Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 28

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 28
Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri Islend- ingar orðið þeirrar vafa- sömu lífsreynslu aðnjót- andi að verða skilnaðar- börn. Það hlýtur alltaf að vera nokkurt áfall fyrir börn þegar foreldrar þeirra skilja, þó sú reynsla mark- ist auðvitað af aðstæðum í hverju einstöku tilviki. Helgarpóstinum þótti for- vitnilegt að kanna afstöðu nokkurra uppkominna skilnaðarbarna og kynnast því hvaða áhrif skilnaður- inn hafði á þau þegar hann átti sér stað og hvort um einhver langtímaáhrif af þessari þolraun hafi verið að ræða. „ÞAU VISSU HVAR MIG VAR AÐ FINNA, EF ÞAU VILDU RÆÐA MÁUÐ." „Foreldrar mínir skildu nú ekki fyrr en ég var orðin uppkomin og flutt að heiman, svo þetta snerti mig ekki á sama hátt og ef það hefði skeð á meðan ég var krakki. Eg var búsett í útlöndum á meðan þetta gekk allt saman yfir og ég get tæp- ast sagt að ég hafi fundið neitt fyrir þessu, þó mér hafi að sjálfsögðu brugðið við fréttirnar í upphafi. Þetta kom mér vissulega á óvart. Skilnaðurinn gekk hins vegar mjög ljúflega fyrir sig. Engin leið- indi, æsingur eða vesen. Auðvitað er fyrsta árið alltaf erfitt fyrir hjón sem eru að skilja, hvað sem farið er stillilega í þetta, en þá vorum við úti í London svo eini munurinn fyrir mig var sá að þegar ég kom heim áttu foreldrar mínir tvö heimili í staðinn fyrir eitt. Það er líka mjög gott samband á milli foreldra minna og engin vandræði í kringum fjöl- skylduboð eða slík mannamót. Þetta er eiginlega eins farsælt og svona hlutir geta yfir höfuð verið. Það urðu allir mjög undrandi þeg- ar pabbi og mamma skildu, því það hafði aldrei hvarflað að neinum að þetta ágæta hjónaband ætti eftir að slitna. En það var langt því frá að maður léti sér detta í hug að reyna að hafa áhrif á þau. Það er alltaf til vandræða þegar aðrir reyna að blanda sér í einkamál. Þau vissu hins vegar hvar mig var að finna og ég var vissulega tilbúin að ræða þetta við þau, hefðu þau haft þörf fyrir það. Þegar fólk hefur verið gift jafnlengi og foreldrar mínir höfðu verið, hlýtur það að taka sér langan tíma áður en það kemst að þeirri niðurstöðu að slíta sambúðinni."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.