Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 25
BOKMENNTIR Islendingasögurnar Svart á hvítu eftir Gunnlaug Ástgeirsson Úr útgáfu Fornrita- félagsins á Hrafnkelssögu (XI, 1950) bls. 1234. Úr skólaútgáfu Óskars Hall- dórssonar (Skálholt 1965) bls. 46. Úr útgáfu Svarts á hvítu (1986) bls. 1410-11. Þeirleiöa nú hestinnofan eftirveilinumogfram meðánni. Fyrirneð- an bæinn standa hamrar stórir og foss einn. Þar var einn hylur djúpur. Þar leiða þeir hestinn fram á hamarinn Vestfirðingar !étu húðfat eitt á höfuð hestinuni, taka síðan mjög digrar stangir og setia ; síðu honum, binda stein við hálsinn, ganga siðan á stengurnar, hrinda honum af fram og þar ofan fyrir og týna honum svo. Heitir þar síðan Freyfaxa- hamar. Oi'an frá standa goðahús þau er Hrafnkei! hafði átt. Þorgeir vildi brenna þau. Lét hann fletta þnu og eftir það lætur hann leggja eld í goðahúsið og brenna allt saman upþ. Þeir leiða nú hestinn ofan eftir vellinum.2 Einn ham; stendur niður við ána, en fvrir framan hylur djúpur. Þai leiða þeir nú hestinn fram á hamarinn. Þjóstarssynir drógu fat:í eitt á höfuð hcstinum, taka síðan háar4 stengur og hrinda hestinnm af fram, hinda stein við hálsinn og týndu lionum svo. Heitir þar síðan Freyfaxahamar.0 Þar ofan frá standa goðahús þau, er Hrafnkell hafði átt. Þorkell vildi koma þar. Lét liann fletta0 goðin öll. Eftir það lætur hann leggja eld í goðahúsið og brenna allt saman. Peir leiða nú hest- inn ofan eptir vellinum. Einn hamarr stendr niðr við ána, en fyrir framan hylr djúpr.3 Par leiða þeir nú hest- inn fram á hamarinn. Pjóstarssynir drógu fat1 eitt á hgfuð hestinum, taka síðan hávar stengr2 ok hrinda hestinum af fram, binda stein við hálsinn ok týndu hon- um svá. Heitir þar síðan Freyfaxahamarr.3 *Par ofan frá standa goðahús þau,‘ er Hrafnkell hafði átt. Porkell vildi koma þar. Lét hann fletta goðin gll. Eptir þat lætr hann leggja eld í goðahúsit ok brenna allt saman. Islendinga sögur og -þœttir. Sídara bindi. Ritstjórar: Bragi Halldórsson, Jón Torfa- son, Suerrir Tómasson og Önrólfur Thors- son. Svart á hvítu 1986. Nú á miðju sumri lauk forlagið Svart á hvítu við það stórvirki sitt að gefa út íslend- inga sögur allar í tveimur bindum. Síðara bindið er heldur stærra en hið fyrra, en alls er verkið 2348 síður. I þessari útgáfu er sögunum raðað í staf- rófsröð og er sú uppröðun alveg eins skyn- samleg og hver önnur. Síðara bindið hefst á Grænlendingasögu og síðan koma Gull-Þóris saga, Gunnars saga Keldugnúpsfífls, Gunn- laugs saga ormstungu, Hallfreðar saga, Harðar saga og Hólmverja, Hávarðar saga Isfirðings, Heiðarvígasaga, Hrafnkelssaga, Hænsna-Þóris saga, Kjalnesinga saga, Reyk- dæla saga og Víga-Glúms saga, Víglundar saga, Vopnfirðinga saga, Þórðar saga hreðu, Þorsteins saga hvíta, Þorsteins saga Síðu- Hallssonar og Ölkofra saga. Þessu til viðbót- ar eru svo 54 íslendinga þættir, en fyrir þá sem ekki vita þá eru þættirnir eins konar smásögur sem segja frá einstökum mönnum eða atvikum, oft frá afreksverkum sem þeir hafa unnið við hirð einhvers Noregskon- ungs. Þættirnir hafa sérstakt sögusnið og eru sumir hverjir með listfengustu og skemmti- legustu fornum frásögnum. Bragarbót á seinna bindi Um flest atriði er eins gengið frá síðara bindinu og því fyrra eins og vera ber. Letur, pappír og band er eins þrátt fyrir að síðara bindið sé framleitt hér á landi, í prentsmiðj- unni Odda hf., en fyrra bindið var prentað í Þýskalandi. Einu munar þó á milli bindanna og til bóta. I fyrra bindinu voru vísur í sögunum aðeins skýrðar með endursögn efnisþráðar. í síðara bindinu eru skýringar ítarlegri. Vísurnar eru teknar saman, sem kallað er, það er raðað í rétta orðaröð, en í dróttkvæðum er hún yfir- leitt mjög brengluð, en síðan eru einstök orð og kenningar skýrð í svigum jafnóðum. Með þessum hætti verður lesanda ljósara hvers- konar smíði kvæðin eru og hverskonar íþrótt skáldin stunduðu, án þess að leggjast í djúpar pælingar, en þeirra er vissulega þörf ef menn ætla sér að skilja dróttkvæðar vísur í sögun- um til einhverrar hlítar. Það er einnig sérstök ástæða til þess að leggja meira uppúr vísna- skýringum í þessu bindi en hún er sú að í því eru margar sögur af skáldum þar sem kveð- skapur gegnir miklu hlutverki svo sem í Gunnlaugs sögu, Kormáks sögu og Hallfreð- ar sögu. Vísnaskýringarnar eru byggðar á nýjustu rannsóknum og eldri reyndar líka, þannig að þær eru í samræmi við það sem mönnum þykir skynsamlegast í dag. Nú er eðlilegt að menn spyrji hver sé sér- staða þessarar útgáfu umfram það að vera handhæg og aðgengileg, allar sögurnar á tveimur bókum, læsilegt letur og nútímastaf- setning. Reyndar er þetta ærið. En áður en reynt verður að svara þessari spurningu að nokkru leyti, er nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um aðrar útgáfur Is- lendingasagna sem til eru á markaðinum. Textavandamál Allir vita að íslendinga sögur eru varð- veittar á fornum handritum. Þau elstu eru skinnhandrit frá 14. og 15. öld, en yngri eru pappírshandrit frá 16. og 17. öld og jafnvel yngri. Sá sem stendur frammi fyrir því að gefa út íslendingasögur til lestrar horfist í augu við það vandamál að velja það handrit sem best er talið að varðveiti viðkomandi sögu og er þá venjulega reynt að finna hið elsta. Nú vill stundum svo til að til eru nokk- ur eða jafnvel mörg handrit sem eru frá svip- uðum tíma og getur texti þeirra verið býsna ólíkur. Annað vandamál er það að sumar sögur eru aðeins til í brotum í elstu handrit- um og verður þá að leita til yngri handrita til þess að fylla í eyðurnar. Enn geta verið til ungar uppskriftir sem vitað er að eru gerðar eftir glötuðum skinnbókum og geta slíkar uppskriftir stundum verið traustari en aðrar sem eldri eru. Textafræðin (filologia) reynir að greiða úr þessum flækjum og þeir sem gefa út stafréttar fræðilegar útgáfur sagna fara yfirleitt þá leið að leggja eitt handrit, sem þeir telja traust, til grundvallar en birta síðan neðanmáls orðamun úr öðrum hand- ritum eða jafnvel heila kafla þar sem miklu munar. Útgáfur af þessu tagi eru gerðar fyrir fræðimenn sem vinna með sögurnar og til þessara útgáfna leita þeir sem búa sögurnar til útgáfu fyrir almenna lesendur. Aðrar átgáfur Sú útgáfa íslendingasagna, sem talin er hvað vönduðust, er útgáfa Hins íslenska fornritafélags. Sú útgáfa hófst árið 1933 og hefur gengið mjög seint. Nú eru flestar ís- lendinga sögur til í þeirri útgáfu, en auk þess íslendingabók, Landnámabók, Heimskringla og nokkrar fleiri konungasögur. Útgáfa forn- ritafélagsins er einhversstaðar mitt á milli þess að vera fræðileg útgáfa og útgáfa fyrir almenning. Lagt er mikið upp úr traustum texta, birtur orðamunur úr handritum og sumsstaðar heilir textakaflar. Hverri sögu fylgir ítarlegur formáli þar sem fjallað er um handrit sagnanna og einnig gerð nokkur grein fyrir sögunum sjálfum og tengslum þeirra við aðrar sögur. Hinn endanlegi les- texti er yfirleitt byggður á einu aðalhandriti eða tveimur og ræður þá smekkur útgefanda oft miklu um hvaðær tekið hvaðan. Þannig setja útgefendurnir oft sitt eigið mark á text- ann og fara þá sumir nokkuð frjálslega á milli handrita. Á fornritafélagsútgáfunni er svokölluð samræmd stafsetning forn. Hún var fundin upp á síðustu öld og var tilraun fræðimanna til þess að hafa samræmt kerfi á útgáfum sínum, en þessi stafsetning er í raun jafn fjarri stafsetningu handritanna og hún er núgildandi stafsetningu. Handritin eru stafsett eftir siðvenju og háttum þess tíma sem þau eru skrifuð á, eða jafnvel að einstak- ir skrifarar á sama tíma hafi hver sinn hátt á stafsetningu. Það er því mikill misskilningur að samræmda stafsetningin sé eitthvað nær stafsetningu handritanna en hver önnur. Önnur algeng útgáfa íslendinga sagna er hin svokailaða íslendingasagnaútgáfa sem kennd er við Guðna Jónsson. Sú útgáfa er reyndar mesta heildarútgáfa fornra frásagna því auk Islendingasagna eru til í þessári út- gáfu Landnáma, Islendingabók, Heims- kringla, nokkrar riddarasögur og fornaldar- sögur, biskupasögur og Eddukvæði, ef ég man rétt ein 33 bindi. Að því er tekur til ís- lendingasagna þá er sú útgáfa það gömul að hún byggir ekki nema að tiltölulega litlu leyti á fræðilegum textaútgáfum, og þykir texti Guðna því víða fremur ótraustur og smekk- bundinn. A þessari útgáfu er samræmd staf- setning forn. Þessi útgáfa hefur gegnt mikil- vægu hlutverki við útbreiðslu sagnanna og er til á mjög mörgum heimilum, en mörgum þykir hún óaðgengileg stafsetningarinnar vegna. Þriðja heildarútgáfa íslendingasagna, sem hér skal um fjallað, er útgáfa Skuggsjár frá 1968 sem Grímur Helgason og Vésteinn Óla- son sáu um. Það er fyrsta heildarútgáfa sagn- anna á nútímastafsetningu og merkt framtak á sínum tíma. Texti þeirrar útgáfu er byggður á útgáfu Fornritafélagsins. Þessi útgáfa 'er ágætlega aðgengileg en hún er í níu bindum. Aðrar útgáfur, svo sem skólaútgáfur og út- gáfur einstakra sagna hjá ýmsum forlögum, eru yfirleitt byggðar á texta útgáfu Fornrita- félagsins, en með nútímastafsetningu. Nýjar Itugmyndir En víkjum nú aftur að útgáfu Svarts á hvítu og sérstöðu hennar. Við þá útgáfu hefur ver- ið unnin mjög mikil textavinna. Á síðustu ár- um og áratugum, eftir útkomu fornritafé- lagsútgáfunnar, hefur verið gefið út töluvert mikið af fræðilegum textaútgáfum íslend- ingasagna. Þessar útgáfur nýta útgefendurn- ir hjá Svörtu og hvítu sér að sjálfsögðu. Texti þeirra er því byggður á allra nýjustu rann- sóknum. Hafa þeir jafnvel fengið afnot af fræðilegum textum sem ekki hafa komið út ennþá en verið er að vinna að frágangi á. Þetta útaf fyrir sig gefur þessari útgáfu sér- stakt gildi umfram eldri útgáfur. En einnig er ritstjórnarstefna þessarar út- gáfu nokkuð frábrugðin því sem áður tíðkað- ist. Svo sem áður er getið réð smekkur útgef- enda og hugmyndir þeirra um hvað væri góður Íslendingasagnastíll nokkuð miklu um hvaða texta þeir völdu í aðaltexta útgáfu og þá einnig hvað þeir tóku úr öðrum handrit- um en þeim sem þeir lögðu aðallega til grundvallar. Þessi aðferð byggir á þeirri skoðun sem ríkjandi var meðal fræðimanna um miðja öldina að einn aðalhöfundur væri að hverri sögu og væru uppskriftir yfirleitt til spillingar á frumgerð hans. Þau spjöll væru á ýmsan veg og því væri réttlætanlegt að velja þá texta og það orðalag sem líklega væri líkast frumgerðinni samkvæmt hug- myndum viðkomandi fræðimanns. Nýrri hugmyndir, byggðar á nýjum rann- sóknaraðferðum, gera frekar ráð fyrir að ein- stakar sögur hafi hugsanlega verið til í fleiri en einni gerð í munnlegri geymd, þ.e. áður en þær voru skráðar. Því séu ólíkar gerðir sagna og ólíkt orðalag ekki endilega spilling á frumgerð sagnanna, heldur eigi slíkt rætur að rekja til mismunandi sagnamanna sem sagt hafi sögurnar hver með sínum hætti fyr- ir ólíka áheyrendur og því geti vel hafa verið til fleiri en ein „frumgerð" þegar sögurnar voru að endingu skráðar. Með hliðsjón af þessu viðhorfi má líta svo á að einstakar upp- skriftir, sem varðveist hafa, séu heildstæð verk og miðaðar við ákveðinn áheyrenda- hóp, en ekki mismunandi vondar afbakanir á „frumgerð" viðkomandi sögu. Sem sé að sögurnar haldi áfram að vera lifandi frá- sagnarlist í meðförum skrifaranna. Nœr handritum Undir áhrifum af hugmyndum af þessu tagi hafa útgefendur þeirrar útgáfu, sem hér er til umræðu, víðast farið með textann nær handritunum sem lögð eru til grundvallar og haldið sig við orðalag þeirra en dregið mjög úr leiðréttingum og breytingum textans mið- að við önnur handrit. Þeir fara frekar þá leið að birta í útgáfunni tvær gerðir sömu sögu til þess að sýna þennan mun. Er það gert í nokkrum tilfellum. Það má því segja að í þessari útgáfu sé leitast við að færa sögurnar í form sem sé nærri hinni fornu frásagnarlist eins og hún raunverulega var samkvæmt handritunum en tíðkast í eldri útgáfum, með fullri virðingu fyrir eldri fræðimönnum. Sá munur sem hér um ræðir er kannski ekki mjög mikill, yfirleitt alls ekki efnislegur en stílsmunur getur verið nokkur og jafnvel töluverður. Við skulum taka dæmi. Hér á síðunni er mynd af þremur textum. Þessi stutti kafli er úr Hrafnkels sögu og er sögunni þar komið að Sámur hefur með að- stoð Þjóstarsona náð Hrafnkatli á sitt vald og hrakið hann frá aðalbpli og nú ætla þeir að fyrirkoma Freyfaxa sem olli deilunum. Fyrsta dæmið er úr útgáfu Hins íslenska fornritafélags. Hér sést gjörla hvernig hin samræmda forna stafsetning lítur út og tölu- stafirnir vísa til neðanmálsgreina neðst á síð- unni þar sem orðamunur úr handritum er birtur. Annar textinn er úr skólaútgáfu Óskars Halldórssonar frá 1965 en hann notar óbreyttan texta fornritafélagsútgáfunnar en færir hann til nútímastafsetningar. Þriðja dæmið er svo úr útgáfu Svarts á hvítu. Þessi texti er byggður á óútkominni textaútgáfu sem ágætur maður hefur unnið að í Kaupmannahöfn í fjöldamörg ár. Sé þessi texti lesinn vandlega og borinn saman við hina sést að nokkur munur er á, og þótt það sé e.t.v. smekkbundið, þá held ég að þessi sé betri. Opnun nýjum lesendum Eg er ekki í nokkrum vafa um að þessi út- gáfa er mjög vel til þess fallin að færa nýjum kynslóðum greiðan aðgang að íslendinga- sögunum. Handhæg útgáfa eins og þessi, þótt nokkuð þung sé, er líkleg til þess að brjóta niður þá hugmynd að þessar sögur séu bara eitthvað sem varðveita þarf í sprengju- heldri geymslu og opna augu ungs fólks fyrir því að hér er um lifandi frásagnarlist að ræða. Spennandi sögur af átökum sem eiga rætur í mannlegum breyskleika, sögur af fólki með kenndir og tilfinningar sem enn þann dag í dag leiða til átaka, þótt hug- myndaheimurinn og tæknin sé önnur. Sögur sem eru svo samofnar hugmyndaheimi ís- lendinga í dag að enginn getur almennilega skilið hvað Islendingar eru eða hvernig þeir hegða sér nema lesa þessar frásagnir. Um þetta mætti nefna mörg dæmi en það verður ekki gert að sinni, en líti hver og einn í kring- um sig og til æðstu toppa þjóðfélagsins. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.