Helgarpósturinn - 11.07.1985, Síða 4
Leggst
sauð-
f járrækt af
í Laugardal
og verður
hafin þar
ræktun
nytja-
skógar í
staðinn?
Viðræður
um þetta
standa nú
yfir á
vegum
landbún-
aðarráðu-
neytisins.
Vinnur skógur
sauðkina?
Vera kann að bæjarlöndin í Laugardal og efst í Biskupstungum breyti mjög
um svip með alveg nýjum búskaparháttum næstu árin. Sauðfé myndi hætta
að renna um hlíðarnar en þess í stað spryttu grösugir nytjaskógar í brekk-
unum allt frá Laugarvatni inn að Geysi í Hauicadal.
Þessi hugmynd er ekki fráleitari
en svo, að um þessar mundir
standa yfir viðræður bænda og
fulltrúa landbúnaðarráðuneytis-
ins um að Laugardalsbændur
leggi niður sauðfjárrækt en snúi
sér þess í stað að skógrækt. Það er
forsaga þessa máls að árin 1982 og
’83 kom upp riðuveiki á bæjum í
Laugardal, efst í Tungunum og í
Grímsnesinu. Var ekki um annað
að ræða en skera niður fé og voru
til að mynda allar ær skornar á 12
búum í Laugardal. Fer nú senn að
líða að því að fjárbúskapur geti aft-
ur hafist á þessum búum. Hvort
bændur taka aftur upp þráðinn
eða ekki, er sem sagt viðfangsefni
umræðnanna.
Riða
Það var í Miðdal sem riðunnar
varð fyrst vart í Laugardal. Það
var árið 1982. Önnur ráð en niður-
skurður þykja gagnslaus. Riðu-
veiki herjar á miðtaugakerfi fjár-
ins og grefur um sig í heila. Ekki er
talið að veikin erfist, né heldur að
hún smitist í haga, heldur með
skít, heyi, verkfærum o.þ.h. og
þarf að sótthreinsa hús og híbýli
fjárins rækilega af þeim sökum.
Bændur taka því yfirleitt með jafn-
aðargeði að skorið sé til þess ann-
að hvort að fyrirbyggja útbreiðslu,
eyða grunsemdum eða hreinsa
svæði af veikinni. Bóndinn á Laug-
ardalshólum Fridgeir S. Stefáns-
son, mátti þannig sjá á eftir um
330 ám undir hnífinn án þess að
staðfest væri að í hópnum leyndist
sýking, ,,Þær voru sendar í förgun
til þess að hreinsa svæðið" ein-
göngu. Friðgeir sagðist raunar
aldrei hafa séð riðuveika kind
sjálfur.
Ekki einasta má reikna með til-
finningalegum sárindum vegna
niðurskurðar, heldur veldur hann
auðvitað þungum búsifjum, eins
og nærri má geta, hjá bændum
sem byggja alla sína afkomu á
sauðfjárrækt. Gert er ráð fyrir að
þrjú ár líði uns fjárbúskapur getur
hafist á nýjan leik, þ.e. uns húsin
eru hrein af smitun, og eru bænd-
ur tekjulausir á meðan. Aukin-
heldur þurfa þeir að sótthreinsa,
— Sauðfjárveikivarnir leggja að
vísu til efnið, en tæki og tíma
skaffa bændur sjálfir. Að sögn eins
Laugardalsbóndans telst þeim svo
til,að allir rigningardagar sumars-
ins í fyrra hafi farið í þetta verk og
var það drjúgur tími, eins og
glöggt má vist muna.
Bætur vegna niðurskurðar eru
samkomulagsatriði hverju sinni.
Bændur í Laugardal fengu sem
svarar skattmati ærinnar og
greiddust þessar afurðatjónsbæt-
ur í tvennu lagi. Einnig fá bænd-
urnir sláturverðið, en oftast er um
að ræða fullorðið fé sem ekki selst
háu verði. Og að þremur árunum
liðnum þarf að kaupa vísi að nýj-
um stofni, setja á og bæta við
þangað til fullum stofni er aftur
náð. í millitíðinni þarf þó að heyja
eins og um full hús fjár væri að
ræða, sem einnig er kostnaðar-
samt. Sumir bændur selja hey, aðr-
ir snúa sér að annars konar grip-
um, svo sem með því að fjölga
kúm eða fara út í nautarækt, eins
og dæmi eru einmitt til um úr
Láugardalnum.
Og nú er sem sagt kominn tími
til að byrja upp á nýtt í Laugardal.
En það stendur hnífur í kúnni.
Einn bóndi orðaði það á þann veg
að það „á víst ekki að leyfa okkur
að byrja aftur með rollurnar” —
annar kvaðst bíða í startholunum
eftir grænu ljósi, en „þeir eiga eitt-
hvað erfitt með að gera upp við sig
eftir Magdalenu Schram mynd DV.
hvað á að verða um Laugardal-
inn." Spurningin stendur um það,
hvort hugmyndin um að breyta
svæðinu í skóglendi geti reynst
bændum nógu aðlaðandi til að
þeir gefi sauðfé upp á bátinn.
Nytjaskógur upp
undir Geysi
Hugmyndin um nytjaskóg í
Laugardal mun hafa komið fram á
Búnaðarsambandsþingi. Þó eru
ekki allir sammála um hver átti
hana. Víst er þó, að á síðasta þingi
varð að lögum frumvarp, lagt þar
fram af landbúnaðarráðherra^
Jóni Helgasyni, um nytjaskóga. í
lögunum er gert ráð fyrir heimild
ríkisins til að semja við bændur á
gróðurvænlegum stöðum um að
það standi undir 80% stofnkostn-
aðar vegna skógræktar, þ.e. kostn-
aði vegna plöntunar, girðinga
o.þ.h. Heimildin gerir ráð fyrir að
samningur sé gerður við einstaka
bændur og eins og sagði, á svæð-
um sem vænleg þykja til skóg-
ræktar. Erlendis, til að mynda í
Noregi, er stuðningur rikisins öllu
meiri, eða um og yfir 90%. Ljóst er
að plöntun trjáa er fjárfesting sem
ber arð í fyrsta lagi eftir 10 ár, en
að öllu jöfnu þó ekki fyrr en eftir
30 ár. Þau 20% stofnkostnaðarins,
sem bændunum er sjálfum gert að
greiða, er því fjárfesting sem eng-
in tekjutrygging er fyrir um all-
langt skeið. Það er þetta, sem gerir
róðurinn þungan og situr í bænd-
um, sem þó álíta trjárækt ekki frá-
leita hugmynd. Viðræðurnar á
vegum landbúnaðarráðuneytisins
snúast því ekki síst um þennan
punkt: hvernig má tryggja trjá-
ræktarbændum afkomu þangað
til skógurinn fer að bera arð?
Arðsemi nytjaskóga er með
ýmsu móti. í samtali við HP nefndi
Jónas Jonsson búnaðarmálastjóri
t.d. jólatré, sem væru um tólf ár að
vaxa svo úr grasi að þau yrðu
markaðshæf; girðingarstauraefni,
sem væri nothæft eftir fimmtán ár,
og að lokum timbur til almennra
nota, sem lengri bið væri í. Jónas
benti einnig á að skógur tengdist
ýmsu öðru, svo sem ferðamanna-
þjónustu. Af viðræðum við aðila
Búnaðarfélagsins og í landbúnað-
arráðuneytinu er ljóst að þar eru
uppi vonir um að takast muni að
semja við Laugarvatnsbændurna
um þau atriði sem enn eru óviss,
þannig að niðurstaðan yrði sú,að
trjáræktin yrði rollunum hlut-
skarpari. Bæði er sú staðreynd
fagurfræðilega aðlaðandi að fjalls-
hliðarnar austur þarna verði skóg-
arlönd, allt upp í Haukadal, nytja-
skógar yrðu án efa þjóðhagslega
hagkvæmir, og síðast en ekki síst
yrði þetta til að fækka sauðfénu.
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri
vildi þó leiðrétta að nú stæði fyrir
dyrum stórfellt fækkun sauðfjár í
landinu, meira en verið hefur að
undanförnu, en sauðfé hefur
fækkað um 20% á síðustu árum.
Og hvað
segja bændur?
En hvað segja bændur sjálfir?
Ætla þeir að halda áfram sauðfjár-
búskap í trássi við — að margra
mati — eftirspurn og náttúru-
verndarsjónarmið? Eins og áður
kom fram, heyrast þær raddir að
nú eigi að banna rollur í uppsveit-
um og það í héraði sem liggur vel
við afrétt og beitarlöndum öðrum.
Einhverjir eru þegar búnir að
panta lömb. Einn kvaðst of gamall
til að snúa sér að nýrri atvinnu-
grein. En almennt er að heyra að
bændur taki þessum vangaveltum
með jafnaðargeði, og afsannast
hér sú útbreidda skoðun að engir
séu íhaldssamari en rollubændur
landsins! „Hér er enginn harður á
móti held ég. Hins vegar er enginn
harður með, svo sem,“ sagdi Arni
bóndi Gudmundsson á Böðmóðs-
stöðum. Aðspurður um yfirlýsing-
ar um að landið hefði tekið stakka-
skiptum í gróðri eftir að sauðfé var
skorið á svæðinu, minnti Arni á
að veður hefðu verið hagstæð
gróðri síðustu sumur en óhagstæð
sumrin( sem fé hefði gengið þar
um síðast, svo „það er ekki gott að
segja. Þó er ég ekki frá því að það
sýni sig nú eitthvað."
Bóndinn á Laugarvatnshólum,
Friðgeir S. Stefánsson, sagði
bændur gera sér ljósþað „það er
ekkert eftirsóknarvert núna að
fara út í sauðfjárrækt miðað við
það sem stundum hefur verið áð-
ur, en við höfum byggt upp okkar
búskap fyrir þetta, þannig að það
er heilmikið átak að snúa sér að
öðru. En það er áhugi hjá stjórn-
völdum fyrir því að við förum ekki
út í sauðfjárbúskap aftur og þau
eru hvetjandi fyrir því að við för-
um út í trjáræktina." Hann vildi
ekki segja neitt af eða á fyrr en
umræðurnar væru lengra komnar
og bíða eftir niðurstöðum til þess
að geta gert upp hug sinn. „Að
mörgu leyti mjög skynsamlegt,"
voru hans orð um skógræktarhug-
myndina.
Og, líkt og bændurnir og búalið-
ið, verðum við að bíða enn um
sinn eftir niðurstöðum. Þangað til
getum við annað hvort látið okkur
dreyma um skógi vaxnar fjalls-
hlíðar eða jarmandi fjársafn og fer
þá allt eftir því, í hvorn fótinn er
stigið.
4 HELGARPÓSTURINN