Helgarpósturinn - 11.07.1985, Side 17
BARNABÖKMENNTIR
*
Astgjafir náttúrurmar
Astrid Lindgren:
Elsku Míó minn
Heimir Pálsson þýddi.
Ævintýri eru afar góðar bókmenntir fyrir
börn og unglinga, hvort sem þau eru sprottin
úr þjóðarsálinni eða samin af einstökum höf-
undum. Gott og illt er persónugert í þeim,
baráttunni lýkur ævinlega með sigri hins
góða, og söguhetjurnar eru oft á líku reki og
lesendur. Stundum hafa menn haft horn í
síðu ævintýra, en þau hafa ætíð átt öfluga
málsvara: ,,Að bægja alveg á burtu þessari
rómantísku fantasíu, er afkáraskapur einn,
því þetta er ein af ástgjöfum náttúrunnar,
þegar Realistarnir eða Materialistarnir eru
búnir að útrýma því, þá er allt tómt, enginn
skáldskapur til“ segir Benedikt Gröndal í
Dægradvöl, en sem betur fer urðu ummæli
hans ekki að áhrínsorðum. Gömul og góð
ævintýri hafa komið út í aðgengilegum bók-
um fyrir börn, þau eru lesin í skólum, og
ýmsir höfundar hafa tileinkað sér ævintýra-
formið, þótt svokallað hversdagsraunsæi
hafi reyndar verið áberandi síðastliðin ár —
í tízku.
Elsku Míó minn segir frá Búa Vilhjálmi
Ólasyni, sem bjó við Upplandsgötu í Stokk-
hólmi hjá fjarska kaldlyndum fósturforeldr-
um, Erlu frænku og Sigsteini. Þau höfðu
„fengið" hann á barnaheimili fremur en ekk-
ert, en höfðu ætlað að taka stúlku. Gleðina
sótti hann á heimili vinar síns, hans Benka,
til Lundin gömlu í ávaxtabúðinni, og síðast
en ekki sízt var Gamli-Brúnn vinur hans,
vagnhestur ölgerðarhúss. Eitt kvöldið fór
Búi út í búð fyrir Erlu frænku, en sneri ekki
aftur úr þeirri ferð, því forlögin ætluðu hon-
um hlutverk í Landinu í fjarskanum, og þang-
að fór hann með andanum mikla sem hann
bjargaði úr bjórflösku. Landið í fjarskanum
er gott land, ekki sízt fyrir þá sök, að Búi Vil-
hjálmur Ólason hét ekki lengur Búi Vilhjálm-
ur Ólason,heldur Míó og var sonur konungs-
ins. Að öðru leyti er Landið í fjarskanum hlið-
stæða Upplandsgötunnar með öfugum for-
merkjum, semsé lífið er þar eins og Búa
dreymdi þegar hann bjó í Svíaríki. Þetta er
ævintýraland. Þar eru hvít hús með hálm-
þaki, og „alls staðar voru stórir rósarunnar
og tré og limgerði með silfurblöðum." Þar er
brunnur sem segir sögur, vatn sem slökkvir
þorsta, brauð sem seður hungur, sorgarfugl í
tré og furðuhesturinn Miramis, sem ríður loft
og láð. Hið illa er líka til staðar. Vondi riddar-
inn Kató ræður Landinu fyrir handan, með
járnkló í handar stað, steinhjarta, svartur.
Ríki hans er gróðursnautt, þar er gleðinni út-
hýst, þar býr ánauðug þjóð og flugumenn
valdsins eru hvarvetna á snöpum. Þar er
vatn dauðans, og yfir því sveima álagafuglar,
saklausar sálir frá Landinu í fjarskanum
hnepptar í fjötur. Forlögin ætluðu Míó prins
að frelsa veröldina undan oki Katós, og eftir
tvísýna baráttu tekst það; í landi dauðans
færist lífið á legg þegar grænt laufblað teygir
sig á móti ljósinu.
Elsku Míó minn á margt sameiginlegt með
Bróður mínum Ljónshjarta. Ungir drengir
búa við ömurlegar aðstæður og dvelja í
draumheimum í ævintýralöndum, þar sem
ríkir tímalaus riddaraöld og sælutónn jarð-
lífsins. Hið illa er persónugert í harðlyndum
riddurum, sem ríkja yfir löndum og kúga
þegna sína, uns drengjunum tekst að steypa
þeim af stalli með þrautseigju, hugrekki og
góðan málstað að vopni.
Sjálfsagt hafa menn reynt að marka þess-
um löndum stað í okkar heimi, jafnvel með
hliðsjón af mannanöfnum: Riddarinn Kató,
Enó gamli, Nonnó, Míó, Jum-Jum, Jiri og
fleiri, allt nöfn með framandi blæ. En í raun
þarf ekki að leita ákveðinna fyrirmynda.
Landið fyrir handan er samnefnari fyrir allar
þjóðir sem búa undir hæl ofríkismanna af
ýmsu tagi, en Landið í fjarskanum er
draumaland okkar allra. Þar búa þegnarnir
við það frelsi sem í engu skerðir kjör ann-
arra, hamingjan er þar í húsi í sögulok.
Með hæfilegu ábyrgðarleysi má halda því
fram, að Elsku Míó minn sé dauf spegilmynd
þeirrar heimsskoðunar sem fram kemur í
Snorra-Eddu. Konungurinn faðir Míós og
þegnar hans búa á Græneyju í miðju hafinu,
og brú Morgunroðans tengir hana við um-
heiminn. Verðir gæta hennar, og rayndar er
hún dregin í land um nætur, svo Múspells-
lýðir sögunnar fari ekki báli og brandi um
byggðir, og reynist þó ekki einhlítt. Að
breyttu breytanda höfum við þá Ásgarð og
Bifröst. Miramis, hinn hvíti undrahestur, væri
þá óljós eftirmynd Sleipnis, og Landið fyrir
handan samsvarar allvel Jötunheimum. Og
síðast en ekki sízt er forlagahyggjan allsráð-
andi.
Astrid Lindgren á engan sinn líka. Hug-
myndaflugi hennar virðast engin takmörk
sett, og stíllinn á ævintýrasögum hennar er
sérstakur. Míó er sögumaður, og frásögnin
líður fram áreynslulaust, einkennd hlýju,
angurværð og jafnvel trega. Hið illa er gefið
í skyn, fyrst með óljósum ábendingum, en
síðan áþreifanlega: dýrin ókyrrast, blómin
visna, gleðin deyr þegar getið er riddarans
Katós. Þýðing Heimis Pálssonar er á ágætu
máli og hæfilega ögrandi börnum og ung-
lingum, eins og ég hef kallað það í þessum
pistlum.
Myndir Ilon Wiklands eru að vanda bókar-
prýði og yfirbragð þeirra allt með þeim
þokka, sem hæfir anda sögunnar.
BÓKMENNTIR
Ljóöiö ratar til sinna
Þorsleinn frá Hamri:
Ný Ijóð.
Iðunn 1985. 80 bls.
Ljóðið ratar til sinna,
heilt, óskipt
hugar það að mönnum og dýrum.
Svo segir Þorsteinn skáld frá Hamri í einu
ljóðanna í nýjustu bók sinni, sem út kom hjá
Iðunni fyrir fám mánuðum. í þessari yfirlýs-
ingu er fólginn að mér sýnist kjarni þeirrar
trúar sem þarf til að bera ljóðskáld áfram í
gerviveröld afþreyingariðnaðarins. Sjálfsagt
eru þeir of fáir sem ljóðið kann að rata til, en
þeir eru þó ljóðsins og þeirra vegna er kveð-
ið. Þetta er gott, en enn betra þó þegar kveð-
ið er jafn vel og Þorsteinn gerir víða í níundu
ljóðabók sinni. Því sannarlega er hér margt
ljóðið þess virði að það rati til sinna.
Tryggum lesendum Þorsteins kemur ekki
margt á óvart í Nýjum Ijóðum. En þeir fá þar
enn eina staðfestingu á öryggi skáldsins í
glímunni við mál og brag, staðfestingu á að
enn má yrkja vel á þessa tungu. Yrkisefnin
eru í beinu framhaldi af og nánu samhengi
við síðustu bækur hans á undan. Hér er
kveðið um geig nútíðarmanns, um áhyggjur
þess sem sér margt það sem honum þykir
nokkurs virði vera fótum troðið. Hér er ýmist
horft hvasst til hins ytra lífs eða skyggnst inn
á við og rýnt í sálarmyrkrið. Hér má finna ljúf
dæmi um „tímaleysið" eða það tímaskyn
sem gerir forna sögu að samtíð eins og í
„Gamalli haustmynd" (bls. 22) þar sem skáld-
ið rekur bernskuminningu um heimsókn
„fjallagarpa sem gistu / glatt, þreytt kvöld.“
Þetta glaða þreytta kvöld er lífgert fyrir les-
andanum með einföldum og hnyttnum drátt-
um:
Með sagnaskemmtan sápan innbyrt var.
I sumu leyndist.
ef til vill nokkur undirhyggjuþeli
með gátum fyrir stráka. Og stöku peli
var staddur þar.
Við sagnaskemmtunina færist líf í allt og
olíutýran varpar sérkennilegum skuggum
en þó „við hæfi". Tíminn leysist upp og þrátt
fyrir önn hversdagsins eru það hinir „eilífu
Islendingar" — frumbyggjar og nútíðarmenn
í senn — sem þarna eru á ferð:
Loks sofnuðu undir sœngum hin dreymnu
geð.
En samt var árla
stigið úr rekkju, hugað að hestum og
beizlum.
Feður vorir í fjallinu sátu að veizlum
og fylgdust rneð.
Þvílík eining liðins tíma og líðandi stundar
hefur orðið eitt af sérkennum Þorsteins, einn
snarasti þátturinn í þeim þræði sem tengir
þennan svikalausa nútímamann við sögu og
fortíð. Má mikið vera ef það er ekki einn dýr-
astur boðskapur ljóða hans ef þau megna að
kveikja lesendum aukinn skilning á „rótun-
um“ fornu og nauðsyn þess að gæta þjóðar-
eðlisins. Þá kynnum vér að mega vænta þess
að forfeðurnir af Eyrbyggjuslóðum litu til
okkar heldur hlýlega úr Helgafelli.
Meðal þess sem vekur athygli manns í Nýj-
um Ijóðum og tengist raunar þessu einkenni,
sem nú var nefnt, er hversu oft þar er vitnað
beint og óbeint til annarra skálda. Stundum
er tilvitnunin gefin í skyn þegar í fyrirsögn
svo sem í ljóðinu „Skáld“ (bls. 9) og er greini-
lega hugsað til Einars Benediktssonar þegar
brugðið er upp myndinni af skáldinu sem
ekki var boðið (sbr. æviágrip Einars eftir
Steingrím J. Þorsteinsson í Lausu máli II bls.
723), ellegar þá í ljóðinu „Davíð" (bls. 21).
Annars staðar er vísunin óljósari og kannski
ekki annað en ómur. Þannig er um ljóðið
„Klárinn minn“ (Bls. 34) þar sem persónu-
gervingin minnir býsna mikið á „Fola að
norðan" eftir Sigfús Daðason eða „Vatn“ (bls.
53). Þar er notuð kunnugleg mynd af mann-
inum „sem ferðast um fljótið breiða" (og
minnir raunar m.a. á „Morgunljóð úr
brekku" eftir Tómas) og kvæðinu lokið með
þessari vel dregnu mynd:
En þegar hann horfist í augu við útsœinn
mikla
oftar og leingur hugurinn til þess man
hver feimnar uppsprettur milli steinanna
stikla. . .
og kallar ósjálfrátt fram í huga undirritaðs
stöku Sigurðar Nordals:
Yfir flúðir auðnu og meins
elfur lífsins streymir.
sjaldan verður ósinn eins
og uppsprettuna dreymir.
Er býsna notalegt að finna þennan veg
hvernig samhengi má skapa í ljóðagerð þjóð-
arinnar.
í grein um Ljóðasafn Þorsteins í síðasta
blaði lét ég þess getið að mér sýndist hafa
með árunum dregið úr beinskeyttri ádeilu
skáldsins og farið að gæta meira vonleysis.
Nú bregður hins vegar aftur fyrir ýmsu sem
minnir á gamla daga í þessu efni. Þar má
nefna ljóð eins og „Morgunn" (bls. 16) — þótt
mér finnist reyndar óþarflega margt sagt,
fulllítið skilið lesandanum eftir í því kvæði —
og „Skriðu-Fúsa“ — sem mér þykir talsvert
frumlegt í ádeilu sinni.
Fáum er betur treystandi en Þorsteini til að
yrkja af fornum sögnum og gera þær glænýj-
ar. I því efni er sérstök ástæða til að nefna
kvæðin „Á Hlíðarenda" (bls. 55), „Gluggað í
Gunnlaugs sögu“ (bls. 25) og „Erfðasynd"
(bls. 13). Hið síðastnefnda er stutt en hnit-
miðað:
Ég fann boga Gunnurs
í ruslinu
og nota snúrustag fyrir streing.
Líkt og svo margir
hef ég unniö til synjunar
um Hallgeröarhárið
Meðan góðskáld geta fært fornsagnaminni
svo nærri okkur er máski ekki eins uggvæn-
legt í mannheimum og stundum virðist.
Ljóðinu „Óþoli" (bls. 57) lýkur með þess-
um erindum:
Hollvœttir,
Ijóstið mig sprotum yðar
að ég megni að afbera
heimsmynd hamskiptanna —
una við andartaksins vœngjaða fögnuð,
lifa
í þessum ljóðlínum speglast eitt mikilvæg-
asta þemað í ljóðum Þorsteins: fögnuður
andartaksins, lífsnautnin sem fólgin er í því
að njóta stundarinnar hér og nú og höndla
með því móti hið mikilvægasta af öllu: lífið.
í sama streng taka meðal annarra ljóða í
þessari bók „Funi“ (bls. 56), „Haustljóð“ (bls.
33) og „Morguntíðir" (bls. 19). Þetta stef hef-
ur Þorsteinn kveðið með vaxandi þunga eftir
þvi sem árin hafa liðið, og hér kallast það á
við bernskuminningarnar, sem einmitt eru
flestar hverjar af sama tagi: Smámyndir sem
verða að tærum skáldskap.
Enn sem fyrr gerir Þorsteinn frá Hamri
umtalsverðar kröfur til lesenda sinna þegar
hann grípur til vísana, beinna og dulinna, til
sögu og ljóða. En kvæði hans svíkja heldur
engan þann sem nennir að hugsa, leyfa þeim
að koma til sín eins og ljóðið getur ratað til
sinna.
í „Viðauka" við Ný Ijóð birtir Þorsteinn
nokkrar þýðingar erlendra ljóða. Fara þar
þýðingar á verkum eftir þá Poe, (fjögur
kvæði), Wordsworth (tvö kvæði) og Frost
(eitt kvæði). Kvæði þeirra síðarnefndu þekki
ég ekki og kann ekki að gera mér grein fyrir
ágæti þýðinganna. Frost kannast ég við m.a.
úr ágætum þýðingum og finnst texti Þor-
steins mjög sannfærandi. Meginviðfangsefn-
ið í þessum viðauka, „Hrafninn" eftir Poe,
hafa stórmeistarar eins og Matthías Joc-
humsson og Einar Benediktsson þýtt áður.
Er samanburður því býsna nærtækur. Þýð-
ing Matthíasar var að vísu meingölluð, en
það „leikna finngálkn", eins og Matthías kall-
aði Einar í bréfi, komst ótrúlega langt í að
snara þessu hárómantíska og brjálæðislega
verki Poes. Rúmið hér leyfir ekki Iangan
samanburð, en mér þykir Þorsteinn fara of
frjálslega með brag og hljóðleik Poes.
„Hrafninn" er einn af hátindum hinnar eigin-
legu „rómantíkur" þar sem saman fer mögn-
eftir Heimi Pálsson
uð stemning í efni og hrikalegur og snúinn
bragur. Poe gerði sjálfur grein fyrir því
hvernig hann ætlaðist til að taktur, hljóð og
jafnvel ljóðstafir mynduðu heild sem kallað-
ist á við hryllinginn í efni kvæðisins. Gott
dæmi eru ljóðlínurnar þar sem segir frá
skrjáfi gluggatjaldanna kvöldið góða þegar
hrafninn kemur:
And the silken, sad, uncertain
rustling of each purple curtain
Trilled me — filled me with fantastic
terrors never felt before;
Einar snaraði þessu svona:
Skrjáfaði í skarlatstjöldum,
skulfu kögur huldum völdum;
hrolli ollu, engu sinni
áður kunnum, gnýir þeir.
Kvœðasafn, 1964, bls. 59.
Lausn Matthíasar var að ég hygg miklu lakari:
Ljósið dofnar, lampinn ruggar,
línið skelfur, marra gluggar:
hvaða vofur, hvaða skuggar
herja’á mína sálarró?
Ljóðmœli II, 1958,' bls. 550.
Virðist hann ekki hirða um þátt eins og „s-
hljóðin" í þessum ljóðlínum. Poe ætlaði þeim
greinilega að vera hljóðlíkingar fyrir skrjáfið
í gluggatjöldunum og þannig áttu þau að
undirstrika skelfingu mælandans. Þetta var
Einari greinilega ljóst. Þorsteinn lætur þenn-
an þátt því miður eiga sig. Hann leggur ekki
áherslu á stefið „Never more“, sem verður
hjá honum „aðeins það“ — og gefur tóninn
í eftirfarandi þýðingu þessara vísuorða:
Hljótt og dapurt hóf og gnauða
hjá mér stofutjaldið rauða
og mig gagntók œði dulið
ógn og hrolli samtvinnað.
Ný Ijóð, bls. 62.
Hér þykir mér rím og bragur flatara en ég
hefði vænst af svo hagorðum manni sem
Þorsteinn er. Þegar rími er ætlað svo mikið
hlutverk sem raun ber vitni í „Hrafninum"
missist margt við þýðingu, en ekki sýnist
mér Einar hafa verið sleginn út ennþá.
Betur sýnist mér Þorsteini takast til við
þýðinguna á „Annabel Lee“, sem hann nefn-
ir „Ingu Ló“. Þar eru þrautirnar ekki eins
flóknar og lausnir oft mjög snotrar. En eftir
sem áður hygg ég Þorstein frá Hamri miklu
betur vaxinn til þess hlutverks að yrkja sjálf-
ur en gerast miðill annarra skálda. Þannig
hefur hann augðað íslenska ljóðlist með
hverri bók sinni til þessa. Þannig framhalds
er honum óskað.
Frágangur Nýrra Ijóða er allur vandaður
og káputeikning Guðrúnar Svövu bæði fal-
leg og smekkleg. Helsti ágalli í frágangi er að
ekki skuli haft efnisyfirlit með blaðsíðutali.
Þeim sem vill geta verið fljótur að finna ljóð
er það einatt til hagræðis.
HELGARPÓSTURINN 17