Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 20
HP býður sér í kaffi og kleinur hj
Eitt af því sem aðskilur
fólk í þjóðir og lönd er
þjóðerniskennd. Hún lýsir
sér einkum og sérílagi í
því að menn telja sig á
einhvern hátt andlega
skylda ákveðnum hópi
gegnum sameiginlega
sögu og menningu. Til
dæmis eru allir sem éta
spaghetti ítalir og allir
sem éta kleinur eru ís-
lendingar. í Amríku eru
ekki nema hundrað ár síð-
an síðasti móhíkaninn
hvarf og innflytjendur
flæddu yfir lönd hans
hvaðanæva úr gamla
heiminum. Þeir fluttu með
sér menningu sína að ein-
hverjum hluta og báru yfir
hafið örnefni eins og
París, Flórens, Amster-
dam, Reykjavík og Húsa-
vík. Sum þessara þjóðar-
brota halda við gamla
málinu og í sumum tilfell-
um halda þau uppi ein-
hverju sambandi við sína
fyrrverandi heimabyggð.
íslendingar eru stútfullir af þjóð-
erniskennd og það auðveldasta í
heimi er að verða sér úti um einn á
lúðurinn á öldurhúsi með því að
halda fram að öll þjóðin sé þræla-
kyns eða að Gunnar á Hlíðarenda
hafi verið ótíndur glæpon og erki-
fantur, Jónas verið róni og Jón Sig-
urðsson hommi. Það má heita
næsta furðulegt að við börn mann-
kyns skulum búa við landamæri tii
að skilja okkur að þegar það þykir
vísindalega sannað að við séum öll
af sömu tegund. Þjóðerniskenndin
getur meira að segja gengið svo
langt að menn telji sitt eigið þjóð-
erni æðra einhvers annars og láti
hendur skipta því tii sönnunar og
slátri í fullum rétti þjóðernis síns
heilu milljónunum af hinu óæðra.
Þetta þykir nánast sjálfsagt og menn
kalla það stríð.
Alheimssálfræðingar myndu ör-
ugglega segja að menn væru al-
mennt svo litlir kallar að þeir not-
uðu ætt sína og þjóðerni til að sýn-
ast aðeins stærri en þeir eru. Það er
alitaf bót í máli þegar minnimáttar-
kenndin kvelur mann að vera af
ættlegg Egils eða þegar maður á
ekki salt út í grautinn er það hugg-
un að vera þó alténd ísiendingur og
geta kyngt honum ósöltuðum eins
og forfeður vorir gerðu.
20 HELGARPÓSTURINN
Grimmt drýpur
smjör af stráum
Samt eru alltaf einhverjir sem í
matvendni sinni geta alls ekki étið
ósaltaðan grautinn og taka sig upp,
yfirgefa sitt heittelskaða föðurland í
leit að betra, og hvað gerist þá? Fell-
ur þjóðernið sjálfkrafa niður um leið
og menn flytjast milli landa, halda
menn því þar til dauðinn aðskilur,
eða geta menn jafnvel arfleitt börn
sín og barnabörn að því?
Á síðustu öld fluttust fjölmargir ís-
lendingar af skerinu til nýja heims-
ins; úr eymd, skattpíningu og harð-
stjórn í, eins og þeir töldu sér trú
um, fyrirheitna landið þar sem
smjörið drýpur af hverju strái. Þeim
var lofað nægu landrými og góðu
loftslagi, sumsé paradís. Auðvitað
þurftu menn svo að vinna hörðum
höndum myrkranna á milli til að
eignast skika og jafnvel kála fáein-
um skrælingjum — af óæðra þjóð-
erni að sjálfsögðu. Sumir urðu ríkir,
aðrir ekki, eins og gengur, en flest-
allir héldu tryggð við gamla landið
og töldu sig, þrátt fyrir nýtt land og
nýtt tungumál, ennþá Islendinga.
En börn þeirra og barnabörn? Eru
þau íslensk eða amrísk? Til að for-
vitnast bauð ég mér í kaffisamsæti
Vestur-íslendinga sem haldið var í
Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garða-
bæjar á dögunum — og líka til að at-
huga hvort kleinurnar brögðuðust
þeim jafn illa og hér áður fyrr.
Fimmtíu lítrar kaffi
og tíu kíló
af kleinum
Garðabær er afskaplega hreinn
Lagkakan Randalfn, kleinur og pönnsur virtust vel þegnar eftir guðsorðið.
i
Hvað kostar júníformið í dollurum?
og fallegur bær, að sögn forstöðu-
konunnar í safnaðarheimilinu. Það
er allt svo nýtt og fágað og bara stutt
síðan krakkarnir í Silfurtúninu fóru
í berjamó þar sem núna er snyrti-
lega raðað einbýlishúsum og smá-
blokkum sem þrátt fyrir undir-
skriftasöfnun hinna sjáandi skyggja
á útsýnið yfir til hennar Vigdísar
okkar, en á þessum tíma var kirkjan
hennar full út úr dyrum af fólki af
vafasömu þjóðerni. Stelpurnar í eld-
húsinu, alveg hreint guðdómlega
fallegar, voru að hita fimmtíu lítra
eða meira af alíslensku nútímakaffi
— sér í botn á sextugu — og bera í
salinn kaffibrauð sem þær reiknuðu
út að myndi vega að minnsta kosti
tíu kíló. Frammi í sal voru svo dúkuð
borðin, hitakönnur á hverju borði,
kaffibollar og diskar með kleinum,
lagköku (kallaðri upp á íslensku
Randalín), ásamt rjómapönnsum
með sultu, allt svo yfirmáta yndis-
lega íslenskt.
Gráhærðar glæsi-
pfur og bændur
á réttarballi
Svo renndu gljáfægðar bifreiðarn-
ar í hlað með kirkjugesti frá Bessa-
stöðum og rötuðu hver á sitt bíla-
stæði eins og þægar kýr á bása og
fólkið tíndist út sparibúið flestallt,
enda nýkomið úr guðshúsi. Fyrst
birtist píanóleikari í bláum fötum til
að spila ættjarðarlög undir kleinu-
kjamsinu og síðan fylltist anddyri
safnaðarheimilisins Kirkjuhvols af
mismunandi útlendingslegu fólki —
hrópandi vonderfúlt og greit þegar
það sá yfir dýrðina í salnum. Sumir
báru það utan á sér að vera útlend-
ingar, aðrir gátu verið af hvaða þjóð-
erni vestrænu sem var, og enn aðrir
voru barasta íslenskir að sjá, þúfna-
göngulagið og heimóttarsvipurinn
og allt á hreinu. Þarna voru bleik-
klæddar glansmeyjar á sjötugsaldri,
gæjar á kábojskyrtum með ame-
rískt vaxtarlag, stelpur í ramma-
gerðarlopapeysum, hnébuxum og
sportsokkum, kallar eins og bænd-
ur á réttarballi klipptir út úr hrepps-
nefndarfundi í afskekktri sveit. For-
maður hins íslenska þjóðræknifé-
lags tjáði mér að fólk þetta væri
mestmegnis komið úr Islendinga-
byggðum Kanada; Manitóba,
Minnesóta og Winnipeg, eða hvað
þetta nú heitir allt saman. Einnig
voru víst fáeinir Bandaríkjamenn
með í hópnum. Annar formaður
annars þjóðræknifélags í Kanada
sagði mér á firnagóðri íslensku að
um þriðjungur hópsins hefði aldrei
áður komið til íslands og einnig að
íslenska væri eitthvað kennd í skól-
um þar vestra og sumir gætu spjall-
að svolítið. Það hefði gripið um sig
óróleiki í flugvélinni rétt fyrir lend-
ingu í Keflavík og menn verið eitt-
hvað hræddir um að spjara sig ekki
í spjallinu, en núna þrem dögum
seinna sætu menn í innilegum
hrókasamræðum á íslensku við