Helgarpósturinn - 09.01.1986, Side 3

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Side 3
FRÉTTAPÓSTUR Sverrir rekur Sigurjón Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur leyst Sigurjón Valdimarsson frá störfum framkvæmdastjóra Lánasjóðs islenskra náms- manna. Hrafn Sigurðsson hefur verið settur sem framkvæmdastjóri sjóðsins til bráða- birgða. Ákvörðun Sverris hefur mælst mjög illa fyrir og hafa starfsmenn LÍN sent forsætisráð- herra bréf þar sem þeir fara fram á að hann kanni embættisfærslu menntamálaráðherra vegna brottvikningarinnar. Aðrir hópar hafa einnig mótmælt brottvikningunni. Áburðarverksmiðjan í eldhættu Bruni í sinu á nýársnótt vegna flugelda hafði næstum því náð til Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi en eldurinn náði inn fyrir girðingu verksmiðjunnar. Slökkvilið verksmiðjunnar réði niðurlögum eldsins en ekki náðist síma- samband við slökkviliðið í Reykjavík. Gagnrýnt hefur verið að Áburðarverksmiðjan hafi ekki beina línu til Slökkvistöðvarinnar. Þrjú ný prófessorsembætti Forseti íslands veitti um áramótin þrjár nýjar prófessorsstöður við HÍ: Gunnlaugur Geirsson tók við embætti prófessors í réttarlæknisfræði við læknadeild, Þórdís Kristmundsdóttir tók við prófessorsstöðu í lyfjagerðarfræði við læknadeild-lyfjafræði lyfsala. Þorsteini Helga- syni var veitt embætti prófessors í byggingar- verkfræði við verkfræðideild HÍ. Lektorsstaða veldur deilum Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur veitt tvær lektorsstöður og sex dósent- stöður við HÍ. Ein veiting, setning Matthíasar Viðars Sæmundssonar i stöðu lektors i islensk- um bókmenntum við heimspekideild HÍ, hefur vakið deilur. í úrskurði dómnefndar var mælt með Helgu Kress, dósent í almennri bók- menntafræði, og hefur Helga lýst því yfir að menntamálaráðherra hafi ekki hundsvit á því sem hann gerir og þetta sé fyrst og fremst makk milli strákanna. Helga hefur kært veitinguna til Jafnréttisráðs. Mest innlánsaukning hjá einkabönkunum Innlán jukust mest hjá Alþýðubankanum á síðasta ári eða um 95%. Hjá Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis jukust innlánin um 55,6% HELGARPÚSTURINN Tímamót Um áramótin undur varð, að því er mér virtist. Nýja árið gekk í garð, en gamli Tíminn birtist. Niðri en minnst aukning innlána var hjá Útvegsbank- anum, 13,9%. í heild var innlánsaukning mest hjá einkabönkunum. Þrotabú Hafskips á S18 milljónir Eimskip_ hefur keypt þrotabú Hafskips á 318 milljónir. í kaupsamningnum fólust þrjú vöru- flutningaskip, gámar, lyftarar, bilar, vagnar og fleira. Greiðsla Eimskips er í formi skuldabréfs til Útvegsbanka íslands. Þjóðviijanum stefnt Guðmundur G. Þórarinsson, gjaldkeri Fram- sóknarflokksins, hefur stefnt Þjóðviljanum fyrir róg, lygar og ærumeiðingar, vegna fréttar blaðsins þ. 7. janúar um aðild hans að Þýsk-ís- lenska. Guðmundur heldur því fram að blaðið hafi borið honum á brýn að haf a staðið að gifur- legum skattsvikum og dregið á annað hundrað milljónir undan skatti. Þýsk-íslenska í skattrannsókn Rannsóknardeild ríkisskattstjóra grandskoð- ar nú Þýsk-íslenska hf. með tilliti til skattsvika. Sérstök rannsókn á bókhaldi, birgðahaldi og söluskattskilum hófst í nóvember sl. Enn hefur ekki verið krafist opinberrar rannsóknar í mál- inu eða þvi visaö til rikissaksóknara. Fréttapunktar • Endurnýjun ökuskírteinis hækkar um 555 prósent. Þetta er m.a. vegna óvæntra hækkana sem fjármálaráðherra hefur ákveðið og eiga að færa ríkissjóði 30 til 35 milljónir aukalega á næsta ári. • Sex flugumferðarstjórar, allt yfirmenn i flug- stjórnarstöðinni á Reykjavikurflugvelli, hafa fengið áminningarbréf frá flugmálastjóra. Flug- umferðarstjórarnir neituðu að framfylgja fyrir- mælum sem gefin voru í tengslum við skipu- lagsbreytingar. • Um 40 þúsund seiði drápust hjá laxeldisstöð- inni í Höfnum vegna bilunar á vatnsdælu. Áætl- að tjón er 8—10 milljónir. • Nýjar reglur um bílakaup bankastjóra ríkis- bankanna hafa verið tfl umræðu í bankaráðum bankanna að undanförnu. Bankastjórar Búnað- arbankans fá bila en bankastjórar Landsbanka og Seðlabanka geta valið á milli þess að fá eina milljón á fimm ára fresti til bilakaupa eða fengið bU í eigu bankans. • Vilhjálmur EgUsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna vill að stjórnin efni til þingkosninga. • BSRB hefur óskað strax eftir viðræðum við fulltrúa fjármálaráðherra. • Þórunn Gestsdóttir, formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna hefur lýst þvi yfir í fjölmiðlum að hún haldi að ríkisstjórnin standi til 1987. • Þak hefur verið sett á gjaldskrá nokkurra sér- fræðinga í læknastétt og hefur það vakið tals- verðan urg meðal lækna. • íslendingur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi i V-Þýskalandi fyrir að reyna að smygla 4250 grömmum af amfetamini frá Hol- landi til Þýskalands. UÖSMYND JIM SMART Ertu að missa stjórn W a Pétur Einarsson „Svarið við þessari spurningu er það, að við erum einmitt að ná stjórn á þessu eftir 30 ára baráttu." — Má búast við áframhaldandi truflunum á flugi á næstunni? „Það hefur engin truflun verið í morgun (miðvikudag) og þetta gengur nú allt eins og smurð vél. Ég tel það mjög ólíklegt að um framhald á þessum truflunum verði að ræða." — Vinna flugumferðarstjórar að meðaltali yfirvinnu sem samsvarar tveimur mánuðum á ári? „Þetta er ekki nema í kringum 17%, sé miðað við tólf mán- uði, en öllum opinberum starfsmönnum ber skylda til að vinna 30% yfirvinnu. Þeir ættu því töluvert eftir til þess að uppfylla einungis skylduna. Hins vegar höfum við áhyggjur af því hve yfirvinna skiptist ójafnt á flugumferðarstjórana. Það er eitt af fjölmörgum markmiðum með skipulagsbreytingunum núna að jafna yfirvinnuna." — Stendur til að fækka mönnum á næturvakt? „Þessar fækkanir eru þegar komnar í framkvæmd og í fram- tíðinni verða gerðar fleiri ráðstafanir, sem miða að því að manna stjórnstöðina í samræmi við umferðarálagið, þ.e. að hafa mest- an mannskap þegar mest er álagið. Það hefur verið fækkað um einn mann á næturvakt, en við mætum því hins vegar þannig að vaktstjórar eiga nú að hafa full réttindi og gegna stöðum á nóttinni, sem ekki hefur verið áður." — Hvað er Flugráð og hvers vegna er þolinmæði þess sögð á þrotum? „Þetta er fimm manna ráð — tveir eru skipaðir af ráðherra en þrír kosnir af Alþingi. Ráðið er millistig milli mín og samgöngu- ráðherra í öllum meiriháttar málum. Ég sé um daglega stjórnun og er þannig í daglegum samskiptum við ráðuneytið, en Flug- ráð kemur inn varðandi áætlanagerð og annað slíkt. Varðandi þolinmæðina, þá hefur þetta verið 30 ára stríð við flugumferðarstjóra, sem ég hef að vísu ekki tekið langan þátt í vegna þess að ég var einungis átta ára þegar það hófst. Það hafa hins vegar verið stanslausir erfiðleikar með þetta stéttarfé- lag. Þeir eru sífellt að banna hitt og banna þetta! Það var t.d. lögð á þá sú skylda að stimpla sig inn og út af vinnustað, eins og allir aðrir starfsmenn hér gera, en þeir neita því. Ennfremur voru þeir beðnir um að bóka sig í vinnustöður, þ.e. skrá hvenær þeir setjast við vinnuborðin og hvenær þeir taka sér hvíld, en þarna er unnið með ákveðnum hvfldum. Þetta hefur verið gert í fjölda ára á Keflavíkurflugvelli, en var þverneitað hér. Jafnframt hafa þeir neitað að taka hæfnispróf á tveggja ára fresti, en þess er krafist í reglugerð frá 1978." — Eru hinir nýskipuðu varðstjórar hugsaðir sem ráð- stöfun gegn þvf agaleysi á vinnustað, sem lýst var í ný- legri úttekt á starfseminni? „Já, það er rétt, en fólk verður að hafa i huga að orðið „agi" er þýðing á enska orðinu „discipline", sem hefur meira með ná- kvæmni í vinnubrögðum að gera en heraga." — Var gengið framhjá mönnum með meiri starfs- reynslu við þessar stöðuveitingar? „Stjórn félags flugumferðarstjóra hefur verið mjög ákveðin í þeirri kröfu að menn eigi að færast upp eftir starfsaldri, það verði sem sagt gamalmennastjórn. Við höfum alveg þverneitað þessu." — Voru þessir nýráðnu menn kannski með rétt flokksskírteini upp á vasann? „Það hef ég ekki hugmynd um. Mér er alveg ómögulegt að flokka menn í pólitíska flokka." — Er það venjulegt að mönnum séu send skeyti, þeg- ar biðja á þá um að vinna yfirvinnu? „Nei, það er óvanalegt, enda er það óvenjulegt að menn neiti að vinna yfirvinnu. Ástæðan fyrir skeytunum er sú, að menn höfðu neitað að koma, þegar hringt var í þá. Við vorum því neyddir til að senda þeim skeyti til þess að átta okkur á aðstöð- Síðastliðinn þriðjudag urðu miklar tafir á flugumferð innanlands, vegna mótmælaaðgerða flugumferðarstjóra. Margir þeirra voru veikir og þeir, sem kallaðir voru inn á aukavaktir, neituðu að taka á sig frekari yfirvinnu að svo stöddu. Tók Rátur Einarsson, flugmálastjóri, á málinu af hörku og nú blða menn spenntir eftir þvl hver framvinda mála verður, enda flugumferðarstjórar kunnir af þvl að láta illa að stjórn. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.