Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSYN — I Bolungarvík unnu ratsjárandstæðingar stórsigur og einnig eystra var einn ratsjársinni settur út í kuldann Ratsjárframkvæmdir sem ekki lúta íslenskum lögum Vegaframkvæmdir vegna byggingar rat- sjárstöðva á Gunnólfsvíkurfjalli og Stigahlíð- arfjalli eru vel á veg komnar. Er vonast til að vegir verði fullbúnir á bæði fjöllin fyrir fyrstu snjóa. Framkvæmdirnar hafa vaicið deilur bæði vestan og austan og er hald ratsjárand- stæðinga á Vestfjörðum að gifurleg fylgis- aukning Alþýðubandalagsins í Bolungarvík komi til af ratsjármálinu. Við Þistilfjörð á kaupfélag heimamanna hlut í verktakafyrir- tæki sem staðið hefur að vegalagningunni og hefur sú eignahlutdeild valdið miklum deilum. í Bolungarvíjk hafði Alþýðubandalagið einn fulltrúa af 9 á síðasta kjörtímabili og fjórir listar voru þá í kjöri. Nú var bæjarfull- trúum fækkað í 7 og fimm listar voru í kjöri og samt fékk Alþýðubandalagið tvo fulltrúa. Aðeins vantaði 8 atkvæði upp á að Alþýðu- bandalagið ynni þriðja fulltrúann, og þá af sjálfstæðismönnum. „Eg held að þetta mál hafi haft áhrif og við vitum um einstaklinga sem létu ratsjármálið skipta sköpum", sagði Kristinn H. Gunnarsson, oddamaður Abl. þar vestra. „Það er alltaf erfitt að meta áhrif eins atriðis, en ég held að fólk hafi sérstaklega óánægt með það hvernig staðið var að þessu, þar sem tillaga um að bera þetta undir bæjarbúa var felld." Aðspurður kvaðst Kristinn álíta að and- staða við ratsjárstöðina væri nokkuð sterk meðal Bolvíkinga. Annar ratsjárandstæðing- ur vestra taldi í samtali við HP að niðurstöð- ur kosninganna í vor sýndu að það hefðu verið mistök að beita ekki skoðanakönnun til þess að sýna að meirihluti Vestfirðinga væri á móti ratsjárstöðvum. A Norðausturhorninu er erfiðara að merkja áhrifa ratsjárstöðvarmálsins á kosn- ingaúrslit. Við Bakkaflóa, þar sem stöðin er reist hefur meirihluti fráfarandi hrepps- nefndar verið hlynntur framkvæmdunum. Helsti áhugamaður um framkvæmdina, Kristinn Pétursson, féll úr hreppsnefnd en andstaða þar er samt mjög veik. Byggð þar stendur mjög öllum fæti. 1 hreppnum, sem bæði er víðlendur og afskekktur, búa ekki nema um 130 manns. Skuldastaða heima- manna vegna hafnarframkvæmda og skóla- byggingar hefur gert atvinnulífi erfitt fyrir og von er á nokkrum tekjum og atvinnu vegna þessara mannvirkja. Helsta andstaða á þessu landshorni hefur komið frá fólki við Þistilfjörð og á Langanesi, þar sem áður stóð til að reisa stöðina á Heiðarfjalli. Eftir að horfið var frá þeim áformum telja heima- menn þar framkvæmdina sér að nokkru óviðkomandi, enda telst svæðið sunnan Langaness í annarri sýslu og öðrum lands- fjórðungi. Þó hefur Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn rekið útibú á Bakkafirði. Þegar verktakafyrirtækið Gunnólfur var stofnað á síðasta ári tók kaupfélagsstjórinn, sem er einn stofnenda, þá ákvörðun að kaupfélagið yrði það einnig. Sú ákvörðun heíur mætt harðri andstöðu í kaupfélagsstjórninni þar sem meirihluti stjórnarmanna ákvað að sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Á Þórshöfn var boðin fram listi við síðustu kosningar sem hafði það að markmiði að vinna að uppbygg- ingu flugvallar í samvinnu við Varnarmála- skrifstofuna og fékk einasta einn mann kjör- inn þar sem reiknað var með 2—3. í Bolungarvík samþykkti bæjarstjórnin samhljóða síðastliðinn fimmtudag þá tillögu Alþýðubandalagsins að leita umsagnar um það að hvaða marki íslensk skipulagslög og innheimta á þjónustugjöldum bæjarins næðu til ratsjárstöðvarinnar. Aðspurður um þessi mál sagði Sverrir Haukur Gunnlaugs- son hjá Varnarmálaskrifstofunni það ljóst, og hefði verið kynnt Bolvíkingum, að aldrei yrði leitað samþykkis eða blessunar skipu- lagsyfirvalda vegna framkvæmda Varnar- liðsins. Og jafnframt að Varnarliðið greiddi aldrei skatt af sínum rekstri. Sverrir sagði að í þessu gætti sama misskilnings og í kjötmál- inu svokallaða, þar sem menn gerðu sér ekki grein fyrir að varnarsamningurinn hefði lagagildi á íslandi. „Samningurinn var lög- festur á Alþingi til þess að tryggja ákvæði hans og hét því með réttu lög um varnar- samning," sagði Sverrir. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungar- víkur, tók í sama streng en sagði að hann teldi eðlilegt að Alþýðubandalagsmenn fengju skrifleg svör í þessum efnum. Til þessa hafa framkvæmdir við ratsjár- stöðvarnar, frekar en önnur mannvirki hersins ekki verið bornar undir innlenda að- ila eins og ef um innlendar framkvæmdir væri að ræða. Vegurinn upp Gunnólfsvíkur- fjall var samt borinn undir Náttúruverndar- ráð, enda fjallið á Náttúruminjaskrá, og sömuleiðis var Stigahlíðarvegur óformlega kynntur ráðinu. Aftur á móti hafa skipulags- nefndir hvergi komið nærri og ekki heldur jarðanefnd Norður-Múlasýslu, þó svo að þar sé jörðin Gunnólfsvík leigð út og jarðanefnd ætti samkvæmt íslenskum lögum að fjalla um málið. Bandaríski herinn greiðir Bolungarvíkur- bæ um 3000 krónur í ársleigu fyrir þá 7 hekt- ara sem fara undir stöðina uppi á Stigahlíðar- fjalli. Fyrir austan eiga einstaklingar jörðina Gunnólfsvík og leigir herinn hana alla, alls um 2500 hektara lands, fyrir um 200 þúsund krónur á ári. Um 10 km afleggjari að fjallinu liggur allur í landi Gunnólfsvíkur. Aðrar tekj- ur sveitarfélaga á þessum stöðvum eru að- stöðugjöld af starfsemi verktaka við verkið, skattar af þeim 10 til 12 starfsmönnum sem verða við þessar stöðvar, auk óbeinna tekna með því að atvinna, og þar með byggð, styrk- ist á þessum stöðum. Þá er um það samið að heimamenn á þessum stöðum komi inn i vinnu við uppsetningu stöðvanna eftir því sem þess er kostur. í Bolungarvík hefur enn- fremur verið um það samið að herinn kosti hreinsunarútbúnað á vatnsþró bæjarbúa. Allt vatn Bolvíkinga er yfirborðsvatn af því svæði sem umferð upp á fjallið fer um og því talið að hreinsiútúnaður sé nauðsynlegur eftir að stöðin kemst í gagn. Auk þess fá Bol- víkingar endurbættan hluta af þeim vegi sem liggur yfir í sumarbústaðalönd þeirra í Skálavík, en af þessum sama vegi liggur af- leggjarinn upp á Stigahlíðarfjall. A móti kemur að Bolungarvíkurkaupstað- ur vestra og Skeggjastaðahreppur eystra láta af hendi sinn hvora skákina sem framvegis verður frekar undir bandarískum lögum en íslenskum. ERLEND YFIRSYN Francois Mitterrand Frakklandsforseti hef- ur átt ámóta langa samfundi með Mikail Gorbatsjoff og allir aðrir vestrænir forustu- menn til samans. Eftir viðræður þeirra í Moskvu í síðasta mánuði lét Mitterrand uppi við fréttamenn álit sitt á nýja, sovéska leið- toganum og kallaði hann „nútímamann... mann okkar tíma. Hann hefur skoðun á heiminum eins og hann kemur fyrir og tekur vandamálum eftir því sem þau ber að hönd- um. Áherslan á opnun er bersýnilega án af- láts.“ Þyki mönnum Gorbatsjoff stinga í stúf við fyrirrennara sína í málflutningi gagnvart Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum, tók þó steininn úr fyrra mánudag, þegar hann sneri sér að Kína og öðrum nágrannaríkjum Sov- étríkjanna við vestanvert Kyrrahaf. Á skömmum valdaferli hefur nýi, sovéski flokksforinginn ferðast ámóta víða um ríki sitt og fyrirennarar hans samfellt síðasta tug ára. Gorbatsjoff er umhugað að sýna fólki og brýna það til þátttöku í því endurnýjunar- og umbótastarfi, sem hann og aðrir af yngri kynslóð, sem hann hefur hrifið með sér upp á sovéska valdatindinn, segjast vilja setja á oddinn. En í ræðu á samkomu manna flokksdeilda og embættiskerfis í Kyrrahafshéruðum Sov- étríkjanna í hafnarborginni Vladivostok, kaus Gorbatsjoff að beina máli sínu til um- heimsins og kynna rækilega, hvernig Sovét- ríkin muni beita sér sem Kyrrahafsveldi und- ir sinni stjórn. í fréttaflutningi á Vesturlöndum var mest gert úr fyrirheiti Gorbatsjoffs um heim- kvaðningu sex herfylkja úr sovéska innrás- arhernum í Afghanistan, og þótti takmörk- uðum tíðindum sæta. Eftir væri samt sem áð- ur á annað hundrað þúsund manna sovéskur her í landinu. En í Vladivostok beindi sovéski flokksfor- inginn máli sínu fyrst og fremst til Kínverja, og lýsti vilja sovétstjórnarinnar fyrir alhliða breytingu til batnaðar á sambúðinni við ná^ grannríkið. Hernaður sovétmanna í Afgh- anistan er eitt af þeim atriðum, sem Kína- stjórn hefur marglýst yfir, að standi í vegi fyr- ir að samskiptin við Sovétríkin færist í eðli- legt horf. Enn þyngri áherslu hafa Kínverjar þó lagt á ástandið á landamærum ríkjanna sjálfra. Mikhail Gorbatsjoff setti sinn stimpil á stefnuna í Asíu með ræðu í Vladivostok. Sovétstjórnin slakar til í meginmálum gagnvart Kína Því atriði voru í fyrsta skipti gerð rækileg skil af sovéskri hálfu með ræðu Gorbatsjoffs. Kínverjum er sérstakur þyrnir í auga herseta sovétmanna í Mongólíu, sem talin er nema 50.000 til 60.000 manns. Gorbatsjoff skýrði frá því, að viðræður stæðu yfir milli stjórna Sovétríkjanna og Mongólíu um brottför „verulegs hluta“ þessa hers úr landinu. Þá bauð hann í fyrsta skipti fækkun í sov- éska heraflanum á íandamærunum, þar sem Sovétríkin og Kína liggja hvort að öðru. Talið er að sovéski liðsaflinn við landamærin telji ekki undir hálfri milljón manna. Nú kunn- gerði Gorbatsjoff, að sovétstjórnin væri reiðubúin að taka upp viðræður við þá kín- versku um „raunhæfar ráðstafanir til að fækka svo um munar í landher" meðfram landamærunum. Daginn eftir ræðu Gorbatsjoffs birti kín- verska fréttastofan umsögn, sem ber vott um að orð hans um þetta efni hafa fallið í góðan jarðveg í Peking. Var þar komist svo að orði, að „þetta er í fyrsta skiptið, sem forusta Sov- étríkjanna hefur opinskátt rætt brottkvaðn- ingu hers frá Afghanistan og Mongólíu, svo langvarandi hörkuafstaða Kremlverja hefur slaknað að einhverju ráði. Því ber að fagna." Um sfðustu helgi barst svo frá Peking frétt, sem ef rétt reynist ber vott um að sovét- stjórnin hyggst bæta um enn betur til að vingast við Kína. Verst horfði í skiptum ríkj- anna í mars 1969, þegar til blóðugra bardaga kom á ísi lögðum landamærafljótunum Amúr og Ussuri. Var barist um eyjar og eyrar í ánum, sem flæmast um breiða farvegi. Síðan hefur engu um þokað í þófi um mörkun landamæralínu, þar sem árnar renna. Sovétstjórn hefur statt og stöðugt haldið því fram, að landamærin markist af árbakkanum Kína megin, og vill því eigna sér farveginn allan, eyrar og eyjar ásamt því sem árstraumurinn kann að sverfa úr bakk- anum Kína megin. Kínverjar halda aftur á móti fram dalbotnsreglunni, sem sé að landamærin fylgi mesta dýpi árfarvegarins. Nú hefur fréttamaður Reuters í Peking eftir sendimönnum Austur-Evrópuríkja þar í borg, að sovétstjórnin hafi ákveðið að fallast í raun á sjónarmið Kínverja. Segja þeir að svo beri að skilja þessa setningu í ræðu Gorbat- sjoffs í Vladivostok: „Formleg landamæra- lína gæti fylgt siglingaleið skipa eftir ánum.“ En auk þess að ræða pólitísk deilumál Sov- étríkjanna við helsta nágrannaríki þeirra í Asíu, fjallaði Gorbatsjoff í Vladivostok um möguleika á auknum viðskiptum og efna- hagssamvinnu ríkjanna í þágu áforma ríkis- stjórnanna í Moskvu og Peking um að færa efiir Magnús Torfa Ólafsson atvinnulíf landanna í nútímalegra og skil- virkara horf. Komst hann svo að orði, að báðar hefðu „svipuð forgangsverkefni" og lýsti „virðingu og skilningi sovétþjóðarinn- ar“ gagnvart efnahagslegum og félagslegum markmiðum núverandi forustu Kommún- istaflokks Kína. Allur er þessi málflutningur veruleg ný- lunda af hálfu sovésks leiðtoga, og ber vott um að honum þykir tími til kominn að Bandaríkin fái raunverulega samkeppni um vinfengi við Kína. Er það líka mála sannast, að með því að koma sambúðinni við Kína í eðlilegt horf gæti Gorbatsjoff slegið tvær flugur í einu höggi. Skerðing hernaðarvið- búnaðar á landamærunum í Austur-Asíu los- aði mannafla og framleiðslugetu, sem kæmi að góðu gagni við eflingu hagvaxtar. Jafn- framt yrðu Bandaríkin og Atlantshafsbanda- lagið í heild að taka alvarlegar en áður yfir- lýsingar sovétstjórnarinnar um að hún muni ekki láta á sig ganga í vígbúnaðarkapp- hlaupi, og eins tillögur hennar um hversu það megi hemja. Gorbatsjoff beindi þó ekki máli sínu ein- vörðungu til Kínverja í ræðunni í Vladi- vostok. Hann tók fram að sovétstjórnin gerði sér ljósa grein fyrir að Bandaríkin væru mik- ið Kyrrahafsveldi, og vildi í engu ganga á réttmæta hagsmuni þeirra. Báðum veldum væri í hag að draga gagnkvæmt úr hernaðar- viðbúnaði, og það mættu Bandaríkjamenn vita, að legðu þeir til að mynda niður her- stöðvar sínar á Filippseyjum, léti sovétstjórn- in ekki á sér standa að fylgja fordæminu. Eru þessi orð skilin sem tilboð um að sovéski flot- inn víki úr Cam Ranh-flóa í Víet Nam, flota- stöðinni miklu sem Bandaríkjamenn gerðu en sovétmenn fengu svo afnot af. Og ekki er Japönum gleymt. Gorbatsjoff bauðst til að skiptast á heimsóknum við forustumenn Japansstjórnar til að ræða sam- skipti ríkjanna, en Japönum er mjög í mun að fá skilað Kúrileyjum, sem Sovétríkin her- tóku í stríðslok. Að því máli vék Gorbatsjoff ekki, en lagði til ráðstefnu í japönsku borg- inni Hiroshima um ráðstafanir til að efla frið og öryggi í Austur-Asíu, hliðstæða Helsinki- ráðstefnunni í Evrópu. 4 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.