Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 7

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 7
ÓMAR KRISTJÁNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI AÐAL- EIGANDI ÞÝZK-ÍSLENZKA LEGGUR SPILIN Á BORÐIÐ í ÍTARLEGU VIÐTALI VIÐ HP: V E R Ð A Á eftir Guðmund Árna Stefónsson og Friörik Þór Guðmundsson Meint skattsvik fyrirtœkisins Þýzk- íslenzka hf. hafa verid ofarlega á baugi í íslenskri fjölmidlaumrœðu síðustu daga. Síðustu vikurnar hafa starfsmenn skattrannsóknarstjóra haft til athugunar bókhald og skattamál fyrirtœkisins. Fjölmiðlar hafa fullyrt að tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna hafi verið stungið undan skatti á liðnum árum. Skattrannsóknarstjóri hefur ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um þetta mál og forsvarsmenn Þýzk-íslenzka hafa einnig lítið sem ekkert látið frá sér fara um málið. Ómar Kristjánsson er helsti hlut- hafi í Þýzk-íslenzka. Hann féllst á að rœða við Helgarpóstinn. Ómar lét þess þó getið í upphafi viðtals, að málið vœri á einkar viðkvœmu stigi og því allar yfirlýsingar varhuga- verðar, en hins vegar vœri óviðun- andi að sitja þegjandi undir öllum þeim neikvœðu og misvísandi frétt- um, sem fjölmiölar hefðu matreitt fyrir fólk á liðnum dögum. Þar hefði staðlausum stöfum verið kastað fram eins og staðreyndum og vissu- lega vœriþað þannig, aðþegarfólki er sögð sama sagan aftur og aftur, hversu röng og ósönn, sem hún ann- ars er, endar með því að fólk trúir. En Helgarpósturinn bað Ómar Kristjánsson í upphafi að gera örlitla grein fyrir sjálfum sér. Hver er þessi Omar Kristjánsson framkvæmda- stjóri, stjórnarformaður og aðaleig- andi þessa stórfyrirtækis, Þýzk-ís- lenzka, sem er á hvers manns vör- um þessa dagana? Ómar Kristjánsson er 37 ára Reykvíkingur, en fæddur í Keflavík. Hann tók gagnfræðapróf frá Réttar- holtsskóla og stundaði að því loknu ýmis verslunarstörf. Fór því næst utan til verslunarnáms í Bretlandi, tók atvinnuflugmannspróf hér á landi og fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna í því fagi. Eftir það var hann um tíma tollgæslumaður hjá Tollgæslunni í Reykjavík, en réð- ist svo til starfa hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, var þar við störf í 8 ár og hluta af þeim tíma í Þýskalandi. Arið 1976 keypti Ómar ásamt hálfbróður sínum, Guðmundi G. Þórarinssyni, fyrirtækið Þýzk-ís- lenzka, umboðs- og skipamiðlunar- félagið, eins og það hét í þá daga, sem þeir bræður breyttu í Þýzk-ís- lenzka verslunarfélagið, en fyrir nokkrum árum breyttist nafn þess í Þýzk-íslenzka hf. og það er nafn fyr- irtækisins nú. Aðaleigandi með 90% eignarhlut Guðmundur gekk úr fyrirtækinu nokkrum árum eftir að þeir festu kaup á því, eða árið 1978, er hann gerðist alþingismaður. Hann seldi sinn eignarhlut í fyrirtækinu og hef- ur ekki verið eignaraðili í því frá þeim tíma. A þessum 10 árum hefur fyrirtæk- ið vaxið mjög hratt og er nú með um fimmtíu starfsmenn og aðsetur í eig- in húsnæði að Lynghálsi 10 í Ár- bæjarhverfinu. — Nú ert þú aðaleigandi og framkvæmdastjóri umsvifamik- ils fyrirtækis, sem hefur víða lát- ið til sín taka. Hins vegar hefur minna borið á manninum á bak- við þetta allt saman. Ómar Krist- jánsson er ekki áberandi í ís- lensku þjóðlífi. Hvers vegna? „Eg hef unnið að vexti og við- gangi þessa fyrirtækis og lagt alla mína krafta í það. Sú vinna er fram- kvæmd í kyrrþey en ekki með hróp- um á torgum og ég hef ekki haft i áhuga á því að ýta sjálfum mér né fyr- irtækinu fram í sviðsljósið að ástæðu- lausu, þótt á hinn bóginn hafi fyrir- tækið og varningur þess orðið æ meira áberandi í umræðu og við- skiptum með auknum umsvifum í tímans rás. Áherslan hjá okkur er á vöruframboð og þjónustu. Metnað- ur okkar hefur beinst að því að hafa viðskÍDtavini okkar ánægða." — Á hvaða stigi var þetta fyrir- tæki, þegar þið bræður keyptuð það fyrir 10 árum? „Það var ákaflega smátt í sniðum og við gátum sáralítið sem ekkert notað af því, sem þar var fyrir. Fyrir- tækið var nánast orðið nafnið eitt. Á ákveðnu tímaskeiði í nú 30 ára sögu fyrirtækisins voru hins vegar við stjórnvölinn mætir menn, sem vildu gera stóra hluti með þetta nafn og þetta fyrirtæki og þar á meðal var fyrirtækið með opna skrifstofu úti í Hamborg um einhvern tíma. En sól- in hafði hnigið í áranna rás og lá nærri sólsetri, þegar við komum inn í dæmið 1976. Víst veit ég það, að ýmsir hafa undrast öran uppgang fyrirtækisins á fáum árum og ýmsar tröllasögur verið sagðar í þeim efnum. En ég sjálfur þakka góðu gengi síðasta áratuginn, góðu starfsfólki sem við höfum haft á að skipa. Því þótt her- foringinn yfir hersveitinni þurfi að vera sæmilega að sér, þá gerir hann ekkert nema allir vinni með honum. Og Þýzk-íslenzka hefur verið ákaf- lega lánsamt með starfsfólk alla tíð. Það sýnir sig hvað best núna, þegar erfiðleikar steðja að.“ — Nú verda umboð fyrir vand- aðar vörur ekki tínd upp af göt- unni. Hvernig tókst þér að ná í þessi vörumerki? Var málið ein- faldlega að lukkuhjólið snerist á sveif með þér, eða kom fleira til? „Það þarf auðvitað heilmikla heppni í þessu sem öðru til að hlut- irnir gangi vel fyrir sig. Og það er nú einmitt gangur lífsins, að það skipt- ast á skin og skúrir og allir verða að ganga í gegnum það á einhverju sviði. Mín ógæfa, sem nú dynur yfir, hún er í sjálfu sér smámunir á móti

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.