Helgarpósturinn - 11.07.1985, Side 3
Helgarpóstsins
G STÉTTASKIPTÍNG
ERU Á MÖTI
KÓLUM!
ur fram hjá íbúum Reykjavíkur
annars vegar og Reykjaness og
landsbyggðarinnar hins vegar.
Reyknesingar og landsbyggðar-
menn eru nær sammála um, að
peningar og ríkidæmi séu það
sem skipi mönnum í svokallaða
„hástétt", en tæp 63% Reykvík-
inga. Embætti, virðing, menntun
og ætterni skipar mönnum í há-
stétt í hugum tæpra 32% Reykvík-
inga, en dettur niður í rúm 20% á
Reykjanesi og 17,5% á lands-
byggðinni. Pólitísk völd skipta
landsbyggðarmenn mestu. Níu
prósent skipa mönnum í hástétt af
þeim völdum, en um 5,5% hjá
Reykvíkingum og Reyknesingum.
í þessu samhengi er kannski rétt
að hafa í huga, að stærstur hluti
menntamanna og embættis-
manna býr í Reykjavík.
Að síðustu báðum við fólk að
skipa sér í stéttir, sem við kölluð-
um hástétt, miðstétt og lágstétt.
Þar kemur hógværð landans í ljós,
því á landsvísu lenda aðeins 2,5%
þar. Miðstéttin er stærst, eða tæp
66%, og í lágstétt lentu tæp 32%.
Á landsbyggðinni settu fæstir
sjáifa sig í hástétt, eða 2,0% á móti
3,2% í Reykjavík; á Reykjanesi er
miðstéttin stærst samkvæmt
þessu eða tæp 75%, en í lágstétt
settu flestir sig á landsbyggðinni,
eða hvorki meira né minna en tæp
40%. Þar voru tölur um ríkidæmi
sem mælikvarða hjá hástétt mjög
háar og raunar á Reykjanesi líka.
Þetta bendir til þess að lands-
byggðarfólk telji sjálft sig fátækara
en aðra landsmenn. Ef við notum
sömu viðmiðun fyrir Reykjanes og
Reykjavík telja Reykvíkingar sig;
til fátækasta flokksins í snöggtum
minna lagi og síðastir koma svo
Reyknesingar, sem jafnframt eru
fjölmennastir í miðstéttarhópn-
um.
-H.H.
erð SKÁÍS
OG STOFNUN EINKASKÓLA
ekki til, eða það lítil að ekki væri
hægt að skilgreina hana. Á Töflu II
má sjá nokkurn mun á afstöðu
landsbyggðarfólks og fólks í
Reykjavík til þessa máls. Þeir sem
ekki tóku afstöðu voru 10,6% fyrir
landið í heild (85 einstaklingar).
Hvad einkennir helst hástétt-
ina, yfirstéttarfólkið?
Þeir sem svöruðu spurningunni
um stéttaskiptingu á íslandi já-
kvætt voru beðnir að skilgreina
yfirstéttina, á hvern hátt hún
skæri sig úr frá öðrum stéttum. Á
Töflu III má sjá samanburð milli
svæðanna þriggja að því er varðar
atriði, sem fólk telur að einkenni
helst hástéttina eða yfirstéttar-
fólkið. Meðal annars kemur fram
að Reykvíkingar leggja mun meiri
áherslu á embætti, virðingu,
menntun og ætterni en lands-
byggðarfólkið, en þeir síðar-
nefndu leggja meiri áherslu á pen-
inga, ríkidæmi og pólitísk völd,
sem einkenni hástéttarinnar.
Hvaða stétt tilheyrir þú?
Eins og sjá má á Töflu IV voru
flestir mjög fúsir til að láta í ljós
skoðun sína á því hvaða stétt þeir
teldu sig tilheyra. Þessar niður-
stöður ber þó að taka með varúð,
sérstaklega með hliðsjón af því að
gengið var út frá þrem aðalstétt-
um. Þetta var gert til að auðvelda
úrvinnslu. Allmargir töldu að erf-
itt væri að greina á milli miðstéttar
og lágstéttar og nokkrir að mið-
stéttin væri í raun tvær aðgreindar
stéttir. Eins og áður er sagt og fram
kemur á Töflu II telur tæplega
30% úrtaksins að hér sé engin
stéttaskipting og allir landsmenn
tilheyri einni og sömu þjóðfélags-
stéttinni.
Skpðanakannanir á Islandi —
SKÁÍS — sá um framkvæmd þess-
arar könnunar.
Hvað einkennir helst hástéttina, yfirstéttarfólk?
Reykjavík Reykjanes landsbyggðin allt landið
Peningar og ríkidæmi Embætti, virðing, menntun, 157 62.8% 72 74.2% 180 73.5% 409 69.1%
ætterni 79 31.6% 20 20.6% 43 17.5% 142 24.0%
Pólitísk völd 14 5.6% 5 5.2% 22 9.0% 41 6.9%
IV. Hvaða stétt tilheyrir þú?
Reykjavík Reykjanes landsbyggðin allt landið
Hástétt 5 3.2% 2 2.4% 4 2.0% 11 2.5%
Miðstétt 110 70.1% 62 74.7% 119 58.6% 291 65.7%
Lágstétt 42 26.7% 19 22.9% 80 39.4% 141 31.8%
Óviss 31 29 17 77
faði þessa skoðanqkönnun
Veistu svarið
sjálfur?
„Nei, nei, blessuð vertu, það er hann Helgi Skúli sem hefur
þau. Það má eiginlega segja að hann sé hugmyndafræðingur
þáttarins; hann semur spurningarnar og er dómari og tímavörð-
ur og svo er meiningin að ég sé við hljóðnemann og reyni að
stjórna þessu. Helgi Skúli og þau hjá Útvarpinu voru komin af
stað með þetta þegar ég var svo beðinn um að hoppa inn."
— Hvers vegna heitir þátturinn Tylftarþraut?
„Það er vegna þess að það eru alls tólf keppendur sem þarna
koma fram. Þættirnir verða 11 og standa tvo mánuði, og í hverj-
um þætti verða þrír keppendur. Þetta er útsláttarkeppni milli
þeirra einstaklinga sem keppa hverju sinni, og um leið er þetta
keppni á milli þriggja liða. Það koma sem sagt fjórir frá hverju
fyrirtæki.. "
— Hvaða fyrirtæki eru þetta?
„Þetta eru starfsmenn olíufélaganna. Það fellur einn vinning-
ur á hvert lið í hvert skipti sem þess maður sigrar í þætti, en aft-
ur á móti keppa einstaklingarnir svo um stig innbyrðis. í hverj-
um þætti verða 20 spurningar sem skiptast í fjórar hrinur, eins
og við köllum það. Stig eru gefin fyrir besta árangur í hverri
hrinu og séu tveir jafnir að stigum, skiptast þau á milli þeirra.
Og við getum sagt sem svo að spurningarnar í hverri hrinu séu
skyldar að formi til en efnislega ólíkar."
— Verða spurningarnar þungar?
„Það er nú meiningin að þetta verði til skemmtunar og að
þau sem heima sitja geti tekið þátt í þessu með okkur. Nú, þetta
verður þannig að það er keppni um það hver verður fyrstur til
svars, það á að gefa merki og svara sem fyrst. Aðrir keppendur
fá þá tækifæri til að spreyta sig ef fyrsta svarið er rangt. Með
þessu vonumst við til að gera þetta meira spennandi."
— Verður þetta vinsæll þáttur?
„Tja, spurningakeppni er nú alltaf vinsælt efni, ekki satt?
Annars, og svona þér að segja, þá hef ég aldrei tekið þátt í
svona áður, þótt ég hafi verið 20 ár hjá Útvarpinu, svo ég renni
alveg blint í sjóinn."
— Já, hvernig er það, ertu farinn að starfa hjá Útvarp-
inu á nýjan leik eftir að þú hættir sem forstjóri Norður-
landahússins í Þórshöfn, sællar minningar?
„Nei, ég er ekki kominn í neitt fast starf ennþá, er bara í
ýmiss konar lausamennsku. Það var nú þannig að ég fékk 4 ára
orlof þegar ég réðst til Færeyja og það sá auðvitað enginn fyrir,
hversu fljótt ég kæmi aftur til baka. En mig langar hvort eð er
til að breyta til og nú hef ég tíma til að sinna ýmsum hugðar-
efnum og áhugamálum."
— Er ekki dálítið skrýtið að vera spyrill i spurninga-
keppni þegar maður er vanur því að vera í toppstöðu hjá
Útvarpinu?
, Jú, það finnst mér nú. En það er líka gaman að sitja hinum
megin við borðið."
Á sunnudagskvöldið kemur hefur nýr spurningaþáttur göngu sína (
útvarpinu. Heitir sá Tylftarþraut og verður í umsjón Helga Skúla Kjart-
anssonar og Hjartar Pálssonar, fyrrum dagskrárstjóra og forstjóra Norð-
urlandahússins I Faereyjum. HP sló á þráðinn til Hjartar til að forvitnast
um Tylftarþrautina. . .
Hjörtur Pálsson
HELGARPÖSTURINN 3