Helgarpósturinn - 09.01.1986, Qupperneq 17
Og hver hefur með það fé að gera og
hvernig er því varið?
8) Eru fundargerðabækur eitt-
hvert leyndarmál eða af hverju má
ég ekki fá þær í hendur til að taka
saman grein um starfsemi heilsu-
hælisins sl. 30 ár í tilefni af afmæli
þess 24. júlí sl.?
9) Af hverju var fellt úr lögum
NLFÍ það ákvæði sem segir til um
hvernig fundir skuli boðaðir svo lög-
mætt teljist?
10) Hvaö veldur að stjórnarmenn
leggja með glöðu geði mannorð sitt
og sinna að veði með því að falsa
kosningar til að tryggja sjálfum sér
óskoruð völd innan NLFÍ? Hvad
hangir eiginlega á þeirri spýtu? Hug-
sjón kannski??
Spurningar varðandi lands-
þingið:
1) Hver setti þingið og hverja skip-
aði sá aðili í kjörbréfanefnd? Voru
allir fulltrúar með kjörbréf?
2) í hvaða nefndir var kosið og
hverjir voru kosnir í þær?
3) Eru nefndamenn á launum eða
hafa þeir einhver hlunnindi fyrir
nefndastörf?
4) í skýrslu stjórnar er þess getið
að allmargir fundir nefnda hafi ver-
ið haldnir sl. 2 ár. Hvaða nefndir er
hér verið að tala um, hverjir áttu
sæti í þeim og hvaða mál hafa þess-
ar nefndir verið að fjalla um?
5) f skýrslu stjórnar var þess einn-
ig getið að Náttúrulækningafélagið
hefði keypt fyrir tæplega 2 árum all-
mikið bókasafn af Marteini Skaft-
fells. Hvað var kaupverðið á þessu
bókasafni og úr hvaða sjóði var það
greitt? Hve margar bækur voru
þetta og hvar eru þær geymdar?
Hvers konar bækur voru þetta aðal-
lega?
6) Hverjir voru kosnir endurskoð-
endur NLFÍ? Og hverjir til vara?
7) Hvernig eru lagabreytingar
kynntar félagsmönnum og hvernig
eru þær bornar undir atkvæði
þeirra?
Spurningar varðandi rekstrar-
stjórn heilsuhælisins:
1) Samkvæmt reglugerð nr. 452,
dags. 29. desember 1978, á stjórn
NLFÍ að kjósa 3 menn í rekstrar-
stjórn og aðra 3 til vara.
2) Hvernig, hvar og hvenær var
kosið í rekstrarstjórn HNLFÍ, hverjir
eiga sæti í henni og hverjir eru vara-
menn?
3) Hvernig skiptir þessi stjórn
með sér verkum og hvar og hvenær
var sá rekstrarstjórnarfundur hald-
inn sem sú verkaskipting var ákveð-
in á?
4) Heldur rekstrarstjórn fundar-
gerðabók?
5) Hvers vegna hefur heilsuhælið
verið yfirlæknislaust síðan 1. júlí sl.
og stendur ekki til að ráða yfir-
lækni?
6) Hvers vegna var hundsaður
vilji starfsfólks hjúkrunarvaktar
þegar ráðinn var nýr hjúkrunarfor-
stjóri? Hvers vegna voru umsóknir
um starfið ekki lagðar fyrir hjúkrun-
arráð eins og á kveður um í lögum?
Hverjar aðrar sóttu um en sú sem
ráðin var? Hefur þessi nýi hjúkrun-
arforstjóri nægilega menntun og
starfsreynslu til að axla þá ábyrgð
sem starfinu fylgir?
7) Eru þeir aðilar sem NLFÍ kaus í
rekstrarstjórn öllum hnútum kunn-
ugir innan veggja heilsuhælisins,
koma þeir oft þangað eða vita þeir
kannski lítið meira um stofnunina
en að hún er í Hveragerði?
er skammt undan ?
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
8) Eru ákvæði í lögum NLFÍ um
hvernig kjósa/skipa beri í þessa
rekstrarstjórn? Hvernig hljóða þau
ákvæði?
Spurningar varðandi félags-
líf í NLFHÁ:
Með bréfi dags. 10. jan. 1980 er
þeim félagsmönnum NLFÍ sem bú-
settir eru í Árnessýslu tilkynnt að
stofnað hafi verið Náttúrulækninga-
félag Hveragerðis og Árnessýslu og
þeim gert að víkja úr NLFÍ og ganga
í NLFHÁ. Bréfið undirrita þáverandi
forseti NLFÍ, Jóhannes Gíslason og
lögfræðingur NLFI Ólafur Þorgríms-
son. Jón Gunnar Hannesson hefur
átt lögheimili að Dísastöðum í Sand-
víkurhreppi í Árnessýslu síðan
1982, en er samt fulltrúi NLFR á
landsþinginu.
1) Hvenær var NLFHÁ formlega
stofnað og hvar var sá fundur hald-
inn?
2) Hverjir eru í stjórn og vara-
stjórn og hvernig skipta þær stjórnir
með sér verkum?
3) Hve margir félagsmenn eru í
NLFHÁ, hver eru félagsgjöld og
hvernig eru þau innheimt?
4) Hvar og hvenær hafa verið
haldnir fundir í NLFHÁ og hvar og
hvernig hafa þeir verið auglýstir?
5) Hvaða grasa- og fjallagrasa-
ferðir Hveragerðisdeildarinnar er
verið að tala um í skýrslu stjórnar
NLFÍ á landsþinginu? Hvert voru
þessar ferðir farnar og hvenær, hvar
og hvernig voru þær auglýstar og
hve margir fóru? Það skal tekið fram
að ég er ekki að spyrja um árlega
grasaferð starfsfólks heilsuhælisins.
6) Ef NLFHÁ hefur aldrei verið
formlega stofnað ellegar hefur ver-
ið svæft á sama hátt og NLFR er Jón
Gunnar Hannesson þá yfir höfuð
félagsmaður í NLFÍ frekar en aðrir
sem lögheimili eiga í Árnessýslu??
Ef svo er afhverju var hann þá ekki
rekinn úr félaginu eins og aðrir Ár-
nesingar?
Með þeirri virðingu sem sæmir
Jóni Gunnari Hannessyni og með-
stjórnendum hans.
Guðrún Jóhannsdóttir
ritstjóri Heilsuverndar,
málgagns NLFÍ
P.S. Rétt þegar ég hafði lokið að
semja þetta ofangreinda opna bréf
til stjórnar NLFÍ, hringdi til mín Vil-
hjálmur Ragnarsson og spurðist fyr-
ir um væntanlegan útkomutíma síð-
ara heftis Heilsuverndar á þessu ári.
Ég tjáði honum að efnið væri að
mestu tilbúið, en mig vantaði, auk
smápistils sem Jón Gunnar Hannes-
son hefði ætlað að skrifa og ég hefði
beðið hann um fyrir um það bil 6—8
vikum, grein þá sem ég hefði beðið
Friðgeir Ingimundarson, fram-
kvæmdastjóra heilsuhælisins, um
að skrifa í tilefni af 30 ára afmæli
hælisins 24. júlí sl., en Friðgeir hefði
nú haft á að giska 8 mánuði til að
berja saman þá grein, og ekki væri
hún enn komin. Ég sagði Vilhjálmi
að ég gæti sem hægast skrifað þá
grein sjálf upp úr gömlum fundar-
gerðabókum, en þær virtust mér
sem ekki lægju á lausu hjá þeim.
Hann svaraði því til að þær væru nú
margar og kvaðst skyldu reka á eftir
Friðgeir með greinina (allt til að
tryggja að ég komist ekki í fundar-
gerðabækurnarl). í þessu símtali
tjáði hann mér líka að þeir vildu rit-
skoða Heilsuvernd áður en hún yrði
prentuð og veit ég ekki betur en rit-
skoðun hvers konar sé brot á lögum.
Hvers vegna ætli menn vilji nú rit-
skoða blaðið? Það skyldi þó ekki
vera til að koma í veg fyrir að ég fari
að lögum NLFÍ, en í 28. gr. síðustu
málsgrein segir svo:
„Útdrátt úr þingfundagerðum
bandalagsins og úr aðalreikningum
skal birta árlega i tímariti þess“.
Landsfundurinn 28. okt. sl., svo
og listinn yfir fulltrúa NLFR, og svo
kannski reikningarnir, eru líkast til
eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós!
Ég yrði ekki hissa þótt menn með
einhverjum ráðum reyndu að sjá til
þess að þetta afmælisblað hælisins
komist ekki út undir minni umsjá
fyrst ég er með það á heilanum að
lög NLFÍ séu eitthvað sem stjórn
NLFÍ beri að virða og fara eftir!
Með sömu virðingu og að ofan,
Guðrún