Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 17
Laugardaginn 18. maí œttu menn
ad nota tœkifœrið og fleygja sjón-
varpstœkjum og myndböndum út
um gluggann og flykkjast þyrstir á
skáldaþing og gefa sig persónulegri
midli á vald, nefnilega Ijóðinu.
Skáldin skríða úr hýði sínu, koma til
fólkins (eða þannig) á Degi Ijóðsins.
Anton Helgi Jónsson skáld og alt-
muligmand, sem á sœti í undirbún-
ingsnefnd þessarar uppákomu, var
inntur eftir tildrögum hennar.
„Þetta byrjaði með því að stjórn
Rithöfundasambandsins velti því
fyrir sér hvort ekki væri skemmti-
legt og við hæfi að standa fyrir
ljóðaupplestri og setti nefnd í mál-
ið,“ segir Anton. „Sú nefnd komst að
því að það þyrfti markvissar að-
gerðir til að vekja athygli á Ijóðinu
hjá þjóðinni."
— Ertu sammála skáldbróður
þínum Sjón um það að þessi þjóð
gargi innst inni á Ijóö?
„Já, en hún gerir sér ekki grein
fyrir því. Og þess vegna verðum við
að stíga fram og láta í okkur heyra."
— Er þetta sókn gegn „hljómandi
málmi og hvellandi bjöllu"?
„Já, í öllum skarkalanum er þörf
fyrir hinn einlæga og hreina tón
ljóðsins."
— Hvernig hefur undirbúningn-
um veriö háttað?
„Eftir að við höfðum ákveðið að
hafa dag ljóðsins 18. maí hefur verið
haft samband við bóksala og bóka-
söfn til að halda fram ljóðabókum
vikuna á undan og á eftir. Þann 18.
maí verður svo upplestur í Iðnó, og
farið verður á Landspítalann, Klepp
og Hrafnistu. Jafnframt verður lesið
upp á Akureyri. Við vonumst einnig
til að geta vakið upp í fjölmiðlum
menningarlega umræðu um stöðu
ljóðsins og þörfina fyrir ljóð.“
— Hefur nokkurt almennilegt
debat farið fram um stöðu Ijóðsins
síðan á tímum atómskáldanna svo-
kölluðu?
„í rauninni ekki. Samt er það ör-
uggt mál — án þess að miða við
einhverja höfðatölureglu — að það
er auðveldara fyrir skáldið og
lesandann að mætast hér en í
nágrannalöndunum. Eigi að síður
er nauðsynlegt að við höldum
okkur fram á þessum tímum þegar
svona margt hellist yfir fólk og
giepur það frá því að hugsa."
— Skáldin hafa semsé myndað
Samfylking skálda á Degi Ijódsins 18. maí
„Dagbladalestur verri
en alkóhólismi“
— segir skáldið Anton Helgi Jónsson
fagra samfylkingu?
„Já! Á þessum degi ljóðsins taka
rúmlega 30 skáld þátt á einn eða
annan veg — að þessu sinni. En von-
andi mun þetta halda áfram. Skáld
sem lesa upp ljóð eftir sig fyrir einn
eða fleiri — ég veit ekki hvort hægt
er að flokka slíkt undir skemmtiefni.
Manni verður hugsað til félagasam-
taka, kvenfélaga, Lions o.fl., sem fá
til sín á fundi ýmiss konar skemmti-
krafta, m.a.s. kraftajötna! Hvers
vegna skyldu þau ekki líka fá til sín
skáld? Kannski er meinið það að
fólk veit ekki hvernig eða hvort
hægt er að fá skáld til sín, enda eru
skáld ekki í „fólk-í-fréttum“ dag-
blaðanna."
— Þið œtlið þannig að hella ykkur
út í samkeppnina um sálir fólks-
ins?"
„Við ætlum fremur að minna fólk
á að þegar það er orðið þreytt á
þeim sem keppa um sálir þess, þá
getur það leitað til okkar þrátt fyrir
allt. Við erum hér enn.“
— Hvernig viltu útlista muninn á
Ijóðinu sem miðli og fjölmiðlum?
„Ég segi fyrir sjálfan mig að ég
hef lengi verið haldinn þeim voða-
lega sjúkdómi sem er verri en alkó-
hólismi, nefnilega dagblaðalestri.
Alltaf gerist það sama. Maður bíður
spenntur eftir því að dagblaðið detti
inn um iúguna, en síðan er maður
alltaf jafn tómur á eftir og fjarri því
að hafa lesið eitthvað sem nærir
rnann."
— Hversvegna?
„Jú, sjónvarp og dagblöð tala nið-
ur á við, tala til massans, alltaf til
hins heimskasta í hópnum. En ljóðið
er undir fjögur augu. Það er málið.
Ljóðið gerir kröfur til þín, þar er tal-
að eins og maður við mann."
— Hyggst Rithöfundasambandið
minna á aðrar bókmenntagreinar
með þessum hœtti?
„Við höfum ekki rætt það enn. En
það er engin tilviljun að við veljum
ljóðið, því í jólabókaflóðinu týnast
Ijóðabækur alveg innan um spenn-
andi skáldsögur, nauðsynlegar ævi-
minningar og ýmsar æsifréttabæk-
ur,“ segir Anton Helgi Jónsson.
JS
Sœnski vísnasöngvarinn Thérése Juel:
„Stórkostlegt ad
syngja fyrir
Islendinga“
„Það er alveg stórkostlegt að
syngja fyrir Islendinga," segir
sænska vísnasöngkonan og út-
varpsþáttagerðarmaðurinn Thér-
ése Juel við HR Thérése hefur tví-
vegis komið áður til íslands sem
vísnasöngvari og útvarpsmaður og
því kynnt sænsk lög á Islandi og ís-
lensk í sænska útvarpinu. Nú er hún
stödd hérlendis í þriðja sinn og mun
koma fram á Norðurlandi og í
Reykjavík frá 8—13. maí.
„Ég syng mest vísur og ljóð sem
eru fremur óþekkt. Það eru svo
margir sænskir vísnasöngvarar sem
syngja stóru, þekktu skáldin, að
mér finnst gæfulegra að grafa upp
perlur sem sjaldan heyrast,“ segir
Thérése, og bætir við að einkum
syngi hún ljóð hins þekkta sænska
alþýðuskálds Martin Koch. Thérése
syngur ennfremur eigin lög og texta
og með henni í förinni verður Berg-
þóra Árnadóttir fyrir hönd Vísna-
vina. Þær stöllur koma fram á Akur-
eyri, Grímsey, Sauðárkróki og Hofs-
ósi. Ferðalaginu lýkur með tónleik-
um Thérése Juel á Hótel Borg,
mánudaginn 13. maí. Síðar í mánuð-
inum hyggur vísnasöngkonan á
söngferðalag um Vestfirði og Vest-
Draugafantasíur
á sýningu Ólafs Lárussonar að Kjarvalsstöðum
Ólafur Lárusson myndlistarmað-
ur opnar heljarmikla einkasýningu
að Kjarvalsstöðum á laugardag kl.
14.00. Þar sýnir hann 230 teikning-
ar sem eru unnar með blandaðri
tækni, t.d. pastel og olíukrít. Auk
þess verða á sýningunni átta stórar
ljósmyndir — handmálaðar. Ólafur
var spurður að því hvaða motíf
sæktu mest á hann.
„Ja, þetta eru mest einhvers kon-
ar fantasíur — út frá draugasögum,
íslenskum og finnskum, og síðan
eru þarna smávegis tilvitnanir í
gríska goðafræði."
— Hefurðu þá fundið sterkan
skyldleika með íslenskum og finnsk-
um draugasögum?
„Já, þær ganga nokkurn veginn
alveg út á það sama. í fyrrasumar
var ég tvo mánuði á Sveaborg, lítilli
eyju rétt fyrir utan Helsinki. Þar
gengu alls konar sögur af atburðum
sem áttu að hafa gerst á eyjunni og
sumar þeirra höfðu sterk áhrif á
mig.“
— Eins og hverjar?
„Ég vann t.d. mikið út frá einni
þjóðsögu um atburði sem áttu að
hafa gerst þarna á eyjunni á síðustu
öld. Hún segir frá brúði sem var
svikin í tryggðum, brúðguminn
mætti ekki til leiks. Þá ætlaði hún að
drekkja sér í lítilli tjörn sem er þarna
á miðri eyjunni, en flaut á brúðar-
kjólnum. Þá tók hún það til bragðs
að reyna að hengja sig í tré. Ég hitti
menn sem halda því fram að þeir
hafi séð þessari brúði bregða fyrir.
Sagan segir að hún gangi enn ras-
andi um eyjuna. Hún er á lífi enn.
Þessa sögu hef ég notað dálítið mik-
ið sem útgangspunkt í seríu sem ég
kalla Hvítklœdda konan.
Þetta eru í heild nokkurs konar
stemmningsmyndir, unnar mjög
hratt. Ég er yfirleitt ekki marga
daga með mynd. Þegar ég er byrjað-
ur á mynd vil ég helst ekki hætta
fyrr en hún er búin. Mér finnst erfitt
að hætta í miðju kafi og byrja upp á
nýtt.“
JS
HELGARPÓSTURINN 17