Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 9
urarson, sagnfræðingur og frjáls- hyggjupostuli, hefur undanfarið reynt ítrekað að komast að Háskóla íslands, sem stundakennari, næsta vetur. Hannes leitaði fyrst til heim- spekideildar um kennslu í pólitískri heimspeki, en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá sneri Hannes sér til við- skiptadeildar sömu erinda. Hannes á þar vini, t. d. Guðmund Magnús- son rektor, sem er stjórnarmaður í frjálshyggjustofnun Hannesar; stofnun Jóns Þorlákssonar. Um málaleitan þessa urðu hins vegar hinar mestu deilur í deildinni, ein- hverjar þær mestu sem menn muna þar um slóðir. Mun það álit ýmissa Háskólamanna þar, að Hannes sé meiri prédikari en fræðimaður, og eigi því betur heima utan veggja Há- skólans. Þetta mun og hafa verið viðhorf kennara á þjóðhagfræði- braut viðskiptadeildar. Þeirra á meðal eru Gylfi Þ. Gíslason pró- fessor, Þráinn Eggertsson pró- fessor, Þorvaldur Gylfason pró- fessor og Ragnar Árnason lektor. Þeir sem studdu Hannes voru hins vegar kennarar í rekstrarfræðum og Guðmundur Magnússon. Atkvæði ku hafa fallið 8 á móti 5 Hannesi í vil. Hann verður því stundakennari í einu námskeiði viðskiptadeildar næsta vetur.. . . v V ið höfum það fyrir satt, að nú sé nánast búið að ,,aflífa“ Hauk Ingibergsson sem framkvæmda- stjóra Framsóknarflokksins. Gífur- leg óánægja er með Hauk á meðal ungra framsóknarmanna, með þá Finn Ingólfsson og Magnús Ólafsson í broddi fylkingar. Segir sagan, að Finnur hafi gengið á fund Steingríms Hermannssonar og krafist þess, að Hauki yrði komið í burtu úr þessu starfi. Það næsta sem við heyrðum var að leitað væri í dauðans ofboði að starfi handa framkvæmdastjóranum, sem væri honum samboðið og þá sérstaklega litið til SIS. Þar liggur ekki neitt sérstakt á lausu nema þá hugsanlega starf auglýsingastjórans, Guðmundar Jónssonar, sem hefur fullan hug á því að hætta hjá SÍS. Samt þykir mönnum þetta ekki nógu flott handa Hauki, sem væri þá ekki bara fyrrverandi framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins heldur einnig fyrrverandi skólastjóri Samvinnu- skólans í Bifröst. Stefnan verður að sýnast liggja upp á við... A Akureyri er 1 uppsiglingu mikil deila á milli bæjarblaðsins Dags og svæðisútvarpsins. Þannig var, að í fyrrakvöld flutti Sverrir Páll Erlendsson, dagskrárgerðar- maður hjá RÚVAK og menntaskóla- kennari, pistil, þar sem hann vék að viðbrögðum eða öllu heldur fálæti Akureyringa og akureyskra fjöl- miðla í garð svæðisútvarpsins. Hafði Sverrir Páll uppi mikinn reiði- lestur yfir Degi og áhugaleysi þess blaðs yfir þessum merka áfanga í út- varpsmálum Akureyringa. Strax í gær svaraði Dagur með harðyrtum pistli í dálknum Stóru og smáu og sakaði dagskrárgerðarmanninn um að hafa misnotað aðstöðu sína alv- arlega með gagnrýninni, hann kynni ekki til verka og færi ekki eft- ir þeim reglum sem útvarpsmönn- um bæri að fara eftir. Þeir sem til þekkja telja, að Dagsmenn muni halda áfram að ganga „í skrokk" á Sverri Páli og málið eigi örugglega eftir að fara fyrir útvarpsráð. Aðrar heimildir HP herma, að í raun hafi Sverrir Páll notið fulls stuðnings Jónasar Jónassonar RÚVAK- stjóra í málinu. Nú er bara að bíða eftir framhaldinu. . . | slenska bjórmálið vekur athygli víða um heim. Þannig skýrði „lókal- blaðið" Cyprus Mail, Kýpurpóstur- inn, frá bjórumræðunni á íslandi í ítarlegri grein eftir Þorstein Thor- arensen, fréttaritara Reuters-frétta- stofunnar á íslandi. Þar er m. a. bent á að Gudvarður á Gauki á Stöng hafi brotið ísinn í bjórmálunum hér- lendis og Ólafur Þ. Þórðarson al- þingismaður sakað menn um mútu- þægni á báða bóga... ásamt ljósrituðum kvittunum vegna útborgunargreiðslna sem gjaldfalln- ar eru samkvæmt honum. Svo sem fram kemur í samningnum er um- samin veðheimild mér til handa kr. 500.000 og hef ég nýtt mér hana. Enginn ágreiningur er milli mín og seljenda um þetta mál. Varðandi bílaviðskipti Við nefnd bílakaup var um það samið að ég ábekkti ekki víxla þá er ég greiddi með vegna kaupanna. Samþykkjandi á víxlunum var sjálfseignarbóndi utan af landi sem ég tók gildan sem greiðanda á víxl- unum þar sem fyrir lá að hann var á þeim tíma þinglesinn eigandi bú- jarðar. Svo sem fram kemur hefur ekki verið reynt að innheimta víxl- ana með aðfarardómi á hendur skuldaranum. Greiðslustaða skuld- arans er mér með öllu ókunn og tel ég að skuldareigendur eigi að freista þess að innheimta skuldina fyrir milli- göngu dómstóla svo sem tíðkanlegt er. Munur kaupverðs og söluverðs fór í að kaupa nýjan gírkassa í bif- reiðina, en eftir að kaupin áttu sér stað kom í ljós að hann var ónýtur. Markmið skrifa af þessu tagi eru mér ekki ljós en slík blaðamennska mun ekki auka hróður blaðs yðar út á við. Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að stór hluti þeirra sem standa í því að koma sér upp þaki yfir höfuðið á í miklum greiðsiuörðugleikum. Vandamálið er orðið svo stórt og svo útbreitt í þjóðfélaginu að sjálf ríkisstjórnin hefur séð sig knúna til að íhuga stöðu þeirra mála í dag. Ég hef þurft að bíta í það súra epli, eins og svo margir aðrir, að geta ekki staðið í skilum, einfaldlega vegna þess að mér hefur gengið erfiðlega að inn- heimta það sem aðrir skulda mér. í viðskiptum eru slík vanskil keðju- verkandi því miður. Er því ekki ver- ið að hengja bakara fyrir smið í þessu máli? Vinsamlegast hafið eftirfarandi hugfast Komi til þess að drög þau er mér hafa borist í hendur og til eyrna verði birt og ekki verði höfð hlið- sjón af skýringum mínum, vara ég eindregið við afleiðingum þeirrar birtingar. / ,--- Athugasemd HP: Helgarpósturinn stendur í einu og öllu uið frásögn sína, og vísar því á bug að um atvinnuróg sé að rœða. Ljósrit af fylgisskjölum eru í vörslu HP. Kristinn B. Ragnarsson: // Er ekki verið að hengja bakara fyrir smið?r >// Ég undirritaður leyfi mér hér með að koma á framfæri eftirfarandi at- hugasemdum við þeim atvinnurógi sem blað yðar stendur fyrir á hend- Varðandi kaup á einbýlishúsi Vegna kaupa minna á einbýlishúsi A og B vil ég taka fram að eftir und- irskrift kaupsamnings kom í ljós að lán sem yfirtekin voru voru í van- skilum og uppboðsmeðferð. Þeim lánum varð ég að koma í skil og drógust því greiðslur mína sam- kvæmt kaupsamningi eins og selj- endur hafa fundið sig knúna til að skýra frá í blaði yðar. Harma ég þennan greiðsludrátt sem jafnframt var tilkominn vegna vanskila ann- arra við mig og seljendum var kunn- ugt um. Ég tel þó ekki ástæðu til að falast eftir rými í blaði yðar til að gera grein fyrir greiðsluerfiðleikum viðsemjenda minna, en keðjuverk- anir sem þessar eru því miður al- kunnar meðal þeirra sem til þekkja. Varðandi greiðslu é lögtaki Viðsemjendur C voru hjón sem skildu. Eftir að gengið var frá kaup- samningi gerði gjaldheimtan lögtak hjá þeim hjónum meðan þau voru enn þinglýstir eigendur íbúðarinn- ar. C greiddi mér kr. 140.000 með þeim orðum að hann treysti því að ég sæi til þess að peningarnir rynnu til að aflétta lögtakinu. Samkvæmt fyrirmælum hans var mér þannig óheimilt að greiða seljendum þessa fjárhæð og að sjálfsögðu var mér þannig óheimilt að greiða gjald- heimtunni fjárhæð þessa án sam- þykkis seljenda. Seljendur voru frá- skilið fólk og reyndist erfitt að ná til þeirra og náðist alls ekki í eigin- manninn en eiginkonan var flutt út á land. Loks komu seljendur og sóttu greiðsluna ásamt kaupanda og gerðu skil við gjaldheimtuna að kaupanda viðstöddum. Með ofan- greint í huga mætti íhuga hvað hefði orðið um lögtakskröfu gjaldheimt- unnar ef öðruvísi hefði verið staðið að málum. Varðandi erlendis stöddu ungu hjónin Láni þeirra frá húsnæðismála- stjórn veitti ég viðtöku hinn 8. nóv. 1984, samkv. hjálagðri Ijósritaðri kvittun, og greiddi seljanda sama dag, samkvæmt Ijósritaðri hjálagðri kvittun dagsettri sama dag. Varðandi kaup á íbúð Kaupsamningur vegna kaupa á íbúð þessari er dags. 29. marz 1985. Hjálagt sendi ég kaupsamninginn Spegill, spegill, herm þú mér... >fi alda í margs- ii, enda notkun okkar á þeim verið margbreytiieg. Erfitt er að gera sér t hugarfund hvemig heimurinn liti út ef ekki væru til speglar. Nú hefur ISPAN aukið þjónustu sina við landsmenn og komið upp fullkominni að- stöðu til speglagerðar og giersplipunnar. ÍSPAN býður fjölbreytt úrval af speglum í ýmsum litum 3ja, 4ja og 6mm og hvort sem þú þarft smá spegilbrot eða heilan speglasal er þjónustan jafn góð. Við slípum líka allar tegundir af gleri frá 2 mm uppí 15 tnm og í hvaða formi sem er, kringlótt, sporöskjulagað, ferkantað eða eftir þínumteikningum. Spáðu í okkar spegla! -einföld örugg líming ISPAN HF. EINANGRUNARGLER GLERSLÍPUN- SPEGLAGERD - SPEGIASALA Smiðjuvegi7 200Kópavogi Stmi 43100 HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.