Helgarpósturinn - 09.01.1986, Side 18
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart
Lággeng janúarsólin brýst fram úr gráum skýjabökkum og skapar
myndatökuskilyrði fyrir eftirfarandi hersingu sem hleypur eftir háskólalóð-
inni: fremstur fer Jón Bragi Bjarnason, nýsettur prófessor í lífefnafrœði við
Háskóla Islands, stœltur og hávaxinn, í dökkbláum íþróttagalla með hvít-
um röndum — alveg í stíl við Esjuna í baksýn; nœstur skeiðar Jim Smart
Ijósmyndari, ekta tjalli með öfugan sixpensara í grænum kakífötum sem
renna saman við frostbitið grasið í augum þeirrar sem aftast hleypur en það
er tilreykt blaðakona í gráyrjóttri, ökklasíðri ullarkápu og bleikum stígvél-
um, semsé heldur óhentugum skokkbúnaði. Hún þurfti að hafa sig alla við
að stoppa af hvumsa háskólanema á gangi og úrilla R-, X- og E-bílstjóra
svo að þeir grugguðu ekki myndflötinn. Hvað gerir maður ekki íþágu raun-
vísinda og blaðamennsku?
Með fullri virðingu fyrir þeim ensímrannsóknum sem Jón Bragi stundar
til framgangs hátækniiðnaðar á vinnustofu sinni í Raunvísindadeild Há-
skólans, þá þótti okkur Jim hann skemmtilegra myndefni skokkandi en
rýnandi í tilraunaglös, fyrst við höfðum ekki rœnu á að smella af honum
stuðmynd á nýársfagnaði '68 kynslóðarinnar um daginn.
Fyrir utan að stunda skokk, kennslu og rannsóknarstörf í þágu HÍog þar
með þjóðarinnar allrar lætur Jón Bragi ekki deigan síga í félagsmálum:
hann hefur um nokkurt skeið verið formaður í Félagi háskólakennara og
á síðasta landsfundi Bandalags jafnaðarmanna var hann kjörinn í lands-
nefnd þess.
Að afstaðinni myndatöku skeiðum við upp í
raunvísindahúsið á bak við Háskólabíó og köst-
um mæðinni á skrifstofu Jóns Braga. t>ar sem
bæði hann og blaðamaður voru í þeim 500
manna hópi sem skemmti sér undir merkjum
'68 kynslóðarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum á
nýárskvöld þar sem illa gekk að skilgreina hana
öðruvísi én í hálfkæringi — að þrír af hverjum
fimm gengju til sálfræðings en hinir tveir væru
sálfræðingar og að líkast til mætti rekja róttækni
hennar norður til Akureyrar fremur en Parísar
— liggur beint við að spyrja Jón Braga sem út-
skrifaðist úr MR ’69 hvort hann telji að þessi kyn-
slóð eigi sér einhvern samnefnara.
„Nei, ég held að hann sé ekki til, fólkið sem
henni tilheyrir er svo margbreytilegt," svarar
Jón Bragi af raunvísindalegri yfirvegun. ,,En í
upphafi árs ’86 á þetta fólk það sameiginlegt að
líta aftur og minnast þessa tíma. Það er mjög
ánægjulegt að hitta þetta fólk aftur, umfaðma
það og rifja upp gamlar minningar. En slíkt eiga
allar kynslóðir sameiginlegt. Þótt þetta fólk hafi
gengið í gegnum svipaða reynslu á sínum tíma
á það sér ekki sameiginleg markmið eða lífsvið-
horf í dag. Aftur á móti horfist það í augu við
svipuð vandamál sem eru fyrst og fremst þjóðfé-
lagsleg, eins og háir vextir og lítið fjármagn til
húsbygginga.”
Kannski dálítið
forpokaður
— En nú var margvíslegt umrót á þeim árum
sem þú gekkst í menntaskóla. Áttirdu þér ein-
hver átránaöargoö eöa fyrirmyndir t.a.m. í póli-
tíkinni eöa poppinu?
,,Ég held ekki. Ég hef alltaf verið mjög á varð-
bergi gagnvart átrúnaðargoðum og tísku-
straumum. Að því leytinu til er ég kannski dálít-
ið forpokaður. Ég hef t.d. aldrei látið hár mitt
vaxa, hef alltaf verið með þá hárlengd sem ég er
með í dag. Ég hef aldrei látið hafa mig út í elt-
ingarleik við ytri búning.
Vissulega var ég mjög hrifinn af Bítlunum,
Bob Dylan og Simon og Garfunkel, og frá því að
ég var táningur var Kennedy í miklu uppáhaldi
hjá mér. En ég man ekki eítir neinum átrúnaðar-
goðum nema þá einna helst Jóni Sigurðssyni
forseta sem ég hef alltaf verið hrifinn af.“
— Þú hefur semsé aldrei gengið um í blóma-
mussu með perlufestar og kyrjað lög ár Hárinu?
„Nei, ég fór aldrei þá leið. En flestir af vinum
mínum, sem nú eru t.d. orðnir alþingismenn og
forstjórar Hagkaups, voru komnir með sítt hár,
en ég lét aldrei leiða mig svo langt."
í ljós kemur að Guðmundur Einarsson alþing-
ismaður er besti vinur Jóns Braga og hefur verið
allt frá því að þeir kynntust kornungir í Kópa-
voginum, en af öðrum menntaskólafélögum má
nefna Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleik-
stjóra, Sigurð Pálsson skáld, ingólf Margeirsson
ritstjóra HP, Jón Ásbergsson forstjóra Hagkaups
og Vilmund heitinn Gylfason. Og Jón Bragi tek-
ur til við að rifja upp eitt og annað sem þeir fé-
lagar brölluðu á menntaskólaárunum, til dæmis
þegar þeir unnu saman við gerð kvikmyndar-
innar Rauða skikkjan eitt sumarið.
„Við kölluðum hana alltaf skandalfilmuna
Hagbarð og Signýju,” segir Jón Bragi hlæjandi.
„Við réðumst í þetta fjórir félagar, ég, Hrafn,
Þorvaldur, bróðir Krumma, Siggi Páls og Ingó.
Þetta var mjög skemmtilegur tími, gaman að
kynnast því hvernig kvikmynd er sett saman.
Fyrst vorum við í því að smíða leikmyndirnar og
síðan fengum við statistahlutverk.
Þetta sumar var ýmislegt brallað. Mér er það
minnisstætt þegar við fórum til Húsavíkur til að
skemmta okkur. Þá kom þar upp afar athyglis-
verður smábæjarrígur. Okkur var mjög illa tek-
ið, sérlega þegar einn úr hópnum kynntist
stúlku á Húsavík. Það þótti Húsvíkingum óþol-
andi og eftir ballið var ráðist á okkur og átti að
drepa þann sem hafði kynnst stúlkunni og vang-
að við hana. Þá var kallaður til Gunni nokkur
kýló og átti hann að kýla viðkomandi afbrota-
mann. Ég reyndi að stilla til friðar og hann lét
höggið vaða á viðkomandi sem vék sér undan
svo ég fékk höggið á kjaftinn fyrir bragðið. Af
þessu sést hvað maður ber lítið úr býtum þegar
maður er að stilla til friðar. . ."
Þegar Hrafn G. ætlaði að
fífla Jón Braga. . .
Og Jón Bragi heldur áfram með söguna:
„Skömmu síðar ákváðu Ingó og Krummi að
hætta sér aftur á ball til Húsavíkur en ég, Siggi
og Þorvaldur urðum eftir. Þegar þeir eru farnir
kemur kennari frá Laugum, þar sem við gistum,
og spyr hvar hann eigi að sofa. Við vissum það
nú ekki svo ég gekk úr rúmi fyrir hann. Um nótt-
ina heyrum við að Hrafn og Ingólfur nálgast
staðinn — það mátti heyra langar leiðir — og
sem þeir labba inn ganginn heyrum við að
Hrafn öskrar: „Komum og fíflum Jón Braga!”
Hrafn fer inn í herbergið þar sem ég hafði verið
vanur að sofa og fer með höndina ofan í svefn-
poka hjá kennaranum sem sneri sér upp að
vegg, hversu langt hann fór veit ég ekki. En
maðurinn vaknar, öskrar upp og snýr sér við og
þegar Hrafn sér að þetta er „vitlaus” maður
öskrar hann upp líka. Við hinir heyrum þessar
rokur og báðir voru þeir jafn skelfingu lostnir,
kennarinn og Hrafn Gunnlaugsson. Otal slíkar
sögur gæti ég sagt en til að vernda þá seku held
ég að best sé að láta staðar numið,” segir Jón
Bragi og við hættum þessu ábyrgðarlausa hjali.
Af einhverjum ástæðum er blaðamanni ekki
grunlaust um að Jón Bragi hafi ef til vill verið
ábyrgðarfyllri á þessum árum en ofannefndir fé-
lagar hans og spyr hann því hvort verið geti að
hann hafi hlotið meira aðhald á uppvaxtarárun-
um en þeir.
„Kannski það,“ svarar Jón Bragi. „Barnæska
mín var sérkennileg að því leyti að um tíma ólst
ég upp erlendis, bjó í þrjú ár erlendis ásamt for-
eldrum mínum og gekk bæði í breskan og
franskan skóla. Þar kynntist ég meiri aga en ís-
lensk börn eiga að venjast. Það var erfitt að
koma tvívegis inn í nýjan bekk í útlöndum, skilja
ekkert og geta ekkert. En það var jafnframt
mjög skemmtilegt og gagnlegt. í báðum skólun-
um höfðu refsingarnar og aginn mikil áhrif á
þann sem kemur frá íslandi, en refsingarnar
voru með ólíku móti. í Bretlandi var sérstök refs-
ing við hverju broti. En Frakkar aftur á móti
refsa eftir tilfinningu hverju sinni. Einhvern tím-
ann hafði einhver sem fór í taugarnar á kennar-
anum ekki lært heima. Kennarinn gerði sér lítið
fyrir og boxaði hann fyrst í magann, sló hann
því næst utanundir, tók hann svo upp á eyrun-
um, dró hann út að hurðinni og sparkaði honum
út. Eftir þetta var svo sem skiljanlegt að ég léti
lítið fyrir mér fara í skólanum.”
Þar fyrir utan dvaldist Jón Bragi í Bandaríkj-
unum árið eftir landspróf ásamt foreldrum sín-
um, Rósu Guðmundsdóttur og Bjarna Braga
Jónssyni, núverandi seðlabankastjóra, og þang-
að hélt hann svo til doktorsnáms í lífefnafræði
að afloknu BS-prófi hér heima, ásamt konu sinni
Guðrúnu Stefánsdóttur kennara og ungri dóttur.
Jón Bragi segist hrifinn af Bandaríkjunum og að
íslendingar geti marga lærdóma af þeim dregið
„Við fórum út með allt hafurtaskið, grammó-
fóninn og plöturnar. Keyptum okkur bíl í
Chicago og keyrðum vestur til Colorado. Annan
dag ferðalagsins bilaði bíllinn úti á þjóðvegin-
um. Ég var nýlega búinn að sjá Godfather og
hélt að nú kæmi Mafían og murkaði úr okkur líf-
ið og stæli okkar verðmæta grammófóni og ís-
lensku plötunum. En þess í stað kom afar elsku-
legt fólk og hjálpaði okkur.
Síðan vorum við í Colorado í fjögur ár og á
þeim tíma eignuðumst við aðra dóttur. Þetta var
afar skemmtilegur tími. Ég held að geysilega
mikilvægt sé að fá tækifæri til að fá að búa er-
lendis í svo langan tíma, að kynnast öðrum þjóð-
um verulega mikið. Það unga fólk sem kemur
heim með slíka reynslu er farið að hafa gífurleg
áhrif á íslenskt þjóðfélag.
Þegar ég hóf framhaldsnámið þekkti ég
Bandaríkin yfirborðslega en samt leið mér
voðalega illa fyrstu mánuðina. Þegar við höfð-
um verið þar í tvo mánuði og komið fram í nóv-
ember hafði verið sólskin allan tímann og ég var
alveg að gefast upp á þessari sól og farinn að
óska eftir suðaustan átt með almennilegri rign-
ingu.
En þetta er allt annar heimur en sá sem við ís-
lendingar þekkjum og líka allt annar en Islend-
ingar almennt halda. Ég er þeirrar skoðunar að
eitt af þeirra höfuðvandamálum sé hvað þjóðfé-
lagið er hvikult, fólk flytur mikið innan Banda-
ríkjanna og því er stórfjölskyldan gjörsamlega
niðurbrotin. Það er í mesta lagi kjarnafjölskyld-
an sem upp úr stendur. ÖIl vandamál sem upp
koma verður að leysa innan hennar, ellegar leita
til sál- eða félagsfræðinga. Hér er aftur á móti
hægt að leita til fjölskyldu og vina. Okkar land
er svo lítið að ósennilegt er að slík vandamál
komi upp hér.“
Umferðarmenningin sýnir
þjóðfélagið í hnotskurn
— Sástu ísland í nýju Ijósi þegar þú komst
heim aftur?
„Já, verst að maður skyldi ekki hafa skráð
niður og skilgreint allt sem fyrir augu bar, því
flestir gleyma slíku á nokkrum mánuðum. Ég las
t.d. nýverið viðtal við Sigurð Guðmundsson
krabbameinssérfræðing þar sem hann lýsir
ánægju sinni yfir að vera kominn heim og hvað
íslendingar séu fallegt fólk. Þetta er tilfellið, þeg-
ar maður kemur að utan sér maður þetta fal-
lega, heilbrigða fólk.
Eitt er það sem slær mig alltaf þegar ég kem
heim frá Bandaríkjunum og það er umferðar-
menning íslendinga sem segir kannski meira
um þjóðina en virðast kann í fyrstu. Hún er svo
frumstæð og lýsir vissum hroka, vissu brjálæði
í þjóðinni. Þar kemur fyrst og fremst fram tillits-
leysi gagnvart öðrum. Tillitssemi er aftur á móti
áberandi í Bandaríkjunum. Ég held að íslensk
umferðarmenning sýni margt annað í þjóðlífinu
í hnotskurn. Umferðin í efnahagslífinu er álíka
brjáluð og bílaumferðin.”
Eftir að Jón Bragi kom heim með doktorspróf-
ið upp á vasann í árslok '77 hóf hann þegar
kennslu í lífefnafræði við Háskólann, fyrst sem
lektor, þá dósent og tók svo við prófessorsstöðu
Sigmundar Guðbjarnasonar þegar hann tók við
rektorsembætti á síðastliðnu ári. En nánar til-
tekið er starf háskólakennara skilgreint sem
47'/2% kennsla, 12 '/2% stjórnunarstörf og 40%
rannsóknarstörf! Síðastliðin ár hefur Jón Bragi
starfað að mikilvægum líftæknirannsóknum
sem felast einkum i því að vinna efni, einkum
ensím, úr fiskúrgangi og öðrum lífrænum hrá-
efnum. Bæði er að þessi ensím geta verið afar
mikilvæg í atvinnulífinu, ekki síst í fiskiðnaði;
þau eiga væntanlega eftir að gera ýmsa þætti
fiskvinnslunnar mun hagkvæmari en nú er, t.d.
roðflettingu og flökun. Þar fyrir utan er allt útlit
fyrir að ensímin sjálf geti orðið afar dýrmæt út-
flutningsvara.
„En grundvallaratriðið er," segir Jón Bragi,
„að ef við beitum ekki þessari nýju tækni þá
verður fiskiðnaðurinn, sem er okkar grundvall-
aratvinnuvegur, ekki lengur samkeppnishæfur,
t.d. við norskan og kanadískan fiskiðnað. Því
verðum við að beita okkur í þessu máli. Við
fengum núna loksins mjög vænan ríkisstyrk til
að stunda þessar rannsóknir í þrjú ár. Þetta er
stórt verkefni sem tvær háskólastofnanir, Raun-
vísindastofnun og Líffræðistofnun, og tvær
stofnanir utan Háskólans, sem eru Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins og Iðntæknistofnun,
starfa saman að. Það er jafnframt nýjung að Há-
skólinn og rannsóknarstofnanir atvinnuveg-
anna skuli starfa saman á þennan hátt.“
— Nú felst nœr helmingur af starfi háskóla-
kennara t því að fást við rannsóknir. Telurðu að