Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 21

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 21
málaráðuneytis var sett á laggirnar á sínum tíma til að leggja drög að reglugerð við nýju útvarpslögin sem m.a. kveða á um frjálsan útvarps- og sjónvarpsrekstur. I þessari nefnd sat m.a. Baldur Guðlaugsson lög- fræðingur Ríkisútvarpsins. Nýlega birti nefndin niðurstöður sínar og varð uppi fótur og fit meðal áhuga- manna um frjálsan útvarps- og sjón- varpsrekstur, því í ljós komu ýmsir annmarkar og ákvæði um slíkan rekstur sem gerðu hann nær ómögulegan. M.a. var að finna ákvæði um leyfisgjald sem tók mið af höfðatölu hlustunarsvæðis, eins konar nefskatt sem miðaði við fjölda íbúa en ekki hlustenda, og önnur viðurlög sem gerðu áhuga- mönnum um útvarpsrekstur mjög erfitt fyrir. Nýskipuð útvarpsréttar- nefnd undir formennsku Kjartans Gunnarssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, greip hins vegar í taumana og fjarlægði ákvæðið um leyfisgjald, og önnur ákvæði munu vera á leiðinni í ruslakörfuna svo til- vonandi útvarpsstöðvaeigendur og forsvarsmenn sjónvarpsstöðva anda nú léttar og sjá grilla í frjálst útvarp og sjónvarp á nýjan leik. .. rjálst útvarp er mikið í deigl- unni. Við heyrum að DV-menn séu ekki aðeins staðráðnir í að reisa út- varpsstöð heldur séu þeir einnig ákveðnir að reisa sérstakt hús undir slíka stöð. Nú hefur Frjáls fjölmiðlun — útgáfufyrirtæki DV — verið að svipast eftir hentugri lóð á Réttar- hálsi sem góðri staðsetningu fyrir Reykjavíkursvæðið hvað útsending- arskilyrði varðar. Við heyrum einn- ig að teikningarnar séu að komast á teikniborðið... W ið höfum það eftir leigubíl- stjórum að ölvun meðal ökumanna hafi verið áberandi á gamlársnótt. Þá heyrum við að óvenjulega lítið hafi verið um eftirlit lögreglu þessa nótt. Eina skýringu höfum við heyrt sem gæti verið skýring á afskipta- leysi lögreglumanna þessa mestu drykkjunótt landans. Þannig er nefnilega mál með vexti, að ungl- ingaball mikið var haldið í Laugar- dalshöll á gamlárskvöld. Var húsið fullt og stórir hópar unglinga söfn- uðust saman fyrir utan húsið að loknum dansleik. Það hefur áður tíðkast þegar svipaðir unglinga- dansleikir hafa verið haldnir í Laug- ardalshöll að sérstakar rútuferðir hafa verið fyrir krakkana svo þau kæmust heim til sín heilu og höldnu. Þessa umræddu nótt var ekki um neina slíka þjónustu að ræða og höfðu unglingarnir iítil peningaráð til að taka leigubíla enda lítið um þá hvort eð var. Brá þá lögreglan á það ráð að aka unglingunum heim og fór stór hluti lögregluflotans í þessa flutninga svo lítið varð um hefð- bundin löggæslustörf. Það ber að virða framtakssemi lögreglunnar í slíkum unglingaferðum en samt.. . FRAM TOLVU SKOLI A'm Ny namskeið að hef jast //6 Od j tilefni af 3ja ára afmæli skólans hefur stjórn skólans ákveöiö aö bjóöa almenningi upp á ódýr kvöldnámskeið sem standa yfir í 4 kvöld. Fariö er í helstu þætti tölva og tölvuvinnslu. Veröiö á þessum námskeiöum er 2.950.- Næstu dagnámskeið skólans hefjast 13. janúar í: Ritvinnslu II Hugrita/Hugsýn Ópus Multiplan Ath. nýr skrifstofutími skólans er 9:00 til 17:00. Símar 91- 39566 og 91-687434 Tölvunám er fjárfesting í framtíð þinni Tölvuskólinn Framsýn hf. NÝJA LÍNAN • Getum nú boðið gæðahurðir frá Svenska Dörr. • Hurðirnar fást í mörgum gerðum, í furu hvít- málaðar og spónlagðar. • Gott verð og góðir greiðsluskilmálar. HARÐVIÐARVAL HF. Krókhólsi 4, Reykjavík Sími 671010 FYRIR KONUR Eykur starfsorku Eykur andlegt atgervi Eykur jafnvægi Hjálpar konum á breytingaaldri Náttúrulækningabúðin hefur selt Melbrosia í fjölda ára og á því tímabili hafa þúsundir kvenna haft verulegt gagn af því til að auka starfsþrek sitt og hæfni - til þess að takast á við lífið. Mel- brosia hefur einnig hjálpað miklum fjölda kvenna sem tekið hefur það inn á meðan breyt- ingaaldurinn hefur gengið yfir. Þakklæti þeirra hefur oft glatt okkur innilega. Það er og stað- reynd að ýmis óþægindi sem fylgja gjarnan breytingaaldrinum hafa horfið eins og dögg fyrir sólu við daglega inntöku á Melbrosia. En hvað er þetta Melbrosia mundi einhver sjálf- sagt vilja spyrja. Melbrosia samanstendur af tveim mikilvægum efnum úr ríki náttúrunnar - frjódufti og Royal Jelly. Frjóduft er hreint og náttúrulegt „Pollen" (blómafrjó - blómafræflar) unnið úr hunangskök- um (honeycombs). Það er talið betra en frjó sem unnið er beint úr blómum - vegna þess að það hefur umbreyst á eðlilegan hátt i býflugnabúinu. Þetta sérstaka frjóduft er þekkt undir nafninu „Bee Bread". Royal Jelly er umbreytt pollen sérfæði býdrottn- ingarinnar. Lífaldur hennar er margfaldur aldur annarra búflugna í búinu. Þegar býdrottningin er upp á sitt besta framleiðir hún allt að 5000 egg á dag. Því er hún alin á þessu kraftmikla tæði - Royal Jelly. Náttúrulækningabúðin, Laugavegi 25, símar: 10262/3 Heildsala Smásala Póstkröfur HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.