Helgarpósturinn - 09.01.1986, Qupperneq 30
eftir Sigfinn Schiöth
M
HELGARDAGSKRÁVEIFAN
Föstudagurinn
10. janúar
19.10 Döf.
19.20 Dönsk barnamynd um það hvernig
drengur í Bhútan eignast gleraugu (og
sér síðan til. . .)
19.50 Fingramál.
20.00 Ingvamál.
20.40 Kastljós. Ólafur Sigurðsson sýnir okk-
ur það sem er efst á baugfingri sín-
um...
21.10. Skonrokk: Get ekki labbað burt og öll
hin lögin landsmanna rifjuð upp. ..
22.10 Tappert spennir á sig bílbeltið. Og
fattar morð.
23.10 Seinni fréttir (ef ske kynni aö menn
hefðu gleymt þeim fyrri).
23.15 Ást og kvöl (Love and Pain and the
Hole Damned Thing). ★★ Bresk bíó-
mynd frá 1972. Leikstjóri Alan J.
Pakula. Aðalleikarar Maggie Smith,
Timothy Bottoms og Charles Baxter.
Sjálfsagt ein slakasta mynd Pakula,
kemur næst á eftir þeirri frábæru
Klute og undan The Parallax View
sem var ekki síðri. í samanburöi við
enn aðrar myndir Pakula eins og All
The President's Men og Sophie's
Choice fölnar Ást og kvöl nokkurn-
veginn alveg, þrátt fyrir sæta sögu og
hörkuleik Smith sem fær þó bjargað
mörgu í rullu fertugu konunnar sem
dregur ungling á tálar í hópferð um
Spán og svo framvegis.. .
01.10 Ingvi Hrafn og Hrafn krunka
úti. . .
Laugardagurinn
11. janúar
14.45 Leicester — West Ham. Rammskökk
sending frá Bjarna Fel yfir á hægri
kant með þeim afleiðingum að línu-
vörðurinn gufar upp.
17.00 íþróttir McFel sýnir knattleiknina í
sjónvarpssal.
19.20 Búrabyggð. Jim Henson að teygja
lopann.
19.50 Táknmálið.
20.00 Ritvélahljóð — Skökk frétt — Smá-
mistök — Veðurfræðingurinn finnst
ekki — Ritvélahljóö — Tjaldið fellur
- Hlé.
20.35 Staupasteinn. Þessi þrettándi þáttur
framhaldsmyndaflokksins er bland-
aður beint frá heimili dómsmálaráð-
herra með nauðsynlegum hléum þeg-
ar Jón fellur emjandi í gólfið af
hlátri. . .!
21.00 Cleo og John. Söngskemmtun meö
þessum vinum vangalaganna.
21.55 Lou Spæjó (The Cheap Detective).
★★ Bandarísk sakamálagrínmynd frá
'78. Leikstjóri Ray Stark. Aðalleikarar
Peter Falk, Marsha Mason, Dom de
Luise og Louise Fletcher. Svolítill
svona renna á hýði/detta á rassinn-fíl-
ingur í þessari annars sæmilegu af-
þreyingu sem er miklu meira glens en
nokkurntíma spenna. Ray Stark, lítt
kunnur leikstjóri, leiðir hér fram á svið-
ið margt feiki fyndinna leikara...
23.35 Palli Magg búinn að stimpla sig út og
því engar fréttir.
Sunnudagurinn
12. janúar
16.00 Jesúsamía: Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson setur upp kristilegan svip
og fleiri ef beðið er um.
16.10 Búskmenn í Kalaharíeyðimgrkinni!
17.05 Feim. Bandarískur endaleysu-
flokkur.
18.00 Stundin okkar: Lubbi og önnur giska
óþolandi kvikindi höfð fyrir framan
vélina í hálftíma.
18.30 Endursýnt áramótaefni endursýnt og
svo aftur að viku liðinni, en þá hægt
og jafnvel afturábak.. .
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttaágrip á munnmáli.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Guðmundur
Ingi kynnir okkur framtíðarsýn stofn-
unarinnar.
20.50 Heilsaö upp á fólk. Ingvi Hrafn sníkir
kaffi og kökur hjá Guörúnu f Galtar-
ey sem segir sögur.. .
21.20 Konsert með kínverskri þjóðlagatón-
list í sjónvarpssal: Blístur, yfirlið og allt
að verða vitlaust.
21.50 Blikur á lofti.
23.30 Þjóðsöngurinn. Stoltið brýtur sér leið
upp augnhvarmana og fossar í tárum
niður vangann.
Fimmtudagskvöldið
9. janúar
19.00 Fréttir.
19.50 Daglegt mál. Gæinn sem var hérna í
síðasta opnuviötali hreyfir kjammann.
20.00 Þjóð í stríði. Eitthvað um Afghanistan.
20.30 Jón Múli í Háskólabíói ásamt sinfón-
íunni sinni.
21.20 Ljóð Einars Más í analýsingu.
22.20 Einsöngur í útvarpssal.
22.50 Endurtekin fyndni frá öðrum jóla.
23.25 Kammertónleikar. Loksins, eins og
3% segja. . .
24.00 Fréttir í dagskrárlok og svo áfram út
nóttina enda er alltaf eitthvað að ske
í sjálfu sér...
Föstudagurinn
10. janúar
07.00 Múlinn spáir óveðri, R§tur leggst á
bæn, fréttir.
07.15 Morgunvaktin. Hjalað milli laufléttra
laga um daga.
09.05 Barnatími. Sniðug tímasetning!
10.40 Haddú hjótrúarfulli talar norðan
frá Jónasi.
11.10 Óld-mens-keis, eða Málefni aldraðra
eins og Þórir Ess Guðbergsson leyfir
sér að kallaöa!!!!!
11.25 Rosalega þung klassík, svo þung að
eyrun steingervast næstum hjá fólki
með þunna snepla. . .
12.20 Hádegisfrétt af fullu fólki og því edrú
líka.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 Sveiflur Svera Páls.
16.20 Síðdegistónleikar. Hevví.
17.00 Vernharður Linnet passar börnin.
17.40 Úr atvinnulífinu eða því sem eftir er af
því.
19.00 Kvöldfréttir. Kári Jónasar hristir
skúbbin fram úr ermalausa bolnum
sínum.
19.50 Deilý sprakkhe.
20.00 Ólög unga fólksins.
20.40 Kvöldvaka.
21.30 Atli Heimir rótar í plötusafninu sínu.
22.20 Kvöldtónleikar. 72 kg.
22.55 Svipmynd. Jónas með slæds-sjó í
Fjölnisgötunni.
00.05 Djassþáttur. Múlinn með skyggnilýs-
ingar á Skúlagötu.
01.00 Markús örn með stæla og slekk-
ur á öllu saman.
Eg mœli með
Sjónvarp, laugardaginn 11. janúar, klukkan
20.35; Staupasteinn. Þessi þrettándi þátt-
ur framhaldsmyndaflokksins verður bland-
aður beint frá heimili dómsmálaráðherra
með nauösynlegum hléum þegar Jón fellur
emjandi í gólfið af hlátri. . .!
Laugardagurinn
11. janúar
07.00 Þá byrjar gamaniö, enn einu sinni.
07.15 Jón Múli velur og kynnir Pésa Pés og
öfugt.
07.30 íslenskir kórar með sólóum að æra
mann.
09.30 Helga Þonn Stephens kynnir uppá-
halds sjúklingana sína.
11.00 Ný viðhorf í fjölmiðlun. Einar Kristj-
ánsson kveikir á nokkrum frjálsum
stöðvum sem fuöra upp með det
samme.
12.20 Hádegisfréttin mín.
13.50 Þá og Þegar. Fréttaþáttur um frétta-
þátt.
15.00 Robert Stolz, Bobbý þið vitið.. .
15.40 Fjölmiðlun vikunnar. Svona skrif
skömmuð.
15.50 íslensk mál, meira að segja mjög
alvarleg mál.
16.20 Listagrip (deildir í Arnarnesinu). Kjar-
val og soleiðis.
17.00 Saga frá Jerúsalem, þangað sem
Jesú skrapp.
17.30 Orgelmjúsikk, „very sick indeed'' I
presume.
19.00 Laugardagskvöldfréttirnar: Alltaf jafn
spes.
19.35 Kalli, Siggi og össi frussa í hljóð-
nemann í smástund.
20.00 Nikkuþáttur. Dibbi-dibbi-dibb-
bambbamb. . .dibb.
20.30 Sögustaðir á Norðurlandi. Hrafnhild-
ur Jóns gerir mikið úr smákotum og
hallærislegum hjáleigum.
21.20 Vísnakvöld. Gísli blístrar Helgason í
hálftíma.
22.20 Dóra í hnattferðinni sinni.
23.00 Danslög: Anna í Hlíð og öll hin. . .
00.05 Miðnætur-Marinósson. Jón örn disk-
ar.
01.00 Nennir því (engan veginn) lengur.
Sunnudagurinn
12. janúar
08.00 Morgunandakt! Billy Graham og Guð
minn Almáttugur taka eina skák sam-
an.
08.35 Létt morgunlög. Cliff og hinir strák-
arnir.
09.05 Þung klassík. Bach og hinar stelpurn-
10.25 Fagurkeri á flótta.
11.00 Mezza. Jón dómsmála blandar á
staðnum milli postullegrakveðja. Rétt
er að vekja athygli á peysunni sem
hann verður í, en hana kláraði hann í
síðasta saumaklúbb. Geysilega
skemmtileg gul slikja ( neðstu flétt-
unni í kraganum, er samkvæmt hug-
mynd Jóns sjálfs.
12.20 Fréttir af saumaskap hinna strákanna.
13.30 Armenía. . .
14.30 Um tónlistariðkun á fyrri hluta aldar-
innar.
15.10 Frá íslendingum vestanhafs. 17. þátt-
ur: Heimþrá.
16.20 Náttúruvernd í ísl. réttarskipan!
17.05 Síðdegisþyngsli.
19.00 Kvöldfréttir.
19.35 Milli rétta. Gunni Gunn með fráhvarfs-
einkenni helgarinnar.
20.00 Stefnumót.
21.00 Ljóð og lag.
21.30 Útvarpssagan.
22.20 íþróttir.
22.40 Svipir.
23.20 Schutz.
00.05 Milli svefns og vöku. Hildur Eika fltlar
við eyrnasnepla landsmanna uns þeir
lyppast niöur.
00.55 Jón Múli stimplar sig út... kveöur
húsvörðinn.. . og skokkar heim...
Fimmtudagurinn
9. janúar
20.00 Vinsældalisti: Þulur velur og kynn-
ir...
21.00 Dóttir Davíðs með gísl í hljóðveri...
22.00 Svavar stingur í sig endurskinsmerkj-
um og hverfur raulandi út í myrkrið. . .
23.00 Fbppgátan: Spurt um brókarstærð
Jimi Hendrix, lit og efni ásamt end-
ingu. . .
24.00 Rás 2 og sjónvarp samtengjast með
þeim hætti að grænni slikju bregður
fyrir á austurhimni fram undir morg-
un.
Föstudagurinn
10. janúar
10.00 Morgunþáttur: Páll og Ásgeir blása á
rykuga nálina án árangurs.
12.00 Suö.
14.00 Pósthólfið: Að þessu sinni hefur
Valdís Gunnarsdóttir komist yfir allan
póst Mezzoforte-strákanna til foreldra
sinna á árabilinu 1979—1982 og mun
hún lesa upp úr langflestum þeirra,
auk þess að spila nokkur lög með kon-
um þeirra.. .Intr-sant.
16.00 Léttir sprettir: Sonur Ólafs rekur ættir
sínar aftur til Klírdens klírvoter og aft-
ur heim á leið.
18.00 Suö.
20.00 Hljóðdósin í umsjón Ora K. Jónsson-
ar.
21.00 Djass og blús. Venni gerir upp hug
sinn.
22.00 Rokkrásin. Snorri og Skúli leiðrétta
tímaritaþýðingarnar sínar.
23.00 Næturvaktin. Vigga og Togga leyft að
vaka frameftir.
03.00 Rásarlok.
Laugardagurinn
11. janúar
10.00 Timburmenn. Blöndal truflaður af
fjölölvuðum hlustendum sem mega
þó ekki vamm sitt vita.
12.00 Suðiö.
14.00 Svavar Gezz. ..
16.00 Lostamaís. Gunni Sal gefur uppskrift-
ina.
17.00 Hringborðið. Þátttakendur taka hver
undir sitt hornið og halda svo í sitt
hvora áttina.
18.00 Suö.
20.00 Línur. Megrandi tónlist sett á fóninn.
21.00 Milli stríða. Gröndal spilar æsandi
músík.
22.00 Bárujárn. Sverris sprengir hátalara-
kerfin.
23.00 Svifflugur. Hákon í uppstreymi og
öðru til.
24.00 Næturvaktin. Einar Gunnar Einarsson
hressir upp í liðinu og kaffinu sínu um
leið og hressist fyrir bragðið.
03.00 Braga-kaffið búiö.
Sunnudagurinn
12. janúar
13.30 Salt í samtíðina.
15.00 DæVe.
15.50 íslandsmótið í handknattleik — 1.
deild karla. Ingó kemst inn á úrslitaleik
Vals og Vfkings á frímiða og lýsir illa
drukknum áhorfendum. Úrslitin hvort
eð er augljós. 52—14 Þrótti f vil.
16.30 Listinn.
18.00 Búið.
Svæöisútvarp virka daga vikunnar:
17.03—18.00 Svæðisútvarp Reykja-
víkur og nágrennis á FM
90,1 MHz.
17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir
Akureyri og nágrenni á
FM 96,5 MHz.
ÚTVARP
Lýst eftir ferskleika
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Á undanförnum vikum hefur sjónvarpið
búið sig af kappi undir komandi sam-
keppni við frjálsar einkastöðvar sem svo
hafa verið kallaðar, án þess þó að menn
geri sér grein fyrir því i hverju frelsi þeirra
muni felast. Hvað um það. Ekki verður
annað séð í sjónvarpi en að Eyjólfur sé ekki
einasta að hressast heldur jafnframt að
verða allt annar maður með meira sjálfs-
traust, fleiri hugmyndir og það sem er hvað
stórkostlegast, miklu áræðnari.
Þetta á einkum við um fréttaflutninginn.
Ingvi Hrafn er á réttri leið. Undir hans
stjórn er fréttatíminn orðinn langtum at-
hyglisverðari sem stafar meðal annars af
meiri myndnotkun, hreyfingu og afdráttar-
lausari framsetningu. Sjálfar fréttirnar, sem
vonandi verða áfram aðalatriðið, eru
áleitnari og beittari og nýrri. Ingvi Hrafn er
fyrst og fremst fréttamaður þó maður fái
auðvitað annað á tilfinninguna eftir hall-
ærislega mörg viðtöl við frambjóðendur í
síðasta prófkjöri borgaríhaldsins og annað
í þeim dúr.
Vitaskuld er enn langt í land að fréttatím-
inn nái þeirri lipurð sem límir áhorfandann
við inntak hans, en það ætlar maður að sé
takmarkið. Margt þarf að lagfæra, til dæm-
is að skerpa þessar dæmalausu fundafrá-
sagnir sem eru miklu meiri afgreiðsla en
forvitnilegar fréttir miðað við núverandi
vinnslu. Og komast hjá pólitískum hliðar-
sporum eins og því sem getið var um hér
að ofan, ásamt efnismeðferð á borð við
Hafskipsannál Óla Sig sem er náttúrlega
ekki eyðandi frekari orðum á.
Við það góða sem Ingvi Hrafn hefur gert
fréttum sjónvarps, bætist svo þáttur Hrafns
Gunnlaugssonar á dagskrárdeildinni.
Koma hans þangað er sem ferskur and-
blær. Þess varð þegar vart á fyrsta degi
hans í starfi, að gömlu lausnirnar verða hér
eftir látnar lönd og leið. Ef maður síðan get-
ur ímyndað sér hvað komi frá jafn Ieiknum
listamanni og Hrafni, greiðir maður næsta
afnotagjaldið sáttur og hiklaust.
Þetta er ekki sjónvarpspistill. Hann er
hérna við hliðina. Þessi útvarpspistill er að
meirihluta umfjöllun um sjónvarpið og
augsýniieg viðbrögð þess við nýjum tím-
um, af því að sá sem þetta skrifar hefur ver-
ið að hugleiða það á síðustu dögum hvern-
ig útvarpið hyggist svara samkeppninni frá
frjálsum útvarpsstöðvum sem sjálfsagt fara
að stjórnast af gorkúlulögmálinu á næstu
mánuðum. Það er vont til þess að vita að
útvarpið hefur lítið búið sig undir þann slag.
í fljótu bragði fæ ég ekki munað eftir svo
ferskri dagskrárhugmynd hjá útvarpinu
síðasta misserið að hún sitji í mér. Ég und-
anskil þar þó einn þátt að minnsta kosti, en
hann er seint á sunnudögum og heitir Bet-
ur sjá augu.. . Þar fjalla Magdalena
Schram og Margrét Rún á frumlegan hátt
um bókmenntir og aðrar listir. Framsetn-
ing þessa þáttar er á allan hátt mjög einlæg
og góð og hentar vel þeim tíma sem hann
er sendur út á. Mér finnst einmitt vanta —
stórlega vanta — svona efni sem hefur til
að bera ferskleika, góða framsetningu og
umfram allt kannski rétta tímasetningu.
Þetta á ekki síður við um rásina en guf-
una. Hugmyndafátækt virðist því miður
einkenna hvorutveggja í þessu skammdegi
og það er þeim mun agalegra sem nær líð-
ur þeim tíma sem útvarpsréttarnefnd fer
að úthluta leyfum sínum til frjáls útvarps-
rekstrar. Þessvegna hvetur maður dag-
skrárdeild útvarps til að fara að ráði sjón-
varps. Og hrista af sér slenið.
SJÓNVARP
Spor í rétta átt
Þegar breytingarnar á fréttatíma sjón-
varpsins fóru smám saman að gerast fyrir
framan nefið á manni og þessi dagskrárlið-
ur tók að lifna við, tók maður eiginlega
fyrst eftir því hvað fréttalesturinn og flutn-
eftir Jónínu Leósdóttur
ingurinn var orðinn staðnaður. Það er
merkilegt hvað lítið þarf til að lífga upp á
og setja nýjan blæ á fréttirnar — það nægir
jafnvel að láta þuli snúa eilítið á skjön við
kvikmyndatökuvélarnar. Mér finnst það
lukkast vel að hafa myndir á heilum vegg
fyrir aftan fréttamennina í takt við það sem
um er fjallað hverju sinni og það sama má
segja um „kvöldmyndina", sem um tíma
hefur verið að baki þulanna. Sú nýbreytni
að láta tvo aðila sitja og lesa fréttir til skipt-
is, er einnig viss vítamínsprauta fyrir áhorf-
endur, sem vanir eru að sitja og meðtaka
sömu raddbrigðin allan hálftímann eins og
hann leggur sig. Maður var hins vegar svo
vanur að sitja með eyrun þanin við að fylgj-
ast með inntaki þeirra mála, sem tekin
voru fyrir og gagnrýna hlutina efnislega,
að framsetningunni var minni gaumur gef-
inn. Það er því gleðilegt að sjá að hin nýju
vinnubrögð fela í sér betri og í raun sjálf-
sagða nýtingu á þessum miðli, sem einmitt
býður upp á hreyfingu og „augnayndi".
Kvölddagskráin á föstudögum á einnig
hrós skilið í byrjun nýs árs, svo maður haldi
sig við jákvæðu hliðarnar til tilbreytingar.
Fréttaskýringaþættirnir eru yfirleitt
áhugaverðir og Skonrokkið vinsælt af
þeirri kynslóð, sem það höfðar til — enda
ku það sjást ljóslega á vinsældalista rásar
2 hvaða myndbönd voru í Skonrokkinu
vikuna á undan. Þeir, sem áhuga hafa á
þýsku löggunni fá síðan sinn vikuskammt,
áður en sjónvarpssjúkir nátthrafnar setjast
við að stara á bíómynd kvöldsins. Auðvitað
reynast þær misjafnar, en viðleitnin til
lengingar dagskrárinnar er samt sem áður
spor í rétta átt.
Var einhver að segja að blaðamenn væru
alltaf neikvæðir?
30 HELGARPÓSTURINN