Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 12
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar:
Ingólfur Margeirsson og
Halldór Halldórsson
Blaðamenn: Edda
Andrésdóttir, Jóhanna
Sveinsdóttir og Sigmundur
Ernir Rúnarsson
Útlit: Elín Edda
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Magnea Matthíasdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Auglýsingar:
Jakob Þór Haraldsson
Innheimta:
Garðar Jensson
Afgreiðsla: Guðrún Hðsler
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavik, sími
8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 8-15-11
Setning og umbrot:
Leturval s/f
Prentun: Blaðaprent h/f
Broslegt
yfirklór
Jón Helgason dómsmála-
ráðherra virðist ekki hafa þolað
frýjunarorð bindindismanna og
samtaka þeirra, þegar þeir neru
honum því um nasir að hann,
sem er bindindismaður og
stúkumaður í ofanálag, væri
orðinn methafi í veitingu nýrra
vínveitingaleyfa. Og víst er það
rétt, að í tíð Jóns sem dóms-
málaráðherra hefur hann af-
greitt fleiri ný veitingaleyfi en
nokkur hans forvera á ráðherra-
stóli. En ástæðna þessa er að
leita í þeirri staðreynd að um-
sóknum hefur stórfjölgað á
skömmum tíma með tilkomu
kráa og lítilla veitingahúsa, sem
sprottið hafa upp með miklum
hraða, ekki aðeins á höfuð-
borgarsvæðinu heldur um allt
land. Nú eru 102 vínveitinga-
hús á landinu — hefur fjölgað
mjög hratt á síðustu árum. Ekki
virðist hins vegar sem þessi
fjölgun vínveitingastaða fram-
kalli sjálfkrafa meiri áfengis-
neyslu, því tölur um áfengis-
magn á hvert mannsbarn bera
með sér litlar breytingar í gegn-
um árin.
Það er því ekki stórkostlega
aukin áfengisneysla sem hefur
orðið til þess að dómsmálaráð-
herra ákveður að hefja áfengis-
varnanefndir í landinu til vegs
og áhrifa, þannig að þær hafi
neitunarvald í sínu sveitarfélagi
þegar umsóknir um vínveit-
ingaleyfi berast. Nei, annað
hangir þar á spýtunni. Ekki
verður framhjá því horft að ráð-
herra er stúkumaður, og sem
slíkur berst hann gegn allri
áfengisneyslu í landinu. Þar á
meðal tilveru vínveitingahúsa. í
annan stað hefur ráðherra mjög
vitnað til samþykkta Alþingis,
niðurstöðu ráðgefandi nefndar
um opinbera áfengismála-
stefnu og síðast en ekki síst
umræðna á áfengismálaráð-
stefnu sem haldin var á vegum
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga fyrir skömmu. i öllum
þessum tilvikum var lagt til að
aðgangur að áfengi yrði tor-
veldaður — m.ö.o. fólki væri
gert eins erfitt fyrir og kostur
væri að ná í áfengi.
Spurningin er hins vegar
hvort valdamenn eigi þá ekki
að ganga lengra í þessari við-
leitni og loka áfengisútsölum
og vínveitingahúsum í stórum
stíl. Nú, eða fara gömlu templ-
araleiðina og banna innflutning
og framleiðslu á áfengi. Væri
það ekki áhrifaríkasta leiðin til
að torvelda fólki aðgang að
áfengi?
Fálmkennd tilraun dóms-
málaráðherra, sem varpar af sér
ábyrgð með því að setja valdið-
í hendur áfengisvarnanefnda,
er kjánalegt yfirklór af hendi
Jóns Helgasonar. Sú aðgerð
lýsir ekki markvissri stefnu í
þessum málum, heldur er hún
brosleg flóttatilraun ráðherra —
eða stúkumanns — í vanda.
LEIÐRETTING
Myndvíxl
Af misgáningi birtum við á forsíðu
síðasta tbl. HP mynd af Lárusi H.
Bjarnasyni, fyrrverandi sýslumanni
á ísafirði og síðar í Snæfells- og
Hnappadalssýslu og rektor Háskóla
Islands með meiru. A myndinni
merktum við Lárus sem framsókn-
armann, en hann var sjálfstæðis-
maður. Lárus andaðist 1930. Mynd
af honum átti alls ekki að birtast,
heldur víxluðust myndir af honum
og Kristjáni Torfasyni, bæjarfógeta í
Vestmannaeyjum, framsóknar-
manni. HP biðst velvirðingar á
þessum leiðu mistökum.
Lárus H. Bjarnason.
Kristján Torfason, bæjarfógeti I Vest-
mannaeyjum.
Leiðrétting
í síðasta Helgarpósti skýrðum við
frá því, að Jón Ármann Héðinsson
væri orðinn framkvæmdastjóri Get-
rauna. Þetta er ekki alls kostar rétt.
Jón Ármann er nýr stjórnarformað-
ur Getrauna, en nýr framkvæmda-
stjóri er Birna Einarsdóttir, ungur
viðskiptafræðingur. Saman ætla
þau að auka veg og vanda Get-
rauna, eins óg við sögðum í frétta-
klausunni.
finningamál hin mestu og taka
meira að segja fram flokkshollustu
þegar svo ber undir. Nú heyrir Helg-
arpósturinn af því að bindindis-
menn, sem sjá ofsjónum yfir fjölgun
vínveitingastaða, hyggist refsa sín-
um flokksmönnum fyrir linkind í
þeim efnum með því að ganga til
liðs við áhugamenn innan kirkjunn-
ar, sem lengi hafa alið með sér þann
draum að stofna kristilegan stjórn-
málaflokk...
Altént er ljóst að það yrðu engir
léttvigtarmenn sem stæðu að slíkri
flokksstofnun, auk þess .sem bind-
índismenn og kirkjunnar menn eru
mjög öflugir í áróðri; trúa á málstað-
inn í blindni og láta ekkert aftra sér.
Kristilegi bindindisflokkurinn yrði
sennilega skeinuhættur gömlu
flokkunum, ef af stofnun yrði. Fund-
ir hafa verið haldnir víða um land
um þessar hugmyndir. Þær eru enn
á umræðustiginu, en framhald
áfengismálanna mun ráða miklu
um framtíðarákvarðanir. Ákvörðun
Jóns Helgasonar um aukið vægi
áfengisvarnanefndanna mun hafa
keypt gömlu flokkunum stundarfrið
fyrir hinu harðskeytta bandalagi
kirkjunnar manna og bindindis-
manna...
LAUSNÁ
SKÁKÞRAUT
Lausnir.
Ruhe: Væri Bg7 valdaður, gæti hvít-
ur mátað með 1. Rf6+. En f8D dugar
ekki vegna þess að þá er svartur
patt. Lausnin er einföld á þessari
glettu: 1. f8B Kg8 2. Rf6 mát!
Keres — Gligoric: Keres kom sér
upp banvæntíi tvíhótun með 1.
Hxg7+! Bxg7 2. Dg4
Nú hótar hann ekki einungis 3.
Dxg7 mát, heldur einnig að vinna
drottninguna með 3. Rh6+ og 4.
Dxd7. Gligoric lét því drottninguna,
en það er líka vonlaust: 2.-Dxf5 3.
Dxf5 Hf6 4. Dd7 og svartur gafst
upp.
BÍIAUIGA
REYKJAVÍK: ' -91-31815/686915
AKUREYRl: 96-21715/23515
BORGARNES: 93-7618
VÍÐIGERÐI V-HÚN.: * 95-1591
BLÖNDUÓS: 95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: 95-5884/5969
SIGLUFJÖRÐUR: 96-71498
HÚSAVÍK: 96-41940/41594
EGILSTAÐIR: 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR;, 97-3145/3121
SEYÐISFJÖRÐURf 97-2312/2204
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRDI: 97-8303
interRent
FALCONCREST
Frábærir framhaldsmyndaþættir
2 nýir þættir koma á hverjum
fimmtudegi
Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins
Dreiling: MYNDBÖND HF.
Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.
FERÐAÁÆTLUIM SUMARIÐ '85
Ódýrar dagsferðir
Frd Reykjavík íil Hverogerðis og Selfoss:
Allo dogo ollt órið kl. 09.00—13 00—15 00—18 00
Allo dogo nemo laugardogQ kl. 20 00.
Sunnudogo kl 23 00
Fró Reykjovík til Eyrorbokko og Stokks-
eyror:
Allo dogo ollt órið kl 09.00—15.00—18.00.
Frd Reykjovík til Diskupstungno, Gullfoss
og Geysis:
Allo doga Qllt sumonð kl. 09.00
Þnðjudogo miðvikudoga og föstudago kl 18.00.
Frd Stokkseyri til Selfoss, Hverogerðis og
Reykjovíkur:
Allo dogo k! 09,00—12 30—18.00.
Sunnudogo kl 20.30.
Frd Eyrorbokko til Selfoss, Hverogerðis og
Reykjovíkur:
AIIq dogo kl 09 10—-12.40—18.10
Sunnudoga kl. 20-40
Frd Selfossi til Hveragerðis og Reykjo-
víkur:
Allo virko dogo neirio lougordogo kl. 06.50
Allo dogo kl. 09 30—13.00—16.00—18 30.
Sunnudogo kl 21.00
Frd Hverogerði til Reykjovíkur.
Allo virko dogo nemo iougordoga kl 07.05
Allo dogo kl. 10 00—13 30—16.30—19 00
Sunnudoqo kl. 21 30 ~—~ .
Frd Gulifossi til Reykjovíkur:
Allo dogo nemo sunnudogo kl. 12.45.
Sunnudogo kl. 16.25
Frd Geysi til Reykjovíkur:
Allo dogo nemo sunnudogo kl. 14.15.
Sunnudoga kl. 16.45.
Miðvikudogo kl. 08.00.
Frd Lougardsi til Reykjovíkur:
Allo dogo nemo sunnudogo kl. 15.00
Sunnudogo kl. 17.40
Miðvikudoga kl 8 45.
HVAÐ KOSTAR AÐ FARA MED
SÉRLEYFISDÍLUM UM SUDURLAND?
Beykjovik—Hverogerði .......................'... 100 kr.
Reykjovík—Selfoss ............................. 130 kr
Reykjovík—Eyrorbokki ............................160 kr.
Reykjovik—Gullfoss ........................... 300 kr.
Dagsferd
Reykjovík—Gullfoss og Geysir—Eyrorbokki—
Stokkseyri—Reykjovik............................ 630 kr.
Dílor Sérleyfisbilo Selfoss foro fró D.5 i Reykjovík. Engm þórf
6 oð ponto aðeins mœto o réttum timo og leggjo upp i þíno
eigm óœtlunorferð um Suðurlond.
SÉRLEYFISDÍLAR SELFOSS HF:
Simi 99-1599
Afgreidsla:
Á Selfossi Árnesti sími 99-1599
i Hverogerði Hótel Ljósbró simi 99-4588
i Reykjovik: DS.i simi 22300
Bifreióogeymslo Selfossi simi 99-2215
SÉRLEYFISBÍLAR SELFOSS HF.
SÍMI 99-1599
12 HELGARPOSTURINN