Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 21
á Vestur-lslendingum í Garðabæ
fyrrum landa sína niðri á Hressó og
alls staðar.
Samræmt kleinuát
fornt
Fólkið streymdi nú inn í salinn,
fékk sér sæti og renndi í bollana.
Það varð þéttsetið og hávær kliður,
undarlegt sambland af ensku og ís-
lensku fyllti salinn. Þjóðarréttirnir;
lagkakan Randalín, kleinur og
pönnsur virtust vel þegnar eftir
guðsorðið og flestir svona brutu
kleinur og kökur á diskinum og
stungu upp í sig bita og bita í senn í
stað hinnar þjóðlegu hefðar í
kleinu- og kökuáti að lyfta þeim í
heilu lagi upp að vörum sér og bíta
af vænan bita. Rjómapönnsurnar
voru hinsvegar borðaðar eftir
kúnstarinnar reglum hinnar þjóð-
legu hefðar — með litlum kökugaffli
eða teskeið, enda á maður á hættu
að útatast allur í rjóma og sultu ef
maður notar þjóðlegu kleinu- og
lagkökuaðferðina. Það er heldur
ekki svo auðvelt að brjóta rjóma-
pönnsur með höndunum á diski
nema þær séu þeim mun eldri, en
því var sko ekki aldeilis þannig var-
ið — þetta voru góðar og gildar ís-
lenskar pönnukökur, mjúkar og ljúf-
fengar, ég tékkaði það sjálfur.
Hvað kostar fjall-
konubúningurinn?
Fegurðardísirnar úr eldhúsinu
liðu um salinn eins og álfkonur úr
ævintýri og sáu til þess að aldrei
vantaði pönnsu né kleinu á diskana
og fylltu á brúsana jafnskjótt og
lækkaði í þeim. Þegar samsætið var
í algleymingi og kliðurinn af tali,
kleinusmjatti og kaffisötri var orð-
inn hvað háværastur, birtust allt í
einu nokkrar þjóðlega klæddar kon-
ur í fullum einkennisskrúða svo
þögn sló á mannskapinn. Þær
gengu rösklega gegnum salinn og
upp á svið þar sem einmanalegur pí-
anóleikarinn sat og sló ættjarðar-
lögin í takt við göngulagið. Fólkið
fylgdi þeim eftir með galopnum
augunum og munninn fullan af
kleinum og kaffi meðan þær röðuðu
sér upp á sviðinu og sú fallegasta
þeirra tók til máls. Hún útskýrði nyt-
semi og tilgang hins íslenska þjóð-
búnings og samsætisgestir hlustuðu
með athygli á mál hennar og margir
drógu upp myndavélarnar og
smelltu í gríð og erg svo allur salur-
inn ljómaði af flassljósunum. Þegar
stúlkan í fjallkonumúnderingunni
hafði lokið máli sínu spurði hún si-
sona hvort væru einhverjar spurn-
ingar. Nú skyldi ég fá endanlega úr
því skorið hvort þarna væru islend-
ingar eða útlendingar að snæða
kleinur því það er eitt af aðalsmerkj-
um íslensks þjóðernis að vera ekk-
ert að trana fram spurningum til
ræðumanna, þó svo mann langi til.
Ég hef margoft setið á fundum og
ráðstefnum með íslendingum þar
sem ræðumaður spyr sisona í lokin
og undantekningarlaust hefur sleg-
ið vandræðaiegri þögn á hópinn,
menn fara að fitla með serviettuna
sína, glamra með teskeiðinni, leita
sér að eldspýtum eða bara svona líta
í kringum sig í salnum kæruleysis-
legir á svipinn til að gá hvort þeir
sjái ekki einhvern sem þeir þekkja
til að nikka til. Ræðumaðurinn hins-
vegar tvístígur vandræðalega í
pontunni, vitandi að mál hans var
svo fjári áhugavert að spurningarn-
ar hljóta að brenna á vörum áheyr-
enda en enginn spyr um neitt svo
hann skammast niður úr pontunni,
eldrauður í framan með skottið á
milli lappanna. Ákaflega hreint pín-
legt ástand sem allir íslendingar
kannast við.
En nú vildu allir spyrja: Úr hverju
er búningurinn? Hvað kostar hann í
dollurum, hverjir nota hann og
hvernig og hvenær o.s.frv. o.s.frv.
Það bókstaflega rigndi spurningum
yfir stúlkurnar í júníforminu og því
flóði ætlaði aldrei að linna. Að end-
ingu tók sú sem orð hafði fyrir þeim
af skarið því eilífðin er örstutt, og
sagði að þær myndu dreifa sér um
salinn til að svala frekari forvitni út-
lendinganna svo dagskráin gæti
haldið áfram. Svo dreifðust þær
skartbúnar um svæðið við mikinn
fögnuð samsætisgesta sem kepptust
við að stilla sér upp við hlið þeirra
og smellir myndavélanna yfir-
gnæfðu alveg næsta dagskrárlið.
What do you think
of lceland, mister?
En dagskráin hélt áfram ýmist á
ensku eða íslensku. Formenn þjóð-
ræknifélaganna héldu tölur, heið-
ursskjölum og -skjöldum var útbýtt
þar sem við átti og Light-night leik-
húsið sagði fáein orð og dreifði
bæklingum. Ég var búinn að hafa
einn samsætisgesta í sigtinu svolít-
inn tíma; ungan mann sem gat verið
hvort heldur var amrískur kontór-
isti eða bílagæi frá Selfossi. Þegar
svo ein ræðan var á íslensku brá
hann sér fram í anddyri því hann
skildi ekki bofs og þar gómaði ég
hann: Well mister, what do you
think of Iceland? Hann bunaði út úr
sér rullunni um hversu stoltur hann
væri af ætterni sínu og amma hans
hefði verið frá Vopnafjörður og
hann væri að læra meiri og meiri ís-
lensku en kynni samt eiginlega ekk-
ert. Ég ætlaði að negla hann fyrir
þjóðrembu en hann sá mig strax út
og sagði að allir íbúar Kanada væru
mjög stoltir af uppruna sínum og
það væri ekkert merkilegra að eiga
uppruna sinn á íslandi heldur en
hvaða landi öðru sem væri. Þetta
var í fyrsta skipti sem hann kom til
íslands en mamma hans hafði kom-
ið hingað margoft og sýnt honum
myndir héðan og sagt honum frá
ósköpunum svo það var eiginlega
fátt sem kom honum verulega á
óvart. Hinsvegar kom það mér
verulega á óvart þegar hann sagði
að íslendingar væru svo elskulegir,
opnir og brosmildir, því ég hef alltaf
haldið að við værum þjóða mestir
þumbarar — og meira að segja talið
mig geta sannað það. Það má líka
heita einkennilegt að sumum sem
gista þetta land skuli finnast íslend-
ingar vera hinir mestu kurfar en svo
halda aðrir varla vatni yfir elskuleg-
heitum landans, en kannski er eðli-
legt að mönnum renni blóðið til
skyldunnar og maður sýni á sér þá
hlið þegar sá sem í hlut á gæti allt
eins verið frændi manns eða
frænka, heldur en einhver ókunn-
ugur bakpokalýður. Og sjálfsagt má
segja að þeir túrhestar sem þarna
voru samankomnir í Kirkjuhvoli
hafi séð á landanum aðra hlið en
hinn aimenni túrhestur sér og hvort
þeirra sýnir réttari mynd af innræti
mörlandans skal ósagt látið.
Úti er ævintýri
og veðrið var
bara sæmilegt
Fórnarlambinu mínu fannst líka
íslenskar stelpur afskaplega undur-
fagrar og skírskotaði til vinkvenna
minna í eldhúsinu en hann hafði
fengið góðfúslegt leyfi einnar þeirra
til að smella af henni mynd og eiga
til minja. Meðan við stóðum að
spjalli frammi í anddyri upphófst
samsöngur inni í salnum og þar
mátti heyra Stóð ég útí tunglsljósi
sungið af mikilli innlifun. Að sam-
söngnum loknum kom heilmikið los
á samsætisgesti og menn fóru að
tínast út í rútur og einkabíla. Ævin-
týrið um kaffið, kleinurnar og lag-
kökuna Randalíni var úti og túr-
hestaprógrammið Þingvellir í gær,
Akureyri á morgun hélt áfram eins
og ekkert hefði gerst. Það var hlýft
en sólarlaust veður þennan dag og
vatnsmettuð skýin lágu makinda-
lega ofan á Esjunni.
HELGARPÓSTURINN 21