Helgarpósturinn - 11.07.1985, Page 2
FRETTAPOSTUR
I
Elsti þingstaðurinn fundinn
Fornleifafræðingar hafa nú grafið niður á leifar húss sem
talið er vera frá því um 900. Talið er að stofnun Alþingis á
Þingvöllum hafi verið undirhúin á Þingnesi við Elliðavatn,
en þar var hið forna Kjalarnesþing háð. í Þingnesi hóf Jónas
Hallgrímsson einhverjar fyrstu fornleifarannsóknir á ís-
landi 1843 og kom þar niður á rústir. Þjóðminjasafnið hóf
svo uppgröft í Þingnesi 1981 og í sumar komu fornleifafræð-
ingar niður á rústir undir þeim rústum sem áður höfðu
fundist. Nú er vitað um a.m.k. 15 eða 16 búðarústir í Þing-
nesi.
Ingvar Gíslason skrifar grein
Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, skrif-
aði langa grein sem birtist þann 9. júlí í NT og f jallar um rit-
stjórnarstefnu íslenskra blaða. Ingvar nefnir grein sína
„Bandalag kumpánaskaparins“ og gagnrýnir blöðin harka-
lega fyrir að lyfta pólitíkusum á stall — upphefja óvandaða
stjórnmálamenn og hneykslishellur — nefnir sérstaklega
Albert Guðmundsson (sem hann segir naumast talandi og
skrifandi og persónufylgi hans nánast hneyksli, sem og for-
setaframboð hans um árið), Davíð Oddsson (og gagnrýnis-
lausa umfjöllun blaða um 70 ára valdasetu Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík), Jón Sólnes og Kröfluævintýrið.
Nýtt hótel og skemmtistaflur
Ólafur Laufdal, eigandi skemmtistaðanna Broadway og
Hollywood, fyrirhugar að reisa hótel og skemmtistað við
Ármúla i Reykjavík.
Dregur úr mjólkurþambi
Mjólkurþamb íslendinga hefur dregist saman um 2,4% frá
því sem áður hefur verið. Þá hefur jógúrtátið aukist um
7,4%, mysudrykkja um 20% og sala á áfum um 71%. Og við
borðum 8% minna af skyri.
Sinfóníuhljómsveitin í Frakklandi
Sinfóniuhljómsveit íslands hefur undanfarið verið i hljóm-
leikaför um Frakkland. Leikið hefur verið á fimm stöðum.
Einar Jóhannesson lék einleik á klarínett á tveimur hljóm-
leikanna — við gífurlega jákvæðar undirtektir.
Landsvirkjun kaupir Kröflu
Eigendur Landsvirkjunar (Ríkiö, Reykjavíkurborg og
Akureyrarkaupstaður) íhuga nú, að frumkvæði iðnaðar-
ráðherra, kaup á Kröfluvirkjun, sem ríkið hefur hingað til
átt eitt. M.a. er um að ræða yfirtöku á skuldum Kröflu-
virkjunar sem munu nema allt að 3,4 milljörðum kr.
Pólýfónkórinn söng fyrir páfann
Pólýfónkórinn og Ingólfur Guðbrandsson eru á för um
Ítalíu þessa dagana. Um s.l. helgi söng kórinn fyrir páfann
í Vatíkaninu. Jóhannes Páll páfi ávarpaði kórinn nokkrum
hlýlegum orðum.
Víkingahátið á Laugarvatni
Víkingaleikurinn um Hagbarð og Signýju verður fluttur að
Laugarvatni um helgina, á mikilli víkingahátíð sem þar
verður haldin. Víkingaleikurinn, sem svo hefur verið kall-
aður, hefur verið fluttur í Friðriksstað á Jótlandi á hverju
sumri síðan 1951. Nokkuð verður um fina gesti á hátíðinni
— Elísabet Danaprinsessa er þegar komin til landsins og var
heilsað af fyrirmönnum.
Svindlafl á blindum
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Blindrafélagsins í Reykja-
vik hefur verið sakaður um fjárdrátt. Um er að ræða fó úr
sjóði happdrættis Blindrafélagsins, um það bil eina og hálfa
milljón króna, sem framkvæmdastjórinn á að hafa dregið
sér s.l. tvö og hálft ár.
Nauðgun á Hólmavík
Tveir fullorðnir menn á Hólmavík hafa verið kærðir fyrir að
nauðga fimmtán ára stúlku þar í þorpinu. Mennirnir eru
grunaðir um að hafa látið stúlkuna drekka áfengi sér til
vansa og síðan munu þeir, eða a.m.k. annar þeirra, hafa
komið fram vilja sínum.
íyngsti dómurinn fyrir nauðgun
Liðlega tvitugur maður var dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi fyrir að hafa í fyrra nauðgað stúlku og gert tilraun
til að nauðga annarri. Dómurinn er sá þyngsti sem hér á
landi hefur fallið vegna nauðgunar.
Banaslys
Banaslys varð á Suðurlandsvegi i Svínahrauni i vikubyrjun.
Fertugur maður, farþegi í fólksbil, lést þegar jeppabíll, sem
reyndar var í togi aftan í öðrum, lenti framan á fólksbílnum.
Þá fannst norskur ferðamaður á áttræðisaldri látinn í
Bláa lóninu við Svartsengi nærri Grindavík.
Fótboltinn
Fram er nú langefst í fyrstu deild íslandsmótsins. Framarar
hafa ekki tapað leik í mótinu — fyrr en um helgina að þeir
urðu að lúta í duftið uppi á Akranesi. Heimamenn „rúlluðu
upp“ hinum bláklædu úr Álftamýrinni, skoruðu sex gegn
tveimur oggengu þar með á annars örugga forystu Reykvík-
inganna í íslandsmótinu.
Austfirflingar mála og snurfusa
kringum hús sín og torg þessa dagana því að Vigdís forseti
er væntanleg á laugardaginn í opinbera heimsókn um Aust-
urland. Heimsóknin hefst á Egilsstöðum og lýkur á Höfn í
Hornafirði níu dögum síðar.
Hundadagahátíð á Akureyri
Nú rikir kátína og hátíðarstemmning á Akureyri. Nýtil-
fundin hundadagahátíð hófst í vikubyrjun og verður margt
sér til gamans gert. M.a. geta hátíðargestir veitt á stöng úr
Pollinum innan við Drottningarbrautina — lax og sjóbirt-
ing.
Skoðanakönnun
EINKASKÓLAR O
(SLENDINGAR
EINKAS
75% íslend-
inga telja ís-
land stéttskipt
Goðsögnin um
stéttlaust
ísland fallin
Peningar og
ríkidæmi eru
einkenni yfir-
stéttarinnar
2,5% falla í
yfirstétt —
66% eru
miðstéttarfélk
Yfir 30% telja
sig til lég-
stéttar á
íslandi
Meirihluti íslendinga er á móti
einkaskólum á grunnskólastigi og
þar af er landsbyggðin andvígari
slíkum skólum en þeir sem búa á
höfuðborgarsvæðinu. Enda þótt
fram kæmi, að fólk hefði almennt
fylgzt með umræðunni um einka-
skóla í Reykjavík, Tjarnarskóla, þá
hafa 23% landsmanna ekki gert
upp hug sinn í þessu efni. Af heild-
arúrtakinu eru 43% á móti einka-
skólum, 34% með, en 23% ekki
viss um afstöðu sína (sjá töfiu I).
Þetta kom fram í skoðanakönn-
un Helgarpóstsins, sem var gerð
um liðna helgi. í þessari könnun
var jafnframt leitað eftir skoðun-
um Islendinga á því hvort á íslandi
ríkti stéttaskipting, hvað ein-
kenndi mismunandi stéttir og
hvaða stétt fólk teldi sjálft sig til-
heyra.
Niðurstaða spurningarinnar um
stéttaskiptingu á íslandi var sú, að
yfirgnæfandi meirihluti taldi
stéttaskiptingu ríkja á Islandi, eða
tæp 73% þeirra sem tóku afstöðu.
Rösk 27% telja, að hérlendis ríki
ekki stéttaskipting. Aðeins rúm
10% spurðra tóku ,ekki afstöðu.
Eftir því sem byggðir eru dreifðari,
því fleiri telja að stéttaskipting
ríki. Þannig töldu tæp 76% lands-
byggðarmanna að stéttaskipting
væri á íslandi, en rétt rúm 70% í
Reykjavík. (Sjá töflu II).
Þeir sem svöruðu því játandi að
á íslandi væri stéttamunur, voru í
framhaldi af því spurðir hvað það
væri, sem einkenndi það sem við
kölluðum „hástéttina, yfirstéttar-
fólk“. Tæp 70% töldu peninga og
ríkidæmi aðaleinkennin, en 24%
embætti, virðingu, menntun og
ætterni. Aðeins 7% tiltóku pólitísk
völd. Það sem er e.t.v. athyglis-
verðast við svör fólks við þessari
spurningu er sá munur, sem kem-
Greinarg
STÉTTASKIPTING Á ÍSLANDI
Um síðustu helgi var gerð skoð-
anakönnun um afstöðu Islendinga
til stofnunar einkaskóla á grunn-
skólastigi. Einnig var kannað hver
afstaða landsmanna væri til stétta-
skiptingar, þ.e. hvort þeir teldu að
stéttaskipting væri á íslandi. (Því
hefur stundum verið haldið fram
að ísland væri stéttlaust þjóðfélag
eða að stéttaskipting væri minni
hér á landi en annars staðar). Að
lokum voru þeir, sem töldu að
stéttaskipting væri raunveruleg,
beðnir að tilgreina hvaða stétt þeir
teldu sig tilheyra.
Hringt var í 800 einstaklinga, 18
ára og eldri, með jafnri skiptingu
milii kynja skv. tölvuúrtaki sem
unnið var eftir skrá Landsímans
um símnotendur (aðeins einka-
símar). Úrtakið skiptist á þrjú aðal-
svæði, eins og fyrri kannanir,
þ.e.a.s. Reykjavík (306), Reykjanes
(182) og landsbyggðarkjördæmin
(312).
Ert þú með eða á móti stofn-
un einkaskóla á grunnskóla-
stigi?
Eins og fram kemur á Töflu I eru
aðeins tæplega 23% sem ekki telja
sig vita nægilega mikið um málið.
Hins vegar var áberandi að fólk
hafði fylgst með umræðum fjöl-
miðla um stofnun einkaskóla fyrir
unglinga í Reykjavík. Eins og sjá
má á Töflu I er andstaðan við
stofnun einkaskóla lítið eitt minni
í Reykjavík en annars staðar á
landinu, en andstæðingar einka-
skólans eru þó í nokkrum meiri-
hluta.
Er stéttaskipting á íslandi?
Þótt flestir hafi svarað þessari
spurningu í nokkuð mörgum orð-
um, komust þeir allflestir að þeirri
niðurstöðu að í landinu væri
stéttaskipting. Minnihlutinn, eða
innan við 30%, hélt því hins vegar
fram að ísland væri stéttlaust þjóð-
félag og stéttaskipting væri hér
Ert þú með eða á móti stofnun einkaskóla á grunnskólastigi?
Reykjavík Reykjanes landsbyggðin allt landið
Er með stofnun einkaskóla 99 37.1% 52 33.1% 93 32.0% 244 34.1%
Er á móti stofnun einkaskóla 111 41.6% 66 42.0% 130 44.7% 307 42.9%
Er ekki viss 57 21.3% 39 24.8% 68 23.3% 164 22.9%
Er stéttaskipting á íslandi?
Reykjavík Reykjanes landsbyggðin allt Iandið
Það er stéttaskipting á íslandi 188 70.4% 112 71.3% 220 75.6% 520 72.7%
Það er ekki stéttaskipting á íslandi 79 29.6% 45 28.7% 71 24.4% 195 27.3%
Kassagerð Reykjavíkur kos
2 HELGARPÓSTURINN