Helgarpósturinn - 22.08.1985, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 22.08.1985, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR Johnny Walker motiö eftir Ingólf Hannesson Á undanförnum 10 til 15 árum hefur orðið mikil breyting á eðli og ásjónu íþrótta og íþróttahreyf- ingar. Þessi breyting er einkum fólgin í samruna íþróttanna og annarra hluta þjóðlífs, þannig að erfiðara er að skynja íþróttir sem sérstakan menningarheim (súb- kúltúr). í íþróttapistli dagsins verð- ur fjallað um þetta mál. Þess ber þó að geta að hér er ekki um að ræða fræðilega úttekt, öllu fremur huglægt mat mitt á nokkrum þeim breytingum sem orðið hafa. Fyrir nokkru var ég á ferð um Kastrup-flugvöll við Kaupmanna- höfn og í flughöfninni fylgdist ég með keppni í siglingum á meðan ég beið eftir að farþegar yrðu kall- aðir um borð. Ég spurði starfs- mann í flughöfninni hvort ein- göngu væru sýndar íþróttir þar og hann svaraði því til að vinsælasta efnið væri íþróttir og teiknimynd- ir. „Þetta sjónvarpsefni höfðar til allra og hefur alþjóðlegt mál sem ekkert þarf að útskýra." í Bandaríkjunum hafa íþróttirn- ar verið innlimaðar í þjóðlífið, ef svo má að orði komast. í því þjóð- félagsástandi sem þar er verða menn að hafa fastar viðmiðanir, einhverja fasta punkta í tilverunni. íþróttamaður, sem er vel kunnug- ur þar vestra, sagði mér að þetta væri orðið mjög greinilegt. Allir héldu með ákveðnu liði, þannig að menn fyndu fyrir ákveðinni samkenndartilfinningu, sem er nauðsynleg. Þannig tengjast flest- ir málshættir sem Bandaríkja- menn nota núorðið leikjum og íþróttum. Hér á landi eiga máls- hættir einatt rætur sínar í atvinnu- lífi. íþróttirnar eru orðnar almenn- ingseign og hafa þannig misst mikið af séreinkennum sínum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa gjörbreytt myndinni og flatt hana út. Reyndar er þetta nokkuð mis- jafnt eftir greinum og enn má tala um hnefaleika þar sem nokkurs konar menningarkima. En sam- kennd Bandaríkjamanna hefur ekki í annan tíma verið eins sterk og þegar Ólympíuleikarnir í Los Angeles stóðu yfir síðastliðið sum- ar. Það verður líklega að leita aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar til þess að finna hliðstæðu. íþróttir hafa tekið að sér stærra hlutverk en áður í að efla þjóðernistilfinn- ingu Bandaríkjamanna. Þróunir hér á landi hefur orðið svipuð á mörgum sviðum. Til dæmis hefur komið í ljós í nýleg- um könnunum að íþróttir eru nán- ast eina tómstundaiðja barna og unglinga sem eitthvað kveður að. íþróttirnar eru þannig orðnar mun stærri hluti af félagsmótun en áður. Síðan er hægt að deila um það hvort þessi breyting sé til góðs eða ills. íþróttirnar tengjast æ fleiri sviðum mannlífsins og verða m.a. fyrirferðarmeiri í fjölmiðlum. Þar er umfjöllunin reyndar nokkuð einhæf; í stöðluðu formi um nöfn og tölur. Um leið og þetta gerist fækkar séreinkennum einstakra íþróttagreina. Við getum tekið lyftingar sem dæmi. Fyrir nokkr- um árum var það mjög takmark- aður hópur sem iðkaði þessa íþrótt, lokaður hópur manna úr sama umhverfi með sérstakan móral og sérstakt orðfæri. Nú er þessi hópur orðinn mjög stór og þar eiga heilsuræktarstöðvarnar sterkan hlut. Keppnismenn í íþróttinni (t.d. í kraftlyftingum) berjast við lóðin á skemmtistöð- um. Skilin milli íþrótta og skemmt- unar eru orðin óglögg. I kjöifarið er almenningur farinn að líta á hinar ýmsu aflraunir sem íþróttir og um þær er jafnvel fjallað sem slíkar. Breytingin á eðli íþróttaiðkunar er nokkuð skýr. Það að taka þátt ánægjunnar vegna er á hröðu undanhaldi og sömuleiðis hin gömlu gildi íþróttanna, sem enskir nefna „fair play.“ Það er nánast úti- lokað að það geti gerst að þátttak- endur í hlaupi hjálpi á fætur hlaup- ara sem hefur hrasað. Þannig er hægt að segja að íþróttirnar spegli aðeins þann keppnisanda sem rík- ir í þjóðfélaginu. Einn viðmælandi minn sagði að það væri einn hlutur sem hann grínaðist aldrei með, hefði aldrei í flimtingum og tæki alltaf jafn al- varlega: „Það er blessað fimleika- félagið mitt, sem stendur oft í ströngu í boltanum. Ég verð vond- ur í hvert sinn sem aðrir eru að spauga með fimleikafélagið." Þó að við getum tekið þetta með hæfilegri alvöru má samt sjá hversu stór ítök einstök félög geta átt í mönnum. Hugsunin um „okk- ur“ og „hina“ er sterk og ekki nema gott eitt um hana að segja. Þetta er mjög greinilegt á lands- byggðinni og eflir samkennd fólks- ins. Áður fyrr slógust menn, en nú er búið að koma þessum hasar í staðlað form með alþjóðlegum reglum. Sú breyting sem er einna gleggst á íþróttahreyfingunni varðar tengsl hennar við fjármagnsaðila og uppbyggingu íþróttamann- virkja. Bilið milli einstakra félaga í Reykjavík virðist sífellt stækka, stóru félögin verða stöndugri á meðan lítið gengur hjá minni fé- lögum. Þessi öfugþróun er m.a. til- komin vegna þess að yfirvöld stýra uppbyggingunni minna en ástæða er til, t.d. varðandi fjár- mögnun íþróttamannvirkja. Fjár- streymi úr opinberum sjóðum á að liggja þangað sem þörfin er mest, til félaganna í úthverfum. Rekstur á íþróttafélagi kostar núorðið gífurlega mikið og nokk- ur félög hafa gripið til þess ráðs að ráða til sín starfsmann, sem að mestu sinnir fjáröflun. Rekstur á knattspyrnuliði í fyrstu deild er svo umfangsmikill að ef vel á að vera þarf 10 til 15 harðduglega sjálfboðaliða til þess að halda öllu gangandi. Síðan hafa kröfur úr öll- um áttum aukist mjög. Til dæmis veit ég um eitt fyrstudeildarlið sem greiðir bónusa til leikmanna, a.m.k. fyrir skoruð mörk. Þar voru greiddar 1000 krónur fyrir mark- ið. Ég veit ekki fyrir víst hvernig þessu er háttað hjá öðrum liðum í fyrstu deild, en það er hægt að álykta að slíkir bónusar finnist víð- ar, því viðkomandi félag er ekki það stöndugasta í deildinni. Slíkir hlutir hefðu verið óhugsandi fyrir 10 til 15 árum. Síðan verður æ al- gengara að fyrirtæki komi boð- skap sínum á framfæri með hjálp íþrótta. Svali skaust til dæmis inn í auglýsingu um Evrópubikar- keppni í frjálsum íþróttum. Gleggst er þetta reyndar í golf- íþróttinni. Þar voru nokkur af fyrstu opnu mótunum kennd við Kays, Flugleiðir, Panasonic, Dun- lop, Nissan, Johnny Walker og Pierre-Robert. Það fer vart fram stórmót í golfi án þess að nafni vöru eða fyrirtækis sé klínt á það. Þessar staðreyndir tengjast allar umræðunni um sérstöðu íþrótt- anna í þjóðfélaginu, hvort þær geti lengur talist sérstakur menn- ingarkimi eða menningarheimur. Ég hygg þó að færa megi rök að því að íþróttirnar hafi enn nokkra sérstöðu þó að hlutverk þeirra og eðli hafi breyst mikið á skömmum tíma. i Fmls sem \ fualinn íflua 04 bíl FmuMsrm FEWmmÖÐINNI 15.736 15.736 Flug og bíll verð kr. 15.736 miðað við 4 i bil, barnaafsláttur kr. 7.100. Brottför laugardag. Flug og bíll miðað við 4 í bíl verð kr. 15.736. barnaafsláttur kr. 7.100. Brottför föstudaga. STOKKHÓLMIIR19309 Flug og bíll verð kr. 19.309 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 8.800. Brottför föstudaga. Flug og bíll verð kr. 14.861 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför laugardaga. Flug og bíll verð kr. 13.251 miðað við í bíl, barnaafsláttur kr. 5.800. Brottför fimmtudaga. 14.861 13.2S1 13.251 Flug og bíll verð kr. 13.251 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.800. Brottför fimmtudaga. LUXEMBOURG 14.524 Flug og bill verð kr. 14.524 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför alla föstudaga og laugardaga. 15.443 Flug og bíll verk kr. 15.443 miðað við 4 í bil, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför föstudaga. 1 KAUPMHÖFN 16.578 Flug og bíll verð kr. 16.578 miðað við 4 i bíl, barnaafsláttur kr. 7.600. Brottför laugardaga. FRANKFURT 14.467 Flug og bíll verð kr. 14.467 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför sunnudaga. SALZBURG Flug og bíll verð kr. 12.244 miðað við 4 í bil, barnaafsláttur kr. 5.200. Brottför miðvikudaga. 12.244 1 ÞYSKU SUMARHUSIN** ... í OBERALLGÁU Oberallgáu tilheyrir Bæjaralandi, sem af mörgum er talið eitt fegursta hérað Þýskaiands. Bæjaraland er skógi vaxið, með djúpa dali, tignarleg fjöll og gömul fögur þorp. Flug/bíll/íbúð: Hjón með tvö börn í viku kr. 14.045.- per mann. Ma. er innifalið söluskattur og kaskótrygging v/bíls. [>=] FEROA m MIÐSTÚDIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.