI 7 - REYKJAVlK
SlMI 1(114 - HEIMASfMI 14714
SPORTFATNAÐUR
í REGNI OG VINDI
Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar
framúr þarf að gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan
ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst
þess aö mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt
er farið ökum við á þá í loftinu. m® IMWIFEROAR
Urað
SYNINGAR
Ásgrímssafn
Bergstaöastræti 74
Árleg skólasýning stendur yfir ( safninu á
málverkum Ásgríms Jónssonar. Þemaö er líf
og starf til sveita eins og þaö birtist í verkum
listamannsins. Upplýsingar eru veittar í síma
13644.
Árbæjarsafn
er opið samkvæmt samkomulagi eins og
verið hefur. Upplýsingar eru veittar í síma
84412.
Café Gestur
Laugavegi 28
Sýningar á málverkum Tolla, Þorláks Krist-
inssonar, er að finna beggja vegna Lauga-
vegarins, í Café Gesti og gegnt veitingahús-
inu í Alþýðubankanum. Opið á hefðbundn-
um opnunartíma.
Gallerí Borg
Pósthússtræti 9
„Söngvaseiður inn í tæknikrataþjóðfélagið"
eru orð Bjarna Þórarinssonar um sýningu
hans sem stendur yfir í Gallerí Borg. Verkin
á sýningunni eru olíumálverk. Gallerí Borg
er opið á virkum dögum kl. 12—18 og um
helgar kl. 14—18. Síðasta sýningarhelgi.
Gallerí Langbrók
Amtmannsstíg 1
Grafíklistamaðurinn Kunito Nagaoka opnar
grafíksýningu í Gallerí Langbrók á laugar-
daginn kemur kl. 14. Kunito, sem er japansk-
ur aö uppruna, hefur verið búsettur í V-
Berlín um árabil. Hann hefur hlotið fjölmörg
verölaun fyrir grafíkverk sín úti í heimi. Þetta
er önnur heimsókn Kunitos hingað, en hann
kennir nemendum í Myndlista- og handíða-
skólanum sértækni viö vinnslu á litætingu.
Sýningin mun standa fram til 27. þ.m.
Gallerí Langbrók er opiö á virkum dögum kl.
12—18 og um helgar kl. 14—18.
Höggmyndasafn Ásmundar
Sveinssonar
við Sigtún
,,Konan í list Ásmundar Sveinssonar" nefn-
ist næsta sýning sem er í deiglunni í téðum
húsakynnum, og er ráðgert að hún hefjist í
lok maf.
Kjarvalsstaðir
við Mikfatún
Á laugardaginn kemur verða þrjár sýningar
opinberaðar almenningi í salarkynnum Kjar-
valsstaða. í Vestursal heldur Kjartan Guð-
jónsson sýningu á verkum unnum með olíu,
vatnslitum og blýi. Þá opnar Ólafur Lárusson
sýningu á 250 myndum sem hann vann með
Ijósmyndatækni, pastel og grafík. Lokser að
telja firnastóra samsýningu glerlistarmanna.
Eftirtaldir listamenn eiga þar hlut að máli:
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Leifur Breiðfjörð,
Lísbet Sveinsdóttir, Pía Rakel Sverrisdóttir,
Rúrí, Sigríður Ásgeirsdóttir, Sigrún Einars-
dóttir, Steinunn Þórarinsdóttir og Sören
Larsen. Kjarvalsstaðir eru sem kunnugt er
opnir daglega kl. 14 — 22.
Listasafn ASÍ
Grensásvegi 16
Tryggvi Ólafsson sýnir olíumálverk í Lista-
safni ASÍ fram til 26. þ.m. Listasafnið er opið
daglega frá 14—22.
Listasafn Einars Jónssonar -
við Njarðargötu
Safnið er opiö laugardaga og sunnudaga kl.
13:30—16, sem og garðurinn, sem hefur að
geyma afsteypur af höggmyndum lista-
mannsins. Heill heimur útaf fyrir sig!
Listasafn fslands
viö Suöurgötu
Yfirlitssýningu á verkum Jóhannesar Jó-
hannssonar listmálara er að finna í Ustasafni
íslands. Verkin eru unnin í gvass, collage og
vatnsliti. Þá er gull- og silfursmíði á sýning-
unni. Safniö er opiö kl. 13.30—16 á virkum
dögum og k. 13.30—22 um helgar. Sýningin
stendur til 19. maí.
Listamiðstöðin
Hafnarstræti 22
í Ustamiðstööinni eru til sýnis málverk eftir
Kristján Hall. Viöfangsefniö (myndunum er
að þessu sinni íslensk náttúra. Sýningin
stendur fram á sunnudagskvöld.
Ustamiöstöðin er opin daglega kl. 14—19.
Listmunahúsið
Lækjargötu 2
Teikningar og grafíkmyndir eftir Sigrúnu
Eldjárn eru til sýnis í Ustmunahúsinu. Verkin
eru unnin meö þrenns konar tækni, messó-
tintu, sáldþrykki og koparstungu. Sýning-
unni lýkur þann 19. þ.m. Ustmunahúsiö er
opiö mánud.-föstud. kl. 10—18 og um helg-
ar kl. 14—18. Lokað á mánudögum.
Mokka
Skólavöröustíg 3b
Hallgrímur Helgason, „Grímur", sýnir um
þessar mundir veggmyndir á Mokkakaffi.
Norræna húsið
„Norrænt gler '85" er yfirskrift glerlistar-
sýningar sem fer af staö á morgun, föstu-
daginn 10. maí. Á sýningunni veröa listaverk
úr gleri eftir glerlistarmenn frá íslandi, Finn-
landi, Svíþjóö, Noregi og Danmörku. í and-
dyrinu stendur yfir sýning á skartgripum og
skrautmunum eftir Svíana Rosa Taikon og
6ernd Janusch. Sýningin stendur fram á
sunnudagskvöld. Sýningarsalurinn verður
opinn daglega kl. 14—19 en anddyrið eins
og lög gera ráð fyrir kl. 9—19 nema á sunnu-
dögum frá kl. 12—19.
Nýlistasafnið
Vatnsstlg 3b
A morgun, föstudaginn 10. maí, opnar Bjöig
örvar málverkasýningu sina I Nýlistasafn-
inu, Sýningin kemur til með aö standa I viku-
tfma eöa svo. Safnið er opiö um helgar kl.
14—20 og virka daga kl. 16-20.
BÍÓIN
★ framúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góð
★ þolanleg
O iéleg
Stjörnubíó
Saga hermannsins
(A Soldiers Story)
★★★★
Flettið og lesið kvikmyndaumfjöllun Helgar-
póstsins í dag.
Sýnd í A-sal, kl. 5, 7, 9 og 11.
Hiö ilia er menn gjöra
(The Evil That Men Do)
★
USA. Árg. 1984. Leikstjórn: J. Lee Thomp-
son. Aðalhlutverk: Charles Bronson,
Theresa Saldana o.fl.
Á köflum absúrd og gjörsamlega laus við
spennu, aðra en þá að sýna gjöreyðingar-
tækni Bronsons.
Sýnd í B-sal, kl. 5 og 11.
í fylgsnum hjartans
(Places in the Heart)
★★★
Hittir öll hólf hjartans.
Sýnd í B-sal, kl. 7 og 9.
Háskólabíó
Löggan í Beverly Hill
(Beverly Hill's Cop)
Bandarísk. Árg. 1984. Framleiðendur: Jerry
Bruckheimer og Don Simpson. Byggð á
skáldsögu Danilo Bach og Daniel Petrie sem
einnig samdi handritið. Leikstjóri: Martin
Brest. Titilhlutverk: Eddy Murphy (48 Hrs.
og Trading Places), Judge Reinhold, John
Ashton. Það er hefndarhugur í þjóni réttvís-
innar (Eddy Murphy) í leit að morðingja vinar
síns í snobbhverfinu.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Laugarásbíó
Klerkar í klípu
(Mass Appeal)
Bandarísk. Árg. 1984. Klerkur lýsir eftir
skemmtikrafti. Má vera í klípu: Hann gengur
undir nafninu Jack Lemmon og fær fólk til
að stækka hjartað um þrjú númer.
Salur A, kl. 5, 7, 9 og 11.
16 ára
. . .og hún vonar og hún bíður...
Salur B, kl. 5, 7, 9 og 11.
Regnboginn
Vígvellir
(Killing Fields)
★★★
Bresk-bandarísk. Árg. 1984. Handrit: Bruce
Robinson. Tónlist: Mike Oldfield. Kvik-
myndataka: Chris Menges. Aðalhlutverk:
Sam Waterston, Haing S. Ngor, John Malko-
vich, Julian Sands, Craig T. Nelson.
Sýnd í kl. 3, 6 og 9.
Skuggahliðar Hollywood
(The Glitter Dome)
Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Stuart
Margolin. Kunnir leikarar sem James Garn-
er, John I ithgowog Margot Kidder eiga hlut
í lögguleiknum sem á sér stað í henni þess-
ari.
Sýnd (stóra salnum á föstudag, kl. 5,7,9 og
11.
Ferðin til Indlands
(A Passage to India)
★★★
Sýnd kl. 9:15.
Til móts við gullskipið
Byggö á sögu Alistair McLean. Aðalhlut-
verk: Ann Turkel, David Jansen, Gordon
Jackson og Richard Harris.
Endursýnd kl. 3:05, 5:05 og 7:05.
Cal
★★★
(rsk 1984. Leikstjóri: Pat O'Connor. Aöalhlut-
verk: Helen Mirren, John Lynch, Donald
McCann, John Kavanagh, Steven Rimkus
og fl. Meistaralega vel gerö ástarsaga í
skugga borgarastríðsins á írlandi.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Hvítir mávar
★★
Síðasti snúningur fyrir þá sem ætla.
Sýnd kl. 3:15, 5:15, 7:15, 9:15 og 11:15.
Tónabíó
Frœgö og auöur
(Rich and Famous)
Bandarisk. Árg. 1983. Aöalhlutverk: Jac-
queline Bisset, Candice Bergen. Leikstjóri:
George Cukor. Hinn traglski ástarþrihyrning-
ur er hór borinn á borö. Hráefnið aetti aö vera
kunnuglegt: Frægð og auður a la Dallas.
Sýnd kl. 5, 7:10 og 9:30.
Austurbæjarbíó
Njósnarar í banastuði
(Go For It)
Bandarísk. Árg. 1984. Titilhlutverk: Bud
Spencer, Terence Hill. Truntubræöur komnir
á kreik aftur.
Sýnd ( sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11:15.
Lögregluskólinn
(Ftalice Academy)
Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11.
Leikur við dauðann
(Deliverance)
Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11.
Nýja bíó
Skammdegi
★★
Spennan dettur niöur, því miður, þegar líða
tekur á myndina, sem veröur aö skrifast á
höfunda handritsina En víða góö tilþrif í
kvikmynduninni og snerpa í leiknum.. .
Sýnd kl. 5,7, og 9.
Bíóhöllin
Dásamlegir kroppar
(Heavenly Bodies)
Bandarísk. Árg. 1985. Leikstjóri: Lawrence
Dane. Titilhlutverk: Cynthia Dale, Richard
Rebiere, Laura Henry, Walter G. Alton. Tón-
list: Bonnie Pointer, Sparks, THE DAZZ
BAND AEROBICS. Allsherjar heilsuræktar-
geim meö músík. Við látum ósagt látið hvort
innihaldiö sé í hinum sanna Hellas-anda.
Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11.
Næturklúbburinn
(The Cotton Club)
★★★
Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Mario
Puzo, William Kennedy og Francis Ford
Coppola. Tónlist: John Barry. Framleiðandi:
Robert Evans. Leikstjóri: Francis Ford
Coppola. Aðalhlutverk: Richard Gere,
Gregory Hines, Diane Lane, Lonette McKee,
Bob Hoskins, James Remar, Nicolas Cage
o.fl.
Cotton Club er hrá og "mögnuð mynd, hlaöin
stemmningu og músík og fjallar meistara-
lega um eitt sérkennilegasta skeið Banda-
ríkjanna á þessari öld, þar sem lífsþorstinn,
bjartsýnin og krafturinn var í forgrunni en
lífsháskinn og eymdin ávallt skammt undan.
Sjáið þessa mynd!
Sýnd í sal 2, kl. 5, 7:30 og 10.
2010
★★
Bandarísk. Árg. 1985. Klipping: James
Mitchell. Kvikmyndataka, handrit, framleið-
andi og leikstjóri: Peter Hyams. Aðalhlut-
verk: Roy Scheider, John Lithgow, Helen
Mirren, Keir Duella. Tæknibrellur: Richard
Edlund (Ghostbusters, Star Wars). Byggð á
sögu eftir Arthur C. Clarke.
Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11.
Þrælfyndiö fólk
(Funny People III)
★★
Sýnd í sal 4, kl. 7.
Sagan endalausa
(The Never Ending Story)
Allt fram streymir endalaust...
Sýnd í sal 4, kl. 5.
Einu sinni var í Ameríku
(Once Upon a Time in America I og II)
★★ / ★★
Ítölsk/bandarísk. Árg. 1984. Handrit Sergio
Leone, Lernardo Benevenuti. Leikstjóri: S.
Leone. Titilhlutverk: Robert De Niro, James
Woods, Scott Tiler o.fl. Stórmynd (tvennu
lagi sem gerist á bannárunum í Bandaríkjun-
um fram til ársins 1968. Sýndar í júní '84. Nú
endursýndar í einu lagi ( sal 4, kl. 9.
TÓNLIST
Háskólabíó
Sinfóníutónleikar verða haldnir í kvöld,
fimmtudag, kl. 20:30 í Háskólabíói. Roger
Carlsson leikur einleik á slagverk. Stjórn-
andi er Jean-Pierre Jacquillat.
Tónlistarskólinn
Skipholti 33
Burtfarartónleikar veröa haldnir í sal Tón-
listarskólans í Reykjavík laugardaginn 11.
maíkl. 17 síðdegis. Þórunn Guðmundsdóttir
mezzósópran syngur einsöng. Selma Guð-
mundsdóttir leikur á píanó.
Dagana 12. og 13. maí (sunnudag og mánu-
dag) verða enn haldnir burtfarartónleikar í
„tónó". Fyrri tónleikarnir, sem verða á
sunnudaginn, hefjast kl. 17, en þá kemur Sigurð-
ur Halldórsson fram og leikur á sellá Á síðari
tónleikunum syngur Helga Björk Grétudótt-
ir mezzósópran. Anna Guöný Guömunds-
dóttir leikur með á píanó.
Kjarvalsstaðir
viö Miklatún
Sunnudaginn 12. maí munu gftarleikararnir
Símon H. ívarsson og Sigfried Kobilza frá
Austurríki halda tónleika á Kjarvalsstööum.
Á efnisskránni eru klassísk verk eftir fræg
tónskáld, s.s. Beethoven, Bach, de Falla,
Boccherini o.fl. Konsertinn hefst kl. 20:30.
LEIKLIST
Nemendaleikhúsið
Lindarbæ
Nemendaleikhúsið sýnir leikritið Fugl sem
flaug á snúru eftir Nínu Björk Árnadóttur um
helgina sem hér segir: Fimmtu-, föstu- og
laugardagskvöld kl. 20:30. Leikstjórn annað-
ist Hallmar Sigurðsson. Grótar Reynisson
geröi leikmyndina. Miöasalan er opin alla
daga kl. 18—19 og til 20:30 sýningardagana.
Miðapantanir í síma 21971.
Leikfélag Hafnarfjarðar
Aukasýning veröur á sýningu Leikfélagsins,
Rokkhjartaö slær, í Bæjarbíói í kvöld,
fimmtudag, kl. 20:30.
VIÐBURÐIR
Kvennahúsið
Hótel Vfk
„Ustsköpun kvenna" er inntak fyrirlestrar
Hrafnhildar Schram sem fluttur veröur í
Kvennahúsinu Hótel Vík á laugardaginn.
Umræðan snýst um hvort hægt sé að greina
mun á listsköpun kynjanna. I kúltúrstelling-
arnar klukkan eitt, stelpur!
Norræna húsið
Fyrirlestur veröur haldinn ( Norræna húsinu
á sunnudaginn. Norski rithöfundurinn
Haldis Moren Vesaas les eigin Ijóð og segir
frá eiginmanni sínum, Tarjei Vesaas. Þessi
einstaki viðburöur verður á sunnudagskvöld
kl. 20:30.