Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 16

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 16
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Opiö bréf til stjórnar NLFÍ Þar sem það virðist augljóst að stjórn NLFi ætlar að freista þess að svæfa þær umræður sem átt hafa sér stað manna á millum í kjölfar greina í Helgarpóstinum þann 28. nóvember sl. ætla ég að varpa fram nokkrum spurningum, sem brenna bæði á mér og öðrum, um hvernig staðið var að „kosningu" þeirra full- trúa NLFR (Náttúrulækningafélags Reykjavíkur) sem- tryggðu Jóni Gunnari Hannessyni og hans póten- tátum áframhaldandi einræði um öll málefni Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði. Sjái Jón Gunnar og/eöa hans medstjórnendur sér ekki fœrt aö svara þessum spurningum hljóta bœdi ég og adrir að líta svo á að þessir menn hafi engin svör við þeim og þar með fátt til varnar sínum ,,sóma". Til glöggvunar fyrir þá sem ekki eru inni í þessum málum er rétt að geta þess að bandalagsféiög NLFI eru fjögur, þ.e. Náttúrulækningafé- lag Reykjavíkur (NLFR), Náttúru- lækningafélag Akureyrar (NLFA), Náttúrulækningafélag Hafnarfjarð- ar (NLFH) og Náttúrulækningafélag Hveragerðis og Árnessýslu (NLFHÁ). Þessi félög halda lands- þing, sem nefnist Landsþing NLFI, á tveggja ára fresti og er það þing æðsta vald í öllum málum banda- lagsins. Samkvæmt lögum NLFI á hvert félag að senda einn fulltrúa fyrir hverja 50 félagsmenn eða brot úr 50 og eitt af hlutverkum þessara fulltrúa á landsþinginu er að kjósa í stjórn NLFÍ, sem síðan skipar menn í rekstrarstjórn Heilsuhælis NLFI í Hveragerði. Fyrir þá sem hafa hags- muna að gæta með að vera einráðir á heilsuhælinu er því brýnt að hafa meirihluta fuiltrúa á sínu bandi. Á síðasta landsþingi, sem haldið var 26. okt. sl. var lagður fram fulltrúa- listi frá NLFR með 32 aðalfulltrúum og öðrum 32 til vara, frá NLFA voru 4 fulltrúar en enginn frá NLFH og NLFHÁ. Fulltrúalisti. þessi hefur vakið verðuga athygli þeirra sem eitthvað eru kunnugir málefnum NLFÍ, bæði vegna þess hve fjöl- mennur hann er, miðað við að NLFR heldur ekki uppi neinu félags- lífi og er þar af leiðandi ekkert nema nafnið tómt og eins vegna merki- legra mikilla fjölskyldutengsla á milli fulltrúanna, sem flestir eru á einhvern hátt meira og minna tengdir eða skyldir Jóni Gunnari Hannessyni, lækni á Heilsuhæli NLFÍ. Ýmislegt virðist á huldu um NLFR, t.d. hef ég verið að spyrjast fyrir um hverjir séu þar í stjórn, menn ýmist segjast ekki muna það eða gefa mér upp einhver nöfn sem ekki ber svo saman við þau nöfn sem aðrir nefna og þykja mér þessi svör dálítið einkennileg, svo ekki sé meira sagt. Þetta eina heilsuhæli okkar ís- lendinga er þarfari og merkari stofnun en svo að hægt sé að líða átölulaust að þar fari alfarið með völd menn sem hvorki hafa svo mik- ið sem snert af ábyrgðartilfinningu né sómatilfinningu og víla ekki fyrir sér að falsa kosningar til að tryggja sjálfum sér áframhaldandi einræði um málefni hælisins. Ég, sem þessar línur skrifa, kom þ'angað í október 1982, þá úrskurðuð 65% öryrki eftir margar og stórar skurðaðgerðir og hafði þá verið óvinnufær i 5 ár. Eftir 8 vikna dvöl og þá meðferð sem stofnunin hefur upp á að bjóða var ég útskrifuð og þá með þá bestu heilsu sem ég nokkurn tíma hef kynnst alla mína ævidaga. Tel ég því mér málið skylt, því ekkert er dýr- mætara en góð heilsa og svo sann- arlega veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur í þeim efnum og heilsuhælinu og starfsfólki þess á ég þess vegna allt gott að unna og vel það. Spurningar til „stjórnar“ NLFR: 1) Hverjir eru í stjórn og vara- stjórn NLFR og hvernig skiptir sú stjórn með sér verkum? 2) Eru stjórnarmenn á launum eða hafa þeir einhver hlunnindi? 3) Hvaða fundir hafa verið haldnir í NLFR árin 1983,1984 og 1985, á ég þá bæði við félagsfundi og aðal- fundi. Hvar, hvenær og hvernig voru þessir fundir auglýstir og hvar og hvenær haldnir og hve fjölmenn- ir voru þeir? 4) Á hvaða fundi voru kosnir þeir 64 fulltrúar sem voru á fulltrúalista NLFR á landsþinginu? Fengu þeir allir kjörbréf eins og kveður á um í lögum NLFÍ? Hvernig voru þeir boð- aðir á þingið? Hver er ábyrgur fyrir þessum „kosningum"? 5) Hve margir stjórnarfundir hafa verið haldnir og hvar hafa þeir verið haldnir? 6) Hefur „stjórn" NLFR haldið fundargerðabók og er hún e.t.v. eitthvert leyndarmál „stjórnarinn- ar" og þá hvers vegna? 7) Hvað eru margir félagar í NLFR? 8) Hver hafa árgjöld verið þessi of- angreind ár og hvernig hafa þau verið innheimt? 9) í skýrslu stjórnar NLFÍ á lands- þinginu nú í október er talað um að á vegum Reykjavíkurdeildarinnar hafi verið farnar grasaferðir, fjalla- grasaferð og að deildin hafi staðið fyrir sveppatínslu. Þar sem ég sem ritstjóri Heilsuverndar á að fjalla um slíkar ferðir í málgagninu, þætti mér vænt um að fá að vita hvers vegna enginn hefur sagt mér frá þessum ferðum. Hvert var farið og hvenær og hve margir fóru? Hvar, hvenær og hvernig voru þessar ferðir auglýstar? Spurningar til stjórnar NLFÍ: 1) Hverjir eru í stjórn og vara- stjórn NLFÍ? Er nokkuð um ættar- eða fjölskyldutengsl innan stjórnar- innar? 2) Eru stjórnarmenn á launum og þá hve háum? 3) Hafa einhverjir eða einhver stjórnarmanna einhver hlunnindi önnur, t.d. afnot af bifreið? 4) Hve margir stjórnarfundir hafa verið haldnir og er haldin fundar- gerðabók? 5) Hvernig skiptir stjórnin með sér verkum? Mig langar alveg sér- staklega til að vita hver er gjaldkeri. 6) Er það rétt sem Vilhjálmur Ragnarsson tjáði mér í símtali núna nýlega að NLFÍ hafi engar tekjur og þurfi þess vegna ekki gjaldkera? Hvaðan koma þá fjármunir til að borga halla af útgáfu Heilsuverndar, halla af happdrætti, halla af mat- stofu, kostnað af landsþingi, kostn- að við skrifstofurekstur með 1 'A starfskrafti og opið 2 klst. á dag, að ógleymdri bifreiðinni R-10723 sem keypt var fyrir NLFÍ sl. sumar. Til hvers er sú bifreið nauðsynleg og hver hefur afnot af henni? 7) Er það rétt sem Jón Gunnar Hannesson sagði mér að öll sérdag- gjöld, þ.e. sá hluti dvalarkostnaðar sem sjúklingar greiða sjálfir renni til NLFÍ? Hve mikið er þetta árlega? Vinningar í H.H.Í. 1986: 9 ákr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 ákr. 100.000; 2.160 ákr. 20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.