Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.05.1985, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Qupperneq 8
K I maupþing, fasteigna- og verðbréfasala, lagði í síðustu viku inn kæru til Rannsóknarlógreglu ríkisins á hendur fasteignasala I Reykjavík, vegna meints skjalafals. Starfsmenn Kaupþings telja að fasteignasalinn, Kristinn B. Raqnarsson, hafi falsað upphæð i veðíeyfi um nokkur hundruð þús- und. Veðleyfið fékk hann hjó seljanda íbúðar, sem hann ætlaði nýlega að festa kaup ó í höfuðborginni. Kæran var staðfest við Helgarpóstinn hjó RLR. Ennfremur að í kæru sem barst tij Rannsóknarlögreglunnar í mars sl., veana annarra og óskyldra fast- eianaviðskipta, hafi kærandi farið fram ó að nlutur viðkomandi fasteigna- sala í þeim viðskiptum yrði rannsakaður. Fasteignasalinn var Kristinn Bern- burg, sem reyndar er só sami og fyrrnefndur Kristinn B. Ragnarsson. Sam- kvæmt upplýsingum HP hefur sú rannsókn þó ekki leitt neitt athugavert í Ijós. Kristinn, sem aður hét Bernburg, en nú B. Ragnarsson, óskaði eftir því við Hagstofu Islands í lok síðasta órs, að nafni hans yrði breytt. Slíkar beiðnir eru sendar Sakaskró til umsagnar. Þyki rétt að verða við oeiðni af því tagi, er nafnbreytingin birt í Hagtiðindum. í mars tók nafnbreyting Kristins gildi, og hann fékk um leið nýtt nafnnúmer. Kristinn Bernburg nnr: 5803—9764 var því úr sögunni, en í staðinn kom Kristinn B. Ragnarsson nnr: 5826—5365. Hann rekur fasteignasöluna Skúlatún. SE ftir að HP höfðu borist upp- lýsingar um kæruna sem lögð var inn í síðustu viku, kom í Ijós að fleiri aðilar sem höfðu átt viðskipti við Kristin, töldu sig hafa ýmislegt við þau að athuga. Reyndist þá bæði um fasteigna- og bílaviðskipti að ræða. Hér á eftir birtast brot úr samtölum sem HP hefur átt við nokkra þeirra sem segja sig hafa verið hlunnfarna í slíkum viðskiptum, í nokkrum til- vikum jafnvel haft af fólki fé, og það lent í verulegum kröggum þar af leiðandi. Þess má geta að Helgar- pósturinn hefur fleiri dæmi undir höndum en hér eru birt, sem varða viðskipti við Kristin. Að taka við greiðslu úr eigin vasa Á fimmtudag í síðustu viku lagði Kristinn inn í Kaupþing veðleyfi og þrjú skuldabréf upp á samtals 5 hundruð þúsund krónur, og fullnýtti þar með veðleyfið sem hljóðaði upp á jafnháa upphæð. Óskaði hann eft- ir því að bréfin seldust sem fyrst. Starfsmaður Kaupþings: „Við spurðum hvort það væri ekki góður skuldari á bréfunum, og hann full- yrti það; Kristinn B. Ragnarsson. Við könnuðumst við manninn, en áttum ekki von á að hann hefði skipt um nafn. Við ákváðum því að kanna þetta betur, og hringdum í manninn sem hafði veitt honum veðleyfið. Sá kannaðist ekkert við að hafa veitt Kristni veðleyfi fyrir 5 hundruð þús- und krónum. Hins vegar hafði hann gefið honum veðleyfi fyrir hundrað þúsund krónum. Þegar við skoðuðum veðleyfið betur, sáum við að það var greini- lega falsað. Hann hafði breytt 1 í 5, og bætt aftan við orðinu fimm- hundruðþúsund 00/100 og notað til þess aðra ritvél, því letrið var aug- ljóslega annað. Þá ákváðum við að kæra þetta. Eftir því sem við komumst næst ætlaði Kristinn að greiða seljanda íbúðarinnar 3 hundruð þúsund krónur við samningsgerð, kvaðst þurfa hundrað þúsund króna veð- leyfi til þess. Það hækkaði skömmu síðar um 4 hundruð þúsund. Ef bréfin hefðu selst, hefði kaupandinn staðið með þá upphæð í höndum, sem hann átti raunverulega ekkert í. Hann hefði síðan væntanlega greitt seljanda þrjú hundruð þúsund, sem voru peningar frá honum sjálfum! Því má bæta við að það eru reglur fasteignasala að veðleyfi sé aldrei hærra en sem nemur þeirri upphæð sem þegar hefur verið greidd í íbúðarkaupum. Auk þess sem við teljum að upphæð veðleyfisins hafi verið fölsuð, var annar vottur þess skráður Kristinn Bernburg." „Lögin bjóða upp á brellur## Lögfræðingur sem HP talaði við, benti á það sem hann kallar „nýja tegund manna sem spila á dóms- kerfið. En það er enginn einn maður sem stundar það, heldur fjöldi. Þeirra vegna skapast oft hin mestu vandræði. Þetta eru þeir menn sem þykjast eiga eignir, en skrifa í raun konur sínar fyrir öllu. Ef til kemur, er ekkert af þeim að hafa; samt búa þeir í fínum húsum og eiga bíla sam- kvæmt því. Þeir eru margir sem leika þannig á dómskerfið." Hjón, sem seldu Kristni Bernburg stórt einbýlishús í Garðabæ fyrir einu og hálfi ári, taka í sama streng þegar þau segja: „Lögin bjóða upp á brellur; maðurinn kom hvergi ná- lægt með nafnið sitt á pappírnum, þótt hann væri allt í öllu í þessum kaupum. Konan var skrifuð fyrir öllu, ávísunum og öllum plöggum." Um viðskipti sín við fasteignasal- ann segja þau annars: „Við seldum fyrir einu og hálfu ári vegna greiðsluerfiðleika, til að kaupa lítið hús og nota mismun í skuldagreiðsl- ur og láta yfirtaka áhvílandi skuldir. Vegna þess hve skuldirnar voru langt gengnar, mátti ekki miklu muna í fjárhagsáætlun hjá okkur. Kaupendur hússins komu okkur fyrir sjónir sem almennilegt og efn- að fólk. Við álitum því að allt væri í stakasta lagi. En ekki er allt sem sýnist. Greiðsia við undirritun samnings var sú eina sem stóðst. Þegar við fórum að nafnbreyta lánum og öðru og gáfum upp nafn mannsins, kom í ljós að fólk þetta var þekt, og allt í vanskilum hjá því. Okkur fannst nú samt að fólkið ætti að fá tækifæri; vitandi sjálf hvað var að vera í tíma- bundnum erfiðleikum. Þegar kom að greiðslum, barst hluti þeirra skömmu eftir gjalddaga; u.þ.b. tíu dögum síðar og mest ein- um til fjórum mánuðum seinna. Gjalddagar okkar vegna kaupa á nýja húsinu voru því miður þeir sömu og sköpuðust vandræði vegna þess. Bankaskuldir okkar urðu að bíða, og fóru í lögfræðinga, fyrir utan þær skuldir sem þegar voru þar og búið var að semja um frestun á vegna sölunnar. Þegar upp var staðið, fór sá peningur, sem átti að nota til að greiða skuldir, í dráttar- vexti og lögfræðinga. Ef allt væri meðtalið; fimm til sex símtöl á dag allt árið, ótal ferðir á skrifstofu mannsins, sem yfirleitt iílh'Jn-.y 'v--/ //r > ■ ■ ' INNFÆRT 1 3 13J5 Umrætt veðleyfi, sem er ástæða kæru Kaup- þingstil RLR. Kristinn B. Ragnarsson fékk veð- leyfi upp á hundrað þúsund, en er grunaður um að hafa falsað upphæðina í 500 þúsund. Takiö eftir að annar vottanna er Kristinn Bern- burg (Ragnarsson)! voru fýluferðir, nöfn okkar á van- skilaskrá vegna yfirteknu lánanna, missir ávísanaheftis vegna síendur- tekins yfirdráttar í beinu framhaldi af sviknum loforðum um greiðslu, að undanskildu sálarstríði, maga- kvölum og friðleysi? Ekkert af þessu er metið til fjár í peningaþjóðfélag- inu.“ „Sólarörin seint bætt#/ „Við hefðum getað stefnt fólkinu, en það hefði kostað þref í nokkur ár, sem ekki er víst að hefði leitt nokk- uð af sér. Kaupsamningsgreiðslur eru jú ekki verðtryggðar, en það voru hins vegar allar skuldir okkar. Val okkar var því að hamast í þessu fólki sjálf, og gefa því aldrei frið. Afsal fékkst í gegn eftir fjögurra mánaða þras. Það var gert með víxli og ávísun fram í tímann. Þá töldum við okkur loks í höfn, en svo er því miður ekki; Þinglýsing afsals, sem kaupandi sér um, hefur ekki farið fram. Öll lán af þessu húsi eru hjá lögfræðingi eða í uppboði á okkar nafni. Það verður því líklega seint bitið úr nálinni með söluna á þessari húseign. Þar fyrir utan verða seint bætanleg þau ör sem sálin hefur hlotið á þessum tíma.“ Og hjónin, sem enn eru á van- skilaskrá vegna þessara viðskipta og taka eðlilegum afleiðingum af því, bæta við að lokum: „Við munum aldrei aftur selja fast- eign nema með aðstoð einkalög- fræðings og sérstökum ákvæðum í kaupsamningi,sem gætu hljóðað svo til dæmis: 1. Skilyrðislausar nafn- breytingar á yfirteknum lánum af hendi kaupanda innan eins mánað- ar frá kaupsamningi og framvísun vottorðs frá banka þess efnis. 2. Tryggingavíxlar með tveimur ábek- ingum fyrir hverri greiðslu, afhend- ist við undirritun samnings og verði í geymslu lögfræðings. 3. Verði vanskil meiri en 15 dagar, verði reiknuð verðtrygging á upphæðina. 4. Sé um síendurtekin vanskil að ræða, fellur kaupsamningurinn og allir víxlarnir um leið. 5. Trygging hjá lögfræðingi sem ábyrgist greiðslu á afborgunum af yfirtekn- um lánum til afsalsdags." 10 þúsund fvrir bílinn — og búið Úti á landi búa hjón, sem ákváðu fyrir tveimur árum að selja fjögurra ára bíl sem þau áttu. í samtali við HP segir konan: „Bíllinn hafði verið lengi í sölu, þegar Kristinn Bernburg hringdi í okkur og kvaðst hafa áhuga á að kaupa hann strax. Mágur minn tók að sér að sjá um söluna á bílnum, sem kostaði 50 þúsund. Kristinn borgaði 10 þúsund krónur út. Síðan var gert ráð fyrir 5 þúsund króna mánaðarlegum afborgunum. Krist- inn lagði fram víxla fyrir þeim, og við komum þeim í innheimtu." „Við höfðum eðlilega gert ráð fyrir þessum peningum, enda stóð- um við í framkvæmdum. En við sá- um ekki meira af peningum en þess- ar tíu þúsund krónur. Það kom í Ijós að víxlarnir voru ónýtir. Nafn Krist- ins var hvergi á þeim, heldur ann- arra aðila, og minnir mig að einn þeirra hafi verið gjaldþrota." „Við ráðfærðum okkur við lög- fræðinga vegna þessa máls, og var til dæmis bent á að við gætum farið í mál. Það hefði hins vegar orðið allt of kostnaðarsamt. Maðurinn minn fór í haust og talaði við Kristin og hafði með sér víxlana. Kristinn tók þá í sínar hendur og lofaði að greiða með öðrum betri. Hann taldi hins vegar ekki ástæðu til að greiða vexti. En síðan höfum við ekkert heyrt frá honum, og ekkert fengið greitt. Við höfum þó ekki gefist upp. En við fréttum, skömmu eftir að kaupin höfðu átt sér stað, að Krist- inn hefði selt bílinn fyrir 80 þúsund krónur.“ „Geymdi" peningana Maður nokkur seldi hjónum íbúð í gegnum fasteignasöluna Skúlatún. Þar sem hjónin voru stödd erlendis, gáfu þau fasteignasalanum, Kristni Bernburg, umboð til að sækja hús- næðisstjórnarlán sem þau áttu rétt á. Lánið mun hafa átt að renna í af- borgun af íbúðinni, þ.e. til seljanda. Eftir því sem HP komst næst hafði orðið nokkurra mánaða dráttur á að fasteignasalinn skilaði umræddu láni til seljanda, þrátt fyrir af- greiðslu á því frá Húsnæðismála- stofnun. Sú vandræðasaga hefði verið sögð hér, ef seljandi hefði ekki tekið fyrir að láta nokkuð hafa eftir sér um það mál. Þau dæmi sem hér hafa verið rak- in eru án nafnbirtinga viðmælenda HP, enda óskað eftir því sérstaklega. Hjónin sem seldu fasteignasalanum. húseign sína í Garðabæ, tóku það til dæmis fram að með því að rekja þessa sögu, vekti hvorki fyrir þeim hefnd né persónuleg árás á fast- eignasalann. Þau vildu aðeins vara fólk við því sem gæti gerst í málum af þessu tagi. Ætli það sama hafi ekki vakað fyrir öðrum viðmælend- um. Að lokum dæmið um manninn sem afhenti fasteignasalanum um- rædda hundrað og fjörutíu þúsund krónur upp í afborgun, í þeirri trú að hann kæmi upphæðinni áfram til Gjaldheimtunnar til að létta af lög- taki á íbúð sem hann hafði fest kaup á, vegna fyrri eiganda. Að fjórum eða fimm mánuðum liðnum varð nýi eigandinn að krefja fasteigna- salann um endurgreiðslu fyrr- nefndrar upphæðar. Hún hafði sem sé aldrei skilað sér, og lögtakinu þar af leiðandi ekki verið aflétt. Stuttu síðar afhenti Kristinn ávísun sem hljóðaði upp á sömu upphæð, og málið var í höfn. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.