Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 32

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 32
harðduglegur í viðskiptunum og hafi náð undraverðum árangri á því sviði. En hann er jafnframt „á réttri hillu" í félagslífinu og kann að um- gangast fólk. Ef til vill nægir þar að nefna að Ómar er meðlimur í „fín- asta“ karlaklúbbi landsins, Frímúr- arareglunni. Hann á sæti í Sánkti Jóhannesar stúkunni Gimli í Reykja- vík og fundar þar í fínum fötum með engu ómerkari mönnum en til að mynda Alberti Gudmundssyni, fyrrverandi fjármálaráðherra og Erlendi Einarssyni, stjórnarfor- manni SÍS og bankaráðsformanni Samvinnubankans (viðskiptabanka Þýsk-íslenska). Þarna eru einnig olíufurstarnir Önundur Ásgeirs- son og Vilhjálmur Jónsson, Ebe- nezer Ásgeirsson forstjóri, Ragnar Önundarson, bankastjóri Iðnaðarbankans, Helgi Pétursson, ritstjóri Tímans og fleiri þekkt nöfn er að finna þarna úr viðskiptalífinu, svo sem Jón Rafn Guðmundsson, Jósef Hartmann Sigurösson, Karl Guðmundsson (faðir Hólm- fríðar), Barði Friðriksson (VSÍ) og Bruno Hjaltested (SÍS). Um leið á hann þarna samleið með Jónasi Þóri Dagbjartssyni fiðluleikara, sem er tengdafaðir Guðmundar Þórðarsonar, fjármálastjóra Þýsk- íslenska og Ragnari Jóhanni Jónssyni, sem er mágur Guðmundar og var kjörinn endur- skoðandi Þýsk-íslenska að honum forspurðum.. . s ^^enn hður að lokum skilafrests vegna prófkjörs Alþýðuflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor, en hann rennur út 14. janúar næst- komandi. Samkvæmt flugufregnum mun von á framboði frá Bjarna P. Magnússyni, Sigurði Guðmunds- syni, Sjofn Sigurbjörnsdóttur, Viðari Scheving, Jóni Baldri Lor- ange, Erni Karlssyni, Guðríði Þorsteinsdóttur, Maríönnu Frið- jónsdóttur og jafnvel formanns- frúnni Bryndísi Schram. Hins vegar er aldrei að vita nema fleira fólk bætist í hópinn „vegna fjölda áskor- ana", eins og það heitir á þessum vettvangi... H Hér er saga úr sjónvarpinu: Sjónvarpsstarfsmenn héldu mikið glöggpartí fyrir jól og var mjöður- inn eitthvað sterkt blandaður því allmargir starfsmenn kipptu hraust- lega og slógu mjög um sig er líða tók á kvöldið. Þegar gleðin tók að magnast datt nokkrum þeirra í hug að nú væri rétti tíminn til að hefja fjöldasöng og stakk einn þeirra upp á að náð yrði í píanó svo hægt væri að leika undir. Ruku menn af stað og niður í stúdíó og hugðust bera hljóð- færi upp. Tókst ekki betur en svo að starfsmennirnir misstu hljóðfærið nokkrum sinnum á leiðinni og mun það hafa verið sent í viðgerð eftir veisluna. Hins vegar skildu lands- menn hvorki upp né niður í frétta- flutningi Ómars Ragnarssonar næsta kvöld er hann fjallaði um glöggdrykkjusiði íslendinga og sagði þá blanda glöggið sterkum drykkjum en slíkt tíðkaðist ekki annars staðar. Varaði Ómar eindreg- ið við slíkum blöndum. Hins vegar munu þynnkulegir starfsmenn sjón- varpsins hafa skilið sneiðina. . . liins og margir eflaust vita, er húsnæðið undir stórversluninni Glæsibæ, öðru nafni skemmtistað- urinn Glæsibær, í eigu Leikfélags Reykjavíkur eða Borgarleikhússins. Nú er Leikfélagið að ganga frá sölu á þessu húsnæði. Kaupandi er ríkið sem hyggst nota kjallarahúsnæðið undir starfsemi Áfengisverslunar- innar. Er ÁTVR einkum að hugsa um að búa sig undir bjórsöluhús- næði þegar bjórfrumvarpið kemst loks í gegnum Alþingi. Þótt fasta- gestir Glæsibæjar komi til með að sakna „Æðahnútsins" eins og gár- ungarnir kalla staðinn, geta þeir þó huggað sig við að þarna rísi bjórsala ríkisins.. . Þvottovélin 8ára ' or komin oftur og vorðið or ótrúlogt: 23.900.- kr og jonóorkjörin: 5000 - kr. útborgun og oftirstöðvornor á ollt oð 6 mánuðum. Vörumarkaðurinnhl. Nú fœst Ora-rauðkál í nýjum og betri umbúðum. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.