Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 13
ósk krata þessa dagana að alþingis-
kosningar fari fram hið fyrsta (sbr.
þokkalegt fylgi í skoðanakönnun-
um) og í samræmi við það leitar Jón
Baldvin Hannibalsson formaður
nú logandi ljósi að spennandi fram-
bjóðendum á lista flokksins í kjör-
dæmum landsins. Leiðtoginn var á
dögunum staddur á Akureyri þess-
ara erindagjörða, og gerði sér m.a.
ferð á ritstjórnarskrifstofu íslend-
ings, málgagns Sjálfstæðisflokksins
í Norðurlandskjördæmi eystra. Er-
indið var að ræða við Tómas Inga
Olrich, ritstjóra blaðsins og
menntaskólakennara, og segir sag-
an að Jón Baldvin hafi farið huggu-
lega í kringum ámálgan um að Tóm-
as tæki fyrsta sæti á lista krata í kjör-
dæminu. Ástæðan fyrir hrifningu
Jóns Baldvins á útverði borgara-
legra verðmæta í kjördæminu mun
vera sú, að ritstjórinn skrifaði grein
um byggðastefnu sem féll Jóni Bald-
vini einkar vel í geð. Engum sögum
fer hins vegar af viðbrögðum Tóm-
asar við erindi Jóns Baldvins. Kunn-
ugir á Akureyri undrast þetta uppá-
tæki Jóns Baldvins mjög, því þeir
þykjast hafa tekið eftir því undan-
farnar vikur og mánuði að Tómas
ritstjóri stefndi á frama innan Sjálf-
stæðisflokksins. Þá þykir mönnum
einnig undarlegt að Jón Baldvin
skuli ekki leggja neina sérstaka
áherslu á að fá Arna Gunnarsson,
fyrrv. þingmann Alþýðuflokksins í
kjördæminu, í framboð. Almanna-
rómur segir að Árni njóti mikils fylg-
is. En allt er þetta spurning um hver
eigi upp á pallborðið hjá formannin-
um og eftir því sem HP hefur síðast
frétt velta Jón Baldvin og hans
helstu ráðgjafar því nú fyrir sér
hvort ekki væri ráðlegast að Bryn-
dís Schram tæki fyrsta sæti Al-
þýðuflokksins í kjördæminu...
c
C^^umir verkalýðsforingjar hafa
unnið af miklum krafti í sumar við
að undirbúa kjarabaráttu vetrarins,
en eins og kunnugt er verða samn-
ingar VSI og ASÍ lausir um áramót-
in. Fremst í flokki er gamla kempan
Guðmundur J. Guömundsson,
formaður Dagsbrúnar og Verka-
mannasambands íslands. hefur Jak-
inn þegar hafið baráttuna meðal
fiskvinnslufólks og sá VSÍ sig knúið
til að slíta bónusviðræðunum við
VMSÍ í gær, miðvikudag, eftir að
Jakinn og félagar höfðu lagt fram
kröfu um að einfalda bónuskerfið í
fiskvinnslu, gera það meira kaup-
aukandi og minnka álag á verka-
fólkið. Hefur nú forystusveit Verka-
mannasambandsins lagt til að ekki
verði unnið í bónusvinnu frá 9. sept-
ember þangað til nýir samningar
liggja fyrir. En þetta er aðeins byrj-
unin á fyrirhugaðri endurreisn
verkalýðsins. Dagsbrúnarmenn
vinna nú af miklu kappi við að und-
irbúa kröfugerð sína fyrir nýja
samninga um áramót. Dagsbrúnar-
B
HV ókautgefendur brydda stöð-
ugt upp á nýjungum til að vinna
sigra á hinum erfiða samkeppnis-
markaði bókarinnar. Bókaútgáfan
Vaka, sem Ólafur Ragnarsson og
félagar reka, hefur stofnað blóma-
klúbb fyrir félaga sem áhuga hafa á
ræktun inniplantna. Félagar í
blómaklúbbnum frá blómabók,
skreytta litmyndum og fræðandi
texta, á sex vikna fresti undir kjör-
orðinu „Láttu heimilið blómstra."
En það sem okkur á HP þykir fýsi-
legast er að hverri bók fylgir fræ-
poki sem klúbbmeðlimir geta stráð
úr í mold svo að upp spretti blóm.
Hugmynd þessi mun vera komin frá
Svíþjóð, þar sem blómaklúbbar
dafna vel meðal bókaorma. Hins
vegar visnar ekki útgáfan hjá Vöku,
því nú munu þegar vera komnir yfir
fimm þúsund félagar í blómaklúbb-
inn. Það næsta verður sennilega að
forlögin stofni t.d. dýraklúbba og að
hundar, hestar eða rollur verði
keyrð heim með hverri bók...
menn voru þeir sem lögðust harðast
gegn undirritun samninganna í
sumar en ákváðu að þegja og sam-
þykkja; í stað þess að gera uppreisn
gegn Ásmundi Stefánssyni, forseta
ASI, og vasatölvusósíalistum hans.
Nú hafa Dagsbrúnarmenn sem sagt
haft allan vara á og mæta til leiks vel
undirbúnir fyrir veturinn, því Guð-
mundi J. og fleiri forystumönnum í
launþegahreyfingunni er ljós sú
staðreynd, að nú er um líf eða dauða
verkalýðsstéttarinnar að tefla; ef
éinkasamningar á frjálsum markaði
halda áfram og hagfræðingar ASÍ
ná undirtökunum endanlega í
verkalýðsbaráttunni, mun pólitísk
verkalýðshreyfing eiga á hættu að
þurrkast út. Það stefnir því í líflegan
vetur í kjaramálum með tilheyrandi
átökum og verkföllum. . .
Örugg vemd
Innstæða á Kjörbók er varin gegn árásum verðbólgunnar.
í>ú nýtur ávallt góðra kjara hvenær sem þú leggur inn.
LANDSBANKINN
Grœddur er geymdur eyrir