Helgarpósturinn - 11.07.1985, Síða 10

Helgarpósturinn - 11.07.1985, Síða 10
HP HELGARPÓSTURIIMN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elin Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Jakob Þór Haraldsson Innheimta: Garöar Jensson Afgreiðsla: Guðrún HSsfer Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Stéttaskiptingin á islandi Helgarpósturinn hefur látið framkvæma skoðanakönnun á sínum vegum um afstöðu ís- lendinga til stofnunar einka- skóla á grunnskólastigi og til stéttaskiptingar á islandi. Hringt var til 800 einstaklinga, 18 ára og eldri, með jafnri skipt- ingu milli kynja, og úrtakið skiptist í þrjú aðalsvæði, líkt og í fyrri skoðanakönnunum Helg- arpóstsins, þ.e.a.s. Reykjavík, Reykjanes og landsbyggðin. Þessi skoðanakönnun leiðir margt athyglisvert í Ijós. Lands- menn virðast hafa fylgst mjög vel með umræðunni um einka- skóla á grunnskólastigi og að- einstæplega23% telja sig ekki vita nægilega mikið um málið. Það er greinilegt að hér er hita- mál á ferðinni sem vakið hefur mikla athygli íslendinga. Þá er það einnig athyglivert að meiri hluti landsmanna eða tæplega 43% er á móti stofnun einka- skóla á grunnskólastigi. And- staðan á landsbyggðinni er öllu meiri en á höfuðborgarsvæð- inu. Þessi afstaða gefur margt til kynna. I fyrsta lagi má ætla að almenningur sé ánægður með ríkisskólakerfið í heild, þótt það sé gagnrýnt í einstök- um atriðum. í öðru lagi má ætla að landsmenn óttist að einka- skólarnir mismuni launafólki og skipti þjóðinni á enn sýnilegri hátt í stéttir. Hingað til höfum við notið jafnræðis til menntun- ar, en innreið einkaskólanna (í þessu tilfelli ríkisstyrkts einka- skóla) teflir því jafnræði í voða. Þá þer að túlka þessar niður- stöður sem vantraust á þá stefnu borgarstjórans í Reykja- vík, Davíðs Oddssonar, og menntamálaráðherra Ragnhild- ar Helgadóttur, að veita einka- skólunum á grunnskólastigi brautargengi. Helgarpósturinn kannaði einnig afstöðu landsmanna til stéttaskiptingar, og þeir spurðir hvort þeir teldu að stéttaskipt- ing væri á islandi, og ef svo væri hvað einkenndi yfirstéttina og loks hvaða stétt viðkomandi tilheyrði að eigin mati. Yfir- gnæfandi meirihluti, eða tæp- lega 73%, telur að stéttaskipt- ing sé í landinu. Athyglivert er að þorri fólks eða um 69% telur að stéttaskiptingin stafi af pen- ingaeign eða ríkidæmi, en að- eins 24% að yfirstéttin skeri sig úr vegna embætta, virðingar, menntunar eða ætternis. Að- eins tæp 7% telja að pólitísk völd einkenni hástéttina. Þessi afstaða landsmanna til skipt- ingar eigna hlýtur að vera um- hugsunarefni fyrir ráðamenn í landinu sem festast æ meir í neti óheftrar frjálshyggju. En þessi skoðanakönnun er einnig til eftirþanka fyrir launþega- hreyfinguna í heild sem virðist vera á hraðferð frá þjóðfélags- legri umræðu: það er kannski kominn tími til að fólk almennt átti sig á þeirri staðreynd að Is- land byggja tvær þjóðir. BREF TIL RITSTJORNAR Kukl í Roskilde Ágætu ritstjórar! Þar kom að því að íslendingar eignuðust fulltrúa á stærstu rokk- hátíð Norðurlanda, en hún var hald- in í Hróarskeldti síðustu helgi júní- mánaðar. Hátíð þessi spratt upp á ljúfum árum hippanna, hafði Wood- stock að fyrirmynd og hefur verið árlegur viðburður sl. 13 ár. Auk fjölda gesta hafa margar stórstjörn- ur komið fram á þessari hátíð. í fyrra komu m.a. Killing Joke og Lou Reed. 1 ár voru þar m.a. Clash, Ramones, Nina Hagen, gamla kempan Leonard Cohen að ógleymdri hljómsveitinni Kukl. 50.000 manns komu til Hróarskeldu þessa helgi. Kukl kom í fyrsta sinn fram í Dan- mörku á hljómleikum í Ungdoms- huset sl. haust ásamt Mercedes Prada frá Svíþjóð og Sielun Veljet frá Finnlandi. Pressan skrifaði þá m.a.' að Kukl væri sjálfsagður gestur á Hróarskelduhátíðina. Sú varð raun- in á. SAM-dreifingarfyrirtækið fjall- aði ýtarlega um híjómsveitina í kynningarriti sínu fyrir hljómleik- ana og mörg viðtöl voru tekin, þ.á m. við danska og norska útvarpið. Að lokinni hátíð fékk Kukl næstum því eins mikið dálkapláss og Nina Hagen í dagblaðinu Information og er hljómsveitinni lýst sem frumlegri og samkvæmri sjálfri sér. Nú eru Kukl-meðlimir horfnir hver til síns heima, en í farangrinum hafa þeir tilboð um hljómleika í Kaupmannahöfn og Sviss og jafnvel í Þýskalandi og Frakklandi. Erla Sigurdardóttir fréttaritari HP í Kaupmannahöfn Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, taki við ritstjórastöðu málgagns Norðurlandaráðs „Nordisk kon- takt“. Hins vegar velta menn mjög fyrir sér hver taki við af Einari Karli sem framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins. Hafa margir spáð í Kristínu Ólafsdóttur, starfsmann Alþýðubandalagsins, því kvenna- hreyfing flokksins hampaði henni mjög á sínum tíma í stöðuna. Hins vegar mun Kristín ekki hafa áhuga á stöðunni eins og stendur, þar sem hún og fleiri meta stöðuna þannig, að mikil umbrot eigi eftir að eiga sér stað í Alþýðubandalaginu í haust og óráðlegt að stefna í ákveðna stöðu eins og er. Þar að auki þykir líklegt að Kristín vilji í framboð og komast á þing fyrir Allaballa. Sá maður sem flokksforystan hampar einna mest þessa dagana er Helgi Guðmunds- son, sá hinn sami og Svavar reyndi að koma í _ ritstjórastól Þjóðviljans við hlið Ossurar Skarphéðins- sonar með aðstoð Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ. Eftir að Helgi varð undir í Þjóðviljaglímunni hefur hann ekki sést á Þjóðviljan- um, en nú mun Svavar reyna að hugga Helga með framkvæmda- stjóranafnbótinni. .. Hafskip hefur ekki stefnt HP Helgarpósturinn sér sig tilneydd- an til þess að koma á framfæri leið- réttingu við heldur ómerkilegar að- ferðir forráðamanna Hafskips hf., sem þeir beita í samræðum við ýmsa áhrifamenn í þjóðfélaginu. Þessir menn hafa legið í símanum og „leitað stuðnings" hjá ýmsum aðiljum, einkum í viðskiptaheimin- um og hjá fjölmiðlum, og legið á því lúalaginu að sverta blaðið af kappi, gert það tortryggilegt og það sem verst er, rægt starfsmenn þess. Við höfum bein til að sitja undir slíku, enda fækkar þeim hratt og stöðugt sem hlýða á mál Hafskips- manna af alvöru. Forráðamenn Haf- skips viðhafa orð sem eiga sér ekki stoð í veruleikanum og það vill HP leiðrétta. Baknagið látum við liggja á milli hluta. Hins vegar viljum við að það komi skýrt fram, að staðhæf- ingar Hafskipsmanna um, að þeir séu búnir að stefna HP, þ.e. ritstjóra blaðsins og ljósmyndara þess, eru rangar. Stefnu verður að birta stefnda með löglegum hætti, þar sem við- komandi hefur heimilisfang. Þetta hefur ekki verið gert. Borgardóm- araembættið í Reykjavík kannast ekkert við stefnu Hafskips á hendur HP, enda hefði embættið ekki tekið við stefnunni án þess að farið hefði verið að lögum við birtingu hennar. Það er umhugsunarefni hvers vegna Hafskip hefur ekki stefnt rit- stjóra og ljósmyndara blaðsins enn- þá. Stefna myndi kalla á rannsókn, og óvíst er hvort Hafskipsmönnum þætti slíkt eftirsóknarvert. Á hinn bóginn virðast þeir vera í svolítilli klemmu, því eftir því sem HP kemst næst, mun fyrirætlan stjórnar og stjórnenda Hafskips hafa verið sam- þykkt á aðalfundi og aðalfundar- samþykktir verður að framkvæma innan 6 mánaða. — Ritstj. LEIÐRETTING í frétt um áningarstaði í Norðlend- ingafjórðungi í ferðablaði HP í lið- inni viku sagði, að fyrsti áningar- staðurinn í fjórðungnum væri Brú í Hrútafirði. Þetta er rangt. Brú er í Strandasýslu og heyrir því til Vest- fjörðum. Fyrsti áningarstaður á Norðurlandi er Staðarskáli. Að auki sagði, að það væru bræður, sem rækju Brú, en það mun hins vegar kaupfélagið á staðnum gera. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. — Ritstj. HELGARPÚSTURINN Laxbanki íslands Kærir kerfisvinir, Kiddi, Lúlli og hinir, laxinn létt þeir dorga, landsmenn borga. Niðri LAUSN Á SPILAÞRAUT Þannig voru öll spilin: S H T L S Á-6 H K-D-10-2 T Á-D-10-2 L K-D-8 S K-D-8 H Á-6-5-4 T K-7-4-3 L Á-6 G-10-2 G-9-7-3 G-9-8-5 5-4 S D-9-7-5-4 H 8 T 6 L G-10-9-7-3-2 Enn heldur norður rauðu litun- um völduðum eins og síðast. Nú tók vestur útspilið á spaðaásinn. Spilaði svo rauðu kóngunum og ásunum. Tók tíguldrottninguna. Ás, kóng og drottningu í laufi og kastaði hjarta úr blindum. Þá spaðahjónin og kastaði tígli frá eigin hendi. Þannig var staðan áð- ur en síðasta spaða var spilað: S - H G-9 T G-5 L - S - S D H D-10 H 6 T 10 T 7 L - L - Skiptir ekki máli Þegar spaðadrottningu er spilað og tígultíu er kastað frá eigin hendi, er spilið unnið, því norður er í algerri kastþröng. langstærsta bifreiðastöð borgarinnar með flesta 7 farþega bíla Fljót og góð afgreiðsla. Stæði um allan bæ. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.