Helgarpósturinn - 11.07.1985, Side 6
INNLEND YFIRSÝN
„Spurningin núna er
hversu gott pólitískt tak
við höfum á Bandaríkja-
mönnum og hvort við
viljum beita því.“
Hart á móti höröu'
í Rainbow-málinu
9?
✓
Á meðan Geir Hallgrímsson utanríkisráð-
herrra slakar á í nokkra daga fjarri Reykjavík
sitja starfsmenn utanríkisráðuneytisins við
Hverfisgötu sveittir við að afla gagna og
setja saman skýrslur vegna „Rainbow-máls-
ins svokallaða. í utanríkisráðuneytinu er
þetta mál númer eitt, tvö og þrjú og sama
gildir um sendiráð Islands í Washington D.C.
Ekkert markvert hefur gerzt í málinu frá
því Shultz utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna sendi Geir Hallgrímssyni bréf vegna
málsins, sem dæmt hefur verið léttvægt og
nánast móðgandi. í sem fæstum orðum hef-
ur bandaríski utanríkisráðherrann það eitt
fram að færa, að íslendingar, þ.e. íslenzku
skipafélögin Eimskip og Hafskip, fái óskil-
greindar ,,bætur“ vegna þess að þau misstu
af herflutningunum. Þá vilja Bandaríkja-
menn senda hingað háttsetta embættis-
menn.
Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir á ríkis-
stjórnarfundi, að honum þyki bréf hins
bandaríska starfsbróður síns óljóst og ríkis-
stjórnin er sammála um, að í bréfinu felist
engin lausn á þessu máli frá sjónarmiði is-
lendinga, sem miðast við það, að jafnrétti
ríki á þessari siglingaleið. „Fyrirgreiðslu" við
íslenzku skipafélögin má ekki nefna.
íslenzka ríkisstjórni hefur fjallað um her-
flutningamálið á nokkrum fundum sínum
undanfarnar vikur, nú síðast á fimmtudag
fyrir viku. Samkvæmt tryggum heimildum
Helgarpóstsins er ríkisstjórnin á þeirri skoð-
un, að réttast sé ad láta hart mœta hördu í
þessu máti. Bandaríkjamenn megi senda
embættismenn til Islands, en í því sé engin
lausn fólgin. Þá var ákveðið, að Geir Hall-
grímsson svaraði Shultz bréflega, þar sem
hann gerði grein fyrir sjónarmiðum íslenzku
stjórnarinnar.
En núna ræður íslenzka ríkisstjórnin ráð-
um sínum og það sem beðið er eftir með eft-
irvæntingu er hvaða og hvers konar hörku
íslendingar ætla að sýna. „Hart á móti
hörðu" er tónninn í stjórninni. En hversu
langt er íslendingar reiðubúnir að ganga?
Lítum fyrst á hagsmunina: Samkvæmt
upplýsingum HP nema flutningarnir fyrir
Varnarliðið á Miðnesheiði nær því 10 millj-
ónum dollara á ári samtals. Þessu hafa ís-
lenzku skipafélögin skipt á milli sín og
munar um minna á erfiðum tímum. Eftir að
Rainbow kom til sögunnar hafa herflutning-
arnir skipzt í 80% handa bandaríska skipafé-
laginu, og 10% handa Hafskipi og Eimskipi,
hvoru um sig. I dollurum talið er þá um að
ræða um eina milljón dollara fyrir hvort
hinna íslenzku og tæpar átta milljónir handa
Rainbow Navigation Inc. íslenzku skipafé-
lögin hafa fengið að hirða molana.
Sem hluti af heildarflutningum Banda-
rikjahers til Evrópu er hér í raun um smáræði
að tefla, en fyrir íslenzku skipafélögin, eink-
um Hafskip, er um gullnámu að ræða. Eins
og HP hefur upplýst er staða Hafskips hf.
mjög tæp svo vægt sé til orða tekið og því er
úrlausn þessa máls þeim ekki aðeins kapps-
mál, heldur lífsspursmál. En finnist lausn
kann svo að fara, að hún verði of seint á ferð-
inni. Eimskip er hins vegar öflugra félag og
hefur sterkari bein. Samt eru menn á þeim
bæ orðnir langeygir eftir lausn. Þetta hefur
komið fram á fundum utanríkisráðherra og
forráðamanna skipafélaganna.
Morgunblaðið hafði eftir Jóni Hákoni
Magnússyni, framkvæmdastjóra markaðs-
sviðs Hafskips, að „Af okkar hálfu hefur
Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra haldið
vel á þessu rnáli." Jón Hákon bætir því hins
vegar við, að Geir hafi treyst á loforð Shultz,
sem ekki virðist mikils virði.
Aðrir halda því fram, að Geir Hallgrímsson
hafi þvert á móti haldið illa á þessu máli.
Utanríkisráðherra hafi haft ýmsa dipló-
matíska og ódiplómatíska leiki í stöðunni
strax í maí 1984 (og fyrr), en þá hóf Rainbow
Navigation siglingar til íslands. Hann hefði
t.d. getað sett Bandaríkjamönnum stólinn
fyrir dyrnar vegna ýmissa framkvæmda fyr-
ir eða á vegum hersins.
I þessu sambandi segja menn, að bezta
vopnið gegn Bandaríkjamönnum og þá ekki
sízt þingmönnum, sem vilja halda í einokun-
arlögin frá 1904 af þjóðernissinnuðum
ástæðum, séu fyrirhugaðar ratsjárstöðvar á
íslandi og endurbygging og endurnýjun
þeirra. Yfirleitt er um að ræða íhaldssama
þingmenn, sem hlynntir eru öflugum vörn-
um Bandaríkjanna, auk þess sem sá þrýst-
ingur, sem á þingmönnum hvílir nú myndi
hverfa sem dögg fyrir sólu. Þrýstingurinn,
sem hér er átt við, er starf fulltrúa verkalýðs-
félagsins „Masters, Maids and Pilots“, í
Washington. Þetta verkalýðsfélag hefur
ærna ástæðu til þess að hræra í þingmönn-
um, því um 60% Rainbow Nagivation Inc. er
í eigu lífeyrissjóðs verkalýðsfélagsins auk
nokkurra einstaklinga, en á móti þeim á
Housing Transport International um 40%.
HTI hefur sérhæft sig í flutningum á húsum.
í utanríkisþjónustunni telja sumir, að ráð-
herra hafi klúðrað málinu með því að nota
ekki ratsjárstöðvarnar sem eins konar verzl-
unarvöru fyrir herflutninga. Aðrir halda því
fram, að ekki sé of seint aó beita þeirri leið,
þar sem í raun sé ekki búið að ganga form-
lega frá leyfum nema vegna ratsjárstöðvar-
eftir Halldór Halldórsson
innar fyrir vestan. En þá heyrum við jafn-
framt, að Geir Hallgrímsson vilji ekki fara
neina slíka leið heldur vilji hann vinna málið
eins og það liggi fyrir, en ekki blanda tveim-
ur ólíkum málum saman. Raunar voru emb-
ættismenn, sem HP hafði samband við, svo
samstiga í þessum málflutningi, að setningar
þeirra og orðaval hljómaði eins og upplestur
af sama blaðinu, fjölrituðu. Enn aðrir halda
því fram, þótt ekki sé hægt að sanna það, að
sannleikurinn sé sá, að Geir hafi einmitt slík
hrossakaup í huga. Um það skal ekki dæmt
hér.
Aðrar leiðir í þessu máli gætu svo verið
hafnbann á „einokunarskip" eða lagasetning
af einhverju tæi, sem hindraði flutninga
Rainbow Navigation.
DV skýrði frá því í frétt, að íslendingar
hefðu hótað brottflutningi Varnarliðsins
yrði flutningamálunum ekki kippt í Iiðinn og
hér í HP skýrðum við frá því, að vegna póli-
tísks þrýstings væri Rainbow Navigation
með aðeins eitt 99 gáma skip í förum á milli
íslands og Bandaríkjanna enda þótt fyrir-
tækið hefði keypt tvö skip frá MARAD, Mari-
time Administration, sem styrkir skipasmíð-
ar í Bandaríkjunum. Þessar pólitísku hótanir
virðast hafa dugað í síðara tilvikinu. Spurn-
ingin núna er hversu gott pólitískt tak við
höfum á Bandaríkjamönnum og hvort við
viljum beita því?
Eru Bandaríkin þjóðfélag kunningsskapar-
ins, eins og ísland? I blálokin má geta þess til
gamans, að Mark Yonge er forsvarsmaður
Rainbow Navigation. Hann er einnig for-
stjóri HTI, Housing Transport International.
Yonge vann eitt sinn hjá Sealand- skipafélag-
inu í Bandaríkjunum og var þá samstarfs-
maður Varren Lebeck, sem nú er aðstoðar-
forstjóri MARAD, Maritime Administration,
sem auk skipasmíðastyrkja hefur með
höndum framkvæmd á sviði sjóflutninga og
undir hann heyra bandarískt byggð skip til
rekstrar undir bandarískum fána. Skyldi
þetta vera tilviljun?
Stockman fékk að reyna að
hreinskilnum fjárlagastjóra er
ekki lengur vært.
Varað við óstjórn á
bandarískum fjármálum
ERLEND YFIRSYN
Forstjórar Kauphallarinnar í New York
efndu til veislu að kvöldi 5. júní, og buðu til
hennar að venju áhrifamönnum í þeim
nefndum beggja deilda Bandaríkjaþings sem
um fjármál og kaupsýslu fjalla. Ræðumaður
kvöldsins var valinn David A. Stockman, yf-
irmaður fjárlagastofnunar Bandaríkjastjórn-
ar. Boðskapurinn sem Stockman hafði að
flytja máttarstólpum Wall Street og handhöf-
um peningavaldsins á þingi yfir veisluborð-
um þetta kvöld, hefur orðið til að hann sagði
stöðu sinni lausri í fyrradag.
Við afsögn Stockmans hefur óvissa um
bandarísk ríkisfjármál aukist að mun, og var
þó síst bætandi á ringulreiðina, sem ríkir í
því efni. Ástæðan til að manninum er ekki
lengur vært í embætti er einmitt sú, að hann
talaði hreinskilnislegar um óstjórnina í
bandarískum fjármálum en Ronald Reagan
þolir. Forsetinn lætur sitja í fyrirrúmi að
koma uppáhalds fjárveitingum sínum gegn-
um þingið, hvað sem líður viðvörunum fjár-
lagastjórans um afleiðingar fyrir bandarísk-
an ríkisbúskap og þjóðarhag, þegar til lengri
tíma er litið.
Stockman var ómyrkur í máli yfir veislu-
borðum kauphallarmanna, sagði bæði ríkis-
stjórn og þingi skorinort til syndanna og
gerði grein fyrir sinni skoðun á vænlegum
úrræðum til að forða fjárhagslegum ófarn-
aði. Látið var heita svo að ræðan væri ekki
ætluð til birtingar, en vandséð er hvernig
veraldarvanur maður gat ímyndað sér að
hún fengi að liggja í þagnargildi eftir dreif-
ingu meðal fjölmenns hóps fjármálajöfra og
þingmanna.
Stockman var ómyrkur í máli yfir veislu-
borðum kauphallarmanna, sagði bæði ríkis-
stjórn og þingi skorinort til syndanna og
gerði grein fyrir sinni skoðun á vænlegum
úrræðum til að forða fjárhagslegum ófarn-
aði. Látið var heita svo að ræðan væri ekki
ætluð til birtingar, en vandséð er hvernig
veraldarvanur maður gat ímyndað sér að
hún fengi að liggja í þagnargildi eftir dreif-
ingu meðal fjölmenns hóps fjármálajöfra og
þingmanna.
Raunin varð líka að New York Times komst
yfir eintak af tölu Stockmans og birti um
hana áberandi frétt. Þá varð uppskátt, að
fjármálastjórinn er sáróánægður með það
sem gert hefur verið til að draga úr óþolandi
halla á rekstri ríkissjóðs Bandaríkjanna.
Um skeið lét Reagan forseti eins og fjár-
lagahalli, sem nemur á þriðja hundrað mill-
jörðum dollara á ári, væri hégómamál, hag-
vöxtur í framhaldi af stórfelldri skattalækk-
un stjórnar sinnar myndi eyða honum af
sjálfu sér með vexti ríkistekna af efnahags-
legum uppgangi. Stockman hefur áður var-
að við svo einfeldningslegri afstöðu, meira
að segja strax á fyrsta stjórnarári Reagans í
frægri grein í Atlantic Monthly, en slapp þá
með ákúrur.
Nú þykjast stjórn og þing í Washington
ætla að koma fjárlagahallanum niður um
helming á næstu þrem árum. Fyrsti áfangi
lækkunarinnar á að vera 50 milljarðar á fjár-
lagaárinu sem hefst með októbermánuði í
haust.
Kjarninn í máli Stockmans í kauphallar-
veislunni er sá, að mikið vanti á að þær ráð-
stafanir sem þing og forseti hafa orðið sam-
mála um til lækkunar útgjalda hrökkvi til að
ná þessu marki. Öldungadeildin hefur fallist
á mikið af tillögum Reagans um niðurskurð
á fjárveitingum til félagslegra þarfa, og mun-
ar þar mest um að sleppa hækkun á bótum
almannatrygginga til samræmis við fram-
færsluvísitöluna. Fulltrúadeildin hafnar nið-
urskurði þessum á lífeyrisbótagreiðslum og
margskonar framiögum til samneyslu, en vill
halda fjárveitingunni tii hermála óbreyttri
frá fyrra ári, svipta landvarnaráðuneytið
vísitöluhækkun á hervæðingarfé. Mikið ber
því í milli, hvar hvor þingdeild vill spara. Þar
á ofan segir Stockman, að í uppsetningu
þings og ríkisstjórnar sé að finna óraunhæfar
áætlanir um hagvöxt og verðlagsþróun á
næstu árum, sem valdi því að fyrirheit sam-
kvæmt tillögunum um sparnað fram í tím-
ann séu að verulegu leyti blekking.
Af þessu öllu saman dregur fjárlagastjóri
Bandaríkjanna þá ályktun, að sé mönnum
alvara að afstýra þeim ófarnaði sem við
blasi, fái hallinn á ríkisbúskapnum að halda
áfram að vinda upp á sig, sé aðeins um tvo
kosti að ræða, skera útgjöld mun meira niður
en menn hafa enn treyst sér til eða hækka
skatta svo um munar.
Ekki er vafi á að það sem gert hefur Stock-
man óvært lengur í stjórn Reagans, er að
hann skyldi dirfast að nefna skattahækkun
til að ráða bót á fjárlagavandanum. Skatta-
lækkun um 30% á þrem árum, sem forsetinn
kom fram á fyrsta stjórnarári sínu, er mesta
stolt hans. Þar að auki þakkar Reagan endur-
kjör öðru fremur trausti á fyrirheit sitt um að
hækka ekki skatta. Reyndar lofaði hann líka
að skerða í engu lífeyrisbætur almanna-
trygginga, en það loforð reyndst þegar á
herðir ekki jafn ófrávíkjanlegt.
Afgreiðsla fjárlagaályktunar af hálfu
beggja deilda Bandaríkjaþings er í sjálf-
heldu. Um mánaðamótin slitnaði upp úr
fundahöldum sameiginlegrar nefndar deild-
anna, sem hefur það verkefni að samræma
tillögur þeirra. Brottför Stockmans úr em-
bætti fjárlagastjóra eykur enn á óvissuna í
ríkisfjármálum.
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Samtímis magnast efnahagsvandinn, sem
að verulegu leyti má rekja til hallarekstursins
á ríkissjóði. Hávextir til að draga að erlent
fjármagn í tóman ríkissjóð spenna upp gengi
dollarans. Gjaldeyrismiðlarar fullyrða, að
Bandaríkjadollar hafi undanfarið verið seld-
ur 40% yfir sannvirði. Af hágenginu hlýst að
samkeppnisstaða bandarískra útflutningsat-
vinnuvega á heimsmarkaði brestur, samtím-
is því að hátt skráður dollar sogar erlendar
vörur inn í landið. Greiðslujöfnuður hefur því
versnað frá ári til árs. Talið er að viðskipta-
halli á þessu ári fari upp undir 150 milljarða
dollara.
Innstreymi erlends varnings á lágu verði
vegna gengisskekkju veldur svo sölutregðu á
innlendri framleiðslu. Hagvöxtur undanfar-
andi missera er horfinn, það sem af er árinu
hefur ríkt stöðnun í hagkerfi Bandaríkjanna.
Atvinnuleysi nemur 7.2 af hundraði, og frá
áramótum hafa 220.000 manns í framleiðslu-
greinum misst atvinnuna umfram nýráðn-
ingar.
Lengi vel fóru alþjóðlegar peningastofnan-
ir hægt í að átelja óráðsíuna í bandarískri
fjármálastjórn, en nú fá forstöðumenn þeirra
ekki lengur orða bundist. Forstjóri Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins sagði í síðustu viku, að
hallinn á fjárlögum Bandaríkjanna væri sem
stendur alvarlegasti vandinn í heimsfjármál-
um. Yrði ekki bót á ráðin, gæti af hlotist við-
skiptakreppa og fjármálahrun. Áður hafði
Alþjóða skuldaskilabankinn í Sviss sett fram
þá niðurstöðu í ársskýrslu sinni, að hagvexti
um heim allan sé stefnt í voða af gengis-
hækkun Bandaríkjadollars, sem stáfar af
spákaupmennsku. Undirrót hennar er að
dómi bankans samhengisleysið í bandarískri
hagstjórn, bullandi halli á ríkissjóði samfara
háum vöxtum og hágengi. Gerist svo óhjá-
kvremileg lækkun dollarans með skjótu
hrapi, verður afturkippur í heimsviðskiptum
og hagvexti um allan heim, en á því að vöxt-
ur haldist veltur að tök náist á brýnustu
vandamálum, svo sem stórfelldu atvinnu-
leysi í Vestur-Evrópu, verðbólguvanda víða
um heim, skuldakreppu þróunarlanda og
viðhaldi stöðugleika á gjaldeyris- og pen-
ingamarkaði.
6 HELGARPÓSTURINN