Helgarpósturinn - 01.08.1985, Blaðsíða 15
IISTAPOSTURINN
Adrienne Hawkins sýndi
hvernig hægt er að gefa allt í
botn án þess að ofgera á
nokkurn hátt...
BLAMENNI
BÆNUM
Það var svartur galdur á parket-
gólfiKramhússins á mánudgskvöld-
ið síðasta. Mér skilst að þannig hafi
það verið undanfarið og íslenskir
hafi roðið svörtum rýþma á sálirnar
og látið líkamann sveiflast uppá afr-
ísku. Það er stórgott og vel leið
gömlum djassgeggjara undir
skemmtun þeirri er Kramhússstjór-
ar buðu uppá. Eggjandi dans Adri-
enne Hawkins hinnar bandarísku
og íslenskra ballerína var glœsileg-
ur, þótt hljómur sáltónlistarinnar í
hátölurum vœri ekki sem skyldi.
Afrískir danssprettir
Á fyrri hluta dagskrár voru framd-
ir nokkrir danssprettir. Var það af-
rakstur af námskeiði sem staðið hef-
ur yfir í Kramhúsinu undanfarið.
Námskeiðið var tvíþætt, annars
vegar Modern Jazz (nútíma-jass),
sem Adrienne Hawkins kenndi, og
hinsvegar „afro“, sem trumbumenn
frá Senegal sáu um. Adrienne flutti
nokkur sölónúmer (að sjálfsögðu öll
við svarta tónlist) og sýndi okkur
hvernig hægt er að gefa allt í botn í
dansi án þess að ofgera á nokkurn
hátt, og tókst að laða fram geysi-
kraft sem smitaði út frá sér.
íslenskir dansarar fengu að láta
Ijós sitt skína. Meðlimir úr íslenska
dansflokknum, þær Auður Bjarna-
dóttir, Lára Stefánsdóttir og Katrín
Hall, fluttu verk af innri sálarþunga,
og er gaman að sjá hvíta dansara
fremja „svartan dans“. Ástrós Gunn-
arsdóttir átti þarna sóló, en hún hef-
ur undanfarinn vetur verið við nám
hjá Alvin Ailey og tekið miklum
framförum sem dansari. Ástrós hef-
ur töluvert annan bakgrunn en
myndir Jim Smart
Blámennirnir Keyssi, Ken og
Samba í hvltum kyrtli ásamt
Abdu í gallabuxum...
dansarar ísl. dansflokksins (þ.e.a.s.
ekki klassíska þjálfun) en það háir
henni engan veginn tæknilega. í
lokin tók Adrienne léttan ,,afró“
danssprett með einum meðlimi úr
Senegal-sveitinni við mikinn fögn-
uð áhorfenda. Þetta kallar maður
fjöruga þjóðdansa! Það væri
kannski hægt að brjóta upp þjóð-
dansaform okkar (með fullri virð-
ingu) og setja smá offbít í „Fram,
fram fylking" svona til tilbreytingar.
Pólýfóniskur ryþmi
Svo var komið að blámönnunum
afrísku. Keyssi, Ken og Samba frá
Senegal og Denny frá Zaire, ásamt
Abdu frá Marokkó sem býr hérlend-
is, slógu trommur, dönsuðu og
sungu. Þeir fjórmenningarnir búa í
Brússel. — Keyssi og Ken með langa
afrólokka, Samba í hvítum kyrtli og
Denny í skrautlegum búningi ásamt
Abdu í gallabuxum, stóðu við tjald-
aðan spegilvegg og börðu trumbur.
Pólýfónískur rýþminn magnaðist og
svo var sungið. Djassinn á ættir að
rekja til vestur-afrískrar tónlistar og
trúlega er margt óbreytt í seneg-
ölskum trumbuslætti nútímans og
þess er forfeðurnir fluttu með sér yf-
ir Atlantsála á sautjándu öld. í það
minnsta minnti margt á söngl og
trumbuslátt þess kúbanska 'Chano
Pozo, er m.a. flutti Cuban Be, Cuban
Bop með stórsveit Dizzy Gillespie
1947. Ceddo er flokkurinn nefndur
og Keyssi Bousso fyrirliðinn sem
dansaði stundum við vin sinn Ken
og flutti sá margan góðan formál-
ann fyrir verkunum, meðan Samba
studdi fæti á tomtomtrommuna
með Krupa-málmgjallinu og barði.
Helstur hljóðfæraleikari hópsins er
þó Denny frá Zaire — Denis Mpunga
heitir hann fullu nafni og er í hljóm-
sveitinni Eko-Kuango í Brússel
ásamt einum landa sínum, Þjóð-
verja Og Belga. Þeir leika afródjass
þarsem afrískur rýþmi og söngur
með eilitlu poppbragði er í bland
við djasssólóa. Denny sló trumburn-
ar einsog sá sem valdið hafði og
einnig lék hann á balafon, hinn afr-
íska sýlófón, svo og sansa; fingrapí-
anóið afríska af málmi gert — var
það rafmagnað þarna. Denny dans-
aði líka og þá varð fyrst ljós hin afr-
íska mýkt — svo fékk hann áheyr-
endur til að syngja með sveitinni og
var það hin besta skemmtun. Um
verslunarmannahelgina verða þeir
félagar í Atlavík ásamt Stuðmönn-
um. Þar verður örugglega rosalegt
stuð í samspili hinna afrísku og ís-
lensku blámanna!
En það eru fleiri afríkanar í
Reykjavík um þessar mundir. í
kvöld og næstu kvöld skemmtir Cab
Kay á Nausti. Hann er frá Ghana en
býr í Hollandi. Hann tók í tromm-
urnar hjá Fats Waller í London fyrir
stríð og kom hingað 1952 og lék
‘ m.a. með Gunnari Ormslev. Cab er
píanisti og söngvari — syngur gjarn-
an standarda og auk þess eigin verk.
Hann hefur líka með sér trommur
margskonar, s.s.taltrommur.
Það er margt að gerast í heims-
borginni Reykjavík! _ VL/EE.
HELGARPÓSTURINN 15