Helgarpósturinn - 09.05.1985, Side 25

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Side 25
Skoðanakönnun Helgarpóstsins ,,Ævin týramennskan blundar í okkur" segir biskup Islands, g er á þeirri skoðun að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er að flytjast búferlum frá föðurlandi sínu. Eg er sannfærður um að tvær ?rímur rynnu á andlit margra eirra sem segjast vilja utan, þegar og ef fólk fer að búa sig undir flutningana. Þetta er meira en að seaja það," seg- ir biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, aðspurður um álit sitt á niðurstöðum könn- unarinnar. ,,Fyrir mörgum árum bjó herra Pétur Sigurgeirsson ég hálft annað ár erlendis veana náms og bauðst að því loknu prestakall á meðal Vestur-íslendinga í Minne- toba. Með allri virðingu fyrir því góða fólki sem býr á þessum stað, hafnaði ég boð- inu og fluttist þess í stað heim aftur. Eftir á að hygaja tel ég þetta hafa verið einhverja farsælustu ákvörðun sem ég hef tekið í mínu lífi." — En hvað heldurðu að valdi þessari sterku útþrá Is- lendinga sem glögglega kemur fram í þessari skoð- anakönnun? ,,Það er nú svo, að ævin- týramennskan blundar með okkur öllum, og svo hefur alltaf verið með íslendinga í aegnum aldirnar. Að ein- hveriu leyti rennur víkinga- blóðið ennþá í æðum okkar. En ég verð að segja að ég hef ferðast mikið um dagana og séð marga kosti annarra landa. Og þegar éa legg það nú saman í kolíinum, hvað menn myndu hreppa og hverju þeir þvrftu að sleppa við það að flytjast héðan búferlum til langframa, þá er ég ekki í nokkrum vafa um það að Island er langsam- lega besti kostur Islendinga." ,,Sný ekki aftur heim að óbreyttu ástandi" — segir Skúli Bjarnason, heimilislæknir frá ísafirði Utl g hef nú ekki trú á að fjörutíu þúsund Islendingar flytjist héðan af landi brott á næstu misserum. Mér finnst það af og frá,þó éa geti hinsvegar skiliö það fullkom- lega að svona margir geti hugsað sér þetta. En það er líka eitt að nugsa og annað að framkvæma," segir Skúli Bjarnason heimilislæknir á Isafirði um niðurstöður HP- könnunarinnar, en innan skamms heldur hann utan til Svíþjóðar. „Það á að heita ólaunað námsleyfi um nokkra hríð, en ég hef ekki hugsað mér að snúa aftur heim að því loknu ef ástandið hérna batnar ekki," segir hann. Skúli segir ekkert samræmi vera á mini taxta sérfræðinga í heimilislækningum og sér- fræðinga á öðrum sviðum lækninga á íslandi, og sú sé ástæðan fyrir þessari ákvörðun sinni. Hann segir alla heimilislækna nema sex hafa sagt upp störfum. Margir ætli utan: „Menn eru ekkert að leika sér, en þetta er heldur ekki spurning um vilja, heldur spurning um að vera neyddur til. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð við kröfum okkar nema blauta vettlinga. Ef Eyjólfur hressist ekki, er ekkert við hann að eiga." Skúli taldi það ekki vera erfiða ákvörðun fyrir sig og sína fjölskyldu að flytjast af landi brott miðað við þessar aðstæður. Launin ytra væru fjórum sinnum betri og að- staðan frábær. „En auðvitað, auðvitað heldur landið í mann. Það vegur hinsvegar bara ekki nógu þungt á móti lífskjörunum." ,,Niðurstöðurnar mér ekki mikið á — segir Hallgrímur Snorrasort hagstofustiórí að kemur mér ekkert sérstaklega á óvart þó það séu þetta marair sem vilja flytjast úr lanai til langframa. Það er nú einu sinni svo að töluvert annað er að vera spurður hvort maður vilji flytj- ast burt og að taka ákvörðun um það efni. Fólk er ævin- lega til í að breyta til, ég tala nú ekki um ef þeim breyt- ingum fylgir atvinna við hæfi þess," segir Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri. Annars fannst honum svo- lítil óskhyggja felast í spurn- ingunni, það er að segja: „Ef þér stæði til boða starf við þitt hæfi erlendis, eða sem hentaði fjölskyldunni, mundir þú þiggja það?" Hallgrím- ur sagði: „Það er í sjálfu sér erfitt að neita svona spurn- ingu, því hver er sá sem vill ekki prófa eitthvað nýtt í lífinu án allrar áhættu? íslendingar eru fólk sem býr á eyju ein- hverstaðar úti í Atlantshafi og lanaar oft á tíðum að vera einhverstaðar annarstaðar en þar, bæði af veðurfarslegum, félagslegum og efnahags- legum ástæðum." Hvað varðar þetta háa hlutfall af ungu fólki sem myndi vilja burt, eða um 90 koma óvart" prósent, sagði Hallgrímur: „Á þessum aldri er fólk ævin- týragjarnt og vill hreyfa sig. En hvort þetta háa hlut- fall ber vott um kreppu hjá þessu fólki fremur en hjá þeim eldri skal ég sem minnst segja um, þó mér finnist það vera líklegt." Hann kvað starfsfólk Hag- stofunnar ekki hafa orðið vart við aukna búferlaflutninga Islendinga til annarra landa að undanförnu: „í fyrra snerist það þó við, að fleiri fluttu út en neim, en það er of snemmt að dæma um það hvort sama verður upp á teningnum í ár." ,,Útkoman eins og mynd af mínu lífshlaupi" — segir Albert Guðmundssort fjármálaráðherra mm g vil fyrst taka það fram að ég er afskaplega ánægð- ur með að Islendingar vilja vera íslendingar oa búa hérna í þessu landi. Mér finnst þessi könnun sýna það, því mér sýnist vera hátt hlutfall landsmanna sem vilja alls ekki fara héðan," seqir Albert Cuðmundsson, ráða- maður þjóðarinnar númer eitt í fjármáíum. „Eg lýsi líka yfir jafn mik- illi ánægju minni með það hversu mikið af unga fólkinu sýnir að ævintýraþrá býr í brjósti þess. Niðurstaða þess- arar könnunar er svona eins og mynd af mínu lífshlaupi. Ég hafði útþrá sem ungur maður og veitti mér það að búa erlendis á yngri árum, en síðan kom ég heim og sett- ist hér að og hef notið vistarinnar. Það býr í öllum okl'.ur Islendingum að vilja vita hvað leynist á bak við hafið bfáa." — En Albert, nú sýnir þessi könnun mjög sterka til- hneiginau fólks til að flytjast strax af landi brott. Og maður getur kannski sagt sér, að ekki færu allir út af einskærri ævintýraþrá, heldur hefði það eitthvað með ástandið hér heima að gera. Tekurðu þessa niðurstöðu eitthvað nærri þér sem einn helsti ráðamaður þjóðar- innar? „Nei, nei, nei, ég tekþetta ekkert nærri mér. Eg skil afskaplega vel þá afstöðu fólks að vilja fara utan í ein- hvern tíma, eins oa ég lýsti áðan. Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi á sínum tíma, oa er kannski það sem mig er farið að langa aftur. Við íslendingar erum bara þannig að við búum yfir sterkri útþrá. Og svo verður alltaf." HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.