Helgarpósturinn - 30.05.1985, Side 22

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Side 22
TMMMBMMmmWMM. HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 31. maí 19.15 Á döfinni. 19.25 Barnamyndasyrpa. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.40 Klassapía (Fantastico). Skemmti- þáttur með ítölsku söngkonunni Raffaellu Carra í aðalhlutverki. 21.35 Maðurinn bak við myndavélina. Bresk heimildamynd um kvikmynda- tökumanninn Dieter Plage og Mary, konu hans, sem ferðast heimshorna milli til að taka dýralífsmyndir, oft við erfið og jafnvel háskaleg skilyrði. 22.30 Vogun vinnur, vogun tapar. (A Song for Europe). Ný bresk-þýsk sjón- varpsmynd sem byggð er á sannsögu- legum viöburöum. 00.10 Fróttir í dagskrárlok. Laugardagur / 1. júní 17iSo íþróttir. 19.25 Kalli og sælgætisgerðin. Sænsk teiknimyndasaga í tíu þáttum. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Sambýlingar (Full House). Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum um ungt fólk sem kaupir sér húsnæði í sameiningu. Leikendur: Christopher Strauli, Sabina Franklyn, Natalie Forbes og Brian Capron. 21.05 Gestir hjá Bryndísi. Kvöldstund n}eð Bryndísi Schram. Gestir hennar Verða að þessu sinni allir sjómenn. 22,0Ó Ég berstá fáki fráum. (International Velvet). Bresk bíómynd frá 1978. Leik- stjóri Bryan Forbes. Aðalhlutverk: Tatum O'Neal, Christopher Plummer, Anthony Hopkins og Nanette New- man. Þegar Sara missir foreldra sína er hún send til frænku sinnar sem var annáluð fyrir hestamennsku á yngri árum. Brátt vaknar hjá telpunni áhugi á hestum og reiðmennsku. Takmark hennar verður að komast í keppnis- sveit Breta á Ólympíuleikunum. 00.10 Dagskrárlok. Sunnudagur 2. júní 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.05 Hjá afa og ömmu.í Et lille öjeblik). (Nordvision — Danska sjónvarpið). 18.30 Sauðnautin. Bresk dýralífsmynd um sauðnaut í Alaska. 19.00 Alþjóölegt skákmót í Vestmanna- eyjum. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veöur. 20.20 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Saga skipanna. — Svipmyndir úr siglingum og sjávarútvegi. Sjónvarps- þáttur frá sýningu Sædýrasafnsins í Hafnarfirði á skipslíkönum í fyrra- sumar. 21.15 Til þjónustu reiðubúinn. Breskur framhaldsmyndaflokkur. 22.10 Bette Davis. Bresk-bandarískur sjón- varpsþáttur um kvikmyndaleikkon- una Bette Davis. í þættinum, sem gerður var skömmu fyrir 75 ára afmæli hennar, segir leikkonan frá hálfrar aldar leikferli í blíðu og stríðu og sýnd eru atriði úr fjölmörgum kvikmyndum sem hún hefur leikið í. 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. maí 19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mál. 20.00 Hvískur. 20.30 Kvöld í maí. Tónlist: Ingimar Eydal. Umsjón: Jónas Jónasson. 21.30 Einsöngur í útvarpssal. Ólafur Þ. Jónsson syngur lög eftir Hallgrím Helgason við kvæði eftir Steingrím Thorsteinsson, Jón Magnússon, Snorra Hjartarson, Ólaf Jóhann Sig- urðsson og Pétur Jakobsson. Höfund- urinn leikur á píanó. 22.00 ..Dægurlagatextar". Hjalti Rögn- valdsson les Ijóðaflokk úr bókinni ,,Óljóö" eftir Jóhannes úr Kötlum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Fimmtudagsumræðan. Umsjón: Gjssur Sigurðsson. •23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 31. maí 07.00 Fréttir. 08.00; Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna. 10.00 Fréttir. 10.45 ,,Mér eru fornu minnin kær". (RÚVAK). 11.15 Morguntónleikar. 12.20 Fróttir. 14.00 ,,Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. 14.30 Á léttu nótunum. 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. Rómansa í f-moll op. 11 eftir Antonín Dvorák. b. Konsertrapsódía fyrir selló og hljóm- sveit eftir Aram Katsjatúrían. 17.00 Fróttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp. 19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. a. Af tröllum og mönnum. Þórey Hannesdóttir spjall- ar um eiginleika trölla og ástir þeirra og manna. b. Kórsöngur. Liljukórinn syngur undir stjórn Jóns Ásgeirs- sonar. c. Litið til liðinnar tíðar. Þor- steinn Matthíasson flytur frásögn skráða eftir Valgerði Skarphéðins- dóttur í Grundarfirði. 21.30 Frá tónskáldum. 22.00. Tónlist. 22.15 Fréttir. 22.35 Úr blöndukútnum (RÚVAK). 23.15 Á sveitalínunni (RÚVAK). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Val Magnúsar Péturssonar heildsala Eg horfi og hlusta almennt á fréttir í útvarpinu. Eg tel að við eigum ágætt útvarps- og sjónvarpsfólk. Reyndar horfi ég ekki mikið á sjónvarp, en horfi þó á íþróttirnar. Og þessa dagana fylgist ég með þáttunum „Allt fram streymir” — sérlega skemmtilegir þættir. I útvarpinu hef ég mjög gaman af Jónsbók — sú bók er frábær og á erindi til okkar allra. A Rás 2 er líka ágætur þáttur, Þriðji maðurinn. I heildina talið, þá finnst mér Ríkisútvarpið, bæði útvarp og sjónvarp, skemmtilegt — og gefur ékki eft- ir því sem ég hef heyrt og séð erlendis. Við eigum gott fjölmiðlafólk. Laugardagur 1. júní 07.00 Fréttir. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 08.00 Fréttir. 08.30’Forustugr. dagbl. (útdr.). 09.00 Fréttir. 09.30 Óskalög sjúklinga. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Umferðakeppni skólabarna. 12.20 Fréttir. 14:00 Hér og nú. 15.20 r;Fagurt galaði fuglinn sá". Um- sjón: Sigurður Einarsson. 16.00 Fréttir. 16 20 Svanurinn í söngnum og Ijóðum. Lesari: Herdís Björnsdóttir. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Síðdegistónleikar. a. Tríó nr. 4 í B- dúr op. 70 nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven. b. Strengjakvartett í B-dúr oþ. 67 eftir Johannes Brahms. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 Þetta er þátturinn. 20.00 Harmonikuþáttur. 20.35 Sjálfstætt fólk í Jökuldalsheiði og grennd. 3. þáttur. (Aður útvarpað íjúlí 1977). 21.45 Kvöldtónleikar. 22.15 Fréttir. 22.35 Uglan hennar Mínervu. Samræða Lúkíans frá Samósata um einfaldleik- ann. Umsjón: Arthúr Björgvin Bolla- son. 23.15 Gömlu dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. M Sunnudagur 2. júní Sjómannadagur 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Alfreds Hause leiku;. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.25 Út og suður. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. 12.2Ö Fréttir. 13.30 Sjómannalög. 14.00 Frá útisamkomu sjómannadags- ins við Reykjavíkurhöfn. Fulltrúar frá ríkisstjórninni, útgerðarmönnum og sjómönnum flytja ávörp. 15.10 Milli fjalls og fjöru með Finnboga Hermannsyni. 16.00 Fréttir. 16.20 Leikrit: ,,Raddir sem drepa" eftir Poul HenrikTrampe. Fyrsti þáttur. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Með á nótunum. Spurninga- keppni um tónlist. 8. þáttur. 19.QÖ Kvöldfréttir. 19.35 Það var og. 20.00 Unglingaþáttur. 21.00lslenskir kórar og einsöngvarar syngja. 21.30 Útvarpssagan. 22.00 Tónleikar. 22.35 íþróttaþáttur. 22.45 Dagskrá í tilefni sjómannadags- ins. 23.30 Kveðjulög skipshafna. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. maí 20.00-21.OOVinsældalisti hlustenda Rásar2. 21.00-22.00 Þriðji maðurinn. 22.00-23.00 Rökkurtónar. 23.00-24.00 Gullhálsinn. Sjötti og síðasti þáttur þar sem rakinn er ferill Michael Jackson. Föstudagur 31. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfið. 16.00-18.00 Lóttir sprettir. 23.15-03.00 Næturvaktin. Laugardagur 1. júní 14.00-16.00 Músík og sport. 16.00-17.00 Listapopp. 17.00-18.00 I tilefni dagsins. 24.00-03.00 Næturvaktin. Sunnudagur 2. júní 13.30-15.00 Krydd í tilveruna. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00-18.00 Vinsældalisti hlustenda Rás- ar 2. ^ÖNVAÍr™ Upp á eina milljón eftir Halldór Halldórsson ÚTVARP eftir Sigmund Erni Rúnarsson Einkastöövar, hvernig þá? Hér á eftir eiga eftir að birtast athuga- semdir, sem eiga ekki bara við um sjón- varpið, heldur einnig útvarp, dagblöð, tímarit o. s. frv. Allir eiga þessir fjölmiðlar það sammerkt að taka við efni til birtingar og jafnvel leita það uppi sjálfir án minnstu sjálfsgagnrýni. Um þetta eru mörg dæmi. í sjónvarpinu var til dæmis á dögunum skýrt frá því, að bjór væri fitandi. Um þetta eru menn ekki sammála. Þá var skýrt í sjónvarpinu frá því, að neyzla áfengis með- al ungs fólks hefði aukizt og oft talað um misnotkun á áfengi, án þess þó að gerð væri minnsta tilraun til þess að skilgreina misnotkun. Þá var í sömu frétt staðhæft, að bjór á íslandi myndi auka á neyzlu áfengra drykkja. Þessi staðhæfing var einnig al- gjörlega ógrunduð og sjálfsagt endurtekin gagnrýnislaust upp úr „fréttatilkynningu" frá Afengisvarnaráði eða einhverri slíkri stofnun. En dæmin um gagnrýnislausa umfjöllun eru ekki aðeins af þessu tagi. Til dæmis virðast hin og þessi fyrirtæki eiga ótrúlega greiða leið inn í sjónvarpsfréttirnar og það getur munað um minna fyrir hið heppna. Þannig var á dögunum löng frétt í sjón- varpinu um Act-skó (nú er ég víst farinn að auglýsa líka), þar sem þeir voru lofaðir og prísaðir í bak og fyrir. Fyrirtækið sem fram- leiðir skória er í bullandi samkeppni við innflutta skó á íslenzkum markaði og frétt- in var eins og hreinasta auglýsing fyrir inn- lenda skóframleiðslu. Þetta vekur náttúr- lega þá spurningu hvort sjónvarpinu (og öðrum fjölmiðlum) finnist alveg sjálfsagt að hampa innlendri framleiðslu á kostnað er- lendrar. Annað dæmi af svipuðum toga var í sjón- varpsfrétt á dögunum. Þá var verið að kynna nýja rétti frá Sláturfélagi Suður- lands. Varningurinn var sýndur á meðan því var lýst hversu handhægt þetta væri allt saman. Og fréttamaðurinn hlustaði af athygli á allt hrósið um nýju réttina og umbúðirnar fínu. Vanur auglýsingarmaður sló því fram, að tveggja til þriggja mínútna umfjöllun í sjónvarpinu um tiltekna vöru væri á við auglýsingaherferð, sem myndi kosta um eina milljón króna. Þó ekki væri nema af þessari ástæðu ættu fréttamenn að fara varlega í sakirnar, þegar fréttaefnið getur ýtt undir viðskipti eins aðila á kostnað annars. Og raunar þurfa fréttamenn að vara sig á fleiru en vörufréttum, vöruauglýsingum í fréttatímum. Þannig gerðist það um dag- inn, að sjónvarpið fjallaði um óskir Akur- eyringa um stofnun háskóladeildar fyrir norðan, svo sem í ensku, ef ég man rétt. Gott og vel. En daginn eftir kom svo Ragn- hildur Helgadóttir menntamálaráðherra í fréttir sjónvarpsins og dró nánast allt til baka, sem í fyrri fréttinni hafði verið sagt. Fyrri fréttin dó. M. ö. o. fyrri fréttin var ekki frétt. Það er vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það er vitaskuld erfitt að spá nokkru um væntanlegar breytingar á hljóðvarpsmál- um sem fylgja munu í kjölfar gildistöku nýja útvarpslagafrumvarpsins. En maður hefur sitthvað á tilfinningunni. Til dæmis þetta; að uppskriftin að dagskrám einka- stöðvanna komi til með að draga dám af efni Rásar 2, að meira eða minna leyti. Það er einatt erfitt að rökstyðja tilfinn- ingar sínar, og svo ér einnig um þessar sem hér fá útrás. En ljóst má vera af gríðarleg- um vinsældum rásarinnar um land allt og á meðal nær allra aldurshópa, að áhrifa hennar mun gæta allverulega í uppbygg- ingu og framsetningu efnis hjá þessum verðandi stöðvum. I sumum tilvikum verð- ur eflaust um blint mið að ræða, þótt ósk- andi væri að frumleiki og ferskar hug- myndir slæddust með. Hverjar verða þá breytingarnar? Jú, fleiri stöðvar, lengri útsendingartími. Eitthvað meira? Það verður ekki svo hæglega séð. Áherslurnar í dagskrárgerð miða örugg- lega að því að létta geð fólks, hressa fremur en fræða og upplýsa, þótt eflaust verði að finna fréttir inni á milli dagskrárliða, en þá ugglaust hraðsoðnar og yfirborðs- kenndar og fréttamatið þess eðlis að meiri rækt verði lögð við spaugilegar hliðar þjóðlífsins heldur en hinar alvarlegu. Mestur tíminn fer svo sjálfsagt í hljóm- plöturabb; alla vega tónlistarþætti og út- tektir á gömlum og nýjum poppururm Ásamt vinsældalistum ef að líkum lætur. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að Rás 2 hefur farið margar leiðir í gerð tón- listarþátta og sinnt flestum ef ekki öllum þáttum dægurmúsíkurinnar, og þar af leið- andi mun hinum nýju stöðvum sjálfsagt reynast erfitt að auka á fjölbreytnina í þessu einstaka dagskrárefni, sem verður þá þeim mun neyðarlegra sem það er haft í huga hvað það á eftir að taka mikið rúm í dagskrám þeirra, ef fram fer sem horfir. En hjákátlegast verður þetta í léttsoðnu viðtalsþáttunum sem að öllum líkindum munu taka næstmesta plásið í dagskrám einkastöðvanna. Rás 2 hefur tekist að þræða góðan milliveg milli þesskonar efnis og annars er það býur upp á, þó svo að vin- sældir þessara þátta virðist slá öðru efni við. í harðri samkeppni stöðvanna verður líkast til allt kapp lagt á að bjóða upp á hressilegustu, opnustu og kannski djörf- ustu viðtalsþættina og þá sem flesta og fjöl- breytilegasta, vegna þeirra miklu vinsælda sem þessir þættir virðast njóta. Ég segi hjákátlegast vegna þess að sakir fámennis og fárra frægra landsmanna, er sýnt að eftir fáein misseri verði margsinnis búið að kjafta við hvern og einn einasta merkan mann, og er þó farið að slá í mörg algengustu viðtalsefnin þegar. En vafalaust verður þá reynt að velta upp nýjum og óvæntum hliðum á mönnum, tala við þá um sértæk efni, afmörkuð, ákveðin aldurs- skeið þeirra og bla bla bla . . . allt fram streymir og sýnt að ekki megi maður svo mikið sem leysa vind á víðavangi án þess að hann verði dreginn inn í stúdíó til að lýsa upplifuninni fyrir alþjóð! Verður kannski svo að Rás 2 nægi? Við sjáum til. .. Frelsið er náttúrlega fyrir öllu. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.