Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 22
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 2. ágúst 1%Í5 Ævintýri Berta. Sænskur teikni- myndaflokkur. Svona gerum við. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Skonrokk. 21JÖ5 Heldri manna líf. (Aristocrats). y Breskur heimildamyndaflokkur um aðalsmenn í Evrópu, hlutverk þeirra í nútímasamfélagi, lifnaðarhætti þeirra og siði. 22.05 Marlowe einkaspæjari. (Marlowe). Bandarísk bíómynd frá árinu 1969, byggð á sögu eftir Raymond Chand- ler. Leikstjóri Paul Bogart. Aðalhlut- verk: James Garner, Gayle Hunnicutt, Carrol O'Connor, Rita Moreno og Sharon Farrell. Marlowe einkaspæjara er falið að leita ungs manns. Það verður til þess að hann dregst inn í margslungin og dul- arfull glæpamál. 23.35 Fróttir í dagskrárlok. Laugardagur 3. ágúst 17.30 Iþróttir. 19.25 Kalli og sælgætisgerðin. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Allt í hers höndum. (Allo, Allo!). Fjóröi þáttur. Breskur gaman- myndaflokkur í átta þáttum. 21.05 Carrie. Bandarísk bíómynd frá árinu 1952, byggð á skáldsögu eftir Theo- dore Dreiser. Leikstjóri William Wyler. Aðalhlutverk: Laurence Olivier og Jennifer Jones. Carrie er ung sveitastúlka sem flytur til borgarinnar. Þar kynnist hún mið- Á aldra manni og takast með þeim ástir, s- 1 en hann er kvæntur fyrir og eiginkon- an vill ekki veita honum skilnað. 23.05 Dauöinn ríöur hrossi. (Death Rides A Horse). ítalskur vestri frá árinu 1969. Leikstjóri Giulio Petroni. Aðalhlutverk: John Philip Law, Lee Van Cleef og Anthony Dawson. Bill vill hefna fjölskyldu sinnar sem bófaflokkur drap á hrottalegan hátt þegar hann var barn. Einn bófanna, Ryan, hefur afplánað fangelsisdóm vegna svika samherja sinna. Bill og Ryan eiga því sameiginlega óvini og hyggja báöir á hefndir. Myndin er alls ekki viö hæfi barna. 00.55 Dagskrárlok. Sunnudagur g 4. ágúst II9.OO Sunnudagshugvekja. 18.10 Róbinson fjölskyldan. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Demantstorg. (La Plaza del Dia- mante). Lokaþáttur. 21.40 Samtímaskáldkonur. 22.20 Balletsyrpa. (Ballet Gala). Frægir dansarar sýna listir sínar við tónlist af ýmsu tagi. 23.10 Dagskrárlok. Mánudagur 5. ágúst 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur. Tommi og Jenni, Leikbrúöumynd um Ævintýri Randvers og Rósmund- ar. Hananú, tékknesk teiknimynd. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskró. 20.35 Þegar verslunin er frjóls. Ný heim- ildakvikmynd um verslun á íslandi. 21.00 Crummond spæjari. Bresk-banda- rískur leiksviðsfarsi í tveimur þáttum. Leikstjóri Terence Williams. Leikend- ur: The Low Moan Spectucular Com- edy Troupe. Tveir þýskir njósnarar koma til Bret- lands á styrjaldarárunum til þess að næla sér í vísindaleyndarmál. Þeim verður þó ekki kápan úr því klæðinu því hinn stórsnjalli spæjari Crumm- ond er óbrigðull og sér við þeim. 22.30 Sterkasti maður íheimi. Endursýn- ing. 23.20 Fróttir í dagskrárlok. Föstudagur 2. ágúst 07.00 Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 07.20 Leikfimi. 07.55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. 0%Ö0 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,Litli klárinn. 09.2Q Leikfimi. 1Q|QQ Fréttir. 10.45 ,,Þaö er svo margt að minnast á." 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fróttir. 14.00 ,,Úti í heimi", endurminningar dr. 1 Jóns Stefónssonar. 14.30 Miödegistónleikar. TÍ15 Lótt lög. 16.00 Fréttir. 16.20 Á sautjóndu stundu. 17.00 Fróttir ó ensku. 17.05 Barnaútvarpið. 17.35 Fró A til B. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mól. 19.55 Lög unga fólksins. 20.35 Kvöldvaka. 2l>25 Frá tónskáldum. 22^00 Hestar. 22.15 Út blöndukútnum. 23.15 ,,West Side Story — söngleikur eftir Leonard Bernstein. 00.50 Fréttir. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Guöbjörg Vilhjálmsdóttir námsrádgjafi „Eg horfi á teiknimyndirnar með Kára syni mínum og les fyrir hann textann ef enginn sögumaður er. Þá hef ég gaman af heimildamyndum; t.a.m. Samtímaskáldkonur sem mér finnst sérlega góður þáttur, Heldri manna líf og Þegar verslunin er frjáls. Ég er að hugsa um að horfa á kvik- myndina Carrie með Laurence Olivier — það er alltaf gaman að sjá hann leika — og á ballettinn á sunnudagskvöldið. Nú, ég er ein af þeim sem hlusta eiginlega aldrei á Rás tvö nema kannski á þætti Svavars Gests, — hann finnst mér alltaf skemmtilegur út- varpsmaður. Og þar sem ég er búsett erlendis hlusta ég á íslenska þætti um íslensk málefni og tónlistarsmekkur minn fellur vel að þeirri tónlist sem leikin er á Rás eitt.“ Laugardagur 3. ágúst 07.00 Fréttir. Bæn. Tónleikar. 07.55 Daglegt mól. 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.30 Óskalög sjúklinga. 10100 Fréttir. óskalög sjúklinga, frh. TK00 Drög aö dagbók vikunnar. Um- ..s sjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.20 Fróttir. 14.00 Inn og út um gluggann. T4-20 Listagrip. 15.2Q „Fagurt galaði fuglinn sá". 16.00 Fréttir. 16.20 Síödegistónleikar. 17áQ0 Fróttir ó ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. 17.50 Síðdegis í garðinum. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 Elsku mamma. 20.00 Harmonikuþáttur. 20.35 Útilegumenn. 21.00 Kvöldtónleikar. 2H 40 „Framavonir", smósaga eftir J Erlend Jónsson. 22.35 Náttfari. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Fréttir. 24.05 Miðnæturtónleikar. 00.55 Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rós 2 til kl.03.00. Sunnudagur 4. ágúst 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir. 08.35 Lótt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 1Qp Fréttir. 10.25 Út og suður — Friðrik Páll Jónsson. TliQO Messa í Skálholtskirkju. Hádegis- tónleikar. 12JÖ Fróttir. 13.35 MA-kvartettinn. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.10 Leikrit: ,,Boöið upp í morö" eftir John Dickson Carr. 16.20 Milli fjalls og fjöru. Umsjón: Örn Ingi. RÚVAK. 17.00 Fróttir ó ensku. 17,05 Síðdegistónleikar. 1Ó>00 Bókaspjali. Áslaug Ragnars sér um þáttinn. 18.15 Tónleikar. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Tylftarþraut. Spurningaþáttur. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. 21.00 islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Útvarpssagan: „Theresa" eftir Francois Mauriac. 22.00 ,,Döggin á grasinu er glitrandi tær". 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþóttur. 22.50 Djassþóttur. 23.35 Á sunnudagskvöldi. (24.00 Fréttir). 00.50 Dagskrárlok. Föstudagur 2. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfiö. 16.00-18.00 Léttir sprettir. Þriggja mfnútna fréttir sagöar klukkan: 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 20.00-21.00 Lög og lausnir. 21.00-22.00 Bergmál. 22.00-23.00 Á svörtu nótunum. 23.00-03.00 Næturvaktin. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá Rásar1. Laugardagur 3. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Við rásmarkiö. 16.00-17.00 Listapopp. 17.00-18.00 Áfram veginn. 20.00-21.00 Lfnur. 21.00-22.00 Stund milli strföa. 22.00-23.00 Bárujárn. 23.00-00.00 Svifflugur. 00.00-03.00 Næturvaktin. Sunnudagur 4. ágúst 13.30-15.00 Krydd f tilveruna. 15.00-16.00 Dæmalaus veröld. 16.00-18.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. ÚTVARP eftir Ingólf Margeirsson Tímaskyn útvarpsins Ég er stundum að velta því fyrir mér, hvers konar tímaskyn þeir menn hafi sem setja saman dagskrá Ríkisútvarpsins. Ég er að sjálfsögðu hættur að velta vöngum yfir efni og innihaldi þátta og dagskrárliða ein- stakra; sú dagskrá mótast fyrst og fremst af „hefð“ sem enginn getur eða virðist vilja hrófla við. Nei, það er þetta með tímaskyn- ið sem ég er að pæla í. Ég meina, það er kannski allt í lagi að Herdís Egilsdóttir eða einhver annar barnahöfundur íslenskur lesi framhaldssögu eftir sjálfan sig klukkan 9.05 á morgnana. Það er sumar, kannski fullt að krökkum sem sitja límd við tækin. En ég er ekki alveg með á nótunum þegar búnaðarþátturinn kemur með miklum þunga kortér í tíu og Óttar Geirsson eða einhver annar dreifbýlissérfræðingur segir frá greinum í ritinu „íslenskar landbúnað- arrannsóknir." Kortér í tíu? Eru bændur þá við tækin í brakandi þurrki? Svona mætti Útvarpið ætti að stilla klukkuna uppá nýtt. halda áfram. Af hverju er t.d. sá ágæti barnaþáttur Inn og út um gluggann hafður kl. 13.20 á eftirmiðdögum? Hlustar einhver krakki (nema blessuð veiku börnin) á barnaþátt um hálftvöleytið!!?? Og það að sumarlagi. Ég er löngu hættur að skilja miðdegis- tónleikana; þriggja kortéra pakka um miðj- an dag, stútfullan af þyngstu tónlist tónlist- arsögunnar. Á miðjum virkum degi? Er ekki hlustað á þessar perlur á kvöldin, með tebolla og í góðum tækjum? Stuttir popp- þættir síðdegis eru hins vegar á sínum stað, en maraþonlestrar þýddra skáldsagna er náttúrlega fyrst og fremst lítilvæg tekjulind fyrir þýðendur sem oftast lesa sjálfir til að drýgja tekjurnar. En kannski að gamalt fólk og sjúklingar á spítölum ljái slíkum lestri eyra. Eftir kvöldfréttir (loksins rétt tímaskyn) koma iðulega málvöndunarþættir — sem er ágætt, þar sem hlustendum gefst þá kostur á að hlusta á vitleysuna sem þeir hafa látið út úr sér allan guðslangan dag- inn. Síðan kemur stundum nær klukku- tíma langur dagskrárliður sem ég hef aldrei botnað í; Kvöldvakan. Tímaskynið rétt; kvöldvaka að kvöldi til, bravó — en tímaskynið þó vitlaust, vegna þess að kvöldvökur liðu undir lok fyrir hartnær hálfri öld eða svo. En þær halda áfram í út- varpinu. Svo kemur iðulega útvarpssagan sem er miðdegissaga númer tvö, þýdd skáldsaga lesin af þýðanda. Og oft endar þessi tímalausi útvarpsdagur á kvöldtón- íeikum (klukkutíma pakki af þyngstu plötu- músík útvarpsins), sinfóníu (svona undir svefninn), miðnæturtónleikum eða nútíma- tónlist (sem lokar deginum á samstæðan hátt). Ef ég ætti að gefa dagskrárstjórum út- varpsins eitt heilræði að lokum: Setjist nið- ur og hugsið um hvað þjóðin gerir frá morgni til kvölds og semjið síðan dag- skrána eftir því. Kannski að útvarpið slái þá í takt við klukku almennings. SJÖNVARP eftir Egil Helgason Gamlir krónupeningar Ein er sú stétt fjölmiðlamanna sem alltaf er höfð að skotspæni og aðhlátursefni þeg- ar ekkert hlægilegra tilefni býðst — náttúr- lega íþróttafréttamennirnir sem varla mega opna munninn án þess að einhver ís- lenskufræðingurinn komi í útvarpið og þrástagist á því hvað íþróttafréttamenn tali upp til hópa vonda og afbakaða íslensku; orðaforði þeirra sé svo snauður, að öllu viti bornu fólki hljóti að ofbjóða, þeir klifi sífellt á sömu orðatiltækjunum þangað til þau séu orðin máð og slitin eins og gamlir krónupeningar (þar skall hurð nærri hæl- um þegar gamla kempan var á auðum sjó og átti í höggi við hinn geðþekka... o.s.frv.). Og nú er Sigurður G. Tómasson búinn að bæta um betur og gera landslýð ljóst að íþróttafréttamenn ofnoti ekki einungis orðatiltæki, heldur rugli þeim líka saman þannig að úr verði botnlaus della og vitleysa. Við skulum láta vera að fara nánar út í þá sálma hér. íslenska þjóðin stendur alltaf með smæl- ingjunum og þeim sem fara halloka — það eru víst gömul sannindi og ekki síður slitin en krónupeningar íþróttafréttamannanna. Því er ég fullviss um að hún stendur með íþróttafréttamönnum frekar en íslensku- fræðingunum, ekki síst honum Bjarna Fel- ixsyni, sem vinnur óeigingjarnt starf á sjónvarpinu og fær ekkert fyrir vikið ann- að en skammir, vanþakklæti og skilnings- leysi. Bjarni Fel; atkvæðamikill, hlutskarpur og langsig- urstranglegastur. Samt verð ég að snúast á sveif með ís- lenskufræðingunum — gegn Bjarna og þjóðinni. Ég er nefnilega að bila á geðs- munum, að ærast, að ganga af göflunum; og þó einkum og sérílagi á laugardögum og mánudögum þegar hann Bjarni (eins og mér er annars ágætlega við manninn) segir mér undan og ofan af stórviðburðum í svo- kölluðum „íþróttaheimi". Það var til dæmis hann Steve Cram sem varð hlutskarpast- ur í frægu míluhlaupi á dögunum, enda var hann víst talinn sigurstranglegastur áð- ur en hlaupið hófst og ekki laust við að hann væri atkvæðamikill meðan þeir fé- lagarnir skokkuðu þessa rúmu sextán- hundruð metra. Þarna eru þrjú feitletruð orð, ósköp sak- leysisleg að sjá; gallinn er bara sá að þetta eru uppáhaldsorðin hans Bjarna, en ekki uppáhaldsorðin mín — að minnsta kosti ekki lengur. Það eru nefnilega þessi þrjú orð sem stofna geðheilsu minni í hættu á laugardögum og mánudögum. Ekki orð um það meir — í von um að sá skalli sem gefið er á. . . Það er víst óhjákvæmilegt að hver starfs- stétt hafi sitt sjargon, sítt eigið tungutak. Það minnir mig aftur á óvitlausa ritgerð sem ég las eitt sinn eftir hálfgleymdan sænskan rithöfund, Franz G. Bengtson að nafni. Þar sagði frá amerískum íþrótta- fréttamanni sem lenti í því óforvarendis eitt kvöld að skrifa leikdóm um sýningu á Óþelló eftir Shakespeare. Það þarf ekki að orðlengja það að hann beitti tungutaki og hugarfari íþróttafréttamannsins á þetta sí- gilda leikverk — með þeim afleiðingum að allir sem lásu leikdóminn sáu verkið í ljósi nýrri og ferskari skilnings. Það má sumsé spyrja hvort hlutverkaskipti af þessu tagi séu ekki öllum til góðs; Bjarna í Gluggann og Sveinbjörn I. Baldvinsson í íþróttirnar... Hamlet var atkvæðamikill í leiksýning- unni í gær og um tíma virtist hann sigur- stranglegastur. Að lokum varð þó Fortin- bras hlutskarpastur... Eða þannig. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.