Helgarpósturinn - 11.07.1985, Page 19
lega margir eftir konunni íslensku,
sem fluttist til Bandaríkjanna, en
lenti svo í því að vera framseld ís-
lenskum yfirvöldum vegna meintr-
ar þátttöku í einhverju fíkniefna-
máli. Lögmaður konunnar er dr.
Gunnlaugur Þórðarson, en Ás-
geir Friðjónsson hjá fíkniefna-
dómstólnum óskaði eftir framsali
konunnar. Nú bregður svo við, að
Þórður Björnsson ríkissaksóknari
neitar að ákæra konuna og mun
ríkja mikil reiði meðal starfsmanna
fíkniefnalögreglunnar vegna þessa,
og raunar botna menn ekki neitt í
neinu í þessu mikla máli. Það síð-
asta sem HP frétti um þetta mál var,
að konan hygðist höfða mál á hend-
ur íslenska ríkinu og krefjast skaða-
og miskabóta. ..
s
^^^samkeppni stormarkaðanna
á Reykjavíkursvæðinu er farin að
draga dilk á eftir sér. Við heyrum að
tveir stórmarkaðir eigi orðið erfitt
uppdráttar vegna vaxandi sam-
keppni, JL-húsið við Hringbraut
eftir að Vörumarkaðurinn opnaði
hina stóru verslun sína á bæjar-
mörkum Reykjavíkur og Seltjarnar-
ness, og Vörumarkaðurinn við Ár-
múla vegna tilkomu Miklagarðs....
SSyvindur Erlendsson leik-
stjóri vinnur nú að undirbúningi
töku kvikmyndar sinnar, Eins og
skepnan deyr. Við fréttum af hon-
um á leið norður Kjöl ásamt kvik-
myndatökumanni sínum, og munu
þeir félagar vera að kanna staði
með kvikmyndatöku í huga. Reynd-
ar áttu tökur að vera komnar á full-
an skrið um þetta leyti, en hafa frest-
ast sökum fjárskorts. Eyvindur hafði
gert kostnaðaráætlun upp á sjö
milljónir króna, en fékk aðeins tvær
úr Kvikmyndasjóði í vetur. Þegar
svo tókst að fá fjármálaráðherra til
að standa við gildandi lög um fjár-
veitingar til sjóðsins og veita þannig
til hans tíu milljónum í viðbót, lyftist
brúnin á þeim sem eiga allt sitt und-
ir þessum sjóði og menn fóru að
bíða eftir nýrri úthlutun. En hið op-
inbera skriffinnskuapparat á íslandi
er ekkert lamb að leika sér við. Nú
er úthlutunarnefndin í sumarfríi
víða um lönd og alls engin von á
þeirri nefnd til starfa. Á meðan bíða
ógerðar kvikmyndir — og áætlanir
hrynja. Eyvindur mun þó vonast til
að geta byrjað í haust. . .
Í
I yfir tveimur vikum birtist grein.
eftir Sigmar B. Hauksson, út-
varpsmann og vín- og matarfrömuð
í helgarblaði DV. Fjallaði greinin um
Áfengisverslun ríkisins og hve illa
hún væri rekin. Benti Sigmar á ým-
islegt í greininni, m.a. skort á fagleg-
um innkaupum, og „happa — og
glappa" — aðferðir í rekstrarmálum.
Vakti grein þessi mikið fjaðrafok
meðal ráðamanna í Ríkinu, og ekki
síst mun forstjórinn Jón Kjartans-
son hafa tekið greininni illa. Var
engu líkara en að minkur hafi kom-
ist inn í hænsnabú. En eftir mikið
fum og ráðabrugg var ákveðið að
þegja málið í hel og svara engu.
Þetta er reyndar aðferð sem við á
HP könnumst vel við þegar við
komum við kaunin á kerfinu eða
einstökum ráðamönnum og brodd-
borgurum. . .
K
■ ^^onur þær sem keyptu húsa-
þyrpinguna á Vesturgötunni og
nefndu Hlaðvarpann, hafa verið öt-
ular að safna fé til kaupanna og
þeytast víða, svo starfsemin megi
verða sem öflugust. Nú hafa for-
sprakkar kvennanna ákveðið að
halda fasta óformlega fundi á
fimmtudögum á Gauki á Stöng.
Verður þingað milli tólf og eitt í há-
deginu, uppi, og öllum unnendum
Hlaðvarpans boðið að taka þátt í
umræðunum sem munu fara fram
undir slagorðinu „Ekkert mussu-
klaustur í miðbænum". Slagorðið er
til að minna á að dagar rauðsokk-
anna eru liðnir og ný kvennapólitík
tekin við þar sem vinstri stefna ráði
ekki ríkjum. Upphafsmaður slag-
orðsins mun vera Gerður Pálma-
dóttir í Flónni. . .
N
■ tH ú er von á fyrstu íslensku
matreiðslubókinni um íslenskan
mat, á útlensku og fyrir erlendan
markað. Er þar engin önnur en fé-
lagi Jóhanna Sveinsdóttir, mat-
kráka og blaðamaður HP, sem hefur
ritað þessa bók, sem Iceland Riview
hyggst gefa út i haust. Bókin fjallar
eingöngu um íslenskan mat og er
kaflaskipt eftir hráefnum. Mun bók-
in verða gefin út á ensku og verður
seld á erlendum markaði en einnig
íslenskum — og ef vel tekst til og
þessi útgáfa verður til þess að
enskumælandi þjóðir fara að borða
íslenskan mat — verður henni snar-
að á fleiri erlend mál...
A
föstudagsmorgun kom
Magnús Bjarnfreðsson upp í Sjón-
varp til þess að taka upp þáttinn
Sjónvarp næstu viku, sem sendur er
út á sunnudagskvöldum. En þegar á
hólminn var komið reyndist enginn
tæknimaður vera til staðar. Við at-
hugun kom í ljós, að „teamið" var
einhvers staðar úti í bæ. Þessi saga
er til vitnis um óttalegt ástand, sem
ríkir nú hjá Sjónvarpinu. Þar er
óánægjan að magnast og líkurnar á
hvarfi tæknimanna aukast með degi
hverjum. Annað dæmi um bagalegt
ástand á Sjónvarpinu, er að þar hef-
ur met í starfsreynslu í hljóðupp-
töku maður, sem hefur unnið hjá
Sjónvarpinu í 4 mánuði...
BÍiALEICA
REYKJAVÍK: 91-31815/686915
AKUREYRl: 96-21715/23515
BORGARNES: 93-7618
VÍÐIGERÐ! V-HÚN.: 95-1591
Bl.ÖNDUÓS:
SAUÐÁRKRÓKUR:
SIGL.UFJÖRÐUR:
HÚSAVÍK:
EGII.STAÐIR:
VOPNAEJÖRDUR:
SEYÐISFJÖRÐUR:
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:
HÖFN HORNAF IRDI.
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
■ ^H ú mega bargestir búast við
bættri þjónustu á veitingahúsum.
Margur gesturinn hefur nefnilega
velt því fyrir sér hvort hann hafi
fengið rétt mælt í glasið sitt þegar
hann hefur b'eðið um einn einfaldan
tvöfaldan eða sjöfaldan. Hingað til
hafa barþjónar notað lítil mæliker
sem sett eru á glasabarmana, hellt
flausturslega í og þeim steypt ofan í
glösin. Síðan hafa sjússmælar verið
settir á sjálfar flöskurnar og þótt dá-
lítið öruggari, en þó hvergi tryggt al-
gert öryggi gestanna. Það nýjasta á
markaðnum (og auðvitað frá henni
Ameríku) eru svonefndir tölvusjúss-
mælar. Það eru hin merkustu appa-
röt og eiga að sögn fróðra að mæla
nákvæmlega upp á millilítra rétt og
tryggja kúnnanum að hann fái sína
réttu dropa fyrir peningana. Gallinn á
gjöf Njarðar er hins vegar að enn
sem komið er eru slíkir mælar rán-
dýrir og mun stykkið af þeim kosta
um tíu þúsund dollara, eða um 400
þúsund krónur íslenskar. Danir hafa
þó riðið á vaðið (sem oftar þegar
áfengismálin eru annars vegar) og
innleitt sjússamæla í Kongens Köb-
enhavn. Þannig hefur t.d. hinn frægi
staður Café Viktor haft tölvusjúss-
mæla um nokkra hríð og sú
reynsla gefist mjög vel, fleiri sækja
staðinn, í öruggri von og trú um að
fá sitt fyrir aurinn. Þannig mun árs-
velta Café Viktor hafa aukist um
3—400 þúsund danskar krónur á
síðasta ári vegna tilkomu hins nýja
sjússamælis. I vor reyndu tveir ls-
lendingar að innleiða þetta tæki á
Islandi, þeir Þorsteinn Viggósson,
sem frægur er fyrir veitingarekstur
í Kaupmannahöfn, og Halldór Júl-
íusson, eigandi Glæsibæjar. Hafa
þeir kynnt tækið fyrir eigendum
veitingastaða, en menn verið tví-
stígandi, vegna þess hve tækið er
dýrt og söluskattur leggst ofan á
verðið. Finnst eigendum veitinga-
staða það nokkuð hæpið, þar sem
þeir eru þegar búnir að greiða sölu-
skatt af vörunum sem þeir hafa á
boðstólum. Hins vegar eru tölurnar
frá Danmörku nokkuð freistandi
þannig að kannski er ekki langt í
það, að við lesum auglýsingar veit-
ingahúsanna sem segja sem svo:
„Frá okkur færðu sússana af
tölvu. ..“
FALCONCREST
Frábærir framhaldsmyndaþættir
2 nýir þættir koma á hverjum
fimmtudegi
Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins
Dreifing: MYNDBÖND HF.
Skeifunní 8. Símar 686545 — 687310.
0
Listahátíð í Reykjavík
1986
efnir til
smásagnasamkeppni
MEÐ STUÐNINGI
REYKJAVÍKURBORGAR, LANDSBANKA ÍSLANDS OG SEÐLABANKA ÍSLANDS
Tilefni þessarar smásagnasamkeppni er að á Listahátíðarárinu 1986 fara sam-
an þrjú stórafmælk 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar, 100 ára afmæli Lands-
banka íslands og 100 ára afmæli seðlaútgáfu á íslandi.
Um tilhögun
samkeppninnar
Yrkisefni
sagnanna skal sótt í íslenskt nútímalíf, en að öÖru leyti hafa
höfundar frjálsar hendur.
Skilafrestur
er til 10. apríl 1986. Sögurnar skulu merktar dulnefni en rétt
nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi sem er merkt með dul-
nefninu og sendast í pósthólf Listahátíöar númer 88,121 Reykja-
vík.
Dómnefnd
smásagnasamkeppninnar skipa þau Þórdís Þorvaldsdóttir, borg-
arbókavörður, Stefán Baldursson, leikhússtjóri, og Guðbrandur
Gíslason, bókmenntafræðingur.
Úrslit
verða tilkynnt við opnun Listahátíðar 1986 þann 31. maí.
Stefnt er að því að gefa út bestu sögurnar í bók og er áætlað að
bókin komi út á afmæii Reykjavikurborgar 18. ágúst.
* i|i
\ Listahátíö í Reykjavíkurborg
\ Reykjavík
Verðlaun
eru mjög vegleg
og verða visitölutryggð
en þau eru:
1 • verðlaun 250.000,-
2 • verðlaun 100.000,-
3* verðlaun 50.000,-
Aöeins ein saga hlýtur hver verölaun
.andsbanki
slands
HELGARPÓSTURINN 19