Helgarpósturinn - 09.05.1985, Side 28

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Side 28
daginn án þess að menn hérlendis yfirleitt vissu um það. Skreytingarn- ar á sviðinu í Gautaborg voru nefni- lega gerðar af skreytingafyrirtæki í Svíþjóð sem Islendingur á og rekur. v Er þar á ferðinni enginn annar en Guðni Eriendsson sem áður átti veitingastaðinn Hornið í Reykjavík. Hann hefur flutt búferlum til Sví- þjóðar og stofnað þar fyrrnefnt fyr- irtæki sem hreppti hnossið er skreytingarnar voru boðnar út. Þetta er hin besta auglýsing fyrir Guðna og félaga, því öll Evrópa fylgdist með keppninni og horfði á stúdíósett íslendingsins. . . ^^inar M. Jóhannsson, núver- andi forstjóri Ríkismats sjávaraf- urða, mun hafa ákveðið að láta af störfum síðla sumars í ár. Hann mun þessa dagana vera að skrifa upp- sagnarbréf sitt og mun meginástæð- an fyrir uppsögn hans vera óánægja með þunglamalega afgreiðslu mála hjá stofnuninni. Einar tók til starfa hjá Ríkismati sjávarafurða sl. sumar og ef hann lætur verða af því að hætta munu flestir sammála um sem til þekkja að þar hvérfi af- bragðsmaður frá stofnuninni. . . Y ■ msir utgerðarmenn sem versl- að hafa við Sambandið eru teknir að renna hýru auga til hinna hagstæðu samninga sem Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna gerði við Eimskip varðandi frakt á fiski. Við heyrum t.d. að stórt útgerðarfyrirtæki á Suð- urnesjum hafi nú ákveðið að yfir- gefa SÍS og stökkva yfir til SH, ein- faldlega vegna þess að með Iægri fraktkostnaði næst betra skilaverð fyrir vöruna. Mun sjávarafurðadeild SÍS hafa miklar áhyggjur af þessum fyrirhugaða flótta viðskiptamanna sinna. . . lyrirhuguð er á næstunni ráð- stefna á vegum Sambands ís- lenskra hitaveitna um tæringu á heitavatnsrörum ofanjarðar. Fyrir leikmenn hljómar þetta svo sem ekkert sérlega spennandi, en sann- leikurinn er sá, að þarna er á ferð- inni gífurlegt vandamál upp á tug- milljónir króna. Þannig heyrum við, að tvær leiðslur sem liggja ofanjarð- ar á Suðurnesjum, önnur til Grinda- víkur, séu nánast ónýtar vegna tær- ingar. Önnur er eins kílómetra löng, hin 11 kílómetra löng, og báðar eru þær míglekar. Viðgerðin mun kosta meira en viðkomandi hitaveitur ráða við. . . atar munu halda mikla uppákomu í LaugardalshöII þ. 31. maí nk. Er hér um að ræða 100. fund formannsins Jóns Baldvins Hannibalssonar sem farið hefur sem hvítur stormsveipur um landið með miklum árangri eins og skoð- anakannanir sýna. Hin mikla krata- hátíð verður ekki af verri endanum, enda mun Ámundi Ámundason áróðursmeistari formannsins hafa lagt dag við nótt að sem best takist til ásamt fögru liði hjálparmanna. Verður Lúðrasveit verkalýðsins komið fyrir uppi á þaki Hallarinnar svo gestir fá „Sjá roðann í austri" í fangið strax við komuna. Þegar inn kemur gefst gestum tækifæri til að hlýða á ýmis skemmtiatriði og ber þar einna hæst leik Sinfóníunnar sem mun leika létt lög og ýmsir frægir söngvarar syngja með hljóm- sveitinni eins og Ragnhildur Gísladóttir Grýla og Stuðkona. Þegar Ámundi fór þess á leit við Sinfóníuna að þeir léku á krata- fundinum, bauðst Sigurður Björns- son til þess að senda á vettvang 30 manna lið úr hljómsveitinni sem æft hefur sérstaklega fyrir slík- ar hátíðir. En • Ámundi vildi hafa þetta veglegt svo úr varð að öll Sin- fónían — eða 50 hljóðfæraleikarar — mætir fyrir litlar 200 þúsund krónur. Hljómsveitin mun ennfrem- ur leika fyrir dansi og verður veitt létt vín og bjórlíki. Og hámark kvöldsins verður að sjálfsögðu ræða formanns. Go Johnny, go. . .! | slendingar hafa lifað upp á síð- kastið eilífar vaxtabreytingar og til- heyrandi samkeppni bankanna í þeim efnum. En viðskiptavinirnir verða að hafa augun hjá sér, því vaxtapólitík bankanna er ekki öll þar sem hún er séð. Þannig hafa allir bankarnir nema Alþýðubankinn og Samvinnubankinn tekið upp eins konar aukavexti, vaxtaálag á skuldabréf sem eru útbúin vegna uppgjörs á lánum sem eru í vanskil- um. Vaxtaálag bankanna nemur 2% á ári og nema aukatekjur bankanna af þessu tiltæki mörgum milljónum á ári, einkum hjá stóru bönkunum. Skylt er að geta þess, að í reglum mun vera til heimild fyrir þessu álagi. Hins vegar gæta bankarnir þess vandlega að auglýsa ekki þetta álag, enda eru flestir sammála um að það sé í hæsta máta ósanngjarnt að mata krókinn á þeim sem eiga erfitt með að standa í skilum á þess- um síðustu og verstu . .. tgáfufyrirtækið Fjölnir sem Anders Hansen rekur, gefur nú út Tölvublaðið. Nýr ritstjóri er væntan- legur í haust: DV-penninn Leó Jónsson... Vídeóleiga Allar myndir með íslenskum texta. Sýnishorn af úrvalinu: Annie Bells Brainstorm Harry and Son Glory Boys Return to Eden The Night and the Generals Little Darlings Blood Bath - Naked Face - Against all Odds Englar reiðinnar Hanky Fánky > Oliver Meatballs i — Rauðklædda konan Touched by Love Li Mommie Dearest 0) The Four Seasons > The Hit r Beat Street 1. Blind terror Murder on Flight 502 The Big Score i— Víkingasveitin c Pókergengið 4- Rattlers 48 Hrs. vy Evergreen Raggedy Man p Neighbours The Fan Scarface 7 Funeral for Assassin fmmm Leigjum út myndbandstæki á hagstæðu verði. Opið alla daga 15.00—23.30. MYNDBÖND 'CM &TÆKI Hólmgarði 34 Sínni 68-67-64 STÓRKOSTLEG BREYTING Á ELSTA STARFANDI VEITINGASTAÐ BORGARINNAR KOMIÐ, SJÁIÐ OG NJÓTIÐ YKKAR í NÝJU UMHVERFI Á BORGINNI er hátt til lofts og vítt til veggja HÓTEL BORG Sími 11440

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.