Helgarpósturinn - 09.01.1986, Side 31
ið upp hjá borgarráði. Sagan er
þessi: Nýlega var auglýst laus staða
vallarvarðar Laugardalsvallar. Þess-
ari stöðu gegndi áður Baldur Jóns-
son sem nú hefur látið af störfum.
Þrír sóttu um stöðuna: Jón M.
Magnússon aðstoðarvallarstjóri,
Jónas Traustason, vallarstjóri
Kópavogsvallar og Jóhannes Óli
Garðarsson. Við fyrstu sýn virtist
málið einfalt. Jón M. Magnússon
hafði verið aðstoðarvallarstjóri í
langan tíma og unnið á vellinum síð-
an hann var strákur. Hann virtist því
sjálfkjörinn í starfið. En málin eru
sjaldnast einföld á íslandi. Þriðji um-
sækjandinn Jóhannes Óli Garðars-
son var nefnilega kosningasmali
Júlíusar Hafstein í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins til borgarstjórnar.
Og málið var tekið fyrir í íþróttaráði
borgarinnar þar sem Júlíus Hafstein
situr í öndvegi. Júlíus greiddi því
smala sínum atkvæði og sama gerði
Kolbeinn Pálsson. Jón M. Magnús-
son fékk hins vegar þrjú atkvæði í
íþróttaráði. Málið var sent áfram til
borgarráðs þar sem því hefur verið
frestað æ ofan í æ, og síðast í fyrra-
dag. Málið er nefnilega þannig vax-
ið í borgarráði að íhaldið þorir ekki
að ganga til atkvæðagreiðslu um
starfið sem komið er. Júlíus og hans
menn þykjast vita að Kristján
Benediktsson, Framsókn og
Sigurjón Pétursson, Alþýðu-
bandalagi munu greiða atkvæði
með Jóni M. Magnússyni. Magnús
L. Sveinsson mun hins vegar
standa með Júlíusi og kó og kjósa
Jóhannes Óla. Eftir eru þá sjálfstæð-
iskonurnar Hulda Valtýsdóttir og
Ingibjörg Rafnar. Hins vegar eru
ekki miklar líkur á að þær kjósi
Jóhannes Óla, kosningasmala
Júlíusar Hafstein sem felldi þær
báðar úr borgarráði og borgarstjórn
í síðasta prófkjöri. Því fresta sjálf-
stæðismenn ákvörðuninni aftur og
aftur, sennilega í veikri von um að
önnur eða báðar stöllurnar veikist,
svo varamenn geti sest inn og kosið
rétt og tryggt kosningasmalanum
umbun verka sinna. ..
■ ú stendur yfir mikið stríð á
milli flugumferðarstjóra annars veg-
ar en Péturs Einarssonar flugmála-
stjóra og Flugráðs hins vegar. í 5
manna Flugráði erum.a. þrír þing-
menn, þeir Birgir ísleifur Gunn-
arsson, Páll Pétursson og Skúli
Alexandersson, sem eru kosnir í
ráðið af Alþingi. Verksvið Flugráðs
er að vera eins konar milliliður flug-
málastjóra og samgönguráðuneytis-
ins, vinna að áætlanagerð og öðrum
mikilvægum málum varðandi
stjórnun flugmála. Mætti því spyrja
hvað framangreindir löggjafar hafa
til brunns að bera, sem gerir þá
hæfa til þess að sinna svo sérhæfð-
um málum. ..
lýlegar stöðuveitingar inn-
an Háskóla íslands hafa beint at-
hygli manna að því ólánskerfi, sem
tíðkast við tilkynningar til umsækj-
enda um stöður á þeim bæ. Hinn út-
valdi fær vissulega fregnir af láni
sínu um leið og ákvörðun hefur ver-
ið tekin, en þeir umsækjendur, sem
ekki hljóta hnossið, frétta oftar en
ekki um stöðuveitinguna í fjölmiðl-
um eða heyra um hana á skotspón-
um. Finnst mönnum að viðhafa
mætti einhvers konar lágmarks-
kurteisi og senda öllum umsækjend-
um tilkynningu samdægurs, hvort
sem þeir hafa verið ráðnir eða þeim
hafnað...
MÁLASKÓLI
□
□
□
□
□
□
□
□
Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska,
spænska og islenska fyrir útlendinga.
Innritun daglega kl. 13—19.
Kennsla hefst 13. janúar.
Skírteini afhent 10. janúar (föstudag) kl. 16-19.
Fjölbreytileg kennslutæki, m.a. segul- og mynd-
bönd.
Nýjar kennslubækur í þýsku og frönsku.
20% afsláttur fyrir hjón, systkini, öryrkja og ellilíf-
eyrisþega.
Starfsmenntunarsjóður ríkisstofnana veitir félags-
mönnum námsstyrki.
-26908
L26908.
VISA
HALLDÓRS
IVlij jl TjwiV
ER NÝ18 MÁNAÐA
SPARIBÓK
Metbók er ný sparibók með sömu ávöxtunarkjörum og 18 mánaða
sparireikningur, sem gaf 7,04% vexti umfram verðtryggingu á síðasta ári.
_ Enginn annar sparireikningur gaf
jafnháa ávöxtun miðað
við binditíma.
metbók
'SV' 'N ’
S'A«/Br) K
A
^Auáft^/JViv
BÍNAÐARBANKJNN
TRAUSTUR BANKI
HELGARPÓSTURINN 31