Helgarpósturinn - 09.01.1986, Side 8
mörgu því, sem margir aðrir þurfa
að ganga í gegnum.
Þetta fyrirtæki undir stjórn okkar
bræðra byrjaði ef til vill betur en
mörg önnur fyrirtæki. Við gátum
byrjað í eigin húsnæði, og upphafið
varð því okkur að mörgu leyti létt-
ara en hjá mörgum öðrum sem eru
að byrja atvinnurekstur. Því má
heldur ekki gleyma, að tímarnir til
atvinnurekstrar voru miklu
heppilegri á þessum fyrstu árum
okkar, á árunum eftir 1976. Við
byggðum okkur upp á
verðbólgutímum, þegar öll lán voru
með afar hagstæðum kjörum og
greiddust síðan niður í miklu lægri
einingum. Auðvitað hjálpaði það til
við þessa uppbyggingu í upphafi.
Við vorum búnir að koma ár okkar
vel fyrir borð, þegar verðbólguhjól-
ið fór að hægja á sér.
Ef þú skoðar sögu þessa fyrirtækis
undir minni stjórn, þá hefur þetta
verið ákaflega gæfusöm ganga og
ég hef stundum spurt mig á leiðinni:
hvenær kemur að því að eitthvað
fer úrskeiðis?
Ég átti hins vegar aldrei von á því,
að það yrði með þeim hætti, sem nú
hefur orðið.
Ég hef líka leitt hugann að því
undanfarið hvort ég vildi skipta á
þessu óhappi og einhverju öðru. Og
þótt þetta séu óneitanlega erfiðir
tímar fyrir mig og fyrirtækið, þá er
margt verra til en þetta sem við er-
um að ganga í gegnum.
Hafa verður í huga, að í þessa
uppbyggingu hefur farið alveg gífur-
legt þrek og vilji. Af þreki og vilja
hefur maðurinn ekki ótakmarkað.
Ég hef lagt allt mitt í þetta fyrirtæki
og vitaskuld dregur mótstreymið
þessa dagana úr mér þrótt. Eg vil
vera hreinskilinn og viðurkenni það
fúslega."
— Hversu stórt og umfangs-
mikiö er Þýzk-íslenzka í dag?
Það er ljóst ef einungis er iitið til
eigin húsnæöis fyrirtækisins, ad
hér er á ferðinni stórfyrirtæki á
íslenzkan mælikvarða, en
hversu stórt er það?
,,A árinu 1984, árinu sem þessi
skattamál snúast hvað helst um, var
umsetning þessa fyrirtækis
160—170 milljónir. Og á árinu 1985
liðlega 200 milljónir."
— Hvað með eignir þess?
Hverjar eru þær í krónum talið?
„Fasteignamatið á húseign fyrir-
tækisins hér í Lynghálsinum er í
kringum 60 milljónir króna."
— Hvað með afkomu fyrirtæk-
isins á síðustu árum?
„Afkoma fyrirtækisins á þessu
umdeilda skattaári, árinu 1984, var
mjög góð, sem sýnir sig best í því, að
jyrirtækið var einn hæsti skattgreið-
andi í Reykjavík 1985 vegna tekna
1984."
Ofgasögur
— Nú hafa húsbyggingar á síö-
ari árum verið erfiðar mörgum
fyrirtækjum og slíkar fjárfest-
ingar hreinlega reynst mörgum
ofviða, þannig að þau hafa farið
yfir. Hvað með Þýzk-íslenzka?
Stóð það svo traustum fótum, að
þaö gat klofið fjárfestingu árið
1980—82, á tímum verðtrygg-
ingar, upp á 60 milljónir króna á
núvirði, án þess að blæða fyrir í
sjálfum rekstrinum?
„Það má segja að allir tímar á
þessu 10 ára tímabili hafi verið erfið-
ir. Lausafjárstaðan hefur alla tíð ver-
ið erfið, en þetta hefur einhvern
veginn allt saman tekist. Þótt nokk-
uð sé um liðið síðan við byggðum yf-
ir okkur, þá hefur lausafjárstaðan
sama og ekkert lagast."
— Því er hins vegar haldið
fram, að þið eigið þetta stórhýsi
nánast skuldlaust orðið, nú
8 HELGARPÓSTURINN
þremur árum eftir að þið fluttust
inn í það og ennfremur að sára-
lítið hvíli á eigninni af öðrum
skuldbindingum fyrirtækisins?
„Það er mörgu haldið fram um
mig og fyrirtækið þessa dagana.
Þetta hefur heyrst og einnig stað-
hæfingar alveg yf ir á hinn vænginn,
þ.e. að fyrirtækið sé í botnlausum
skuldum. En þessar öfgasögur eru
fjarri öllum raunveruleika. Ég get
upplýst það, að það hvíla stórar upp-
hæðir á þessu húsi og fyrirtækið
skuldar umtalsverðar upphæðir í
innlendum og erlendum lánum. En
það sem máli skiptir, er að eiginfjár-
staðan sé í lagi og það er hún. Fyrir-
tækið hefur staðið traustum fótum.
Skuldbindingar fyrirtækis af þessari
stærðargráðu eru ævinlega miklar
og svo er um Þýzk-íslenzka. Þær eru
hins vegar ekki slíkar, að við ráðum
ekki við þær miðað við óbreytt
ástand."
Sjónvarpið kvað
upp dóm
— Við minntumst örlítið á
manninn á bakvið forsíðufrétt-
irnar þessa dagana — manninn
Ómar Kristjánsson. Aðeins
meira um hann. Hvernig líðan er
þaö að vera framkvæmdastjóri
og aðaleigandi fyrirtækis, sem
öll spjót standa á?
„Hún er mjög slæm — afleit. Það
sem gerir þetta hvað erfiðast, er
auðvitað það, að mönnum þykir illa
og ósanngjarnt að sér vegið. Ég
minnist þess ekki áður, að mál af
þessu tagi hafi fengið svona með-
höndlun í fjölmiðlum. Það getur
hver dæmt fyrir sig, þegar þetta mál
er skoðað, en hér er á ferðinni mál,
sem verið er að athuga. Skattayfir-
völd eru að athuga bókhald og
skattamál þessa fyrirtækis. Það er
algjörlega óljóst á þessari stundu,
hver niðurstaðan verður. En á sama
tíma og menn eru að athuga málin,
rís upp íslenzka sjónvarpið — fjöl-
miðill fólksins í landinu — og kveð-
ur upp dóm yfir fyrirtækinu og
stjórnanda þess, sem örugglega hef-
ur gífurleg áhrif á allt viðkomandi
rekstri þessa fyrirtækis um ófyrir-
sjáanlega framtíð."
— Viltu ætla að fyrstu upplýs-
ingar til fjölmidla um þessa
rannsókn á fyrirtækinu, hafi
komið frá rannsóknarmönnum
sjálfum — frá skattinum?
„Ég get ekkert fullyrt um það.“
Höfum ekki stundað
skattsvik
— Nú hafa skattayfirvöld ekki
viljað láta hafa neitt eftir sér op-
inberlega um þetta mál, um
rannsóknina. En nú spyr ég þig
beint Ómar Kristjánsson: Ertu
saklaus af þeim ásökunum um
skattsvik sem fram hafa komið í
fjölmiðlum?
„Fjölmiðlar ættu að átta sig á því
í þessu máli sem öðrum að það er
enginn sekur fyrr en hann hefur
verið sakfelldur.
Hins vegar kunna að hafa verið
gerð hér mistök af einhverju tagi og
ég get sagt það fullum fetum, að
mér er það ljóst nú, að það hafa ver-
ið gerð hér mistök. í hve miklum
mæli á eftir að koma í ljós.
Það eru ákveðnir þættir í svona
rekstri, sem eru umdeilanlegir. Það
má nefna sem dæmi birgðahald.
Hvernig á að meta birgðir í svona
'fyrirtæki, það er mjög umdeilanlegt
atriði.
Ég geri mér ljóst, að ég kann að
hafa hlaupið fram úr sjálfum mér í
rekstri fyrirtækisins á einhverjum
tíma. Ef menn rétt renna yfir upp-
gang fyrirtækisins á síðustu 10 ár-
um, þá sjá menn að það hlýtur að
Hið stórglæsilega húsnæði Þýzk-islenzka að Lynghálsi 10.
i
Siðast liðið haust keypti Þýzk-íslenzka af Brauðbæ lóð og byggingarframkvæmdir við
Álfabakka i Mjóddinni. Hér má sjá að neðri hæð hins 3000 fermetra verslunarhúss er
langt komin.
Heimili Ómars Kristjánssonar að Silungakvisl 25 í Árbaa Húsið hefur þá sérstöðu I göt-
unni að vera fullfrágengið en lítt frágengin hús allt f kring.
hafa farið gífurleg orka og tími í að
byggja það upp. Þegar aftur á móti
er litið til gagnaskráningar og
gagnasöfnunar, á því sem búið er að
gera, þá hefur það verið í mínum
huga minna áríðandi. Þar skortir
mig þekkingu. Á þeim vettvangi, í
gagnaskráningu — bókhaldi — hef
ég haft fólk sem hefur sinnt þessum
störfum af samviskusemi, en um-
svifin hafa aukist og álagið á því á
vettvangi bókhaldsins um leið.
Þýzk-íslenzka hf. er alfarið tölvu-
vætt í dag. Fyrir þremur árum, þeg-
ar við tókum upp þetta tölvukerfi
sem við nú störfum með, þá höfðum
við áður fest kaup á annars konar
tölvukerfi og látið vinna forrit og
prógrömm fyrir það, en því miður
varð sá söluaðili gjaldþrota og gat
því ekki afhent vöruna, þannig að
við urðum að kaupa annað tölvu-
kerfi með hraði. Og það hefur kom-
ið í ljós, að bæði forrit og prógrömm
í því kerfi hafa hentað okkur að
sumu leyti illa. Það hafa komið fram
í þessum prógrömmum hreinir og
klárir gallar og auðvitað er líka ljóst
að þekking starfsmanna framanaf á
þessum tækjum var af skornum
skammti. Þetta hefur truflað örugga
og góða skráningu á þessum gerðu
hlutum, á þessum bókhaldsmálum.
Við höfum smám saman verið að
átta okkur á því, að bókhaldið var
orðið of umfangsmikið fyrir það
fólk, sem vann við það hjá okkur.
Það er ljóst að við hefðum þurft að
fá til utanaðkomandi aðstoð frá end-
urskoðendum. Við höfum nú fengið
löggiltan endurskoðanda til að að-
stoða okkur við að fá botn í þessi
mál.
Sjálfur er ég með litla bókhalds-
þekkingu og vil ekki skipta mér af
bókhaldsmálum. Finnst að það sé
annarra manna verk í fyrirtækinu.
Ég sinni viðskiptamálum, áætlana-
gerð og slíkum hlutum sem snúa
beint að viðskiptum; rekstri fyrir-
tækisins."
— Er það ekki lagaskylda á
jafnstórum fyrirtækjum og
Þýzk-íslenzka hf., að hafa lög-
gilta endurskoðendur?
„Ég þekki það ekki til hlítar, en
mér þykir það ekki ólíklegt, nú þeg-
ar athygli mín hefur verið vakin á
því máli í kjölfar þessara yfirstand-
andi athugana skattrannsóknar-
stjóra."
— Hvernig hafa samskipti við
rannsóknaraðila gengið?
„Þau hafa að mínu áliti verið eðli-
leg."
— Þú segir Þýzk-íslenzka hafa
verið eitt fyrirtæki af mörg
hundruð sem hlutu skoðun hjá
skattrannsóknarstjóra á sl. ári.
Ertu að gefa í skyn, að ástandið
hafi jafnvel ekki verið miklu
skárra hjá ýmsum öðrum fyrir-
tækjum, sem skoðuð voru?
„Eg veit ekkert um það."
Viljum hraða rannsókn
— Þú segir illmögulegt að gera
sér grein fyrir því, hvaða upp-
hæðir eru á ferðinni hvað varðar
hinar meintu bókhaldsskekkjur
hjá fyrirtækinu. En sumir fjöl-
miðlar telja sig hafa heimildir
fyrir þvi, að um hundruði millj-
óna sé að ræða. Stendur fyrir-
tækið undir slíkum álögum, ef
lagðir yrðu á það skattar aftur í
tímann og því yrði að auki gert
að greiða álag vegna þessa?
Myndi Þýzk-íslenzka lifa slíkt af?
„Fyrst vil ég leiðrétta þann mis-
skiining, sem klifað hefur verið á í
blöðum, að þetta snúist um meint
söluskattssvik. Þetta er heildsölu-
fyrirtæki, sem selur sáralítið til neyt-
enda, en hefur skilað söluskatti skil-
víslega af þeirri sölu.
Hér er hins vegar spurt um upp-
hæðir sem menn ekki þekkja. Mín
sannfæring er sú að það muni koma
upp allt aðrar tölur en menn hafa
verið með í umfjöllun fram að-
þessu. Það er ósvinna að mínu mati
að stærðargráðurnar séu eitthvað í
líkingu við það, sem slegið hefur
verið fram í fjölmiðlum á síðustu
dögum. Ég spyr að leikslokum í því
sambandi.
En hvort þetta verður okkur of-
viða, því er erfitt að svara. Það verð-
ur tíminn að leiða í ljós. Það hefur
ekkert fyrirtæki fengið jafn nei-
kvæða umræðu byggða á ágiskun-
um meðan málið er til athugunar og
fyrirtæki okkar nú. Við skulum bíða
niðurstöðu skattyfirvalda."
— Þú vilt sem sé ætla að Þýzk-
íslenzka geti út af fyrir sig klár-
að sig af aukaálögum sem fylgdu
hugsanlega í kjölfar athugunar
skattayfirvalda?
„Framtíðin verður að leiða það í
ljós."
— Hefurðu orðið þess var, að
viðskiptaaðilar ykkar hérlendis
og erlendis hafi kippt að sér
höndum gagnvart ykkur vegna
þessarar fjölmiðlaumræðu?
„Ég hef orðið var við það hér inn-
anlands, að okkar viðskiptaaðilar
eru hugsi um þetta mái og átta sig
ekki alveg á því, hvað er að gerast."
Guðmundur Þórðarson
hefur ekki stundað
skattsvik
— Þú hefur miklar efasemdir
um þær tölur sem nefndar hafa
verið um umfang meintra skatt-
svika í fyrirtæki þínu, en segir
jafnframt aö engar tölur liggi