Helgarpósturinn - 09.01.1986, Side 4

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Side 4
YFIRHEYRSLA nafn Sigurjón Valdimarsson fæddur: 11. des. 1949 HEIMILI: Efstihjalli 13, Kóp. heimilishagir: Kvæntur, 4 börn læun: 45.000 bifreið: Mazda 323, árgerð 79. staða: Fyrrv. framkvæmdastjóri LÍN áhugamál Starfið, knattspyrna, þjóðdansar Ég verð að höfða mál eftir Egil Helgason myndir Jim Smart Það er svosem ekkert nýtt ad Lánasjóður íslenskra námsmanna sé á milli tannanna á fólki, jafnumdeilt og þad fyrirtœki er. Sjaldan hefur þó hamagangurinn í kringum Lánasjódinn verid meiri en síðan Sverrir Hermannsson tók við menntamálaráð- herraembætti í haust með gríðarlegum þjósti; hann telur að mikil vanhöld séu á rekstri sjóðsins, bruðl í starfi hans og áætianir sem ekki standast. Eftir nokkur blaða- og bréfaskrif tók Sverrir fram vöndinn og rak framkvæmdastjóra LÍN, Sigur- jón Valdimarsson, úr þessu starfi sem hann hefur gegnt í tæp tólf ár og undir fimm menntamálaráðherrum. Sigurjón er í Yfirheyrslu Heigarpóstsins þessa vikuna. — Eru þetta pólitískar ofsóknir menntamálaráðherra á hendur þér? Einsog ég hef áður sagt er starf mitt sem framkvæmdastjóri Lánasjóðsins ópólitískt. Fyrst og fremst ber framkvæmdastjóri ábyrgð á daglegum rekstri þessarar stofn- unar, en stjórn sjóðsins ber hina pólitísku ábyrgð ásamt menntamálaráðherra og Al- þingi, sem setja lög og regiur um það hvernig úthlutun skuli fara fram. Mitt hlutverk er daglegur rekstur og það að framfylgja þess- um regium, en á engan hátt póiitískt. — Er menntamálaráðherra þarna að rýma stöðu fyrir sína íhaldsmenn og flokksbræður? Ég get náttúrulega ekkert sagt til um það hvaða hugmyndir menntamálaráðherra hef- ur nákvæmlega í þessum málum. Hann hef- ur sagt sjálfur að hann þurfi að breyta lögum og reglum og framkvæmdastjórn, og hann virðist kjósa að byrja á framkvæmdastjórn- inni án þess að kynna sér nákvæmlega þennan rekstur. — Er það kannski tilfeilið að það séu viss öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið að aia á óvild í garð sjóðsins í sinni núverandi mynd? i>að get ég ekki dæmt um. Ég hef átt gott samstarf við ráðherra Sjálfstæðisflokksins og starfað í nefndum með öðrum sjálfstæðis- mönnum að þessum málum. Ég get ekki sagt til um það hvort þetta er iiður í einhverri hreyfingu innan Sjálfstæðisflokksins. — Nú ásakar menntamálaráðherra þig fyrir vanrækslu í starfi. Telur þú þig vera sekan um einhvers konar van- rækslu? Nei, ég tel það ekki. Ég tel mig hafa gegnt mínu starfi af trúmennsku og fyllstu ræktar- semi. — Hann sakar þig um að hafa á liðnu ári ekki tekist að segja rétt fyrir um fjár- þörf sjóðsins í árslok, áætlanir hafi ekki staðist og það hafi ekki verið gerð grein fyrir stöðu mála sem skipti tugum millj- óna? Samkvæmt lögum og regium er það sjóð- stjórnin sem ber ábyrgð á allri áætlanagerð. Á fjárlögum hvers árs er gert ráð fyrir ákveð- inni fjárveitingu í Lánasjóðinn, náttúrlega t þeirri von að það muni standast. Síðan end- urskoðum við þetta aftur að vori og hausti miðað við stöðu sjóðsins þá og fjárþörf hans til áramóta. Nú, þegar við byrjuðum að út- hiuta haustlánum í september komumst við að þeirri niðurstöðu, starfsmenn og sjóð- stjórn, að þarna vantaði uppá 182 mkr. Auka- fjárveitingabeiðnin var endurskoðuð af Fjár- laga- og hagsýslustofnun og fengust 176 milijónir í aukafjárveitingu svo sjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar sínar. Það er svo ekki fyrr en í lok nóvember að við sáum endaniega hver staðan yrði við úthlutun haustlána og þá kom í ljós að þau fóru um 30 milljónir umfram áætlun. Aðrir liðir sem þarna eru, afborganir og vextir í Seðla- banka, rekstrarkostnaður, ferðastyrkir og fleira, voru síðan með m«mun uppá um 15 milljónir. Þarna er náttúriega visst vanmat, en ekki vanræksla. Við gerum þessar áætl- anir samkvæmt okkar bestu vitund. Þess er líka að gæta að það hefur aidrei verið hægt að áætla haustlánin nákvæmlega, þar spilar ýmislegt inní; tekjur námsmanna, þróun gengis, fjöidi manna í ákveðnum námslönd- um — og fyrst og fremst það að við erum ekki komnir með allar umsóknir fyrr en í september, og það er ekki fyrr en í lok nóv. sem við förum að sjá endaniega þörf. — Menntamálaráðherra talaði líka um óráðsíu í starfi sjóðsins, að menn væru að smyija á sig yfirvinnu eftir hentug- leikum — þar á meðal þú... Við höfum lengi verið að óska eftir ýmsum leiðréttingum á starfsmannahaldi Lánasjóðs- ins til samræmis við aukið umfang starfsins. Þessum óskum hefur oftast verið svarað með því að máiefni sjóðsins væru í sérstakri at- hugun. Það er því ekki bara mitt að svara fyr- ir þetta. En þessi mikla yfirvinna nú hefur m.a. stafað af því að síðasta árið hefur farið fram gagnger endurskipulagning á starfs- háttum sjóðsins, við tókum í gagnið nýtt tölvukerfi og höfum í raun endurskoðað starfshættina frá A tii Ö. Með þessu höfum við reynt að skapa starfsmönnum meiri vinnufrið, bæta þjónustuna, hraða fyrir- greiðslunni og einfalda leiðirnar í gegnum kerfið. Inná þetta nýja tölvukerfi höfum við skráð, ekki bara upplýsingar þessa árs, heid- ur ltka eldri upplýsingar til að auðvelda allt námseftirlit og ýmislegt fleira. Þessi vinna var mjög tímafrek á síðasta ári, en við gerð- um ráð fyrir því að nú á vormisseri myndi hægjast mjög um, vegna þess að hagræðing- in er byrjuð að skila sér. Með þessari auknu hagræðingu er í raun verið að hamla gegn fjölgun í starfsmannahaldi og flýta afgreiðslu iána og minnka þörf fyrir persónuleg viðtöl. Ég tel að starfsfólk sjóðsins hafi sýnt mikla ósérhlífni í þessu starfi og það er víst að öll sú yfirvinna sem við höfum lagt á okkur er unnin yfirvinna. Starfsmenn hafa lagt hart að sér til að afgreiða lánin á réttum tíma án þess að gefa eftir í nauðsyniegu eftiriiti með námsframvindu. — Ráðherra talar líka um mýmargar kvartanir sem sér hafi borist um af- greiðslumáta Lánasjóðsins? Það koma auðvitað upp ýmis vafamál, ekki síst á haustin, þegar er hápunktur í starfi sjóðsins og fáir starfsmenn. Það er til- dæmis algengt að menn séu ekki ánægðir með iánshæfnimat sem þeir hafa fengið hjá sjóðnum og þá geta þeir sent kvörtun til sjóðstjórnarinnar. Við óskuðum eftir skýr- ingu á þessum ummælum menntamálaráð- herra og fengum þau svör frá Eiríki Ingólfs- syni, fulltrúa í menntamálaráðuneytinu sem fer með þessi mál, að allar þær kvartanir sem borist hafa hafi verið leystar á farsælan hátt í samræmi við lög og reglur. — Sverrir Hermannsson segist ætla að gera úttekt og mikla rannsókn á starfi Lánasjóðsins. Nú skilst manni að þegar hafi verið í gangi úttekt, sem ráðherra lætur ekki getið um? Síðastliðið vor fól menntamálaráðuneytið Leifi Eysteinssyni hjá Hagsýslustofnun og fulltrúa ráðuneytisins, Runólfi Þórðarsyni, að gera úttekt á starfi Lánasjóðsins og þá lík- lega í framhaldi að þráfaldlegum óskum okk- ar um að fá leiðréttingu á starfsmannahaldi. Þessi úttekt hefur haldist í hendur við gagn- gera endurskoðun á starfinu og við höfum veitt Leifi alla þá hjálp sem við gátum við þessa athugun, meðal annars skrifað ná- kvæma iýsingu á starfi sjóðsins á síðasta ári. — Meirihluti sjóðstjórnarinnar hefur ekki veitt þér stuðning í sambandi við brottreksturinn. Var þarna kominn upp ágreiningur milli þín og stjórnarinnar sem hefði getað torveldað störf sjóðs- ins? Ég hef ekki orðið var við það á nokkurn hátt að ég hafi verið kominn uppá kant við sjóðstjórnina. Ég hef átt mjög gott samstarf við þá aðila sem í henni sitja, bæði við Árdísi Þórðardóttur formann og Auðun Svavar Sig- urðsson varaformann. Ég beitti mér fyrir til- dæmis fyrir því nú í haust að sett var upp sér- stök undirnefnd til að fjalla um þau vafamál sem upp koma til þess að reyna að auka svig- rúm stjórnarinnar til að sinna rekstrarlegum og skipulagslegum málefnum í stað þess að verja of mikium tíma í einstakiingsbundin máí. — Fyrrum samstarfsmenn þinir í Lánasjóðnum segja að stjórnin neiti að bera ábyrgð á þeirri vanrækslu sem þú ert sakaður um. Er hún að kasta á þig ábyrgð sem hún I rauninni ber? Það er aiveg Ijóst að samkvæmt lögum er það sjóðstjórnin sem fer með alla áætlana- gerð og það sem ég og aðrir starfsmenn sjóðsins vinna í framhaldi af því er auðvitað á ábyrgð hennar. Mitt hlutverk er daglegur rekstur sjóðsins, úthlutun lána samkvæmt þeim úthlutunarregium sem sjóðstjórnin hefur sett og fengið samþykki ráðherra til. Ég tel að samkvæmt lögum sé það stjórnin sem ber fulla ábyrgð á starfi sjóðsins, en ekki framkvæmdastjórinn sem einstaklingur. — Nú heyrist það úr öllum áttum að það hafi verið brotin á þér lög, meira að segja frá Steingrími Hermannssyni. Er það raunin? Ég heid að það sé alveg augijóst að það hafi verið brotin lög um það hvernig svona mál skuli ganga fyrir sig. Þar er kveðið á um að opinber starfsmaður skuli áður en til brottvikningar kemur fá áminningu og tæki- færi til að gera grein fyrir sinu máli. — Þú hefur enga áminningu fengið? Nei. — Það er lika talað um að stjórn LÍN haf i brugðist þeirri skyldu sinni að verja þig gegn ólöglegri atlögu... Eg hefði líka talið eðlilegra að ráðherra sneri sér til stjórnarinnar með bréfi og það síðan skoðað hvort ég gæti staðið að þeim lagfæringum sem ráðherra talar um. Einsog hefur komið fram hjá starfsmönnunum skap- ast veruleg vandamál í rekstri sjóðsins við þessa fyrirvaralausu aðgerð. — Er það rétt að Sverrir Hermannsson hafi boðið þér árslaun ef þú segðir starfi þínu lausu sjálfur? Það hefur komið fram. — Ætlar þú að höfða mál gegn mennta- málaráðherra vegna brottvikningar- innar og ólöglegra aðdróttana? Ég tel að ég hafi ekki brotið neitt af mér í starfi, að ég hafi sinnt því eins vel og mér var unnt við erfiðar aðstæður. Það hefur náðst veruiegur árangur í endurskipulagningunni á þjónustunni og það eru tímamót í starfi sjóðsins. Mér er ekki ijúft að höfða mál á hendur mínum fyrrverandi vinnuveitanda en það er hins vegar alveg ótvírætt að ég verð að hreinsa mig af þeim áburði sem kem- ur fram í uppsagnarbréfinu og öðrum dylgj- um sem fram hafa komið í þessu máii.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.